Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 20

Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 20
BACHELOR HVAÐ... Héma eru ríkustu piparsveinar heims. Við völdum þá myndarleg- ustu, Google drengina, fjölmiðlapilt og prins frá Þýskalandi. Sergey Brin er í 26. sæti yfir ríkustu menn heims. Eignir metnar á: 903 milljarðar Aldur: 32 ára Hvaðan: Rússlandi en býr í Bandaríkjun- um. Hver: Sergey fluttist með foreldrum sínum þegar hann var fimm ára gamall til Banda- ríkjanna. Faðir hans gaf honum fyrstu tölv- una þegar hann var níu ára gamall og var það Commodore 64. Auður: Með vini sínum Larry Page, sem er einnig á listanum yfir ríkustu piparsveina heims stofnuðu þeir Google. Hann er í dag forstjóri tæknideildar Google fyrirtækisins. Larry Page er í 27. sæti yfir ríkustu menn heims. Aldur: 33 ára Eignir metnar á: 896 milljarðar Hvaðan: Bandaríkjunum Hver: Larry og Sergey hittust í Stanford háskóla en þeir félagar hættu báðir og stofnuðu fyrir- tæki. Þeir vörpuðu Google frá bílskúr vinar síns árið 1998 en fluttu seinna í stærra pláss. Félagarn- ir Larry og Sergey festu nýlega kaup á Boeing 767 flugvél til einkanota. James Packer er í 114. sæti yfir ríkustu menn heims. Eignir metnar á: 350 milljarðar Aldur: 38 ára Hvaðan: Ástralíu Hver: Hann er ríkasti maður Ástraliu en erfði hann nýlega fjölmiðlafyrirtæki föður síns sem lést í des- ember 2005. Hann er vinur Tom Cruise og Katie Holmes en þau mættu í jarðaför föður hans. Ástr- ölsku blöðin segja hann vera kominn í Vísindakirkj- una með vininum Tom og að hann hafi verið stat- isti í The last Samurai Fahad Hariri er í 258. sæti yfir rík- ustu menn heims. Eignir metnar á 189 milljarðar Aldur: 25 ára Hvaðan: Líbanon Hver: Yngsti sonur fyrrverandi forsætiráð- herra Líbanons, Rafik Hariri. Erfði hann eignir ásamt systkinum sínum. Býr í París í dag og starfar á ýmsum sviðum, situr til dæmis í nefnd hjá fjölmiðlafyrirtækinu Future Tv sem faðir hans stofnaði og hef- ur útbreiðslu á Austurlöndum. Albert von Thurn und Taxis, er í 410. sæti yfir ríkustu menn heims Eignir metnar á 133 milljarðar Aldur: 22 ára Hvaðan: Þýskalandi Hver: Bara nafnið gerir hann vænleg- an eiginmannskost en hann heitir fullu nafni Albert Maria Lamoral Miguel Jo- hannes Gabriel Furst von Thurn und Taxis og er þessi drengur yngsti millj- arðamæringur listans. Hann er prins sem erfði heilan helling á átján ára afmælisdeginum sínum í júní 2001. Hann á 30,000 hektara skóglendi í Þýskalandi, sem er talið eitt af stærstu skóglendum Evrópu ásamt mikl- um fasteignum og verðmætum listaverkum. www.thurnundtaxis.de er heimasíða fjölskyldunnar fyrir áhugasama. Tekið af Forbes.com/Wikipedia.org Eftir örstuttan skimunarlestur á nokkrum af Orðlauspistlunum mínum er mér það fullljóst að ég er óskaplega sjálfhverf manneskja. Síðustu vik- ur hefur reyndar allt lagst á eitt til að beina sjónum mínum enn eina ferðina að eigin sjálfi. Fráfalli ættingja fylgir yfirleitt stórtæk upprifjun minninga og með í för eru oftar en ekki pælingar um eigin tilveru: hver ég er, hver ég var, hver ég vil vera og þar fram eftir götunum. í skólanum hef ég verið að lesa um feminisma og um daginn sendi litli bróðir minn mér allar skrárnar sem ég átti á gömlu tölvunni hennar mömmu. Skrár sem að ég pikkaði inn fyrir einum fimm til sjö árum síðan, þegar ég var ennþá menntaskólastelpa. Og að lokum var mér færð að gjöf gamla dagbókin mín, frá sama tíma. Það er yndisleg tilfinning að dýfa sér ofan í unglingaangistina sem flæðir um síður dagbókarinnar minnar, og geta svarað hjáróma hrópum á hjálp, athygli eða ást með einni setningu: þetta lagað- ist allt. Nei, ég var ekki ófær um að elska eftir allt saman. Nei, ekki heldur var ég ófær um að vera elskuð. Ekki er ég glötuð, og varla Ijót. Hitt þurfti ég hins vegar að fallast á: fyrstu ástinni gleymir maður aldrei. Ég hef sem sagt látið það eftir mér að sökkva mér ofan í hugsanir um fyrstu ástina mína og hjartasárin sem henni