Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 2

Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 2
HEIMSYFIRRAÐ EÐA DAUÐI? 31. tbl. Apríl 2006 RITSTJÓRN Hrefna Björk Sverrisdóttir Hilda Cortez Katla Rós Völudóttir UPPLÝSINGAR VARÐANDI EFNI ordlaus@ordlaus.is S:5103700 AUGLÝSINGAR Hrefna Björk Sverrisdóttir hrefna@ordlaus.is S: 822 2986 HÖNNUN& UMBROT Birna Geirfinns / www.birnageirfinns.com ÚTGEFANDI Ár og dagur ehf. Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur S:510-3700 www.ordlaus.is FORSÍÐUMYND Hörður E. Ólafsson FÖRÐUN OG STÍLISERING Birta & Andrea HÁR Ásgeír - Supernova FORSÍÐUANDLH Elma Lísa HÁR & FÖRÐUN - TÍSKUÞÁTTUR Hrefna IVlagnúsdóttir nemandi Emm school of make-up MYNDIR Steinar Hugi Friðrik Tryggvason Gundi PRENTSMIÐJA Prentsmiðja Morgunblaðsins Upplag: 25.000 PENNAR Álfrún Björn Þór Björnsson Eldar Ástþórsson Fríða Thoroddsen HaukurS. Magnússon Hilda H. Cortez Hrefna Björk Sverrisdóttir Katla Rós Völudóttir Kristín Soffía Jónsdóttír Margrét Hugrún Gústavsdóttir Rut Sunna Dís Másdóttir ... og fleiri nafnlausir. ms- >:v 'V ■ Hér í útlegðinni í London er ég oft spurður hvernig ísland sé í raun og veru. Fyrstu mánuðina var þetta eins og að eiga sama samtal- ið aftur og aftur. Bretar eru verulega óupplýstir um litla klakann okkar og ég of feiminn, kurteis eða bara ekki kominn með nægi- lega reynslu til þess að þekkja muninn nægilega vel til að geta sagt þeim nákvæmlega hvað mér finnst. Það er nefnilega svolít- ið erfitt að þurfa að tilkynna íbúum annars lands að þjóð þín sé hægt og rólega að undirbúa heimsyfirráð og það sé einungis tíma- spursmál hvenær þeir verða aumir þrælar okkar útvöldu þjóðar. Maður byrjar bara rólega. Segir þeim að það sé nú ekki eins kalt á íslandi og þeir haldi, og jafnvel biti vetrarkuldínn i London oft fastar en frostið heima. Svo hristir maður hausinn yfir veðurfarinu og kreistir upp klisjulegasta brandara sem heilinn snarar í til að tryggja smá fliss. Næst ýkir maður örlitið og segir að við neyðumst til þess að búa í myrkri i fjóra mánuði á ári. Af sama skapi þýði það þó að sumur okkar séu svefnlaus partí í þriggja mánaða dagsbirtu. Næst slær maður þau utanundir með þeirri staðreynd að þjóðin sé jafn fjölmenn og meðal- stórt úthverfi í London. Svo blaðrar maður um hvað listalífið sé frjótt og það hljóti að hafa eitthvað með það að gera hversu ungt landið sjálft er. Við erum þjóð í mótun, á þvi leikur enginn vafí. Við erum bara ný komin að krossgötunum þar sem Robert Johnson hitti djöful- inn. Hann er byrjaður að freista okkar og er alveg að fara skipa okkur að taka ákvörðun. Ég neyðist því nefnilega til að segja fólki stundum frá því hversu steikt þjóðfélag við erum orðin. Á íslandi borgum við miklu meiri peninga fyrir allt saman. Hvort sem það er matur, húsnæði eða drykkur. Frjálsir (slendingar sem eru ekki í eignarkapphlíupi hafa bráðum ekki efni á að búa i heimalandi sínu. Þrátt fyrir að eina heimsþekkta útflutningsvara þjóðar okkar sé tóniist, eiga tónlistarmenn ekki möguleika á því að lifa af sköpun inni án þess að fórna kröftum sínum til þess að skemmta Við erum mötuð af því frá barnsaldri að við eigum að verða ástfangin í Menntaskóla, eign- ast börn og kaupa okkur bíi og ibúð fyrir þrítugt. Fyrir þessi verðlaun "leigjum" við íbúðir af bankanum sem fuiivissir okkur um að við munum eiga steypuna sjálf fyrir sjötugt. Fæst ykkar eiga eftir að komast það langt. Flest ykkar eigið eftir að skilja við maka ykkar, grafa undan ykkur undirstöðuna með bílalánum eða lenda í auknum bankavöxtum áður en þið getið kallað þakið yfir höfuðið ykkar. Það er svo erfitt að eignast nokkurn skapaðan hlut á islandi í dag að það er hætt að skipta okkur máli hvort við eigum rammann utan okkur sjálf. Það finnst mér frekar ógnvekjandi. Ég neyðist til þess að segja fólki frá því að rikisstjórn okkar sé löngu hætt að hlusta é almúg- ann. Hiki ekki við að lýsa yfir stríði á Fjarskanistan ef olíubeljan fyrir vestan cskar þess, sama þó meirihluti íbúa landsins hafi ekki viljað neitt blóð í sínu nafni. Á íslandi er það nefnilega byrjað að skipta meira máli með hverjum þú ert að vinna en hverju þú skilar af þér. Við miðum allt við aðra, þá aðaliega hvað fólki í öðrum löndum finnst um okkur. Ef Satan borgar best þá réttum við út lófann. Þetta á við hvort sem við erum að tala um listir eða eitthvað annað. Þessi ramm-íslenski hugsanagangur að gera hlutina nákvæmlega eins og hentar okkur er að deyja. Liklegast vegna þess að við tileinkuðum okkur hann á tíma sem við vissum að það var enginn að fylgjast með. Þá hafði engin nægilegan áhuga á okkur til þess að gefa okkur peninga. Þar sem þeir voru ekki í spilinu var ekki eins mikið rúm fyrir græðgi. Fréttatímarnir enduðu aldrei á því að þylja yfir óupplýstan almenning óskiljandi tölur frá verðbréfamark- aðnum. Eins og þeir sem fylgist með slíku skoði ekki frekar tölur af Netinu? Fólk gat mótað hlutina út frá eigin hjarta án þess að hafa áhyggjur af því hvort það gæti svo selt afkvæmi sin eða ekki. Sköpunin sjálf var það eina sem skipti máli, því það var eini éþreifanlegi hluturinn í lok dagsins. Við erum á leiðinni að verða svo spillt þjóð af óvenju mikilli velgengni á stuttum tíma að við erum að blindast af eigin verðleika. Við erum kókaínhausinn í partíinu sem stundar ekki samtöl, heldur flytur einræður um sjálfan sig. Ef þú sigrar ekki heiminn í fyrstu tilraun ertu misheppnaður. Slagorðin "Heimsyfirráð eða dauði" sprungu í andlitið á okkur. Þetta finnst mér um ísland. Perla, sem er að týnast i oliupolli. Útópía full af montnu, eigin- gjörnu fólki sem kann ekki að meta það sem það hefur. Við erum meira að segja byrjuð að selja landið sem Guð gaf okkur til þess að græða smá vasapening. Fyrir mér er ísland staður sem þarfnast nauðsynlega viðhorfsbreytingar, áður en það verður of seint. Þetta er það sem mér finnst, en ég vona innilega að ég hafi rangt fyrir mér. Elskið hvort ann- að, hjálpið hvort öðru, verið frjáls og hafið það sem best í dag. Birgir Örn Steinarsson

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.