Orðlaus - 01.04.2006, Side 41

Orðlaus - 01.04.2006, Side 41
Ólafur Darri Ólafsson - leikari Uppáhalds íslenska bíómyndin? Uppáhalds íslenska myndin mín er Stella í Orlofi, hún er bara svo frá- bærlega íslensk. Edda Björgvinsog Laddi fremst meðal jafninga... Hvaða bíómynd ertu að bíða eftir? Mýrinni, sem reyndar er að fara í tökur von bráðar, þannig að ég gæti þurft að bíða aðeins... Hver er erótískasta sena sem þú hefur séð? Tvær koma upp í hugann, annars vegar matarsenan I níu og hálfri viku, Mickey Rourke að gefa Kim Basinger að borða, allt frá sirópi upp I algjöran viðbjóð og ástarsen- an í Enemy At The Gates með Jude Law og Rachel Weiz. Hvernig bíómynd myndir þú vilja gera? Við ættum að fara að takast á við íslendingasögurnar. Það er synd að við skulum ekki þora að kafa meira í þær. Hvaða leikara myndir þú vilja í bíó- myndina (lífs eða liðinn)? Ron Pearlman. Hvert er draumahlutverk þitt? Nú bara veit ég ekki, það er svo margt sem mann langar að leika. Hvaða Hollywood stjarna fer mest í taugarnar á þér? Enginn farið í taugarnar á mér ný- lega en Chris O'Donnell var oft að gera mig crazy á árum áður. Halla Vilhjálmsdóttir — leikkona Uppáhalds íslenska bíómyndin? Englar Alheimsins. Hún er svo fal- leg, átakanleg og fyndin I senn. Og að sjálfsögðu sérlega vel leikin. Ein af þeim myndum sem ekki eru einnota hjá mér. Hvaða bíómynd ertu að bíða eftir? Mýrinni. Það litla sem ég hef heyrt lofar góðu og Balti að sjálfsögðu enginn grænjaxl. Hver er erótískasta sena sem þú hefur séð? Hin fræga ástarsena I Don't look now med Donald Sutherland. Sag- an segir að í þeirri margrómuðu senu hafi víst ekkert verið stuðst við leiklistina. Hvernig bíómynd myndir þú vilja gera? Átakanlega og dularfulla hetjubar- dagamynd í anda Kill Bill. Hvaða leikara myndir þú vilja í bíó- myndina (lífs eða liðinn)? Christian Bale og ef Charlize Ther- on er upptekin og Jennifer Garner líka, ætli ég neyðist þá ekki til að leika á móti honum sjálf. Hvert er draumahlutverk þitt? Ég hef sérhæft mig í sviðsbardaga og tekið framhaldspróf og fleira í þeirri grein og er mjög "physical" leikkona með mikinn áhuga á þess háttar stil, þannig að ég myndi nú seint hafna hlutverki í Kill Bill 3. Hvaða Hollywood stjarna fer mest í taugarnará þér? Ég veit það ekki, ég er ekki mikið fyrir að láta hluti fara í taugarnar á mér. Ef ég yrði að nefna eitthvað þá kannski helst svona fegurðarfá- vitar eins og J-Lo eða Colin Farrell. Vá hvað hann var vondur í Darede- vil! Að hann skuli hafá komist upp með þetta. Elma Lísa Gunnarsdóttir — leikkona Uppáhalds íslenska bíómyndin? Blóðbönd. Hvaða bíómynd ertu að bíða eftir? Ef fréttir síðustu viku eru réttar þá get ekki beðið eftir að sjá Dallas með JLo sem Sue Ellen og Travolta sem JR. Merkilegt hvað endur- vinnslan I Hollywood er komin á hátt plan. Hver er erótískasta sena sem þú hefur séð? Ætli það sé ekki ástarsenan milli Halle Barry og Billy Bob Thornton í Monster Ball. Hvernig bíómynd myndir þú vilja gera? Drama höfðar alltaf til mín. Myndir um mannleg samskipti og mannleg- an breyskleika í hvers konar formi sem er, er eitthvað sem mig langar til að gera. Ég væri til í að leika í ástarsögu og hryllingsmynd, Hvaða leikara myndir þú vilja í bíó- myndina (lífs eða liðinn)? Það er svo erfitt að gera upp á