Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 46

Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 46
* Einkenni Hrútsins: Fiskurinn passar best við fólk í: Ijónsmerkinu, voginni og bogamanninum. Frægt fólk í fiskamerkinu: Sarah Jessica Parker, Ewan McGregor, Marlon Brando, Eddie Murphy. Happatölur: 6, 14, 23 Fólk f hrútsmerkinu á það til að vera mjög sjálfstætt og fara sínar eigin leiðir I einu og öllu. Hrúturinn er líflegur og jákvæður og fylgir hugmyndum sínum fast eftir. Hann er einlægur og opinn og á yfirleitt auðvelt með að vinna með öðrum, svo lengi sem hann fær svigrúm til þess að taka af skarið af og til. Stærsti galli hrútanna er sá að þeir eiga það til að vera óþolinmóðir og hvat- vísir. Srf Ljón 24. júlí - 23. ágúst (fcL Meyja 24. ágúst • 23. september FÍvog 24. september - 23. október <4E Sporðdreki 24. október - 22. nóvember Þú hefur verið frekar óhress undanfarið en loksins ertu að ná þér á strik. Það er farið að birta til í kringum þig og þú finnur ork- una verða meiri og meiri með hverjum deg- inum. Nýttu þér þessa orku til þess að byrja í líkamsrækt eða Ijúka þeim verkefnum sem fyrir þér liggja og þú hefur verið að draga í þó nokkurn tíma. Farðu að huga að sumr- inu, ef þú ætlar í utanlandsferð farðu þá að gera ráðstafanir. Samband þittvið vini þína er upp á það þesta. Taktu frumkvæðið og farðu að skipuleggja eitthvað skemmtilegt með þínum nánustu. Vertu jákvæð/ur og reyndu að temja þér þolinmæði. Bjartsýnin skín af þér og fólk laðast að þér þess vegna. Það bíða þín spennandi tækifæri handan við hornið sem þú munt taka fegins hendi. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara að huga að sumrinu en þú ættir að gera eitt- hvað sérstaklega skemmtilegt í sumar, þú átt það skilið eftir þennan langa og dimma vetur. Leggðu áherslu á aðhald í fjármálun- um og þá þarftu ekki að hafa áhyggjur að því hvort að þú munir geta borgað næstu reikninga. Reyndu að hafa yfirsýn yfir eyðsl- una og ræktaðu þau áhugamál sem krefjast ekki mikilla fjárútláta.Vertu þú sjálf/ur og góðir hlutir munu gerast. Loksins ertu að ná jafnvægi í lífi þínu á nýjan leik en þú þarft að gæta þess missa ekki tök- in og standa fast á þínu. Sambandið við fjöl- skylduna hefur ekki verið með besta móti og þarf nú að fara að hreinsa andrúmsloftið á þeim þænum. Einhver sem er þér náinn á erfitt og þú þarft að hafa augun opin fyrir vini í neyð og leggja þitt af mörkum til þess að létta af þessum aðila. Ekki láta ósætti við vin slá þig út af laginu heldur reyndu að rækta sambandið á nýjan leik. Þú ert góð manneskja og getur lagt heiminn að fótum þér ef þú ferð rétt að. Farðu nú að hugsa þinn gang og reyndu að taka ekki svona mikið að þér. Þú hefur verið iðin/n við að hreyfa þig en þú þarft að gæta þess að það fari ekki út í öfgar. Þú ert líka of gjörn/gjarn á aðtaka að þérverkefni ann- arra og verður nú að fara að hugsa betur um sjálfa/n þig og láta þína líðan hafa forgang. Ekki velta þér of mikið upp úr þeim áhyggj- um sem þú hefur og hafðu það í huga að yf- irleitt reddast málin að lokum. Njóttu lífsins og farðu vel með þig. Nú eru loksins miklar breytingar yfirstaðn- ar og þú getur farið að slappa af. Dagarnir hafa verið svolítið óreglulegir hjá þér og þú ert farin/n að hafa þörf fyrir meira skipulag í kringum þig. Drífðu nú í því sem er búið að sitja á hakanum og hafðu það líka í huga að nú er rétti tíminn til þess að leita sér að vinnu og kynnast nýju fólki. Treysta meira á hæfileika þína og gáfur og ekki láta aðra draga úr þér. Ákvarðanir um framtíðina þarf ekki að taka á einum degi heldur er allt í lagi að setjast niður og skoða í rólegheit- um hvað er best að gera. Eyddu tímanum í góðra vina hópi og reyndu að slappa af. Ekki láta glepjast í allri neysl- unni sem er allt í kringum þig og haltu fast utan um peningana þína. Það eru ekki allir þessir hlutir sem gera lífið betra heldur verð- ur maður líka að kunna að njóta þess