Orðlaus - 01.12.2005, Page 38

Orðlaus - 01.12.2005, Page 38
HVAÐ ER AÐ FRETTA? Helgi Hrafn Jónsson Tónlistarmaðurinn Helgi Hrafn Jónsson sendi nýlega frá sér plötuna Glóandi. Hann hefur búið í Austurríki undanfarin ár en er nú staddur á landinu, meðal annars við kynningar á nýju plötunni, og hélt vel heppnaða tónleika á Gauknum með hljómsveitinni sinni í síðasta mánuði. Helgi hefur aðaliega verið að grúska í klassískri tónlist og er lærður básúnuleik- ari en er núna búinn að skipta um gír og senda frá sér ótrú- lega vandaða og grípandi poppplötu. Þeir sem þekkja ekki til Helga ættu endilega að kynna sér plötuna sem fæst i öllum helstu verslunum landsins. Hvað er að frétta af þér? Ég er bara nýkominn heim úr sumarbústaðarferð þar sem ég var með bassaleikaranum úr bandinu og pródúsent sem við höfum unnið mikið með. Við vorum að taka upp ný lög milli þess sem við nutum útiverunnar og íslensku náttúrunnar og löbbuðum meðal annars að Svartafossi. Þeir voru alveg algjörlega steini lostnir og við allir mjög innblásnir eftir ferðina. Þó að ég komi til íslands á hverju ári er magn- að hvað náttúran getur alltaf komið á óvart. Annars er búið að vera nóg hjá mér að gera og fyrsti frídagurinn minn í dag í langan tíma. Ég er til dæmis búinn að vera að túra með hljómsveitinni Beefolk um Evrópu síðan í september, spila með Sigur Rós í London og Laugardalshöll og auðvitað verið að flytja mitt eigið dót líka. Nú varstu að flytja sólóefnið þitt í fyrsta sinn á íslandi. Hvernig var að spila loksins fyrir íslendingana? Það var bara mjög gaman og góð reynsla. Ég var búinn að vera dálít- ið stressaður en síðan gekk þetta bara vel. Maður er samt kannski orð- inn of góðu vanur eftir aðhafa verið að spila úti þar sem 500 manns mæta á tónleika en það tekur auðvitað tíma að byggja upp áheyr- endahóp. Ég kvarta þó ekki, er mjög sáttur. Næstu vikurnar ætla ég síðan að kynna diskinn meira, reyni að koma mér í sjónvarpið eða útvarpið. Hafa viðtökurnar verið góðar? Mjög góðar, allavega hjá þeim sem álpast til að kaupa diskinn og hlusta á hann. Hvenær ertu næst að spila? Það er ekkert komið neitt fast ennþá. Hvað er svo framundan? Framundan er bara að kynna diskinn og njóta jólanna. Auk þess ætla ég að nýta tímann í að semja nýtt efni, ég er kominn með helling af lögum og iða í skinninu að fara aftur í stúdíóið og taka upp aðra plöt- una. Næsta árið á einnig eftir að vera viðburðarríkt. Ég fer á mánaðar tónleikaferðalag um Evrópu með European Jazzorchestra, tværferð- ir með Beefolk og tvær með mínu sólóverkefni. Það verður því mikið flakk og spennandi að sjá hvort maður haldi geðheilsunni. ■ • Ég stend á barborði. Reyni að finna grip með sleipum hælunum á nýju skónum mínum og forðast að fá Ijósakrónuna í andlitið á meðan ég dilla mér. Danstilþrifum mín á barborðinu er fagnað gríðarlega af misjafnlega fullum vinkonum mínum. Ekki af því að ég sé eitthvað sérstakur dansari - afskipti mín af dansi þessa dagana felast aðallega í því að öfunda keppendur í So You Think You Can Dance. Nei, mér er fagnað af því að ég er komin upp á barðborð aftur. Mikið vatn hefur runnið til sjávar og margir drykkir ofan í maga frá því að ég tók síðast snúning á barnum. Á meðal vatnsdropanna er dálítið sem ég forðaðist alltaf eins og heitan eldinn: samband. Án þess að ég vissi almennilega hvað hefði gerst var ég allt í einu komin í eitt stykki samband og