Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 16

Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 16
► SKATAR í þetta sinn tókum við Skáta á tal eða reyndar bara einn meðlim Skáta, hann Benedikt Reynisson gítarleikara bandsins, kannski betur þekktur sem útvarps- maðurinn Benni Karate en hann er með þáttinn Karate á X-fm alla sunnudaga þar sem hann fræðir áhugasama um jaðartónlist. Bjarni pródúsent og Óli í sumarbústaðnum. Hvað voru þið lengi að semja efnið á plöt- una? Það er nú það. Fyrsta lagið varð til vorið 2004 svo það gera u.þ.b. tvö ár. En að taka upp? Við tókum grunnana upp á rúmum átta klukkutímum. En við fórum upp í sumarbú- staðinn hans Óla í miðjum febrúar með allar græjurnar okkar, sextán rása segulbands- tæki, mixer, míkrófóna og fleira sem við leigð- um eða fengum lánaða hjá velunnurum og vinum. Af hverju sumarbústaðurinn? Við höfðum velt fyrir okkur nokkrum stöðum til þess að taka upp á og Óli gítarleikari stakk upp á því að fara upp í bústaðinn. Það skap- aði bæði góða stemningu og sparaði okkur aurinn. Hver er tónlistarsmekkur hljómsveitarinnar? Það er nú það, kannski engin sérstök stefna í gangi. Markús söngvari hlustar bara yfirleitt ekki mikið á tónlist. Hann fílar nú samt Will Oldham, Karate, Woody Guthrie og Violent Femmes. Ég held ég viti um eina plötu sem hann hefur keypt á síðustu fimm árum. Ég hef keypt mikið af plötum í gegnum tíðina, er alltaf að grúska eitthvað í hinu og þessu. Ólinn kaupir líka mikið af plötum og mest af stoner-, doom- og underground metal og þá aðallega frá Bandaríkjunum. Bjössi er nánast alæta en hann fílar samt ekkert væl. Pétur fílar fíl- og gíraffaharmóníur. En þú? Ég fíla bara góða tónlist hehe, en upp á síð- kastið hef ég verið að hlusta mikið á nýju Mud- honey plötuna "Under a billion Suns" sem var að koma út. Svo hef ég verið að hlusta á Dj Musician, nýju Ghostigital plötuna og Infad- els sem er skemmtilegt dansrokkband og mik- ið fleira. Hvernig myndir þú lýsa tónlist Skáta? Svolítið erfitt að lýsa henni, þetta er asnalegt gítarrokk. Ekki það að við séum svo einstakir. Okkur hefur verið líkt við mjög ólíkar sveitir og það segir stundum meira um þá sem eru að skrifa um okkur en tónlistina sjálfa. Einn blaðamaður líkti okkur við Pixies, King Crim- son og Pavement og annar líkti okkur við blöndu af Frank Zappa, Þeyr og Þursaflokkn- um. Besta nafnið á tónlistinni okkar er rugl- rokk. Hvenær verður túrað og hvert verður farið? Við erum að íhuga það að fara til Þýskalands, Belgíu og Frakklands í maí. Svo spilum við hérna heima i apríl. Þá mun hljómsveitin l'm being good frá Englandi mæta til landsins og spila með okkur. Við spiluðum með þeim í Bretlandi í fyrra. Svo er bara málið að herja á suðurlandið með vinum okkar í Reykjavíkl. Nafn á plötu: Eitt sinn eitthvað. ávallt eitthvað... Hverjir: Benedikt Reynisson, að- allega gítar, Markús Bjarnason, söngvari, hljómborðsleikari og gólfpáka, Ólaf ur Steinsson gítarleik- ari en spilar á bassa í einu lagi og slagverk, Pétur Már Guðmundsson, trommur og Björn Kolbeinsson, bassi, gítar og söngur. Útgáfudagur: í sumar. Nöfn á lögum: Nokkur eru komin, Skálholt, The Isle of Matthew, Secr- et Thunder Weapons, og Ballaðan. Fjöldi laga: 9 lög Upptökustjóri: Bjarni Þórisson Útgefandi: Grandmothers Records Áður útgefið efni: Heimsfriður í Chile, Hverju má breyta bæta við og laga. JL HVAÐ ER AÐ FRÉTTA Birta Björnsdóttir Jt ÉL: Júniform var stofnað árið 2002 af þeim Birtu Björnsdóttur, fatahönnuði og förðunarmeistara og Andreu Magnúsdóttur. í dag er Júníform á Hverfisgötu og hefuraidrei gengið betur. En einhverjar breytingar hafa átt sér stað og spurðum við Birtu Björnsdóttur út í þær. Hvað er að frétta? Ég er að vinna að nýrri línu eins og er, en nú er ég ein því Andr- ea hætti í nóvember í fyrra, hún ætlar að fara að slaka á þar sem hún var að eignast sitt annað barn fyrir nokkrum vikum. Ég er þá ein hérna með rosalega góðri saumakonu henni Magndísu Kolbeinsdóttur sem hjálpar mér. Hvenær má búast við því að sjá nýju línuna? Ég vinn þetta svolítið öðruvísi en aðrir. Ég mæti bara í vinnuna á morgnanna og veit í rauninni ekki hvað ég fer að gera fyrr en ég byrja bara. Ég breyti alltaf með nokkurra mán- aða fresti um línu. En það er töluvert af nýju línunni komin upp. Hvað einkennir þessa linu? Hún er mjög rómantísk með hvítum blúndum en samt frekar rokkuð. Þetta eru eiginlega áhrif frá bæði Viktoríu tímabilinu og líka svo- litið út í sixtees feeling. Ég er ekki með mik- ið af skærum litum núna. Þetta er aðallega hvítt, svart og húðlitað. Núna nota ég einnig mikið leður í fötin, og sem beltislinda á kjóla svo skreyti ég kannski leðrið með kósum og ýmislegu glingri Hvernig hefur gengið? Þetta er búið að ganga alveg vonum framar. Ég bjóst ekki við að geta unnið við þetta og getað lifað á þessu eins og ég geri í dag sem er bara algjör draumur, viðskiptin aukast með hverju árinu. Ertu að selja Júníform í öðrum búðum ? ég er með þetta allt saman hér á Hverfisgötunni. Reyndar er ég með í Gyllta Kettinum svona basic flík- ur eins og Alladin joggingbuxur, leggins og stutt pils. En dúllerí flíkurnar eru hér á Hverfisgöt- unni. Við vorum að selja í Centrum á sínum tíma sem var alveg frábær auglýsing fyrir okkur. Ég tefnilega með tvær línur það er Júniform lína er þá I mesta lagi tíu eins flíkur og svo er ég inik sem er þá bara eitt af hverju. Ég er að- að vinnaí Júnik. Hvað með erlendan markað? Ég er alveg búin að vera spá I öllu. En eins og er þá er strákurinn minn svo lítill að ég er núna svo- lítið í minni kantinum. En það er alveg ýmislegt á dagskrá. Á döfinni Ég er reyndar í Laugavegspælingum. Mig langar til þess að vera með breiðari línu eins og jakka og buxur og aðra hluti en það kemur allt í Ijós.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.