Orðlaus

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Orðlaus - 01.09.2005, Qupperneq 20

Orðlaus - 01.09.2005, Qupperneq 20
Texti og myndir: Steinunn Jakobsdóttir og Hrefna Sverrisdóttir FRANCISCO San Francisco er einstaklega litrík og fjölskrúðug borg þar sem karlar og konur af öllum þjóðernum lifa saman í sátt og samlyndi. Borgin býður upp á ótrúlega mikið af skemmti- Íegum stöðum til að skoða, Golden Gate brúna, Alcatraz fangelsið, skemmtileg söfn, fjöi- breytta veitingastaði, stóra almenningsgarða og fjörugt næturlíf. Nú er heldur ekkert mál að koma sér þangað þar sem lcelandair býður upp á beint flug. Við mælum með Hotel Renoir sem er staðsett við aðal götu borgarinnar og eina hótelið sem er umkringt öllum samgönguleiðum. Borgin skiptist í nokkur mismunandi hverfi sem öll hafa sinn sjarma og sitt sérstaka andrúmsloft og þar er hægt er að ramba inn á alls kyns fína og furðulega staði á ferðunum upp og niður brattar hæðirnar sem borgin er byggð á. Til að auðvelda ferðina og sjá sem mest er því gott að skipta tímanum niður eftir svæðum: NORTH BEACH Hverfið þar sem unga fólkið heldur sig er rétt norðan við Chinatown og kallast North Beach. Þetta er ítalskt hverfi og því mikið af góðum ítölskum veitingastöðum og úti- kaffihúsum. Göturnar Columbus og Broadway eru auk þess troðnar af skemmtistöð- um þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ef þú vilt byrja kvöldið á meira afslappaðri stemningu mælum við með því að þú kíkir á Tosca sem er skemmti- legur, lítill, dimmur bar með djúkboxi þar sem hægt er að slaka á með glas af góðu víni áður en haldið er út á lífið. Það er aldrei að vita nema þú rekist á Sean Penn þar sem hann er fastagestur á barnum. CHINATOWN Einsog í fjölmörgum stórborgum er Kína- hverfi í San Francisco og þangað flykkjast túristar í stríðum straumum til að versla minjagripi og annað skran. Chinatown er eitt elsta hverfi San Francisco, fullt af litl- um búðum sem selja kínaskó, kínajakka, skartgripi, ávexti og kjúklinga í búrum. Þar eru líka hinar fínustu tebúðir þar sem hægt er að setjast niður og smakka alls kyns furðulegar blöndur þar til þú finnur bragðið sem þér líkar. 20 CASTRO San Francisco hefur verið þekkt sem draumaborg sam- kynhneigðra, en 15% íbúa hennar eru samkynhneigð- ir og er það hærri prósenta en í nokkurri annarri borg í Bandaríkjunum. Castro hverfið er mekka samkyn- hneigðra í borginni og er Castro street hjarta þess þar sem aragrúi af skemmtistöðum, litlum börum, hár- greiðslustofum og nuddstofum af ýmsu tagi standa hlið við hlið og eru máluð í öllum regnbogans litum. Hverfið einkennist af fjörugu næturlífinu þar sem samkynhneigðir, jafnt sem gangkynhneigðir stunda skemmtistaðina grimmt og djamma fram á nótt við æpandi danstónlistina. SOMA Hér er allt í kring mikið af klúbbum sem lífga upp á hverfið eftir að myrkrið skellur á. Við kíktum á staðinn End Up sem er opinn alla daga fram á nótt. Þegar við duttum þar inn á sunnudagskvöldi var staðurinn troðinn af alls kyns fólki af öllum stærðum og gerðum og allir alveg hrikalega hressir. Á dansgólfinu döns- uðu samkynhneigðir, gagnkynhneigðir og klæðskiptingar allir saman í einni kös og úti í stórum garðinum var hægt að sitja í rólegri stemningu og blaðra við mannskapinn.

x

Orðlaus

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.