Orðlaus


Orðlaus - 01.09.2005, Síða 16

Orðlaus - 01.09.2005, Síða 16
ERTU RAS Fannst þér allt í einu þess virði að búa aðeins áfram á íslandi þegar þú heyrð- ir fyrst í hljómsveitinni Hjálmar? Fórstu sérstaklega í hárlengingu til að geta verið með dreadlokka? Áttu Jamaica fána sem hangir fyrir ofan rúmið þitt? Ertu með Ijón tattúverað á upphandlegginn? Reykirðu mikið hass? Trúirðu því að Guð hafi talað í gegnum Bob Marley? Á fólk ekki að ganga í gerviefn- um? Ræktarðu kannabis? Stefnirðu á að rækta kannabis? Finnst þér gaman í fótbolta? Finnst þér gaman að skökkum fótbolta? Hefurðu séð myndina The Harder They Come oftar en fimm sinnum? Ertu oftast í víðum fötum? Segðirðu Ja Man í staðinn fyrir að segja Já maður? Finnst þér eins og þú sért negri, jafnvel þó þú hafir fæðst á Islandi og heitir Þórkatla eða Þormar? Bara andlegur negri... Ef þú svarar þessu öllu játandi þá eru ansi miklar líkur á því að þú sért Rasti eða í það minnsta eitthvað afsprengi af Ra Hæ Lassi Lassi! Fæstir íslendingar vita raunveru- lega hvað rastafari merkir þrátt fyrir að hafa heyrt minnst á þetta í reaggelögum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Sannleikurinn er sá að Rastafariar eru meðlimir í sértrúarflokki. Sértrúarflokki sem trúir því m.a. að Guð hafi mætt á nýjan leik í mannsmynd á jörðu í konunginum Ras Tafari sem réði ríkjum í Eþíópíu árið 1928. Árið 1930 varð hann keisari og tók sér þá nafnið Heile Selassie (Hæ lassi lassi). Heile Selassie var mikill um- bótasinni og hafði ýmsar góðar kenningar á lofti. Meðal annars kenningar um að blökkumenn sem slíkir væru afkomendur Eþí- ópíubúanna sem talað er um í Biblíunni. Hann var á því að allir blökkumenn yrðu að safnast sam- an í Afríku, og þá aðallega í Eþíóp- íu (Africa Unite), til þess að heim- ur þeirra yrði betri. Rastafariartóku Haile Selaissie og gerðu hann að guði líkt og kristn- ir gera Jesú að guði sjálfum. Haile sjálfurvarsamtekkisammálaþessu e n d a bara "venjulegur" kristinn maður, fyrir utan það að vera Ijónið af Júda off kors. Kom- um að því síðar. Svartir gyðing- ar í hörbuxum Rastafari trúin er að mörgu leyti einskonar blanda af hreinni kristni og hreinum gyðingdómi. Rastar forðast til dæmis ákveðin matvæli líkt og gyðingar. Þar á meðal svínaket, skelfisk, kaffi og margt annað sem þeir telja vera óhreint, en í þriðju Mósesbók er einmitt upptalinn langur listi af því sem telst óhreinn matur. Rastarnir vilja heldur ekki ganga í því sem þeir kalla óhrein föt og leggja því mikið uppúr að ganga bara í ekta efnum, en ekki nylon og pólíester. Fyrir Rastafarium er hinn vest- ræni heimur synd og skömm. Skömm sem þeir kalla sín á milli Babylon og til að undirstrika það hversu mikið skítapleis Babylon er, þá halda þeir því fram að Babyl- 16 Græjur fyrir verðandi Rastafaria: Bækur: Áhugamál: Biblían og ævisögur Bob Biblían. Matur. Hass. Reagge. Marley og Haile Selaissie Ska. Kynlíf. Matur. Biblían. Bíómyndir: Starf: The harder they come. Broken Flowers. Bob Marley, live. Ekkert frekar. Bíll: Föt: Allt sem er úr hampi. Helst ekki. Hjól er betra. bómull eða höri. Orðaforði: Iþróttir: Jah is mighty (Guð er mikill), Ja man! Africa Unite. Move Færa jónuna að og frá munni og sparka aðeins í bolta annað slagið. out of Babylon. Man... on muni falla og því sé vissara að halda sig bara í Afríku. Afríka er fyrirheitna landið, Síon, og blökkumenn eru hinir réttu Hebrear. "Bob Marley und- irstrikaði þetta kannski þegar hann söng lagið No Woman No Cry. Verum lausir við kjéllingarnar og slökum á saman" Enginn