fylgdu. Þetta hugsana- ger minnkaði ekkert eftir að ég sá Brokeback Mountain fyrir hálfum mánuði eða svo. Sú mynd átti hug minn allan í marga, marga daga. Mér fannst hún yndisleg. Man ekki til þess að ástarsaga hafi hrif- ið mig svona síðan ég grét jafn mikið og það rigndi í Bridges of Madison County. Ástæðan: þetta sama fyrstu-ástar-sakleysi og hrópaði á mig af síðum þvældrar línustrikaðar bókar. Kúrekarnir á Bakbrotsfjalli, eins og einhver út- varpsmaðurinn nefndi myndina svo hagyrðingslega, voru í sömu sporum og ég fyrir sex árum: þeir höfðu enga uppskrift, enga reynslu til að styðja sig við. Skref- in sem þeirtóku, hikandi, varlega. í átt að ástinni sinni einkenndust af sama óör- yggi og fyrstu ástarskrefin mín. Ég held að það sé það sem við munum við fyrstu ástina okkar, sakleysið. Þá höfðum við ekki enn safnað á okkur bitrum reynslusög- um, ekki enn komið okkur upp hugmyndum eða viðmiðum um viðreynslu, ekki enn rekið okkur á að vera hafnað, þess þá heldur að vera notuð. Allt var saklaust og einlægt. Sökum skorts á skoð- unum á klámmyndum, sem og reynsluskorts á sviði höstls og skemmtistaðasleikja var ég, í örfáum orð- um sagt, ofboðslega, kjánalega saklaus. Það voru þessar gullnu hugsanir um sakleysi sem leiddu mig yfir í þankagang feminismann. ( skól- anum hef ég meðal annars lesið þetta: í hinni svokölluðu þriðju bylgju feminismans gætir mikilla áhrifa individualisma. Þar snýst feminismi ekki lengur um sameig- inlegt átak kvenna eða byltingu, heldur velur hver og einn sér það sem honum hentar af öllum þeim mýmörgu ritum sem koma út á ári hverju. Þannig er feminismi í dag nánast eins og sérsmíðaðir skór eða klæðskerasaumaður kjóll; þú getur valið að vera feministi sem er alfarið á móti klámi, eða femin- isti sem lítur á það sem skemmti- legt innslag í staðnað kynlíf. Þú getur valið að vera alfarið á móti hlutgervingu kvenna, afneitað rakvélinni og litið hárlit horn- auga, eða aðhyllst girrrrrl power með öllum þeim skartgripum, föt- um og himinháu hælum sem því fylgja. Samkvæmt minni reynslu, og sög- um vinkvenna minna, er sakleysið á undanhaldi. Þeir feministar sem skorið hafa upp herrör gegn klámi, eða öðru formi hlutgervingar kvenna, eru yfirleitt ásakaðir um að vera blá- eygðir, eða naive eins og enskan boðar. Með öðrum orðum, yfirg- engilega saklausir. Almennings- álit minnar kynslóðar hallast að því að við eigum öll að vera ver- aldarvön, „disiNusioned". Það er ekkert jafn púkó og sakleysi. Þetta rak ég mig einmitt á þeg- ar ég sneri frá menntaskólaárum mínum í Svíaríki og skaust inn í djammheiminn á íslandi. Sökum skorts á skoðunum á klámmynd- um, sem og reynsluskorts á sviði höstls og skemmtistaðasleikja var ég, í örfáum orðum sagt, ofboðs- lega, kjánalega saklaus. Og púkó. Sem leiðir mig aftur að sögum vin- kvenna minna. Þær hafa minnst á það við mig að þær langi nú að snúa aftur á fornar slóðir sakleysis- ins. Ein segir að henni finnist gróft orðbragð hreinlega Ijótt og ógeðs- legt, eftir mörg ár af að hafa látið sem ekkert sé. Önnur hallast nú að því að henni finnist klám við- bjóður og niðurlægjandi fyrir kon- ur, eftir mörg ár af að hafa horft á það og, í anda þriðju-bylgju-fem- inista, álitið það skemmtilegt inns- lag í „hefðbundið" kynlíf. Mig langar í fyrstu ástina mína aftur. Ekki manneskjuna, heldur þetta yndislega, einlæga sakleysi. Mig langar að gleyma öllu sem á undan er farið og eiga sakleys- ið með kærastanum mínum. Og mig langar að þoða endurkomu sakleysisins á öðrum sviðum líka. Fólk af minni kynslóð, og þeim komandi, þarf að átta sig á að sak- leysi er alls ekki alltaf púkó. Það er miklu meira púkó að taka þátt í einhverju athæfi af ótta við að verða kallaður púkó. Ég geri mér grein fyrir því að ein- hverjum á eftir að finnast notkun mín á orðinu púkó alveg yfirgeng- ilega gamaldags og leim. Það er allt í lagi. Ég er svo bláeygð að mér er alveg sama. Sunna Dís

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.