Orðlaus

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Orðlaus - 01.09.2005, Qupperneq 36

Orðlaus - 01.09.2005, Qupperneq 36
Hann var á leið á diammið. Búinn að skemmta sér mikið undan farið en vandinn var að kellingarnar voru bara ekki að bíta á. Hann var með öll færi úti en veiðin hafði síðustu mánuði verið engin. Þetta var farið að leggjast á sálina og svo hann ætl aði að lækka standardinn, reyna við einhverja sem var kannski pinu feit, eða með skakkar tennur. Bara svona til að skora ör ugglega Hún hafði verið að djamma með vinkonu sinni sem að venju hafði horfið. Um leið og sætur strákur var í sjónmáli hvarf hún eins og fyrir töfra. Birtist þó oft aftur með stórar yfirlýsingar um hversu miklir fávitar karlmenn væru og lét eins og ekkert hefði í skorist. Því sat hún nú við barinn og beið. Ætlaði að gefa vinkonunni korter i viðbót - annars færi hún heim. Rétt í því sem skotin koma kemur einhver "hvalur í pilsi" og treð- ur sér á milli þeirra. Kappinn var búinn að fylgjast með henni smá stund og hún var greinilega ein. Sat þarna við barinn á Ölstofunni greinilega ekki í miklu stuði með tómt glas fyrir fram- an sig. Ekkert frábærlega falleg, pínu of þung og verr máluð en hann hefði kosið, en þetta slapp samt. Þar sem kallinn hafði ekkert veitt um kvöldið ákvað hann að stökkva á hana, skrúfa frá sjarmanum og draga heim. Kallinn rétti úr sér, gekktil hennarörugg- um skrefum og opn- aði með línunni sem alltaf sió í gegn. "Þú ert bæði falleg og klár og það er ekki oft sem 1 + 1 gerir 2" sagð'ann um leið og hann nikk- aði barþjóninn og bað um áfyllingu handa dömunni. Hann hall- aði sér að barborðinu og spurði í framhaldi - hvað er svona mynd- arleg dama að gera hérna ein. Hún fór greinilega hjá sér. Bingó-hugsaði hann. Greinilega athygliþurfi. Pottþétt skor ef maður bara raðar inn hrósinu. Hann tók upp símann - glænýjan Nokia sem keyptur var í gær og smellti af henni mynd. "Rosal- ega myndastu vel - ertu kannski módel" sagð'ann þar sem hann stóð við barinn og virti afrakstuinn fyrir sér. Myndin var reyndar mjög slæm, nánast svört því eng- in birta var á staðnum, og hún var eins og risastór rauður depill á símaskjánum - en línan var alveg að virka. Hún roðnaði og flissaði. í framhaldi ákvað hann að segja aðeins frá sjálfum sér, svona rétt til að sýna fram á að hann væri nú sjálfstæður maður á framabraut. "Ég er með mína eigin bíla- sölu hérna niðri í bæ - sko. Gengur rosal- ega vel. Fræga fólkið kemur oft og kaupir bíla hjá mér - Herbert Guðmunds var ein- mitt að kaupa Toyotu hjá mér í gær" sagði hann um leið og hann nikkaði barþjóninn j og pantaði sér annan bjór. Rétt í því sem hann er að fara að segja j henni frá BMW-inum sinum spyr hún I hvort hún megi hringja. Eitthvað um vin- konu sem stakk af - hann var í raun ekki að hlusta. Notar tækifærið og virðir hana fyrir sér meðan hún reynir ítrekað að ná j sambandi. Jú, veistu - hún er nú ekkert svo Ijót. Ætli það sé ekki best að klára dæmið | með bragði sem aldrei klikkar. Nikkar barþjóninn [ einu sinni enn og bið- ur um tvær fullnæg- ingar - passar að hún heyri hvað hann er að panta. Rétt í því sem [ skotin koma kemur ein- hver "hvalur í pilsi" og | treðursérá milli þeirra. Sú er algerlega óða- mála yfir einhverjum j persónulegum vanda- málum - eitthvað um | skilnað, ömurlega karlmenn og 13 börn. Hann reynir ítrekað að ná sambandi við höstlið aftur en hvalurinn er alltaf fyrir. | Rétt í því sem hann er að gefast upp og fara einn heim snýr hún sér að honum og segist þurfa að sinna vinkonunni. Segir að sér þyki það leitt og að kvöldið hafi verið | skemmtilegt, þakkar fyrir drykkina greini- lega svekkt yfir trufluninni. Hann ákveður að gefa þessu einn sjens | í