Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 14

Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 14
ROKK MED BROTIÐ HORN Nokkrar bækur um tónlistartengd málefni Björn Þór Björnsson balladofbob.blogspot.com Hammer of The Gods Stephen Davis, 1985 Þetta er bókin sem setti reglurnar fyrir rokkstjörnulífernið. Led Zeppelin er ein mesta saurlífernissveit sem uppi hefur verið og þarna eru allir skandalarnir saman komnir. Fiskum er troðið í píkur, skitið er í skó, djöfullinn er lofsunginn og fólk deyr. Og auðvitað eitthvað um kynlíf, eiturlyf og blús- rokk. Þessi bók var skrifuð i skiljanlegri óþökk Led Zeppelin og þeir hafa löngum neitað að margir af þessum atburðum hafi gerst. Hvort allar sögurnar séu heilagur sannleikurinn skiptir ekki höfðuðmáli. Goðsagnakennd hljómsveit eins og Led Zeppelin þarf goðsagnakennda ævisögu. Besta rokkbók allra tíma. e«slcál»! olilta'ii Mtlil Milet HBLL BEHX FQÍÍ ÚeATHER ScbHuntct Hell Bent for Leather Seb Hunter, 2004 Seb Hunter var gítarleikarinn í bresku hairmetal hljóm- sveitinni Cat Ballou. En þú hefur auðvitað aldrei heyrt minnst á Cat Ballou eða Seb Hunter. Þetta er átakanleg en um leið sprenghlægileg ævisaga stráks sem meikaði það... næstum því. Eftir að hafa eytt æskunni í að full- komna skíthælalúkkið yfirgaf Seb vini, fjölskyldu og öryggi í smábænum Winchester til að elta drauminn til London. Þar tók við vesældarlíf og sífellt hark við að koma hljómsveit af stað. En þegar hjólin fóru loksins að | snúast hjá Seb gerðist svolítið hræðilegt og draumurinn var úti (vísbending: það kom frá Seattle) On the Road Jack Kerouac, 1957 Hröð, kúl og ófyrirsjáanleg. Meistaverk beat-skáldsins Jack Kerouac er saga um ferðalag tveggja manna eitthvað út í busk- ann í Bandaríkjum sjötta áratugarins. Sal og Dean eru í leit að engu sérstöku, þeir vilja bara ná sem mestu út úr lífinu og drífa sig að sjá það sem landið hefur upp á að bjóða, hvað sem það er, áður en það hverfur. Það er í rauninni enginn söguþráður í bókinni, bara endalaust ferðalag frá íbúðar- holum í New York til hóruhúsa í Tijuana. Kerouac sagði að bókina ætti að lesa í einni setu, helst á einhverju örvandi, og textinn ætti að hljóma eins og trylltur jazz í höfðinu á lesandanum. Hipp stöff. Fargo Rock City Chuck Klosterman, 2002 Hann Chuck hefur aldrei verið með sítt hár. Það hefur samt ekki stöðvað hann í að hafa eytt mestallri sinni ævi sem einlægur og í raun fanatískur aðdáandi metaltónlistar. í þessari stórskemmtilegu bók rekur hann sögu þessararfyr- irlitnu tónlistarstefnu frá árdögum glamtímans til endalok- anna, sem komu auðvitað þegar Kurt Cobain mætti á sjón- arsviðið. Chuck er ótæmandi viskubrunnur um hármetalinn og fer með okkur í saumana á öllum mögulegum hliðum umræðuefnisins eins og klæðaburðinn, powerballöðurnar og myndböndin. Kaflinn um "Gervitónleikamyndböndin" einn og sér gerir bókina þess virði að lesa. The Dirt Tommy Lee, Mick Mars, Vince Neil, Nikki Sixx, 2002 ...Og sú næst besta. Saga Mötley Crue, sögð af vitleysingun- um sjálfum. Þetta er skruddan á náttborðinu hans Johnny í Mínus. Zeppelin voru reyndar alveg jafn dópaðir og fullir, en þeir höfðu þó klassa. Það er engan klassa að finna hér. Mestu soradólgar sem Los Angeles pungaði út á Sunset Strip urðu að vinsælustu rokksveit heimsins með ógeð- felldum afleiðingum. Óheyrileg neysla á lyfjum og raðir af hjólhýsagarðs-beyglum með sílikon. Fullkomin lesning fyrir þá sem dreymir um að sitja með augnskugga og poka af heróíni í fataskáp fimm daga í röð, eftir að hafa drepið besta vin sinn í érekstri. WSmSmSmMife Fear and Loathing in Las Vegas Hunter S. Thompson, 1971 "Bókin var betri". - Þetta er eitthvað sem maður heyrir oftast þegar kvikmyndir eru gerðar eftir bókum. Maður skyldi ætla að Terry Gilliam - leikstjóri myndarinnar - og töfrar tæknibrelln- anna hefðu getað fært okkur bjagaða veraldarsýn Hunter S. Thompson á hvita tjaldið. En nei. Engin kvikmynd gæti komið geðveiki þessarar bókar nægilega vel til skila. Thompson og lög- fræðingur hans fara til Las Vegas í þeim tílgangi að skrifa grein um kappakstur í eyðimörkinni. Ferðalagið breytist þó fljótt í villimannslegt ferðalag inn í niðamyrkur eiturlyfjasturlunar. Myndskreytingar Ralph Steadman gefa bókinni enn súrreal- ískari blæ. Thompson batt enda á lif sitt fyrir skemmstu þann- ig að það liggur vel við að kynnast þessari bók upp á nýtt. Lords of Chaos Michael Moynihan, Didrik Soderlind, 1998 Kirkjuíkveikjur, geðbilun, djöfladýrkun, saur, blóð og tilgangslaus morð. Þessi spennandi bók er túr með leiðsögn um myrkustu undirheima black met- al senunnar í Noregi. Menn eins og Euronymous, Mayhem og Varg Vikernes voru áhrifamestu menn þessarar senu auk þess að lifa lífi sínu í fullkomn- um glundroða. Tilvera þeirra var og er tilefnislaust ofbeldi, hatur á 'eðlilegu' samfélagi og dýrkun á krafmestu tónlist sem fyrirfinnst í flórunni. Ég er ekki mikill að- dáandi svartmetals, en þessi bók er grípandi frá upphafi og gefur skýra sýn á þennan ótrúlega heim. Psychotic Reactions and Carburetor Dung Lester Bangs, 1987 Hvort sem það er NME, Vice eða Orðlaus þá eiga allir sem skrifa um tónlist í þau blöð eitt sameiginlegt: Þau vilja öll vera Lester Bangs. Þetta er maðurinn sem bjó til nútíma rokk- bókmenntir eins og við þekkjum þær í dag. Hvort sem það voru hugvekjur sem náðu yfir tugi blaðsíðna eða örstuttir plötudómar þá var flestallt sem Lester Bangs skrifaði eitur- snjallt og hnífbeitt. Hann var einstök og einlæg rödd í rokk- flórunni og hans er sárt saknað í dag. í þessari bók hefur verið safnað saman hans bestu skrifum og er hún lestur fyrir alla sem hafa áhuga á tónlist. Fyrir áhugasama bendi ég einnig á safnið 'Main Lines, Blood Feasts and Bad Taste'.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.