Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 4

Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 4
SPÓLRO áFRfim^ Smátölvan Hentu út heimilistölvunni þinni og gefðu laptoppinn þinn því nú er komin pínulítil og sæt PC tölva sem kallast The DualCor sem hægt er að taka með sér hvert sem er án þess að finna fyrir því. Þetta litla tæki er alveg jafn öflugt og fartölvurnar og er búin flestum þeim kostum sem nýjustu tölvurnar bjóða upp á. Ólíkt öðrum smátölvum þá eyðir þessi ekki mikilli orku þannig að rafhlaðan dugir í góða stund. Málefni Á Netinu má finna vefsíðuna gather.com sem er síða þar sem fólk hefur tækifæri til þess að tjá skoð- anir sínar á málefnum sem þeim finnst áhugaverð. Á vefsíðunni er hægt að koma hugmyndum sínum á framfæri, ræða málin, ná í uppskriftir eða fá ráðleggingar svo eitthvað sé nefnt. Á síðunni má finna greinar um margs konar efni, allt frá stjórn- málum til snyrtivara en þúsundir birta efni sitt á síðunni á degi hverjum. Meðlimir Gather velja svo það besta sem kemur inn, vinsælustu greinarnar, flottustu myndirnar og þess háttar. Á síðunni getur þú stækkað tengslanetið þitt og komist í samband við fólk víðs vegar að úr heim- inum. Kíktu á www.gather.com Seiko Bluetooth úr Seiko hefur sett á markaðinn Bluetooth úr. Þó svo að úrið sé frekar stórt og sérkennilegt í laginu þá er hönnunin á því samt skemmtileg og býður það upp á marga mögu- leika. Ef þú tengir úrið við gemsann þinn þá sýnir það hver hringir og hversu mikil raf- hlaða er eftir í símanum. Úrið birtir líka smáskilaboð og býður upp á úrval hringi- tóna og þess háttar. Seinna verður líklega hægt að tengja úrið við tölvupósthólfið sitt og önnur tæki og tól. Tónlistarvor Aprílmánuður ætti ekki að vaida tónlistarunnendum vonbrigðum því af nógu verður að taka. Mánuðurinn hefst á tónleikum hinnar frábæru belgísku hljómsveit- ar Deus sem spilar á Nasa fimmtudaginn 6. apríl en hljómsveit- in Mammút mun sjá um upphitun. í lok apríl verður svo Vorblót - Rite of Spring, tónlistarhátíð í Reykjavík, dagana 27.-B0. apríl. Hr. Örlyg- ur, í samvinnu við lcelandair stendur í fyrsta skipti fyrir þessari hátíð. Á Vorblótinu ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi en þar verður allt frá taktfastri sí- gauna-tónlist til funheits Salsa Celtics. Það er um að gera að mæta á tónleika og taka á móti vorinu með gleði og tónlist í hjarta. Fræga fólkið Ef þú hefur mikinn áhuga á lífi fræga fólksins og ert jafn- vel á leiðinni til Hollywood þá er um að gera að kíkja inn á þessa síðu. Gawker býður upp á fréttir og slúður daglega en lesendur síðunnar eru þeir sem senda efnið inn, til dæm- is hvar einhver stjarna sást og hvað var hún að gera. Nú er Gawker komin með Google kort þar sem lesendur geta séð hvar sást til stjörnunn- ar sem um ræðir og hvar fræga fólkið heldur sig. í GRÆJUNUM Páll Óskar Hjálmtýrsson Tónlistamaður og Idol dómari. Hvað ert þú að hlusta á? Ég er að hlusta á nýju Madonnu plötuna Confessions On A Dance Floor sem var gefin út í nóvember. Þetta er heilsteyptasta verkið hennar í langan tíma. Ég nefnilega fílaði svo vel fyrstu tvær plöturnar henn- ar " Madonna" og "Virgin". Þessi nýja plata er ótrúlega flott hjá henni og bara hressandi að fá almennilega dansplötu en það hefur ekki gerst lengi. Svo er reyndar ein plata sem ég hef verið að hlusta á í alveg tvö ár, það er platan World Wide Underground með Erikuh Badu, sú plata bara læddist inn á mig jólin 2003 og ég er ennþá með hana í bílnum. Þessi plata er svona afturhvörf til áttunda áratugar- ins. Erikah Badu er að gagnrýna hvert hiphopið er komið í dag. Þar sem textarnir ganga út á gullkeðjur, dóp og byssur sem er einmitt ekki málið og langt frá því sem Martin Luther King var að predika. Hvaða plötu ert þú að bíða eftir? Ég er að bíða eftir nýju GusGus plötunni sem heitir Forever. GusGus er flottasta bandið á íslandi og Urður er án efa besta söngkona íslands, hún er eina House söngkonan sem við eigum og hún er mega talent. Ég get ekki beðið eftir plötunni. Nám erlendis - fjárfestu í framtíðinni Sérvaldir háskólar og sérskólar Lista- og hönnunarskólar í Mílanó, Flórens, London og Sydney. Hótelstjórnun, ferðamálanám og ráðstefnuþjónusta í Sviss, Krít á Grikklandi og Sydney. Hönnun, list og kvikmyndagerð í Miami.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.