Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 30

Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 30
<;< r.iy.-'*' s VIÐ MÆLUM MEÐ GUERLINE - TERRACOTTA Hver kannast ekki við að hafa bakslast við að setja á sig brúnkukrem sem hefur siðan endað með óham- ingju vegna ráka og skrít- ins litar næstu daga? Nú er það úr sögunni. Terr- acotta er brúnkusprey frá Guerline sem þvæst af í næstu sturtu. Þú sprautar því einfaldlega á bringu, andlit, hend- ur eða bara þar sem þig langar að fríska upp á þig og dreifir úr því. Við eina umferð kemur mjög lítill en samt sem áður frískandi litur, þannig get- ur þú sprautað eftir þörfum allt eftir því hversu djúpum eða dökkum lit þú sækist eftir. Frábær vara þegar þú vilt vera upp á þitt besta og fá "Glow-ið" sem allir leitast eftir. NÝJU ILMUNUM FRÁ BQBEBTQ CAVALLI. llmarnir eru léttir, sumar- legirogfersk- ir og ættu að fara hverjum sem er. Glös- in koma í fal- legumumbúð- um sem eru ekki brothætt og þess vegna er hægt að hafa þau með sér í töskunni án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að þau brotni. Dömuilmurinn er með blómakeim, léttur og sumarlegur. Lyktin er frek- ar sæt en án þess að verða of þung. Herrailmurinn er mjög góður, hann er mátulega karlmannlegur og ætti því að hæfa flestum strákum sem vilja ilma vel. "MINI ME" Sýningu 2. árs myndlistanema LHÍ. Sýningin ber nafnið "Mini me" og er í Gallerí Gyllinhæð, Laugavegi 21. á 2.hæð. Þar verða til sýnis sjálfsmynd- ir í víðum skilningi. Sýningin stendur til 9. mars, opið fim-sun 14.00-18.00. Sjúgum í okkur menningu og kíkjum á hvað framtíðar listamenn Islands eru að gera. Uff hvað ég þarf að fara að taka mig á.... Er búin að komast að þeirri hræðilegu staðreynd að mér tókst það sem eðlisfræðingar eru búnir að vera að reyna í mörg ár. Vera helber drusla án þess að hössla nær nokkurn tímann. Núna eru þið öll að hugsa, hvernig? Ég skal útskýra. Eins og ég var búin að hamra á þó nokkuð sinnum er fallegimaðurinnafskaaaaplegafal- legur. Sem er án efa stór kostur en ég er búin að þurfa læra það harka- lega að það er greinilega galli líka. Ég verð nefnilega að viðurkenna að ég meðtók ábyggilega innan við 10% af öllu sem hann sagði þar sem 90% af minni athygli fór í að spá í því hvað hann er sjúklega sæt- ur. Jebb, ég er greinilega ógeðs- legur plebba karl og ætti að huns- kast í kynskiptaaðgerð þar sem að saklausar og prúðar meyjar gera þetta ábyggilega ekki. Ég talaði við hann á barnum í svona 2-3 tíma áður en að ég hringlaðist með hon- um heim og það eina sem ég man er að hann heitir Hanni! Ég man ekki hvar hann vinnur, hvað hann er gamall eða neitt... Ekkert! Hvað er að mér. Allavega, ég semsagt laumaðist óséð út frá honum um morguninnogslappviðvandræða- legu andfýlu kveðjuna sem endar alltaf á því að ég rek mig í eitthvað á leiðinni út. Spásseraði heim og barasta skammaðist mín ekkert þrátt fyrir að það væri augljósara en allt að ég væri að taka morgun- hössl- röltið. Með reitt hár og glott sá ég mig og fallega manninn í fjöl- skylduboðum, á skútu, uppí sumó ff og í brúðkaupinu okkar. Klassískir geðveikis tenndensar hjá stelpu sem var ekki búin að hössla oooof lengi. Næsta vika gekk síðan frekar eðli- lega fyrir sig, rólegheit og afs- löppun með Hildi þar sem fallegi maðurinn var krufinn til mergjar. Á fimmtudaginn var