Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 40
NAUDGANIR AISLANDI
Er ekki komið nóg?
Þann 8. mars síðastliðinn var hinn
Alþjóðlegi baráttudagur kvenna
fyrir jafnrétti og friði haldinn um
allan heim. Á íslandi var meðal
annars opið hús hjá Stígamótum
þar sem nýjustu tölur um kynferði-
sofbeldi frá árinu 2005 voru birtar.
Þær sýndu að enn er alltof langt í
land í jafnréttisbaráttunni.
Á íslandi eru nauðganir vandamál
sem réttarkerfið virðist ekki geta
tekið á. Við heyrum stöðugt frétt-
ir af ótrúlega mildum dómum í
nauðgunarmálum.jafnvelskilorðs-
bundnum þrátt fyrir augljósa sekt
sakborninga sem „áttu sér engar
málsbætur". Flestir eru sammála
um að nauðganir séu algengar en
kærur fáar og dómar alltof léttir,
- en samt gerist ekkert. Er ekki
komið nóg?
Hvað er nauðgun og hverjir
nauðga?
Stígamót skilgreina nauðgun sem
„kynferðislegt ofbeldi þar sem ein-
hver þrengir sér eða gerir tilraun
til að þrengja sér inn í líkama ann-
arar manneskju gegn vilja hennar
og brýtur þar með sjálfsákvörð-
unarrétt og sjálfstjórn hennar á
bak aftur." Tæplega helmingur
þolenda sem leituðu til Stígamóta
hafa verið í sjálfsmorðshugleiðing-
um og 80% af þeim sem leita til
neyðarmóttöku vegna nauðgana
þjást af áfallaröskun. Aðrar al-
gengar tilfinningar þolenda eru
skömm, léleg sjálfsmynd, depurð
og sektarkennd. Það er áhugavert
að tilfinningin reiði er furðulega
neðarlega á skalanum.
Nauðgun er kynbundið ofbeldi þar
sem mikill meirihluti gerenda eru
karlmenn og fórnarlömbin oftast
konur og börn. Nauðgun er samfé-
lagslegt vandamál á íslandi og ger-
endurnir almennt ekki eins og oft
er talið geðveikir, undir miklu and-
legu álagi, með óbeislaða kynhvöt
eða hafa búið við kynferðisofbeldi
sem börn. Varðandi goðsögnina
um óbeislaða kynhvöt hafa rann-
sóknir sýnt að um 80% nauðgana
eru fyrirfram skipulagðar. Þegar
um hópnauðgun er að ræða er
hún alltaf skipulögð. Auk þess hef-
ur nauðgun ekkert að gera með
kynhvöt heldur er um að ræða of-
beldi sem er tjáð á kynferðislegan
hátt.
Kærur
Það er áhyggjuefni í kynferðisaf-
brotamálum hvað fá brotanna eru
kærð og samkvæmt Stígamótum
hafa kærur meira að segja farið
hlutfallslega fækkandi á síðustu
árum. Aðeins 4% af þeim málum
sem bárust til Stígamóta komust
til opinberra aðila. Skömm, léleg
sjálfsmyndeðasektarkenndogaðr-
ar afleiðingar kynferðisofbeldis
valda því að margir kjósa að kæra
ekki. I könnunum sem gerðar voru
annars vegar af Amnesty Interna-
tional í Bretlandi á seinasta ári og
annarri sem gerð var í Danmörku
árið 2004 kom fram að almenning-
ur telur að konur beri sjálfar mikla
ábyrgð á því að þeim var nauðgað.
Gæti verið að hugmyndirfólks á ís-
landi séu svipaðar?
Önnur ástæða fyrir fáum kærum
er að fólk treystir sér ekki í gegn-
um yfirheyrslur og hefur litla trú
á að ná rétti sínum fyrir dómstól-
um. Vantrú á dómstólum í kjölfar
kynferðisofbeldis er ekki skrítin.
Samkvæmt heimiidum Ríkissak-
sóknara bárust 65 kærur árið 2004
en aðeins 4 leiddu til sakfellingar
(9%). Árið 2003 var þessi tala að-
eins 6%. Fleiri sakfellingar voru á
árunum þar á undan en er þessi
staða ekki hughreystandi fyrir þol-
endur.
Sé um nauðgun eða grun um
nauðgun að ræða skiptir grund-
vallarmáli að fara ekki í bað/sturtu
eftir atburðinn heldur strax upp á
neyðarmóttöku nauðgana, hvort
sem einstaklingur hefur ákveðið
að kæra eða ekki. Læknisskoðun
er ekki aðeins heilsufarslegt ör-
yggi, heldur einnig í þágu rann-
sóknar málsins.
