Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 6

Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 6
HEFUR ÞÚ HEYRT UM Hverju leitar þú helst aö í fari kvenna? Að hún heilli mig. Ekkert eitt sem kemur til greina, það er svo margt í fari þeirra sem hægt er að telja upp. Til dæmis bara bros, hlátur, áhugamál, tals- máti, hvernig hún er í fasi, gæti orðið hrikalega langur listí. Hvað er það sem fer mest í taugarnar á þér í sam- bandi við konur? Of lítið um áhugamál. Eða áhugamál kvenna eru einhvern veginn bara svo allt öðruvísi en okkar strákanna. Getur verið erfitt. Ef þú fengir að vera kona í einn dag hver myndir þú vera og af hverju? Oprah Winfrey, hún er bara mjög forvitnileg kona sem ég myndi gjarnan vilja fá að vita hvernig hugs- ar. Ef þú mættir breyta einhverju í heiminum, hverju myndir þú breyta? Að mannfólkið mengaði ekki svona svakalega mik- ið allt sem það kemur nálægt. Hvert er átrúnaðargoðið þitt? Eiginlega enginn, verður maður ekki bara að trúa á sjálfan sig og fylgja því. En annars þá hef ég alltaf litið upp til foreldra minna. Hefur þú einhvern tímann svikið mikilvægt lof- orð? Já Áramótaheit? Setti mér ekkert, en vinn í því á hverjum degi að lifa fyrir daginn í dag, setti mér það einhvern tím- ann og það hefur virkað fínt. Hverju leitar þú helst að í fari kvenna? Góðum húmor og tónlistarsmekk í lagi ásamt milljón öðrum hlutum. Hvað er það sem fer mest í taugarnar á þér í sambandi við konur? Úff, eftir miklar vangaveltur "the silent tretment". Ef þú fengir að vera kona í einn dag hver myndir þú vera og af hverju? Ætli ég verði ekki að segja kærastan mín, þá myndi ég fyrst sjá hvað ég er leiðinlegur. Hefur þú einhvern tímann svikið mikilvægt loforð? Já eða nei eða.. Áramótaheit? Já, en er búinn að svíkja það fyrir löngu síðan. Myrtle Corbin frá Texas sem hafði fjóra fætur og tvö sett af æxlun- arfærum sem voru fullþrosk- uð. Myrtle var gift og átti fimm börn, þrjú þeirra fæddi hún með sínum eigin líkama en tvö þeirra þroskuðust í líkamspörtunum sem þroskuðust inni í og út frá líkama hennar og komu þaðan í heiminn. Röskun sem kallast celebriphilia og snýst um að sá sem af þessari röskun þjéist hefur sjúk- lega löngun í að stunda kynlíf með frægri manneskju. Stúlkuna sem ólst upp með björnum í fjöllunum nálægt bænumFraumarkíUngverjalandi.Veiðimennfundustúlk- una og tóku hana höndum þegar hún var 18 ára gömul en hún réðst á þá sökum þess að þeir höfðu skotið björn sem var með henni í för. Stúlkan var lokuð inni á hæli vegna þess að hún neitaði að ganga i fötum og neitaði leggja sér neitt til munns nema hrátt kjöt og trjábörk. Rauða beltis snáka sem finnast í N-Amer- íku og Kanada. Mök- un þessara snáka er mjög sérstök en hún fer þannig fram að allt að 25.000 snák- ar skreiðast saman í bæli og fer þar fram svakalegt kynsvall. í bælinu reyna margir karlkyns snákar að makast við sama kvenkyns snákinn og gerist það af og til að einhver verður undir og drepst en það hindrar ekki karlsnákana við mökunina og eru þetta því einu ná- riðlarnir af ætt snáka. Risasmokkfiskar eru þróuðust hryggleysingjarnir. Smokk- fiskurinn hefur tíu arma og getur líkami hans orðið allt að tveggja metra langur. Risasmokkfiskurinn er öflugt rándýr og hefur meðal annars lagt mann sér til munns. Árið 1941 þegar Britannia sökk í Atlantshafið urðu eft- irlifendur vitni að árás risasmokkfisks sem læsti örmum sínum um líkama eins skipbrotsmannanna og dró hann með sér niður í undirdjúpið. Nýgiftu konuna sem hringdi í móður sína á brúðkaups- nóttina og sagðist vera á leið heim án brúðgumans. Brúðguminn var útfararstjóri og játaði fyrir brúði sinni á brúðkaupsnóttina að hann gæti aðeins notið kynlífs með konum sem væru látnar eða þættust vera látnar. Hann lét konu sína því liggja í ísköldu baðkari í 20 mínútur og svo átti hún að koma í rúmið og þykjast vera dauð. Henni var þá nóg boðið og flutti hún aftur heim til móður sinnar. Ósjálfstæða Angler fiskinn. Um leið og hængurinn verður kyn- þroska fer hann í makaleit og þegar hann hittir ákjósanlega hrygnu festir hann sig við hana í bókstaflegri merkingu og er fastur við bol hennar til ævi- loka. Æðakerfi þeirra samein- ast og hængurinn er algjörlega háður hrygnunni þar sem hann fær blóð og næringu úr líkama hennar en i skiptum fyrir það sér hann henni fyrir sæði.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.