Orðlaus


Orðlaus - 01.07.2005, Síða 34

Orðlaus - 01.07.2005, Síða 34
FAR FLÁA VERÖLD ÞINN VE6 Jón greyið Sigurðsson liggur grátandi á grúfu í gröf sinni þegar ísienskir stjórnmálamenn vanhelga leiði hans á 17. júní með hégómaspunnum tækifærisræðum. „Ekki í mínu nafni" kjökrar löngu buguð frelsishetjan í kistubotninn en hann heyrir ekki lengur í sjálfum sér fyrir ringlandi hlátrasköllunum að ofan. Tærð og kalin stytta hans á Austurvelli horfir biðjandi hvolpaaugum til Alþingis. Út um aðaldyrnar brýst einn fyndnasti brandari íslands- sögunnar - ungur og timbraður alþingismaður sem hóf þingtímabilið í tugthúsi þangað sem honum hafði verið stungið fyrir að keyra fullur. Þetta fyrirbæri ætlar þvoglu- mæltur og andfúll að fara að segja börnum Jóns hvernig þau eigi og eigi ekki að haga sér í lífinu. í augum styttunn- ar er hann ekkert annað en akfeitur marksteinn um mis- kunnarlausa gamansemi guðanna sem dvergar alla mann- lega heimsku af áður þekktri stærðargráðu. Hann er sá sem á að segja afkomendum Jóns Sigurðssonar að una frumsömdum lögum sem hann túlkar algerlega eftir eigin hentisemi - enda verða menn laglausir og falskir á fyllir- íum. „Út úr hvernig klofi skríða þau afkvæmi sem geta lifað við þetta endanlega hrun siðmenningarinnar?" spyr styttan sig í þúsundasta og síðasta sinn. Þingmaðurinn ungi og spillti hefur sofnað við dyrastafinn. Þrekvaxinn og rjóður unglingspilltur, á vappi við steinvegginn, gýtur augunum að áfengisdauðri fyrirmyndinni en valhoppar fram hjá. „Hann hrækti ekki einusinni", var næstsíðasta hugsun Jóns Sigurðssonar áður en andi hans yfirgaf þjóð- ina endanlega - „Skítapakk!" var sú síðasta. SAGAÚR SVEIT Ég sel oft svefn fyrir hlátur þegar ég ímynda mér í hvaða aðstæð- um háttsettir íslenskir stjórnmála- menn hefðu útskýrt framtíð sína fyrir foreldrum sínum: Saga þessi gerðist fyrir meira en hálfri öld. Inni í hlýrri stofunni sitja mamma, pabbi og stóryrtur snáði. Þau hafa áhyggjur af stráksa. „Hvað ætlar þú að gera þegar þú verður stór vinur minn?" spyr mamma blíðlega en það skelfur í henni röddin. í faðma við hvern og einn einasta. Á götum úti munu rísa súlustaðir og saurbæli og ég mun aldrei svo sofna að ég fara ekki afturábak með Hver á sér fegra föðurland. Þegar ég kem að orðunum „svo langt frá heimsins vígaslóð" mun ég kveða glottandi. Börn þjóðar- innar munu alast upp af lækna- dópi og stofnunum. Ég mun stýra fyrsta trúlausa samfélagi íslands- sögunnar. Ofgnótt verður helsta heilsufarsógn íslendinga og eng- inn mun að endingu hugsa um annað en sjálfan sig - bræður munu berjast. Þessu mun ég stýra og lofa í nafni forfeðra minna og þjóðar". 34 „Þá ætla ég að stjórna landinu" segir strákur ákveðinn. „Ég ætla að senda íslenska hermenn til Afg- anistans og (raks og ég mun fang- elsa fólk að saklausu. Ég ætla að bjóða hingað fjöldamorðingjum frá öllum heimshornum og fallast Mammahorfðiköldumenákveðn- um augum á barnið sitt. „Náðu í kindabyssuna Ásgrímur - það er hlaupinn djöfull í dreng- inn!" AÐNENNAEKKI AÐ SMÍÐA GÁLGA [ byltingum eru alltaf ákveðnir einstaklingar hengdir. Nú til dags er öll von um byltingu svo vita von- laus að uppgefnir, hugsandi menn farga heldur sjálfum sér í hrönnum - og stöðug tilhugsunin um sjálfs- morð er það eina sem heldur líftó- runni í nótum þeirra - það nennir enginn að fylgja þeim milli húsa með kaðalspotta núorðið. Þeir eru staddir einir í heimi sem er þeim firrtur öllu viti - svo æpandi full- ur af mótsögnum og heimsku að þeim væri það jafn sjúkt að ganga um Lækjartorg útataðir saur og haldandi sig Napóleón eins og að ganga á vald geðveiki nútíma menningarstefnu. En þeir geta ekki stigið út úr samfélaginu. Þeir fæðast einir inn í þennan heim og fara út úr honum einir. Útslitnir af þessari togstreitu tveggja veralda -siðmenningar og f irringar — milli- vegurinn er ekki til hjá hugsandi mönnum. „Við liggjum öll í ræs- inu - en sum okkar horfa á stjörn- urnar", sagði Oscar Wilde. „Lífið er eins og banvænn skjúkdómur - svo miskunnarlaus að deyfingin er möst", sagði Megas. OG KÆRLEIKSBLÓM- IN SPRETTA Það þarf snilling til að hengja sig en guðlegt æðruleysi til að sleppa því - til að smæla framan í heim- inn. Fyrst þarf að hrista af sér vimu kreditkortafyllerísins - vinna bug á græðginni - sjá hana í réttu Ijósi, svipta úldna nornina hulu tálkvendisins, sigrast á lostanum dag eftir dag - sjé girndina rétt- um augum. Vakna af vímunni og engjast af klígju yfir tannlausu morgunbrosi þeirrar vansköpuðu skepnu sem ölvuð skynsemi neyslu- hyggjunnar dró þig í bólið með. Ojjj, hvað þú varst fullur! En eina leið- in til að gera þetta er að setja sér siða- reglur. Boðorð sem norna fyrir þér áð- ur tælandi hluti. Þannig er dag frá degi hægt að vinna að markmiði: Að geta dáið sátt- ur við sjálfan sig hafandi smátt og smátt hreinsað úr séreiginhagsmuna- semina. En íslenska kirkj- an er löngu dáin drottni sínum og henni verður ekki viðbjargandi. Því segi ég með Hall- grími Þéturssyni: Trú er farin til fjalla, fær nú ekki í byggðum stað. Það er enginn sem hugsanlega get- ur sagst vera trúaður vegna þess að það er ekki hægt að vera trúað- ur efnishyggjumaður, það er jafna sem gengur ekki upp. Sá sem ver lífi sínu eingöngu í að græða til að borga búslóðir og bílalán get- ur ekki gúdderað að ríkum manni sé örðugra að fara til himna en úlfalda að troðast um nálarauga - það bara er mannlega ómögulegt að hagræða þessari þversögn og öllum þeim aragrúa siðaboðorða sem standa í hverri einustu trú- arpredikun. Því hafnar (slending- urinn Guði eða segist trúa á sinn eigin sérstaka máta - þvílík þvæla! Hugsjónir og siðaboð eru einmitt til að koma í veg fyrir að fólk trúi eftir eigin höfði, setji sér regl- ur sem henta þeim ein- um. Því eins og blómin deyja þegar mamma fer til útlanda, deyrhugsjón- in í mannin- um með efn- ishyggjunni -hennierkaf- fært uns hún drukknar í stofuglugg- anum. Ef þú fylgir engum siðareglum, svíkur og lýg- ur og berð ekki virðingu fyrir varnar- ræðum öld- unganna, fer allt beinustu leið til helvítis hjá þér. Tilvera þess sem er sanngjarn, þakklátur, nægjusamur og sannsögull, er hins vegar him- nesk hverja sekúndu - sagði góður maður mér fyrir langa löngu. AÐ NAUÐGA TUNGUMÁLI Það vantar fleiri listamenn, hugs- uði, sjálfstæða einstaklinga - fólk- ið sem sér samfélagið með augum gestsins og fellst aldrei á handrit- ið - fólkið með fegurðarskynið - broddflugurnar sem lokka staur- blint dráttarhrossið af veginum sem liggur beinustu leið norður og niður. Embættismenn stjórnast nefnilega af takmarkaðri skynsemi en aldrei af tilfinningum og hafa því ekki skynbragð á fegurðina. Viðskulum dæma þá af verkunum: Þeim hefur meira að segja tekist að nauðga fallegasta orði sem ég hef skilið á mannlegri tungu. Ljós- móðir: Allra fyrsta manneskjan á jörðinni sem tekur á móti börnum hins heilaga anda. Veran sem vakti yfir mæðrum þessa lands í frost- bitnu skammdegi meðan forfeð- ur okkar komu í heiminn. Til þess að efnishyggjumenn geti hlutgert mannveruna endanlga hefur verið fundið nýtt heiti á þessa dýrateg- und: Fæðingatæknir! - Enn eitt járnkalt birtingarform maskínu- og firringarstefnu samfélagsins. Ojjbara! Líklega er löngu orðið of seint að breyta nokkrum sköpuðum hlut á þessu brjálaða berklahæli - það væri þó dapurt ef enginn fengist til að leika á fiðlu fyrir lýðinn á meðan allt brennur til kaldra kola. „Sá sem ver lífi sínu ein- göngu í að græða til að borga búslóðir og bílalán get- ur ekki gúdd- erað að ríkum manni sé örð- ugra að fara til himna en úlf- alda að troðast umnálarauga.u

x

Orðlaus

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.