Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 32

Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 32
POPP & KOK & OGEÐ #7 Ég staddur á Stúdentakjallar- anum einhvern fimmtudag (ef ég man rétt; límið, helvítis límið!) - sá kjall- ari hefur getið sér gott orð upp á síðkastið fyrir frammistöðu í tónleikahaldi, þar sem óreyndari sveitir koma fram jafnt við stjörn- ur á borð við Bang Gang og Meg- as - en ég var þar og einmitt voru tónleikar yfirstandandi, nema í þetta skiptið létu hvorki Barði né Magnús Ijós sitt skína, heldur komu fram tvær næsta óþekktar sveitir. Nú man ég ekki af hverju ég var þarna, kannski átti ég vin sem bað mig að koma eða kannski var ég bara eitthvað að tsjilla á há- skólasvæðinu, altént var ég á tón- leikum og ég man að ég hugsaði þegar ég leit ofan í bjórinn minn: "það er svo mikið af fólki sem er ekki hérna! Og þetta gerist sjálf- sagt á hverju kvöldi!" Og í kjölfarið hugsaði ég um öll "duglegu böndin", bönd sem sem spila hér og hvar, yfirleitt ó-aug- lýst og jafnan bara fyrir vini sína og einhverjar ráfandi sálir sem vill- ast inn í leit að bjór eða gellum. Og ég hugsaði hvað það var glat- að. Því í flestum tilfellum er um að ræða duglegar og vandaðar hljóm- sveitir. Unga drengi (og jafnvel... stúlkur!) sem hafa setið og staðið stíf í þröngum og illa lyktandi æf- ingarhúsnæðum við að æfa magn- úmópusa og metalmöntrur í þeirri trú að það eitt að eiga góð lög og vera vel æfð nægi til þess að ná ár- angri í rokk-heimum. En það er ekki svoleiðis, er það nokkuð? Eins miklu máli og tónlist- in skiptir, þá er hún ekki allt, eða hvað? Er rokk kannski líka föt og vinir og lifsstíll og auglýsingar? Er ekki nóg að vera með gott lag, hreint hjarta og fallegar fyrirætl- anir? Þarf líka að vera með sólgler- augu, rifinn bol og attitjúd eða hugmyndafræði? Meira að segja "hljómsveitir fólksins" (ég veit um nokkrar) hafa þá ímynd að vera hljómsveitir fólksins. Og er það þá ekki glatað? Ertónlist á endanum smættan- leg í lögin sem koma út úr hátalurunum? Eða þarf meira til? Ég held það. Því mið- ur og það er glatað, en ég held það. Man eftir því að hafa orðið spenntur fyrir músík eftir lestur tímarits- greinar. Og ég man eftirað hafa haft trú á einhverju sem ég hafði ekki einusinni heyrt í út af trist ástæðum, trefli á söngvara eða ummælum í viðtali. Plötuumslagi. Pólitík. Flottri heimasíðu? Er ég ofurseldur hæpi og ímynd og ógeði? Og er það ekki óheið- arlegt og ógeðslegt? Kannskiekki.Viðmun- um að tónlistar er neytt með eyrunum, en eyrun eru tengd við hausinn og það er hausinn sem vinnur úr henni og hann er flókn- ara líffæri en svo að hann bregðist einungis við hljóðunum sem hann heyrir, heldur þarf ræksnið að tengja allskyns ímyndir og hugsan- ir við þau. Og það er kannski bara fínt. Allar hugsanir og hugmynd- ir búa í einhverskonar samhengi. Þrátt fyrir að ég láti hæp og ímynd og vitleysu hafa áhrif á hvert ég beini athygli minni, þá man ég eftir fáum tilfellum þar sem ég hef orðið ofurseldur slíku. Hæp dugar kannski til að draga þig inn, en það heldur þér ekki á króknum lengur en tónlistin sjálf gefur efni til. Drasl er og verður drasl, sama hvaða búning þú klæðir það í. Það breytir því ekki að ekki er nægjan- legt að gera góða tón- list til þess að fá að spila hana á sviði fyrir fullan sal áhorfenda. Og það er ekki nóg að gera bara góða tónlist fyrir sjálfan sig. Hún, líkt og öll list, byggir á samskiptum og sam- virkni við þann sem á hlýðir eða horfir. Og samhengi. Rétt eins og teiknimyndir í Dan- mörku. Jeff Buckley og einhverju. Flott hljómsveit, melódíur sem snerta ognæstaóaðfinnanlegurflutning- ur (þrátt fyrir að þeir hefðu lent í einhverjum vandræðum með snúr- ur). Ég hafði áður séð Múgsefjun spila á þvi sem að þeir sjálfir kalla "verstu tónleika í sögu sveitarinn- ar", söngvarinn var of fullur og eitthvert vesenisvesen hrjáði þá, en mér fannst þeir jafnvel enn betri þá. Drykkjan og ósamræm- ið skapaði einhverskonar falleg- an glundroða og... persónuleika. En edrú sannfærðu þeir mig um að þarna býr efni í einhverskonar Og þá getum við leyft okkur að álykta sem svo að eitthvað þeirra hljómsveita sem nú eru á stjá í Reykjavík (og jafnvel í heimin- um) gætu gert margt vitlausara en að búa til flotta flæera fyr- ir tónleikana sína, kaupa sér buxur, þá eða klippingu. Ekki af því þær þrá frægð og frama (og gera tónlist- ina sína kannski bara þessvegna), heldur bara svo ein- hver frétti af þeim og geti komið á tónleikana þeirra. Nema hvað, ég staddur á Stúd- entakjallara og á svið steig hljóm- sveitin Múgsefjun. Þeim verður