sem er allt í kring og er ekki bundið í veraldlegum hlutum. Harkaðu af þér og farðu að beita þig meiri sjálfsaga í þeim málum sem þú vilt ná árangri í. Það gengur ekki til lengdar að vera alltaf að byrja á einhverju nýju og gef- ast svo upp á miðri leið. Þú hefur haft miklar áhyggjur af peninga- málum undanfarið og hefur sjaldan verið jafn blönk/blankur. Þú ert á tímamótum og þarft að fara að taka mikilvægar ákvarðanir varðandi framtíðina og það veldur þér þó nokkru hugarangri. Leitaðu til vina og ætt- ingja og vertu óhrædd/ur við að taka fyrsta skrefið í þá átt sem þér finnst þú þurfa að stefna. Það kemur alltaf að breytingum í lífi hversog eins og þá þarf aðgæta þess aðfyll- ast ekki of miklum kvíða. Þú ert hæfileikarík manneskja sem getur náð langt á þeim svið- um sem þú ætlar þér, ekki gleyma því. Slappleiki hefur legið yfir þér í þó nokkurn tíma og nú þarft þú að fara að gera eitthvað í málunum. Farðu að huga að mataræðinu og reyndu að taka það i gegn. Eins verður þú að fara að hreyfa þig ef þú ert ekki byrj- uð/byrjaður á þvi nú þegar. Skapsveiflur og óþolinmæði hafa líka einkennt þig und- anfarið. Gættu þess að særa ekki þá sem standa þér næst og gefðu þér tíma til þess að setjast niður með vinum og ættingjum og njóta líðandi stundar. Vorið mun færa þér ný tækifæri sem þú skalt taka á móti með gleði í hjarta. Þér gengur rosalega vel í þínu og ert virki- lega farin/n að blómstra á því sviði sem þú hefur valið þér. Loksins er að færast ró yfir þig og þú ert að verða sátt/ur við sjálfa/n þig og ert að átta þig á því að stöðug sjálfsgagn- rýni gerir engum gott. Það eru bjartir tímar framundan og lífið og tilveran leggst vel í þig. Ekki hafa of miklar áhyggjur af sumr- inu en það gæti verið sniðugt fyrir þig að hafa einhver plön fyrir þann tíma sem er að ganga í garð. Þú munt eiga skemmtilegan tíma með vinum þínum og mun það hjálpa þér að endurnýja orkuna eftir veturinn. Nú er loksins að rofa til í ástarmálum þín- um. Þú hefur verið frekar niðurdregin/n síðustu mánuði en finnur nú að það er eitt- hvað spennandi í vændum. Njóttu þess að kynnast nýju fólki og leyfðu þér að líða vel í návist þeirra sem þér þykir vænt. Leitaðu til þinna nánustu ef þú þarft hjálp og vertu ófeimin/n við að biðja um greiða ef þú þarfn- ast þeirra. Hlutirnir eru líka farnir að róast í kringum þig og þú munt fara að upplifa hvað það getur verið nauðsynlegt að hægja i aðeins á og hugsa sinn gang. Gættu þess að láta ekki drauga fortíðarinnar ná tökum á þér og haltu ótrauð/ur áfram í þínu. Þú stendur á tímamótum og hefur verið að bíða eftir spennandi atburði í nokkra mán- uði og loksins fer að líða að lokum þessa bið- tíma. Breytingar á umhverfi þínu hafa verið þó nokkrar en það mun bara hafa jákvæð áhrif á líf þitt ef þú tekur þessum breyting- um opnum örmum. Eins máttu fara að líta i kringum þig ef þú ert ekki í ástarsambandi nú þegar en hver veit nema einhver hafi ver- ið að gefa þér hýrt auga undanfarið. Líttu í kringum þig og reyndu að sjá fólk i nýju Ijósi og einhver mun koma þér reglulega á óvart. Nú er loksins rólegt tímabil framundan þó svo að þú þurfir að Ijúka nokkrum verkefn- um af sem hafa setið á hakanum í langan tíma. Þegar þessu er lokið getur þú virki- lega farið að anda léttar og njóta lífsins. Gerðu skemmtileg plön fyrir sumarið. Það bíður þín líka skemmtilegt ferðalag handan við hornið og ný tækifæri í vinnunni og þú munt fá meiri ábyrgð. Nú er líka tími til kom- inn að fara að taka ákvarðanir í málúm sem þú hefur verið að velta fyrir þér. Ræktaðu sjálfa/n þig og farðu að huga að heilsunni og því sem þú setur ofan í þig. fcr? Bogmaður Steingeit Vatnsberi Fiskar 23. nóvember - 21. desember 22. desember - 20. janúar 21. janúar - 19. febrúar 20. febrúar - 20. mars Hrútur 21. mars - 20. apríl fr* Naut 21. apríl - 21. maí IVA Tvíburar 22. maí - 21. júní Krabbi 22. júní - 23. júlí 46

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.