Orðlaus


Orðlaus - 01.09.2005, Síða 42

Orðlaus - 01.09.2005, Síða 42
POPP&KOK& OGEÐ - ÐjöfDir _er (sland frábært! -Reykjavík" ltka."Hérsé gröska,” vín og villtar meyjar. Hér sé heimili andagiftarinnar, kaffi- húsanna, Sigur Rós (nýja plat- an...!), múm! Trabant! Múg- íson! Kímónó! Skátar! Björk! Sling! I Adapt! Og fleira! Og fleira! Buttercup! Reykjavík er kannski ekki alltaf heimili vinaleikans (þeir sem fá hvergi fram fyrir í röð geta vottað fyrir um það), en hún er svo sannarlega opinber íverustaður andagiftarinn- ar. Og hvað annað en hið æðisgengna íslenska um- hverfi getur verið orsök þessa: rímna- og sagna- hefðin, fjöllin og Þingvell- ir? Okkar eigin sérstæði sér- stakleiki. Hvergi annarsstaðar í heiminum eru jafn margar hljómsveitir per ferkílómet- er. Hvað annað gæti útskýrt þennan gífurlega stormsveip snilligáfunnar sem við höfum orðið svo tilfinnanlega vör við síðustu áratugi. Svo vör að við þurfum að gefa út átta lífstílss- blöð á mann til að koma öllum hpccum cnillinmjm á forsíðurn- arog Mnnsíðurnar, miNi_auglýs-_ ~ingá um fartölvur og helvítis Rob Schneider í öllum bíóhús- um landsins. Nema hvað, það væri glatað að ætla öllu þessu hæfileikafólki einhverja næfileika. Nei, það er eitthvað í vatninu hérna sem fram- leiðir snillinga. Þetta hefur líka þægilegar afleiðingar. í stað þess að öll snilldarverkin séu afrakstur ótaldra vinnustunda dugmikilla og hæfileikaríkra einstaklinga eru þau afrakstur umhverfisins og okk- ar góðu gena og þannig getum við a) dregið úr gildi einstaklinganna sem bjuggu þau til (og þannig ver- ið sáttari við okkur sjálf) og b) eign- ast hlutdeild í þeim og því. Þannig getum við, hvar sem við förum I heiminum, verið fulltrúar snilli- gáfunnar, því við deilum jú vatni, umhverfi og erfðamengi með öllu þessu kraftaverkafólki. í alvöru talað, þá er helvíti fínt að búa hérna. Hér sé gott fólk og vinalegt, fljótlegt að komast milli staða og lítill vandi að komast í samband við hvern sem maður vill, vilji maður það. Og fínar plötubúð- Jr_(allavega -tvær),-goft -aðgengi- að almenningssamgöngum og fjölbreytt nám í boði fyrir þá sem það vilja stunda. Og allt ofannefnt tónlistarfólk er frábært og auðgar vissulega lífið hér, hvort heldur er með hressilegu tónleikahaldi eða bara næs plötum. Flestir ættu að kaupa sér nýju Sigurrósarplötuna, fyrsta múmplatan er líka væntan- leg rímasteruð og hana þarf líka að kaupa. Kimono skífan er þung, en lofar góðu. Svo eru þær sætir og viðkunnalegir náungar. Og enn er von á góðu stöffi; veturinn verður líklega ágætur, ef kaldur, en þá er lag að orna sér við heima- smíðaða músík á Grand Rokk eða heima í stofu. Erlendis er líka fullt af næs stöffi í gangi. Þeir sem hafa áhuga á ný- tísku-gamaldags gítarrokki með Ride, Sloan, mæbloddývalentæn sjúgeiser stemmningu ættu að dánlóda eða kaupa plötuna Turns- tile Blues með ameríska bandinu Autolux. Eins og að fara aftur í tím- annog mamma mannsverðurskot- inn í manni, þannig að maður þarf að finna prófessorinn og beisla eldingu til að komast aftur heim -og lagfæra málirr Bara"bélrá.Tins~ verður aldrei of oft mælt með sam- krullsverkefni krúttþjóðverjanna Notwist og hinna gallsúru Them- selves: 13 & God. Breiðskífan Men of Station er rosaleg, rosaleg plata sem ætti að falla öllum þenkjandi tónlistaráhugamönnum í geð (og líka hinum). Útpældir hljóðheim- ar, góðar melódíur og Ijóðrænir textar skapa Ijúfa heildarmynd sem hentar vel í bæði afslöppun og (einhverskonar) dans. Hún fæst hjá Benna í Smekkleysubúðinni. Decemberists eru líka bestir í heimi (gefið