kjélling, ekkert væl! Af einhverjum ástæðum fer ákaf- lega lítið fyrir konum í rastafa- ritrú og 99% allra mynda sem við sjáum af röstum eru af körlum. Bob Marley undirstrikaði þetta kannski þegar hann söng lagið No Woman No Cry. Verum lausir við kjéllingarnar og slökum á sam- an. Við karlarnir. Engar kjélling- ar, ekkert væl! Eitthvað kannast maður við þetta. Rastafaritrú er ekki sú eina sem virðist hafa náð að "deleta" konum úr trúarbrögð- um þannig að það virðist vera að þetta sé bara karlatrú. Ha? Á Jamaica, þar sem hvað flestir Rastar búa, þykja feitar konur fallegri en þessar mjóu sem við dýrkum svo og dáum. Þetta kem- ur að sjálfssögðu vel út fyrir þess- ar feitu, en hinar sem grennri eru ganga stundum ekki út, þrátt fyr- ir að vera fyrirmyndarstelpur. Til þess að reyna að auka á útgöngumöguleika sína hafa sumar tekið upp á því að nota dýrahormóna til að fita sig, eða hormóna sem eru ólöglega not- aðir til þess að fita skepnur. Ein af ástæðum þessa er sú að matur hefur geysilega þýðingarmikið hlutverk í lífi Rastanna og kona sem er feit kona, þýðir það sama og kona sem borðar mikinn MAT. Hærra minn Guð til þín, hasspípan er mín Við vitum öll að rastar reykja hass meira en flestir aðrir. í það minnsta svona út á við. Þetta hef- ur verið eitt af þvi sem gerir trú- arbrögð þeirra meira áberandi en önnur, enda eru þeir ekkert að pukrast með sitt hass. Ástæð- an fyrir þessum glennuskap með hassið er að þeir hafa trúarlega afsökun fyrir reykingunum. Hass- reykingar eru fyrir þeim enginn fíkniefnavandi heldur leið til að komast í samband við vin sinn Jah, eðaGuð, ogskiljasannleikannbet- ur. Hassins er neytt á ýmsan máta, jafnvel borðað í salati með mat og svo er tekið til við Biblíulestur og túlkun. Til dæmis tókst þeim að túlka þessa setningu: Betri er einn skammtur kálmetis með kærleika en alinn uxi með hatri (Orðskvið- irnir 15:17), sem: "Reyktu hass því þaðtengir þig Guði". Þetta er nátt- úrlega alltaf spurning um hvernig maður "túlkar" ekki satt? Life is a dread Hin "bráðskemmtilega" hár- greiðsla, dreddar, mun vera tákn- ræn fyrir makka Ijónsis af Júda en það spilar stórt hlutverk í trú- Mar9rétHugrún ; arbrögð- um Rastanna. Nafn- ið Haile Selassie sem "Jesúinn" þeirra tók sér við krýninguna merkir „máttur þrenningarinnar" og hann var líka kallaður konung- ur konunganna, lávarður lávarð- anna og Ijónið af ættkvísl Júda eins og talað er um í Biblíunni, í Opinberun Jóhannesar... (til hvers að vera með hógværð þegar mað- ur velur sér "nikk"?). Því miður hefur þessi hárgreiðsla dreift sér sem tískufyrirbæri til annarra menningarsamfélaga og í dag eru það ekki bara hassreykj- andi, karlmennsku- og fitubollu- dýrkandi blökkumenn frá Jama- ica sem bera þetta dú, heldur má sjá næpuhvíta millistéttardrengi úr Garðabæ, spóka sig um með dreads án þess að hafa minnstu glóru um að með þessari greiðslu séu þeir að líkjast Ijóninu af Júda, sem talað er um í Biblíunni. Glaðir negrar í góðum gír Um ein milljón manna aðhyllist nú rastafaritrú, aðallega á Ja- maíku og í Bandaríkjunum. Hún er til i mismunandi útgáfum og áherslan á að safna öllum blökku- mönnum til Afríku hefur minnk- að og I staðinn er lögð áhersla á að gera Jamaíku að vænlegra þjóðfélagi fyrir fólk af afrískum uppruna; að „afríkanísera" hana. Enda vesen fyrir mannskapinn að vera að flækjast þetta til Eþíópíu. Góða hugmynd um nútíma rasta- mann má sjá í Jim Jarmush mynd- inni Broken Flowers sem er í bíó þessa dagana.

x

Orðlaus

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.