Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 42

Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 42
DÝRUSTU BÍÓMYNDIR HOLLYWOOD II Kleópatra -19 milljarðar Dýrasta kvikmynd allra tíma er Kleópatra frá árinu 1963. Þau Elisabeth Taylor og Richard Burton fóru með aðal- hlutverk þessarar dýru kvikmyndar. Hún stóð samt undir kostnaði og halaði inn 25 milljörðum. 0 Titanic -18 milljarðar Myndin sem skaut Kate Winslet upp á stjörnuhimininn kostaði sitt. Árið 1997 gerði James Cameron, Titanic, með þeim Kate Winslet og Leonardo Di Caprio í aðalhlutverkum. Þrátt fyrir gífurlegan kostnað við gerð myndarinnar, þá hal- aði hún inn hvorki meira né minna en 99 milljörðum. Waterworld -15 milljarðar Kevin Costner myndin Waterworld var gerð árið 1995 en féll ekki vel í kramið hvorki hjá áhorfendum né gagnrýn- endum, enda ekki upp á marga fiska. Ríkissjóður Hawai var sá eini sem græddi eitthvað. Kvikmyndaverkefnið skilaði inn meira en 2,3 milljörðum í ríkiskassann. Mynd- in var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hljóðgæði og hal- aði inn 23,53 milljörðum. Terminator 3: Rise of the Machines - 14 milljarðar Jæja, þá kom þriðja Terminator myndin. Ekkert var gef- ið eftir í kostnaðinn í þetta sinn. Ríkisstjórinn Arnold Schwarzenegger lék hér á móti norsk ættuðu fyrirsæt- unni Kristianna Loken. í þetta sinn leikstýrði James Cam- eron ekki, eins og fyrri Terminator myndunum. En svona til gamans þá á James Cameron dóttir með Lindu Hamil- ton sem erfædd 1993. Gróði: 32 milljarðar 3 Spider Man 2 -14 milljarðar Var frumsýnd árið 2004. Myndin vann Óskarinn fyrir snilldar tæknibrellur. Tobey Maguire og Kirsten Dunst fóru með aðalhlutverkin og hafa þau bæði ákveðið að leika í Spider-Man 3 sem verður frumsýnd þann í maí 2007. Gróði: 54 milljarðar 3 Wild Wild West -13 milljarðar Barry Sonnenfeld sem leikstýrði meðal annars Men In Black leikstýrði hér enn á ný Will Smith ásamt þeim Ke- vin Kline og Sölmu Hayek. Myndin var frumsýnd árið 1999 en kvikmyndin var byggð á sjónvarpsþáttum frá árinu 1960 sem voru sýndir vestanhafs. Myndin fékk ekk- ert frábæra dóma, en þykir þó ágætis afþreying. Gróði: 18 milljarðar QSpeed 2: Cruise Controi -13 milljarðar Með Söndru Bullock eins og fyrri myndin en Keanu Ree- ves ákvað að taka ekki að sér hlutverk í Speed 2, en hann kvaðst vera upptekinn með hljómsveit sinni Dogst- ar. Myndin var frumsýnd í Júní 1997 og rétt slefaði yfir kostnaðinn við framleiðsluna. Gróði: 13, 58 milljarðar The 13th Warrior - 12 milljarðar Antonio Banderas leikur hér Ahmad Ibn Fadlan, siðfág- aðan Araba á 10. öld sem hjálpar norrænum víkingum og ásatrúarmönnum að verja íbúa í fámennu þorpi gegn mannætum. Þetta er eina myndin á listanum sem stóð ekki undir kostnaði, enda þykir myndin frekar langdregin, já bara frekar leiðinleg mynd, því miður. Gróði: 4,85 milljarðar 01 Troy -12 milljarðar Brad Pitt með sítt Ijóst hár, ber að ofan og ógeðslega brúnn í hlutverki Akkillesar. Myndin fjallar eins og nafn- ið gefur til kynna um baráttu Forn-Grikkja og Tróju- manna yfir Helenu fögru. Hinn þýski leikstjóri Wolfgang Petersen vinnur hér langstærstu bíómynd sýna. En fyrri verk hans eru til dæmis Perfect Storm og Air Force One. Gróði: 35 milljarðar Er það ekki einmitt oftast þannig að sárasti söknuðurinn er yfir því sem aldrei verður? Gömlu, hlýju minningarnar væru ekki sársauka- fullar ef þeim fylgdi ekki fullviss- an um að nú verða þær ekki fleiri. En þó ég muni syrgja glataða framtíð afa míns um óákveðinn tíma ætla ég að leggja mig fram við að sjá til þess að ég muni ekki gráta mína eigin glötuðu drauma jafn bitrum tárum. Ég er búin að tileinka litla minnisbók þessum ásetningi. I hana ætla ég að skrifa allt sem mig langar til að gera, svo það gleymist ekki jafn óðum. Það geta verið smávægilegir hlutir, eins og að lesa ákveðna bók eða sjá ákveðið listaverk - eða stórir hlutir eins og draumanámið mitt og draumastarf. Það er nú einu