Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 26

Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 26
ERTU ARTIFARTITREFLA OG LOPAHUFU LUMMA? Listaspírur vilja vera spes og vissulega eru spes - eins og blessuð snjókornin. Svo lega spes... en samt eitthvað svo eins. Verslarðu í Spútnik, Gyllta Kettinum eða HM þegar þú skreppur til Köben? Finnst þér líkamsrækt vera fyrir fávita? Myndirðu fyrr deyja en að fara í Ijós? Klippirðu pig sjálf eða gera vinkonur þínar það fyrir þig? Ertu með skakkan topp og rakað í hliðunum? Reykirðu rúllaðar sígarettur úr Drum tóbaki sem þú kaupir í tóbaks- júðinni Björk? Áttu heima í 101? Er allt fyrir utan 101 ógeðsleg sveit sem er ekki )ess virði að siá; Ha, Berjarimi? Er það í Kashakstan? Ertu ekki með bílpróf af >ví það tekur pví ekki að taka það af því allt í 101 er í göngufæri? Ferðu bara á Aðalvideoleiguna? Nagarðu neglurnar eða ertu stundum með blátt naglalakk í tvær vikur sem þér finnst flott að sjá flagna af? Ertu með síðu á Myspace.com? Reykirðu hass? Nei, sorrý, gras? Finnst þér Oliver vera útibú frá Helvíti? Ertu að vinna í bókabúð eða á leikskóla. Eða kannski á kaffihúsi og bar? Eru „hnakkarnir" óvinurinn? Ertu á móti Kárahnjúkavirkjun og hefurðu jafnvel tekið þátt í að mót- mæla henni? Skrifarðu Ijóð sem eiga einn daginn að koma út í bók sem þú mynd- skreytir sjálf? Finnst þér ísland hallærislegt og dreymir þig um að búa í New York? Ertu kannski núna komin með hroll niður bakið af því þú stóðst í þeirri meiningu að þú værir jafn spes og Björk en ert svo að átta þig á því að þú hugsanlega bara steríótypa. Eftirlíking af spesi. Fokk! Fokk! Fokk! Þær drekka helst svart kaffi. Reykja mikið. Gengu í MH, fara svo á listasvið FB og sækja að lokum um í LHÍ. Sumar komast inn, aðrar ekki. Þá fara þær að vinna á leikskóla, á atvinnu- leysisbætur eða til útlanda að þykjast meika það. Svo er aftur komið heim og sótt um í LHÍ. Að lifa „venjulegu" lífi er and- legur dauði fyrir listaspírunni og þess vegna keppist hún við að hafa sem flest óhefðbund- ið. Ólöglegur sviti Þaer eru vanalega grannar en ekki í góðu formi þar sem öll líkams- rækt er af hinu illa. Eini löglegi sviti listaspírunnar er gulur sviti undan kaffi og sígarettum, eða rokksviti sem lekur niður ennið þegar þær standa með gítar og tjá tilfinningar sínar í gegnum rokk- tónlist. Reyndar gengur líf listaspír- unnar voðalega mikið út á að tjá tilfinningar. Tilfinningar eru henn- ar fag. Hvort sem þær eru tjáðar á kaffihúsum, í gegnum teikningar, tónlist, klæðaburð eða hvaða tján- ingarform sem hentar henni þá stundina. Listaspírur eru jú frjálsar og þeim halda engin bönd sjáðu til. Vandinn er sá að tilfinningar listaspíra eru misáhugaverðar. Daglegt líf Listaspírur endast sjaldan lengi í vinnu. Þær flakka mikið á milli starfa og eru é bótum þess á milli. Þær eru oft reknar, enda eiga þær voðalega erfitt með að vakna á morgnanna, fyrir utan það að 9-5 formið var líka fundið upp af Sat- an. Stundum eru listaspírur líka n Reyndar gengur líf listaspírunnar voða- lega mikið út á að tjá