Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 45

Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 45
Renzo Rosso stofnandi Diesel SAGA DIESEL Diesel er merki sem leggur áherslu á að gera vandaða vöru sem er hverdagsleg en er samt með tengingu inn í hátísku heiminn "The haute couture of casual". Diesel var stofnað árið 1978 af hóp ítalskra hönnuða, þar á meðal var ungi hönnuðurinn Renzo Rosso sem er lærður textíl hönnuður og útskrifaðist árið 1975. Árið 1985 keypti hann félaga sína út og tók einn við Diesel merkinu, þá fyrst byrjaði boltinn að rúlla og byrjaði Renzo að skipu- leggja heimsyfirtöku í fatabransanum. Hann er núna forstjóri fyrirtækisins en er samt ávallt með puttana í hönnuninni. Renzo vildi gera Diesel að tískuvöru sem almúginn gæti nálgast án þess að borga formúgu fyrir. Honum hefur tekist það, fólk út um allan heim klæðist Diesel, og eru þeir stórir bæði í gallabuxum, öðrum fatnaði og fylgihlutum. Þeir eru nú að selja í um 80 löndum í heiminum og eru með 50 búðir á eigin vegum og inni í búðum sem skipta þúsundum í heiminum. Línurnar eru tvær, D- Diesel sem er aðal línan þeirra og fæst hún í Gallerí 17, Deres og Retro Smáralind, auk verslana út á landi í samstarfi við NTC. Einnig eru þeir með Diesel Stylelab sem er aðeins dýrari tískulína og fæst hún í Kultur í Kringlunni. Diesel voru fyrstir til að koma með almennilega þvotta á gallabuxum sem taka oft upp undir átta tíma hver þvottur og sumir eru einnig handþvegnir sem gerir engar tvær buxur eins, en eins eru um sérstaka "detaila" að ræða sem gera buxurnar ein- stakar og framúrskarandi. Ef litið er vel á hönnun Diesel má sjá öll smáatriðin sem þeir leggja svo mikið uppúr, eins og saum- ana og þræðina sem oft eru svo útpældir að það geta verið 8 þræðir sameinaðir í einn til að fá rétta útkomu. Diesel hóf innrás sína á íslandi árið 1986 í samstarfi við NTC og því eru 20 ár síðan Diesel áhugi landans byrjaði. Við erum nú þekkt sem mikið tískuland og hefur sá áhugi bara stigmagnast með árunum en hver man ekki eftir einu af fyrsta gallabuxna- æði íslendinga, buxur sem kölluðust Fellow eða Fanker 793, bláar gailabuxur með hvítum skellum á lærunum og á rassinum. Siðan þá hefur Diesel hannað ný snið á hverju ári og hafa verið leiðandi hvað varðar snið og þvotta í mörg ár. Bak við hverja línu er mikil hugmyndavinna og eru hönnuðir Diesel þekktir fyrir að ferðast um allan heim til að fá innblástur fyrir hverja línu. Fyrir vor og sumarlínu 2006 fengu þeir innblásturinn á japanskri eyju þar sem starfrækt er herstöð a vegum Bandaríkjahers. Á eyjunni blandast saman tveir menningarheimar, þeir innfædduog svo hermennirnir. Þar kom hugmyndin um army í biand við oriental japönsk munstur sem gerir sumarlínuna frá þeim fjölbreytilega og upplífgandi eins og þeim ein- um er lagið.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.