sinni svo að margt smátt gerir eitt stórt. Margar smáar minningar gera eina stóra mynd af barngóð- um, undursamlega blíðum og þolinmóðum manni. Margir smá- ir óuppfylltir draumar gera einn stóran biturleika. Ég ætla þess vegna að leyfa mér að syrgja það sem aldrei varð um tíma, á meðan það eru ekki mín- ir eigin brostnu draumar. Njóta lífsins á meðan þess verður notið og láta ótta eða leti ekki hamla mér. Véfréttin, þáverandi vinur minn, hjálpar mér til þess. Hann varð nefnilega skömmu síðar að núverandi kærasta mínum. Með aðstoð hans og minningunni um spádóminn skelfilega, vona ég að ég komist hjá því að eyða lífi mínu í biturð og eftirsjá. Ég trúi því hins vegar að sorg sé öllum holl. Fötin sem talað er um að skapi mann- inn eru sorgarklæði. Það er með því að takast á við erfiðleika sem við vöxum og þroskumst. Án sorg- ar kynnum við ekki að meta gleði. Og án dauða kynnum við ekki að meta lífið sem var, er og verður. Fyrir nokkrum árum spáði þáverandi vinur minn til um framtíð mína. Hann notaði engin spil, þaðan af síður kúlu og ekki komu reykelsi eða ranghvolfd augu við sögu heldur. Þrátt fyrir það, eða út af því (er ekki alveg búin að gera upp við mig hvað mér finnst um slíka tilburði), snertu spádómsorð hans mig djúpt. Sagði ég snertu? Það er allt of blíðlega til orða tekið: þau kýldu mig í magann, tröðkuðu á þreyttu fótunum mínum og rifu og tættu í hjartalokurnar. Ég hafði nýlega lokið við að útlista framtíðardrauma mína (fokdýra draumanámið mitt í New York, leiðin þaðan að starfi ritstjóra Marie Claire...) þegar véfréttin hóf mál sitt. Spádómur- inn var eitthvað á þessa leið: ég á eftir að byrja með einhverjum lúsablesa sem er alls ekki nógu góður fyrir mig og verða ólétt eftir hann. Hann mun hætta með mér um leið og línan kemur í Ijós á þungunarprófinu. Ég mun eignast stelpu og eyða því sem eftir er ævi minnar í að reyna að fá lúsables- ann til að hafa einhver samskipti við hana. Ég mun þræla mér út til að klára háskólanám, en á aldrei eftir að hafa mig í það að fara út í mastersnám, þar sem að ég mun verða krónískt þreytt út af öllu húllumhæinu í kringum lúsables- ann og dótturina. Ég mun sjá um lestur dánarfregna í útvarpinu og eyða tímanum í að syrgja námið sem ég fór aldrei i. Þegar dóttir mín vex úr grasi mun ég yfirfæra alla dánu draumana mína á hana þangað til að hún fer að hata mig og flytur út þegar hún er fjórtán. Upp frá því verð ég ein, ef ég finn mér ekki nýjan lúsablesa. Þessi spádómur hefur leitað á mig síðustu daga. Ekki vegna þess að hann sé að rætast, heldur af þvi að glötuð framtíð hefur heltekið huga minn. Fyrir nokkrum dögum síðan dó afi minn, og sorgin hefur tekið mig fastari tökum en nokkru sinni áður. Sorg er marg- slungin tilfinning. Það hefði mátt ætla að allar þær fjöldamörgu fal- legu minningar sem ég á um afa minn myndu sefa hana. Því er öf- ugt farið: í hvert skipti sem nýrri minningu eða mynd skýtur upp í huga minn magnast sorgin enn frekar. Það er rétt sem þeir vitru segja: ég syrgi og sakna vegna þess að ég hef elskað. Söknuður er afsprengi ástar. "Ég ætla þess vegna að leyfa mér að syrgja það sem aldr- ei varð um tíma, á meðan það eru ekki mínir eigin brostnu draumar. Njóta lífs- ins á meðan þess verður notið og láta ótta eða leti ekki hamla mér" Það sem kom mér á óvart er hversu sterkt hin glataða framtíð leitar á mig. Afi minn var 88 ára gamall. Ég veit alveg að hann hefði aldrei aftur reitt mig á hjól- inu sínu eins og þegar ég var lítil, aldrei aftur vakað með mér um miðja nótt þegar ég var veik og engdist um í hóstaköstum, aldrei aftur byggt fyrir mig hús úr teppi með ömmulykt og borðstofustól- um. Allt þetta veit ég, en fullviss- an um að nú geti það aldrei orðið er sár. Nú fæ ég aldrei tækifæri til að spyrja hann nánar út í kvöldið sem hann varð af kossi frá ömmu, eða þegar Katla gaus, eða þegar hann kom fyrst til Reykjavíkur.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.