Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 8

Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 8
MEÐ ANDSPYRNUNA UM HALSINN Sfðustu misseri hafa arabískir kafía klútar orðið æ algengari meðal tískugæðinga og listafólks í New York, Tókíó og öðrum stórborgum. Reykjavík hefur ekki orð- ið útundan og Jón Sæmundur hjá Dead hefur mikið notast við reitað svart-hvítt mynstur klútsins í hönnun sinni. Kafían er hins vegar ekki nýtt fyrirbrigði í ís- lensku höfuðborginni. Líkt og annars staðar á Vesturlöndum tóku róttæklingar hér og aðrir sem sýna vildu samstöðu með frelsisbaráttu Palestínumanna að nota klútinn á sjöunda áratugnum. í dag virðist notkunin hins vegar vera útbreiddari og farin að snúast um allt annað en pólitík. Nina Lalli, blaðamaður Village Vo- ice í New York, segir í grein sinni 'Checkered Past' að þar í borg megi skipta kafíu notendum í þrjá flokka; þá sem styðja málstað Palestínumanna, áhugafólk og tónlistarmenn á sviði þjóðlagatón- listar og loks "hippsterana" sem hafa verið að mæta með klútinn á opnanir listasýninga og klúbba. Klúturinn hafi verið í tísku með- al bóhem stúlkna borgarinnar á níunda áratugnum og hafi þá fengist á hverju götuhorni borgar- innar. I dag er hins vegar erfiðara að næla sér í kafíur og bendir hún áhugasömum lesendum á að þær fáist í arabískum og íslömskum bókaverslunum í Brooklyn. Hérálandi hefurfélagiðísland-Pal- estína í nokkur ár selt kafíur beint frá Vesturbakka Palestínu við ýmis tækifæri. Síðustu misseri hafa þær einnig fengist í Spútnik og öðrum tískuvöruverslunum, en ósagt skal látið um uppruna þeirra. öldnum í Palestínu. Sjálfur hef ég tvisvar ferðast til herteknu svæðanna og á markaði í Nablus komst ég að því að það er ekki sama hverskonar kafíu maður hef- ur um hálsinn. Með lit kafíunnar ertu nefnilega að gefa til kynna hvaða stjórnmálaskoðanir þú hef- ur, þ.e.a.s. hvaða andspyrnuhreyf- ingu þú styður. Við upphaf fyrri Intifada uppreisn Palestínumannagegnhernámilsra- ela árið 1987 tók fólk á herteknu svæðunum upp á því að bera kaf- íur í takt við þær hreyfingar sem það studdi. Svart/hvít kafía sem er algengust í Palestínu og á vestur- löndum gefur til kynna stuðning við Fateh, eina stærstu hreyfingu Palestínumanna og leiðandi afl í Frelsissamtökum Palestínumanna (PLO). Rauð/hvít kafía gefur til kynna stuðning við hina vinstri sinnuðu Alþýðufylkingu til frelsun- ar Palestínu (PFLP) og græn/hvít kafía er notuð af stuðningsmönn- um Hamas hreyfingarinnar. Rautt fyrir PFLP, Grænt fyrir Hamas þó þessi skipting fólks í pólitíska Kafían er notuð af ungum sem hópa eftir lit kafíunnar sé langt í frá algild þá fékk ég nokkrar spurn- ingar um það hvort ég styddi PFLP með mína rauðu kafíu á ferðum mínum um Vesturbakkann. Lit- brigði kafíunnar segir reyndar ýmislegt annað. Á meðan þær svart-hvítu eru nánast eingöngu notaðar í Palestínu eru rauðar notaðar víðsvegar, meðal annars í Jórdaníu og írak. Andspyrnutákn Kafían hefur verið þjóðernis- og andspyrnutákn meðal Palestínu- manna í yfir sjötíu ár. Klúturinn hefur í aldaraðir verið hluti af hefð- bundnum klæðnaði íbúa landsins helga, en öðlaðist nýja merkingu í Uppreisninni miklugegn nýlendu- stjórn Breta árin 1936-1939. Þá sýndu palestínskir íbúar landsins samstöðu með kröfum uppreisnar- aflanna um sjálfstæði með því að bera kafíu um háls eða höfuð. Bretar reyndu að banna notkun kafíunnar á vissum stöðum í land- inu og breskur herforingi lagði til að allir þeir sem bæru kafíu skyldu handteknir. Yfirboðarar hans voru á öðru máli, enda ekki auðvelt að handtaka þær hundruði þúsunda sem báru klútinn í borgum, bæj- um og sveitum um alla Palestínu. Eftir að Bretar hurfu á brott frá Pal- estínu og landið lenti undir yfirráð- um fsraela hefur kafían orðið tákn um andspyrnuna gegn ísraelsku hernámi. Aðalsmerki Arafats Yasser Arafat á örugglega stærst- an hlut í vinsældum kafíunnar og útbreiðslu hennar um heim allan. Klúturinn var vörumerki kappans, sem kom aldrei fram opinberlega án þess að hafa kafíu-klút sveipað- an um höfuðið. Til að auka enn á FF Rauð/hvít kafía gef- ur til kynna stuðn- ing við hina vinstri sinnuðu Alþýðufylk- ingu til frelsunar Palestínu (PFLP) og græn/hvít kafía er notuð af stuðnings- mönnum Hamas hreyfingarinnar. ff táknrænt hlutverk höfuðfatsins braut palestínski leiðtoginn kaf- íuna með þeim hætti að framhlið klútsins myndaði útlínur Palest- ínu, þ.e.a.s. landamæri landsins á nýlendutíma Breta fyrir skiptingu þess og ísraelskt hernám. Palestínska andspyrnukonan Leila Khaled notaði kafíuna líka með eftirminnilegum hætti þegar hún og félagar hennar Alþýðufylking- unni til frelsunar Palestínu (PFLP) náðu athygli heimspressunar við rán á flugvél TWA flugfélagsins árið 1969. Eftir að vélinni hafði verið flogið yfir Haifa, heimaborg Leilu sem hún og fjölskylda henn- ar höfðu verið hrakin frá við stofn- un ísraels 1948, var henni flogið til Damaskus þar sem öllum farþeg- unum var sleppt og vélin síðan sprengd í loft upp. Andlit hinnar fögru Leilu sveipað kafíu birtist á forsíðum dagblaða um allan heim. Á einni nóttu varð hún að átrúnaðargoði þúsunda róttæklinga um allan heim og nýju andliti palestínsku andspyrn- unnar. Leila braut hefðbundnar reglur um notkun kafíunnar með því að sveipa henni um höfuð og axlir með sama hætti og arabískar konur nota hefðbundnar slæður. Til þessa hafði ekki verið algengt að palestínskar konur notuðu kaf- íu sem höfuðbúnað. Hvort sem þú berð kafíuna til að sýna samtöðu palestínsku þjóð- arinnar eða einfaldlega af því að þér finnst það flott þá er það staðreynd að með svart-hvíta, rauð-hvíta eða græn-hvíta kafíu um hálsinn þá ertu með eitt helsta andspyrnutákn Palestínumanna um hálsinn. Eldar Ástþórsson • • • • • • • • • • • • • • • •

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.