ákveðið að smella sér út og finna kauða. Sem alvarlegir vísindamenn gerðum við okkur grein fyrir því að eng- inn niðurstaða myndi nást með krufningu nema við næð- um að klófesta viðfangsefnið í sínu náttúru- lega umhverfi. Eftir góða stund og góðan bjór á Oliver var ekki að sjá Hanna neins staðar. Við ákváðum því að færa okk- ur yfir á Kaffi- barinn þar sem að hann hafði jú fyrst sést. Ég var varla kominn inn fyrir dyrnar þegar ég sá hann sitja í mestu mak- indum með einhverjum gaur. Ég gjörsamlega fraus... Þrátt fyrir einhver ár í bransanum finnst mér alltaf jafn erfitt að tækla þess- ar aðstæður, hunsa, ekki hunsa, nikka til eða brosa, fara og heilsa, fá að setjast... Möguleikarnir eru endalausir og ekkert rétt „múv" til í þessum efnum. Ekki var það Mér leið eins og ég hefði staðið þarna í 100 ár og var orð- in eldrauð í framan og þurr í munninum þegar hann leit allt í einu til mín, brosti og veifaði okkur að koma til þeirra. U heldur að hjálpa mér að hafa laumast út án þess að kveðja. Mér leið eins og ég hefði stað- ið þarna í 100 ár og var orðin eld- rauð í framan og þurr í munninum þegar hann leit allt í einu til mín, brosti og veifaði okkur að koma til þeirra. Ég datt niður á jörðina, brosti og labbaði til hans. Sjálfs- traustið var komið í hæstu hæðir og ég á þóttafullan hátt hlammaði mér niður og kynnti mig fyrir vini hans.Hildursett- ist niður og ég ákvað að sína hvað ég væri svakalega vel upp alin og veraldarvön: "Hildur, Hanni. Hanni, Hildur". Stórt bros til Hanna og ég hélt að ég væri að slá í gegn. Hanni varð samt eitthvað voðalega skrýt- inn á svipinn og það heyrðist eitthvað asna- legt fliss í vini hans. Sjálfstraustið fór þverrandi og rauði liturinn í kinnunum kom æðandi fram. „Hvað sagðirðu?" Ég leit beygluð á Hanna: „Ööö þetta er Hildur vin- kona mín..." „Já en hvað sagðirðu að ég héti?" „Ha já öööö Hanni?" Þá sprakk vinur hans úr hlátri og það kom einhver hrikalegur svipur á Hanna sem var einhver samruni af brosi, undrun og hreinni fyrir- litningu. „Neibb ég heiti Manni, held að Hanni sé einhvergauríSkíta- móral,. vona að þú sért ekki grúppía". Flott frábært hvernig í fjandanum reddar maður sér úr svona aðstæð- um, damn langaði að henda mér í gólfið og fá flogakast. Brúðkaup var nær öruggt út úr myndinni. Náði samt einhvern veginn að fá gervihláturskast og afsaka mig með hárri tónlist á Oliver. Sá að hann var ekkert sáttur en við náð- um að komast framhjá þessu eftir smá stund. Við héldum áfram að spjalla öll saman og hlutir urðu bara verri. Ég var böstuð fyrir að vita ekki hvað hann var gamall, ekki í hvaða skóla hann var, ekki við hvað hann vann og var orðin svo taugaveikluð í endann að ég var farin að vera á klósettinu á 5 mínútna fresti. Hildur var að kafna úr hlátri sem og vinur MANNA. Manni var kom- inn með hreinan fyrirlitningarsvip í andlitið og ég var orðin eins og grilluð paprika. Ég sem var svo skotin endaði á því að líta út eins og einhver mann- drusla sem væri bara alltaf á fart- inum um allan bæ. Glatað, lamað og skítt, hrökklaðist út á endanum með Hildi grenjandi úr hlátri á öxl- inni á mér. Ekki spurning að næst þá mun ég hössla einhvern Ijótari sem ég get haldið athygli með eða taka bara með mér diktafón. Mynd: Sól Hrafns - www.grafiksense.net/sol

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.