milli það eru svo margir góðir leikarar til, en ég og Nina Dögg leikkona og vinkona mín eigum okkur draum um að leika saman í bíómynd. Það kannski kemur að því, aldrei að vita! Sérðu þetta ekki fyrir þér ég, Nína og Denzel Washington í mynd um systur sem báðar verða ástfangnar af sama manninum. Hvert er draumahlutverk þitt? Fyrir utan þetta með Denzel og Nínu er draumahlutverkið yfirleitt það sem ég er að leika hverju sinni. En Marta í „Hver er hræddur við Virginíu Wolf" kitlar alltaf. Tek það eftir svona 10 ár, orðin svolítið lifaðri! Hvaða Hollywood stjarna fer mest í taugarnar á þér? Sandra Bullock. ívar Örn Sverrisson — leikari Uppáhalds íslenska bíómyndin? Hrafninn flýgur er alveg sígild í minningunni og mér fannst líka Dalalíf skemmtileg. Hvaða bíómynd ertu að bíða eftir? Ég býð alltaf óþreyjufullur eftir dramatískum myndum með Jim Carrey. Hver er erótískasta sena sem þú hefur séð? Það verður að segjast, senan með Halle Berry og Billy Bob í Monsters Ball er rosalega lostafull. Svo var líka mjög sexý sena I Wild at Heart sem David Lynch gerði, þegar ka- rakterinn sem Nick Cage leikur er að fara að afsveinast og hann labb- ar upp þröngan stiga á eftir mega sexý dömu í bleikum tights. Hvernig bíómynd myndir þú vilja gera? Dramatíska körfuboltamynd. Hvaða leikara myndir þú vilja í bíó- myndina (lífs eða liðinn)? Ég myndi hafa Helga Skúlason heit- inn sem körfuboltaþjálfara og svo allar sætustu leikkonurnar á land- inu sem klappstýrur. Hvert er draumahlutverk þitt? í bíó var það Spiderman en það er tekið, var mjög fúll. Á sviði þá er ég búinn að leika draumahlutverk- ið og það var Hamlet hjá Leikfé- lagi Akureyrar. Var meira að segja tilnefndur til Grímuverðlaunanna sem leikari ársins ásamt einhverj- um kanónum í leikhúsheiminum. Annars er nóg tii af flottum hlut- verkum í leikbókmenntum, þó maður leiti ekki nema bara hjá Shakespeare. Hvaða Hollywoodstjarna fer mest í taugarnar á þér? Matt Damon er bara ekki leikari að minu skapi, horfi helst ekki á mynd- ir með honum. Álfrún Örnólfsdóttir — leikkona Uppáhalds íslenska bíómyndin? Uppáhaldsbíómyndirnar minar eru margar. Nokkrar sem eru alltaf jafnfrábærar eru Léon, A Streetcar Named Desire með Vivien Leigh og Marlon Brando, Doctor Zivago og Oliver Twist, gamla dans og söngva- myndin Hvaða bíómynd ertu að bíða eftir? Ég bíð eftir kvikmynd sem á eftir að breyta lifi mínu og fá mig til að sjá heiminn í nýju Ijósi. Hver er erótískasta sena sem þú hefur séð? Ætli það sé ekki ástarsenan í The Lover, baneitruð. Hvernig bíómynd myndir þú vilja gera? Ég myndi vilja gera ævintýramynd með miklum áhættuatriðum, loft- fimleikum, dansandi hermönnum og ullarklæddum japönum í snjó- kasti. Hún yrði myndræn veisla og mjög stílfærð en samt með heill- andi söguþræði sem skilur engan eftir ósnortinn. Hvaða leikara myndir þú vilja í bíó- myndina (lífs eða liðinn)? Johnny Depp og Andy Serkis fengju líklega hlutverk, myndi samt vilja fá þá í prufur til að vera alveg viss. Hvert er draumahlutverk þitt? Mig langar einhvern tima að leika Blanche i Streetcar Named Desire og Lady Macbeth í Macbeth. Hvaða Hollywoodstjarna fer mest í taugarnar á þér? Keira Nightley fersvolítiðitaugarn- ar á mér. Sæt en leiðinleg.

x

Orðlaus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.