Orðlaus - 01.04.2006, Side 22

Orðlaus - 01.04.2006, Side 22
íris Hulda 20 ára. Hvar er Kænugarður? Er þetta ekki höfuðborgin þar sem Seima keppti í Eurovision. Hvað heitir guð Islamstrúarmanna? Muhammed eða nei, það er Allah. Hvert er borgarstjóraefni Samfylkingar- innar í Reykjavík? Ég fylgist bara með Sjálfstæðisflokknum. Hvaða þjóð er að mótmæla nýrri atvinnu- löggjöf ? Ég segi bara Frakkland. Hver skrifaði bókina Draumalandið-Sjálfs- hjálparbók handa hræddri þjóð? Ég ætla bara að segja Arnaldur Indriða.... Kristín Sif 24 ára. Hvar er Kænugarður? Eurovision var þar einhversstaðar. Var ekki Selma þar, man ekki. Hvað heitir guð Islamstrúarmanna? Það veit ég ekki. Hvert er borgarstjóraefni Samfylkingar- innar í Reykjavík? Veit ekki. Hvaða þjóð er að mótmæla nýrri atvinnu- löggjöf ? Jú.. heyrðu er það ekki Frakkland. Hverskrifaði bókina Draumaiandið-Sjálfs- hjálparbók handa hræddri þjóð? Veit ekki. Kristján Karl 16 ára. Hvar er Kænugarður? Ekki hugmynd, einhver borg einhversstað- ar. Hvað heitir guð Islamstrúarmanna? Allah. Hvert er borgarstjóraefni Samfylkingar- innar í Reykjavík? Ekki hugmynd. Hvaða þjóð er að mótmæla nýrrí atvinnu- löggjöf ? Frakkland. Hver skrifaði bókina Draumalandið- sjálf s- hjálparbók handa hræddri þjóð? Hef ekki hugmynd HVAÐ VILT ÞU VERÐA... Af ýmsu er að taka þegar kemur að því að ákveða hvað skal gera (framtíðinni. Skólar erlendis bjóða upp á nám í hinum og þessum greinum þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hérna koma hugmyndir Orðlaus að hinum og þessum óhefð- bundnu námsleiðum sem gætu vakið áhuga þeirra sem hafa vilja komast í spennandi starf í framtíðinni. Aðstoðarmaður fræga fólksins (Personal Assistance) Ef þú vilt komast í kynni við fræga fólkið þá er þetta kannski ein besta leiðin til þess. Persónulegur aðstoðarmaður hefur ýmsum skyldum að gegna, en því meira sem þú hefur upp á bjóða því meiri líkur eru á því að þú verðir ráðinn. Eins og er þá er ekkert formlegt nám fyrir þetta starf en hins vegar er hægt að sækja námskeið í hin- um og þessum greinum, og þá hagnýtt að hafa tölvukunnáttu og kunna til verka innan heimilisins. Á vegum Dionne Muhammad sem er höfundur bókarinnar „Beyond the Red Carpet: Keys to Becom- ing a Successful Personal Assistant" er hægt að sækja námskeið í þessu fagi. Á námskeiðinu lærir þú allt um það hvernig skal uppfylla óskir stjarnanna, hvort sem þú vinnur fyrir leikara, fyrirsætur eða tónlistarmenn. Eins og starfið getur verið spennandi þá fylgir því jafnframt erfiðisvinna sem felst í því að vera til staðar allan sólarhringinn og vera tilbúinn til þess að uppfylla undarlegustu óskir viðskiptavin- arins hvar og hvenær sem er, á hvaða tíma sólarhringsins sem er. En þeim sem þú vinnur fyrir er nákvæm- lega sama hvernig þú uppfyllir óskir þeirra, svo lengi sem það gerist. Nánari upplýsingar um þetta er að finna á: The Learning Annex 11850 Wilshire Boulevard, #100 Los Angeles, CA 90025 Phone: 310.478.6677 Fax: 310.478.4854 www.learningannex.com Lífverðir Hver man ekki eftir myndinni Bo- dyguard með þeim Withney Hou- ston og Kevin Costner í aðalhlutverk- um, en þar lék Kevin Costner lífvörð söngkonunnar. Lífvarsla er eitt af því sem hægt er að læra en skólar bæði í Bandaríkj- unum og einhverjir í Evrópu bjóða upp á námskeið í þessu. Starf lífvarðarins er kannski ekki svo fjölbreytt en það felst m.a. í því að skipuleggja ferðir skjólstæðingsins þannig að hann sé sem öruggastur þegar hann fer leiða sinna. Til dæm- is fylgja lífverðir Ophru Winfrey henni í búðir, en þeir skipuleggja líka hvenær, hvert og hvernig hún fer í sinn verslunarleiðangur. Það sem lífverðir þurfa að hafa færni í eru meðal annars sjálfsvarn- aríþróttir á borð við karate, skyndihjálp, eldvarnir og viðbrögð við hryðjuverkum svo eitthvað sé nefnt en stór hluti lífvarða eru fyrr- um sérsveitar- eða lögreglumenn. Starf lífvarðarins felst einnig oft í persónulegri þjónustu við viðskiptavininn þannig að margir lífverðir verða eins konar persónulegir aðstoðarmenn. Eins er hægt að starfa sem leiguvörður en það eru þeir sem standa til dæmis vörð um leikara á setti og þjóna þá bæði ákveðinni stjörnu sem og öðrum sem tilheyra kvikmyndaliðinu. Nánari upplýsingar má finna á www.personalprotection.com www.isaacademy.com KEVIfw'COSTfifR WliÍTNtV HOllsTON p-I Hfc Bodyguard Tölvuleikjahönnun (Computer Game Design) Finnst þér ótrúlega gaman að spila tölvuleiki? Er þetta það sem þú værir til í að gera daginn út og daginn inn? Langar þig jafnvel til þess að búa til þinn eigin tölvuleik? Ef þú hefur svarað þessum spurningum játandi þá er þetta rétta námið fyrir þig. Leikjahönnun er hægt að læra í flestum stóru háskólanna í Bandaríkj- unum þannig að vanda þarf valið og kynna sér vel hvað er í boði hjá hverjum og einum. Nám f leikjahönnun felst bæði í margmiðlunar- fræðum og listgreinum en flestir þessara hönnuða hafa bakgrunn í myndlist og grafískri hönnun og hefja gjarnan sinn feril sem teiknarar, forritarar, prófarar eða framleiðendur. Kíkið á þessa síðu en þar er að finna ýmsar upplýsingar um leikjahönnun. Gráða: BA http://finegamedesign.com/education.html

x

Orðlaus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.