þeim séns í svona tíu spilanir og þið verðið sammála) - breiðskífan Picaresque ber af öðr- um í heiminum. Meðan beðið er eftir nýju Kanye West plötunni er líka margt vitlausara en að tsékka á plötunni Be með félaga hans Common, en henni er óhætt að mæla með við hiphopunnendur sem aðra cool einstaklinga. En það er óþarfi að vera cool, cool er bor- ing og klisjulegt. Betra er að vera velmeinandi klaufi. Svo er nýja Bob Mould platan mjög flott. hauxotron@hotmail.com TWISTED minds Tríóið Jói, Siggi og Pan mynda hip-hop hljómsveitina Twisted Minds sem hefur verið starfandi frá því árið 1996. Síðan hljómsveitin var stofnuð hefur tónlistin þróast mikið og allir vinna þeir nú að öðr- um verkefnum með hinum ýmsu tónlistarmönnum þó að upphaflegi kjarninn sé alitaf til staðar. Jói sem gegnur undir tónlistarnafninu Rain fræddi Orðlaus um sveitina. Hvað hafið þið verið að gefa út? Á þessu ári höfum við gefið út fimm sinnum. Fyrst gáfum við út kasettu sem hét Garbage Music. Síðan gaf Siggi út sólóplötuna Distribution of Wealth, Pan hefur gefið út tvær plötur á árinu og sól- óplata frá mér, Rain, er nýkomin út. Hver gefur þetta allt út? Bara við sjálfir. Hvar er tónlistin fáanleg? í öllum bestu plötubúðunum eins og í Smekkleysu og 12 Tónum en einnig I ígulker, Nakta apanum og Brim. Síðan erum við með heima- síðuna triangle-productions.com og þar er hægt að nálgast lög með okkur. Hafiði verið að reyna að koma ykkur á samninga við útgáfufyrir- tækin? Við erum búnir að fá fullt af við- brögðum frá útlöndum en það ger- ist alltaf allt svo hægt. Hvernig myndirðu lýsa tónlist- inni? Hún er rosalega mismunandi. Þeg- ar við vinnum þrír saman verður til gjörólík tónlist heldur en þegar við vinnum í sitthvoru lagi. Við reyn- um bara að gera eins fjölbreytta tónlist og við mögulega getum og tökum rokk, elektróník og djass inn i þetta. Hvað með textagerðina? Eruð þið pólitiskir? Nei, við erum ekki mjög pólitískir. Ég sjálfur reyni bara að skrifa um allt sem ég lendi í. Stundum get ég til dæmis bara verið að labba úti á götu og fengið hugmynd að lagi. Þið eruð sjálfir með stúdíó og tak- ið þetta allt upp sjálfir. Fyrir þá sem hafa áhuga á að semja og koma sér á framfæri, hvað myndir þú segja að væri fyrsta skrefið? Það er að reyna að skipuleggja sig geðveikt vel því þetta er ógeðs- lega mikil vinna. Mesta vesenið er nefnilega ekkert endilega að semja tónlistina heldur að mixa og mastera, gera plötuumslögin, fá auglýsingar og redda sér viðtöl- um. Hverjir eru þinir helstu áhrifavald- ar? Það er úr svo miklu að velja. Ef ég mætti mæla með einum gaur þá væri það Buck 65 frá Kanada. Ég fæ samt ekkert mestu áhrifin frá hip-hopi. Ég elska líka að hlusta á djass, elektróník og rokk. Þið eruð allir að vinna í öðrum verkefnum, ekki satt? Jú, allt í allt eru þetta átta hljómsveitir. Ég og Addi í Forgotten Lores mynd- um dúettinn HumanSubst- ance og ég og Pan vinn- umundirheit- inu Audio Improvement. Síðan hef ég verið að gera sólóvekefni undir nafninu Rain. Twisted Minds er þó alltaf grunnurinn en ég skil ekki hljómsveitir sem eru búnar að spila saman í kannski tíu ár á n þess að vinna með nein- um öðrumt. Það hlýt- ur að verða svolítið þreytt. Hvað er siðan á döfinni? Ég er að vinna að plötu með Adda í Forgotten Lores. Við gerðum plöt- una árið 2002 en útgáfan er búin að tefjast en platan kemur út í þess- um mánuði. Hljómsveitin Twisted Minds mun síðan spila á Airwaves hátíðinni þar sem við verðum með live hljómsveit með okkur.

x

Orðlaus

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.