tilfinningar. Tilfinn- ingar eru hennar fag. Hvort sem þær eru tjáðar á kaffihúsum, í gegnum teikningar, tónlist, klæðaburð eða hvaða tjáning- arform sem hentar henni þá stundina. svo skapandi að þær geta hrein- lega ekki unnið með öðru fólki. Þær eru alltaf að benda á eitthvað „listrænt" við alla hluti þannig að venjulegt fólk verður hrætt og hættir að geta slappað af innan um spíruna. Listaspírur þekkja dyraverði á mjög litlu svæði innan 101. Það svæði afmarkast við Klappar- og Smiðjustíg. Þær komast oftast fram fyrir raðir, enda eru þær á uppáhalds stöðunum sínum helgi eftir helgi eftir helgi og oftast á virkum kvöldum líka. Stemningin á uppáhalds stöðum listaspíranna er oftast heimilisleg þar sem allir þekkjast svaka vel en stundum verður hún rafmögnuð. Það er þeg- ar stóru listaspírurnar - prótótýp- urnar mæta á svæðið. Þá erum við að tala um móðurskip eins og Björk og vini hennar eða erlenda gesti. Tilhugalífið Listaspírur blandast oftast mjög mikið innbyrðis líkt og hommarn- ir. Það er ekki úr miklu að moða. Þetta er þjóð meðal þjóða líkt og gyðingarnir. Sér ættbálkur. Listaspírur heillast heldur ekki af „venjulegu" fólki þannig að það eru sjaldan margir valkostir í gangi. Sigga hefur kannski átt í stuttum ástarsamböndum við fimm stráka á barnum og er að byrja að deita þann sjötta. Þetta er allt í lagi. Öllum er nokk sama af því listaspírur eru svo frjálsar og flippaðar. Listaspírur reyna samt eiginlega aldrei við hvor aðra svo að aðrir sjái. Þær eru heldur ekki með það á heilanum að þær verði að prófa að fara í þrísom eins og hnakkarn- ir. Nei, listaspírur eru yfir höfuð ekkert að flagga kynhvötinni. Ekki það að þær lifi ekki kynlífi og hafi ekki prófað að fara ofurölvi í þrís- om, það er bara ekki ógeðslega töff að tala mikið um það. Menningin Listaspíra myndi ekki láta sjá sig dauða á mynd eins og Bad Momma 2, hún er hinsvegar dug- leg að mæta á aliskonar opnanir og þá bara opnanirnar en ekki á sýninguna í miðri viku. Þær hafa nefnilega meiri áhuga á fólkinu sem mætir á opnanirnar heldur en sjálfri listinni. Þær hafa líka töluverðan áhuga á veitingunum sem eru vitaskuld ókeypis og fyrir listaspíru á leikskólalaunum eða at- vinnuleysisbótum erfáttæðislegra en að komast á ókeypis fyllerí með „kúl" fólki. Kvikmyndahátíðir eru líka stórfenglegur viðburður í ann- ars viðburðasnauðu lífi listaspír- unnar (helvítis Reykjavík). Byrjunargræjur fyrir verðandi flippara: Lesefni Id magazine Id magazine Engill, pípuhattur og jarðarber e. Sjón Matur Sómasamlokur Heimagert Sushi Grænmetiskássa Brún hrísgrjón Fatnaður Umfram allt... notuð: Spandex leggings Loðnar peysur með perlusaumi Stígvél Doppóttir, notaðir kjólar Eitthvaðsemeinhvervinurhann- aði Drykkir Stór bjór úr krana Thule Húsgögn Góði hirðirinn Eitthvað frá mömmu og pabba Ikea Draumafríið Fyllerí í New York Berlín New York Berlín og New York Tómstundir Reykja jónu og föndra Gera tónlist í tölvunni Laga My-Space síðuna sem er geðveikislega artí Fara á kaffihús með apple lapp- toppinn

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.