uppgötvaði, mér til mikillar furðu, að þau eru af hinu góða. í mínu tilfelli; af því mjög góða. Eftir smá hiksta í byrjun (og kvíða og almenna ringulreið í báðum heilahvelum, hjarta og maga undirritaðrar) hellti ég mér út í sambandið mitt af sömu ákefð og ég dillaði mér áður á barborðum. Ég hef lengi staðið í þeirri trú að ég sé mjög upplýst kona, nútímakona (þó ekki eins og sú sem prýddi forsíðu á ákveðnu tímariti fyrir nokkru síðan undir fyrirsögn sem innihélt orðið hnakkamella...). Mest af öllu hef ég haldið að ég væri komin með mig á þó nokkuð hreint. Ég var búin að ákveða hvað ég myndi aldrei gera, hvað mig langar að gera, hvað ég er til í að prófa og þar fram eftir götunum. Það sem ég hefði átt að vera búin að fatta var að sambönd geta hrært í öllu svona. Ég var ekkert viss um hvað mig langaði lengur, af því að allt í einu langaði mig mest af öllu að vera í sambandinu mínu. Sömuleiðis varð það sem ég myndi aldrei gera og það sem ég væri til í að prófa mun flóknara. Án þess að ég vildi viðurkenna það var allt það sem „/ staöinn fyrir að reyna að tóna niður allt þetta kvenlega í mér til að sýna fram á að ég standi jafnfætis karlmönnum ætla ég nú að vera gríðarlega stolt afþví að vera einmitt stelpa." ég var búin að ákveða að Ég væri að breytast, flækjast, dofna. Ég vildi ekki kannast við það af því að þetta, að týna mér í sambandi, var einmitt einn af þeim hlutum sem ég ætlaði aldrei nokkurn tímann að gera. Girl Pride Svo ég dreif mig aftur upp á barborð. Einn af mörgum kostum þeirra er hæðin; ofan af barborði er gott og mikið útsýni. Og þó það hafi verið dimmt þá fann ég mig aftur. Ég tel mig nú vera búna að uppgötva eitt algjört aðalatriði þegar kemur að leyndardómum Sjálfs míns: ég er stelpa. Ég er alveg rosaleg stelpa. Samkvæmtsamansafnaðri reynslu minni og vinkvenna minna eru stelpur gjarnar á að týna sér á svipaðan hátt og ég í samböndum. Sem er svo sem allt í lagi - á meðan maður finnur sig aftur. Þetta er gamall sannleikur sem ég er að sjá í nýju Ijósi: ef ég hefði ekki fundið mig aftur og farið að vera ég - þó að það henti sambandinu ekki alltaf vel - þá væri þetta dýrmæta samband mitt bara blöff. Ef Ég (með stórum staf) er ekki í sambandinu er engin ástæða fyrir mig til að vera í því. Svo nú ætla ég að taka nýjan pól í hæðina í femínistaviðleitni minni. I staðinn fyrir að reyna að tóna niður allt þetta kvenlega í mér til að sýna fram á að ég standi jafnfætis karlmönnum ætla ég nú að vera gríðarlega stolt af því að vera einmitt stelpa. Stelpa sem fellir stundum tár yfir sérstaklega sorglegu atriði í Judging Amy, stelpa sem vill lágmark sjö knús á dag, stelpa sem finnst súkkulaðikakan á Argentínu það góð að hún gæti fórnað klukkutíma af kynlífi fyrir hana. Stelpa sem týndi sér í sambandi en fann sig aftur - ennþá í því. Því það er nefnilega enginn sem getur ákveðið að allt þetta sé eitthvað skrýtið. Svona eru margar, margar stelpur og ég er stolt yfir að vera ein af þeim. Nú er bara spurning um að fara að skipuleggja fjölmenna göngu niður Laugaveginn (með optional viðkomu í glingurbúðum): ekki til að krefjast neins eða benda á óréttlæti. Bara til þess að vera skemmtilegarstelpursaman undir titlinum Girl Pride. Svo ég vitni í eina af yndislegum vinkonum mínum: Ég er ekki bara til í það - ég er sjúk i það. Sunna Dís Másdóttir 8

x

Orðlaus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.