viðbót. Bíður á barnum í ca. 20 mínútur áður en hann fattar að vandamál hvalsins | verða greinilega ekki leyst á nokkrum mín- útum. Hann lætur sig því hverfa en hugsar | að hann ætli að koma aftur á Ölstofuna um næstu helgi, leita kellinguna uppi og klára dæmið. Þetta hefði pottþétt virkað ef hvalurinn hefði ekki eyðilagt allt. Hann | tekur leigubíl heim - einn að venju. Ótrúlegt hvernig henni tekst alltaf að höstla flotta stráka meðan ég sit uppi með lúðana. Hún hafði tekið eftir honum nokkru áður. [ Pínu púkalegur stákur sem hafði greini- lega farið í allar réttu búðirnar og keypt öll réttu merkin - en var greinilega alveg blindur á hvað átti saman. Brúnn jakki, bleik skyrta og svartar gallabuxur (sem í ofanálag voru aðeins of stuttar) eiga ekki saman. Hann hafði verið að glápa á hana í I meira en korter. Hún leit upp og sá hvar hann var að staul- | ast í átt til hennar, með greinilegan kort- [ er í þrjú glampa í aug- unum. Hún reyndi að líta undan til að forð- ast augnsamband, en hann tróð sér upp við barinn og kom með j þessa líka ömurlegu pickuplínu. Hann pant- [ aði annað glas handa henni áður en henni gafst tóm til að svara og bætti við annari kli- sju. Langaði að hreyta einhverju í hann en ákvað að bíða aðeins, hún fengi þá kannski góða sögu í versta- viðreynslubankann hjá vinkonunum. Eitt glas enn var líka vel þegið, hún var blönk og það var búið að loka visakortinu. Helga [ vinkona hvergi í sjónmáli til að redda fjár- málum kvöldsins og kannski fátt annað að | gera en að spjalla við þetta grey. Allt í einu dregur hann upp síma og smellir af mynd. | Spyr - "Ertu módel?" kommon. Hún þurfti hreinlega að snúa sér undan til að hann sæi | ekki að hún væri farin að hlægja að honum. Þvílíkar línur. Ætli hann trúi því virkilega að þetta sé leiðin til að heilla konur. Fer svo að tala um einhverja hallærislega bílasölu og hvað hann þekki mikið af frægu fólki. Húrra fyrir þér hugsaði hún um leið og þús- und flóttaleiðir runnu í gegn um hugann. Þetta var reyndar of fyndið til að sleppa því, hægt að lifa á þessu næstu mánuðina. Svo pantar hann sér annan bjór, eins og hann sé ekki nógu drukkinn fyrir. Klukkanerorðin hálffjögurog húnákveð- ur að tékka á Helgu vinkonu, hún er búin að vera helvíti lengi i burtu. Sjitt-inneignin búin. Hún verður að fá að hringja hjá trúðn- um. Helga svarar ekki, hún er sennilega farin heim með einhverju sólbrúnu vöðva- tröllinu. Ótrúlegt hvernig henni tekst alltaf að höstla flotta stráka meðan ég sit uppi með lúðana. Þegar hún er rétt búin að gefast upp á Helgu kórónar hann ömur- legheitin með því að panta fullnægingu. Þarna fór hann alveg yfir strikið - þetta er hætt að vera fyndið. Hún grípur tækifærið samstarfskona birtist á svæðinu og dregur hana að barnum. Passar að við það ýti hún bíla- salanum í burtu. Hann stendur áfram eins og kjáni við barinn - fær reyndar kredit fyrir þrautseigjuna því hann er ekki að gefast upp. Að lokum snýr hún sé að honum og segir að það hafi komið upp smá neyðar- tilfelli - samstarfskonan sé í tómu tjóni og sem góð vinkona verði hún að sinna henni. Þakkar fyrir drykkina og dregur samstarfs- konuna með sér inn á bað þar sem saga kvöldsins er rakin. Þegar hún kemur út af klósettinu um hálf- tíma síðar er hann sem betur fer búinn að láta sig hverfa. Er orðin þreytt og pirruð eftir ömurlegt kvöld og er á leiðinni út þeg- ar barþjónninn kallar. Heldurðu að helvítis lúðinn hafi ekki sleppt því að borga reikn- inginn. Sem betur fer sleppur kortið í gegn þó ekkert sé inni á því og um leið og hún gengur heim (á ekki fyrir leigubíl) ákveður hún að hringja í hann daginn eftir og rukka helvítið. ÍPÖBBA lÍLOVE 36

x

Orðlaus

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.