Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 23

Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 23
Ölgerðarmeistarar Langar þig til þess að læra j— að brugga? Hægt er að læra S ? jújJjJ þessaiðníbjórlandinuÞýska- P{ landi en flestir sem fara í ' 1 J.Uh«2c8ÍHH| ' I - i Kw| IWÉ«n-WI þetta hafa lokið svemsprofi ■. JH j . .MH| i bruggun. Eftir það er hægt ^><85 -JRj að fá meistarapróf i olgerð | en sérstakt leyfi þarf til þess , að reka fyrirtæki í bjórfram- ú lciðslu. Sá sem lýkur prófi hlýtur skírteini sem tilgreinir einstakar greinar og námsár- angur. í náminu felst bruggunartækni, hráefnisfræði, umbúðagerð, vatn og frárennsli, óáfengir drykkir, gæðastjórnun og umhverfisstjórnun, upplýsingatækni, vörustjórnun, tæknileg stjórnun, efnafræðileg, tæknileg og örverufræðileg framleiðslustjórnun. Nánari upplýsingar má fá á www.idan.is. Sirkus skóli Ef þér finnst líf sirkuslistamannsins heillandi þá ætti þetta nám að vera eitthvað fyrir þig. Um er að ræða gráðu í sirkuslistinni, en þetta er tveggja ára verklegt nám sem hefur það að markmiði að undirbúa nemendur fyrir starf í sirkus. Nemendur hljóta mikla þjálfun og í lok námsins þá fá nemendur tækifæri til þess að fara í áheyrnarpróf til þess að komast inn á síðasta árið sem leiðir síðan til BA gráðu í faginu. Þeir sem hafa bakgrunn í ti dæmis fimleikum eða dansi og hafa áhuga á að starfa frekar í fagi sem tengist þessu á ein- hvern háttættu að líta nán- ar á þessa síðu. http://www.thecircus- space.co.uk Hvar er Kænugarður? Á íslandi...nei, einhversstaðar í Prag. Hvað heitir guð Islamstrúarmanna? Muhammed Ali. Hvert er borgarstjóraefni Samfylkingar- innar í Reykjavík? Er það ekki hann hérna Gísli Marteinn. veit ekki. Hvaða þjóð er að mótmæla nýrri at- vinnulöggjöf ? Ohh ég veit þetta...Frakkland. Hver skrifaði bókina Draumalandið - sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð? Þetta eru frekar erfiðar spurningar, hef bara ekki hugmynd. HHHHH Arndís Bára 20 ára. Hvar er Kænugarður? Eurovision var í Kænugarði, Russlana... Úkraínu.. haha höfuðborg Úkraínu. Hvað heitir guð Islamstrúarmanna? Allah. Hvert er borgarstjóraefni Samfylkingar- innar í Reykjavík? Dagur B. Eggertsson. Hvaða þjóð er að mótmæla nýrrí at- vinnulöggjöf ? Frakkland. Hver skrifaði bókina Draumalandið - sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð? Andri Snær Magnason. Hrannar 21 árs. Hundasnyrting Nám í útstillingum Finnst þér gaman að skoða í búðarglugga? Hefur álit á því hversu vel eða illa gerðar útstillingar eru í búð- argluggum? Ferðu stundum inn í búð bara vegna þess að gluggarnir eru svo flottir? Ef svo er þá gæti nám í útstillingum verið eitthvað fyrir þig. Iðnskólinn í Hafnarfirði býður upp á nám í útstillingum sem tekur tvö ár. Nemendur fá að spreyta sig á ýmsum útstillingarverkefnum en farið er í ýmsar faggreinar eins og efnisfræði, grunnteikningu, hönnunarteikningu, líkanagerð og tjáningu og tæki. Námið skiptist í bóklegt og verklegt nám sem fer fram innan veggja skólans en hluti verklega námsins fer einnig fram á starfsvettvangi. Upplýsingar um þetta nám er að finna eins og svo margt annað á www.idan.is og hjá Iðnskólanum í Hafn- arfirði. Hundasnyrtingu er hægt að læra erlendis á námskeiðum og þá aðal- lega í Bretlandi og á Norðurlöndunum. I náminu felst mikill bóklestur um helstu hundategundir og umhirðu þeirra, að mestu í formi sjálfs- náms. Eftir að hafa lokið námskeiði í hundasnyrtingu fær fólk prófskír- teini sem staðfestir að viðkomandi hafi lokið námskeiði í faginu og getur fólk þá stundað þessa iðn hvar sem er í heiminum. Á www.idan.is er að finna nánari upplýsingar um þessa iðn. The American Council of Hypnotist Examin- ers eru stærstu og elstu dáleiðslu samtök í Bandaríkjunum með yfir 9500 meðlimi í B5 löndum. Hvort sem þú sækist eftir því að starfa sem dávaldur eða langar bara til þess að læra þetta þá er um að gera að kynna sér þennan skóla. Samtökin halda nokkurra daga námskeið sem öllum er frjálst aðsækja og þar læra nemendur und- irstöðuatriði í dáleiðslu sem og hlýða á fyr- irlestra og fá að spreyta sig á stórum hóp. Kíkið á þetta og athugið hvort að þetta sé eitthvað fyrir ykkur. www.hypnotherapy.com Allt um tónlistarbransann f USC Thornton School of Music er að finna námsleið sem er tilvalin fyrir þá sem hafa áhuga á að starfa innan tónlistargeirans. Þetta er 4 ára nám sem samanstendur af bæði bóklegu og verk- legu námi. Námið er mjög fjölbreytt en þar er allt að finna fyrir þá sem vilja vinna við hljóðblöndun, viðskipti og markaðssetningu, sem umboðsmenn, við útgáfu, útvarp, framleiðslu á tónlist og tónsmíðar svo eitthvað sé nefnt. Nemendur eru undir leiðsögn mikilla fagmanna sem hafa starfað með heimsþekktum listamönnum á borð við Black Sabbath, Soundgarden, Mad- onnu, Sheryl Crow, Miles Davis, B.B. King, Ray Charles. Gráða: BM, BS. Nánari upplýsingar: MUS107 Department of Music Industry USCThornton School of Music Los Angeles, California 90089-0851 uscmusic@usc.edu Rétt svör: 1. f Úkraínu 2. Allah 3. Dagur B. Eggertsson 4. Frakkar 5. Andri Snær Magnason

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.