Réttarkerfið
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi
nýlega karlmann í 12 mánaðafang-
elsi, þar af 9 skilorðsbundna, fyrir
nauðgun. Hann situr því í fangelsi,
jafnvel i aðeins 1 Vi mánuð því þá
gæti hann fengið reynslulausn.
Ástæðan fyrir svo léttum dómi
er að fyrst fórnarlambið gat ekki
spornað við verknaðinum sökum
ölvunar þýðir það samkvæmt lög-
um að ekki sé um nauðgun að
ræða, heldur misnotkun á bágu
andlegu ástandi með ólögmætri
valdbeitingu. En um þriðjungur
þolenda sem leita á neyðarmót-
töku vegna nauðgana hafa verið
í áfengisdái þegar ofbeldið var
framið. í íslensku réttarkerfi virðist
því þolandinn sjálfur ekki aðeins
bera ábyrgð á nauðguninni heldur
á hann einnig þátt í því að milda
dóminn yfir ofbeldismanninum.
Þessi rangláta og vægast sagt
heimskulega sýn á nauðgun og
hver ber ábyrgð á henni sem birt-
ist í kynferðisbrotakafla almennu
hegningarlaganna þarf að breyta.
Einnig þarf að breyta þeirri þungu
sönnunarbyrði sem þolandinn ber,
þeirri kröfu að þolandinn þurfi að
sanna nauðgun. Ætti ekki að snúa
sönnunarbyrðinni við þannig að
talið sé að nauðgun hafi átt sér
stað ef þolandinn heldur því fram
og ekkert bendi til annars en að
hann segi rétt frá?
Vonir eru nú bundnar við nýtt
frumvarp frá dómsmálaráðuneyt-
inu sem leggur til að hugtakið
nauðgun verði víkkað út til að
eiga einnig við það sem nú er
nefnt ólögmæt kynferðisnauð-
ung, misnotkun á bágu andlegu
ástandi eða þegar þolandi getur
ekki spornað við árásinni eða skil-
ið þýðingu hennar. Verði f rumvarp-
ið samþykkt mun refsirammi (þess-
ara) nauðgana hækka og varða
fangelsi frá 1 í allt að 16 árum en
hámark er nú aðeins 6 ár. Þetta
yrði jákvæð breyting því ekki á að
skipta máli, þegar refsing er met-
in, hvernig ástand fórnarlambsins
var eða hvar eða hvernig ofbeldið
var framið. Þó er vert að gagnrýna
að áhersla frumvarpsins er enn á
því hvort ofbeldi eða hótun um of-
beldi hafi verið beitt en ekki hvort
samþykki liggi fyrir eða ekki. Hér
má benda á að sumir gerendur
beita líkamlegu ofbeldi eins og
barsmíðum en flestir ekki. Nauðg-
un er brot á kynfrelsi einstaklings-
ins hvernig sem verknaðurinn er
framinn. Þrátt fyrir að lögunum
verði breytt má efast um að refs-
ingar munu þyngjast svo um mun-
ar. Dómarar og rannsakendur hafa
engan veginn tekið tillit til þeirra
rannsókna sem liggja fyrir um
hörmulegar andlegar, líkamlegar
og félagslegar afleiðingar kyn-
bundins ofbeldis. Munu dómarar
áfram hjakka í hefðinni að hafa
dóma alltof milda þrátt fyrir að
refsiramminn leyfi annað?
Góðir hlutir ger-
ast hægt?
Setningin „góðir hlutir gerast
hægt" sem oft er notað í málum
sem tengjast jafnréttindum er
þreytt afsökun fyrir aðgerðarleysi.
Hér er ekki einungis verið að tala
um góða hluti heldur nauðsyn-
lega hluti, almenn mannréttindi
og þau eiga að gerast hratt. Það
á engin að þurfa að þola nauðg-
un og hvað þá kæruleysi íslenskra
stjórnvalda og dómsstóla. Alltof
margir þolendur kæra ekki enda
virðist réttarkerfið ekki bjóða upp
á réttlæti. Eru ekki flestir sammála
því að samfélag sem gerir ofbeldis-
mönnum mögulegt að sleppa refsi-
laust frá því að nauðga sé ekki það
samfélag sem við viljum búa í? ....
Breytum því!
Fríða Thoroddsen
■ Ein af hverjum þremur konum verður fyrir kynferðisofbeldi
á lífsleiðinni.
■ Til Stígamóta hafa undanfarin 16 ár leitað 4027 konur eða
3% íslenskra kvenna.
■ í 53% tilvika er konum nauðgað af kunningjum eða vinum
en í 28% tilvika af ókunnugum.
■ 130 einstaklingar leituðu til Neyðarmóttöku vegna nauðg-
ana á seinasta ári.
■ Sakfellt er í innan við 10% af kærum vegna nauðgana.
■ Af þeim málum sem bárust til Stígamóta komust aðeins 4%
til opinbera aðila. Hve margir nauðgarar sluppu?