kannski best lýst sem einhverskon- ar blöndu af Decemberists (þeir eru með harmónikkuleikaral), fallega byltingu. Sökudólgarnir fylgdu þeim eftir, en gáfu þeim ekki neitt eftir, þar er komið ann- að óhefðbundið band í rokkflóru dagsins, ef ekki bara fyrir að þeirra stefna brýtur í bága við hvað flest- ir jafnaldrar þeirra eru að gera. Blúsað rokk með gítarsólóum og píanóleik og öllu, haldið saman af seyðandi rödd skeggjaðs söngv- ara. Það var ánægjulegt að velta út úr kjallaranum er tónleikum lauk, með glymjandi lög og nokkr- ar hugmyndir í hausnum. Ég man í svipinn eftir fleiri sveitum sem færri vita af en gaman er að detta inn á þegar færi gefst. Ókind hefur sett upp svaðaleg sjó. Önnur hljómsveit er Weapons - hljóma eins og fátt sem er í gangi í borg- inni og spila af innlifun. Hraun hafa innanborðs meistaratrúba- dúrinn Svavar Knút og halda lif- andi og skemmtileg tónleikaböll. Foghorns menn eiga til að vera ansi heillandi, en þá er líka nauð- synlegt að heyra textana. Svo spila þeir mjög sjaldan. Hvert og eitt ofangreindra banda ætti auðveld- lega aðtryggja góða kvöldstund á ölkrá að eigin vali. Svo hafa hrunið yfir mig frábærar plötur. Þetta hefurveriðsvakalegt! Gavin Portland EP skilar tónleika- krafti sveitarinnar óaðfinnanlega og er að auki heilsteypt og fallegt verk í eigin rétti... Band of Hors- es heitir hljómsveit frá Bandaríkj- unum og ég veit ekkert um hana nema að platan Everything all the time er svakalega góð. Tónlistinni er best lýst sem blöndu af Shins og My Morning Jacket - hún er fal- leg, einlæg og hefur sál, líka kraft. Sterk meðmæli... Nýskífa TV on the Radio lak svo á netið og hún er svo fjári góð. Ætti að koma út strax. Sama gildir um nýju YYY... Og svo var eitthvað sem heitir Tapes 'n' Tapes sem mér fannst hresst... Og Cat Power platan er mikilvæg. Óvæntur glaðningur mánaðarins kom hinsvegarfrá mæ- speis og (sé grafið lengra) Austur- bæjarskóla. Þar hefur hreiðrað um sig hreint ótrúlegt band sem heitir Retro Stefson og samanstendur af stórum hópi ungra, ungra krakka sem gera fallega músík svo gjör- samlega á skjön við samtímann og umhverfið að það nær engum átt- um. Heyra má tóndæmi á slóðinni myspace.com/retrostefsonmusic - þangað ættu allir að fara. Núna. hauxotron@hotmail.com FRAMHJÁHÖLD OG AFBRÝÐISSEMI Niðurstöður rannsóknar sem náði til 16.000 þátttakenda, sam- kynhneigðra og gagnkynhneigðra, frá öllum heimshornum, sýndi fram á að menn vilja að meðaltali eiga fleiri bólfélaga en konur. Karlar virðast hugsa frekar um fjölda bólfélaga og fjöl- breytileika en konur, sem leggja meiri áherslu á gæði sambandsins. Karlmenn framleiða milljónir sæðisfruma á dag og hafa þvi næg tækifæri tii þess að koma sín- L W W ■MEjZ9H um genum áfram, en konur framleiða hins veg- l araðeinsum 400-500 eggumævinaoggetaað- eins orðið barnshafandi nokkra daga í mánuði. Fyrir konur getur afleiðingin af einnar nætur gamni líka verið mun meiri en fyrir karlinn, þar sem að konan er í raun líffræðilega ábyrg fyrir barninu. Á hinn bóginn býr karlinn við meira óöryggi vegna þess að þó að hann treysti maka sínum þá getur hann aldrei verið algerlega viss um að barnið sem kon- an hans gengur með sé í raun og veru hans. Þannig vilja sálfræðingar meðal annars útskýra afbrýðissemi karlsins sem þarf að tryggja sína stöðu þannig að hann geti verið viss um að konan beri barn hans undir belti en ekki einhvers annars. Þess vegna er afbrýðissemi karlmanna frekar sprottinn af tilhugsuninni um að kona þeirra stundi kynlíf með öðrum manni frekar en að hún eigi í tilfinningalegu sambandi við annan karlmann. Svo lengi sem ekki er um kynferðislegt samband að ræða geta menn verið nokkuð vissir um að þeir eigi barnið sem að kona þeirra ber undir belti en ekki einhver annar. Hjá konum er hins vegar afbrýðissemin frekar sprottin af þeirri tilhugsun að maðurinn þeirra gæti veriðtilfinningalega tengdurannarri konu. Þánnig halda kannski sumir karlar að þeir komist frekar upp með "meaningless sex" utan sambandsins heldur en konur eða telja sig geta réttlætt það með því að segja að þetta hafi ekki skipt þá neinu máli. Hinsveg- ar er erfiðara fyrir konuna að afsaka feilsporið á þennan hátt þar sem afbrýðissemi mannsins beinist einmitt að því að hún sofið hjá öðrum manni. Karlar vilja þannig frekar vita hvort að rekkjunautur konunnar hafi verið góður elsk- hugi frekar en góður félagsskapur. Konur hafa aftur á móti meiri áhyggjur af því að maður þeirra verði ástfanginn af annarri konu sem honum þykir fal- legri og skemmtilegri.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.