Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 24

Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 24
Ótrúlega flottir skartgripir sem eru afurð samstarfs systkinanna Nico og Catalinu Estrada. Catalina er mynd- skreytari sem gerir ótrúlega falleg og draumkennd verk en þau hafa birst á forsíðum ýmissa tímarita hér og þar um heiminn. Samstarf hennar við Nico skilaði þeim mjög kvenleg- um, litríkum og pínulítið barnalegum skartgripum en kallast línan Katika í höfðuðið á einum af þeim karakter- um sem Catalina hefur skapað. Nú er bara að vona að vörurnar komi til (s- lands svo að hægt sé að nálgast þær hér. En annars getið þið kíkt inn á www.katika.net og skoðað þetta þar og ef þið eruð á leiðinni til Barcelona þá selja þessar búðir skartgripina: Antherea Regomir 4 Bis 08002 Barcelona og Alea Argenteria 08003 Barcelona Ef þið eruð al- veg rosalega mikið fyrir flotta striga- skó og viljið helst ganga í einhverju sem enginn annar á, þá ættuð þið að kíkja á þessa síðu. Soldout er þúð á netnu sem sérhæfir sig í strigaskóm sem hafa komið í mjög takmörkuðu upplagi á markaðinn en þar er að finna flotta skó frá meðal annars Nike, Puma og Adidas og fleiri merkjum. Skórnir eru á góðu verði verðinu og er hvert par mjög sérstakt. http://www.wesoldout.com/ Stuttermabolir með lógóum ým- issa hljómsveita sem virðast vera notaðir er nú hægt að fá á Netinu hjá fyrir- tækinu Rock'n dothing. Þetta fyrírtæki sérhæf- ir sig í hönnun stuttermabola sem líta út fyrir að vera gamlir og notaðir. Efn- ið í bolunum er frekar þunnt þannig að það er eins og þeir séu margnotað- ir en rokkaralúkkið fæst með því að þvo bolina upp úr ákveðnum efnum. Nú fara búðirnar að fyllast af vörum fyrir sumarið. Það vilja allir vera sum- arlegir og sætir og hvað er þá betra en að byrja á því að kaupa sér létta skó eftir að hafa verið í bomsum í allan vetur. í skór.is var til dæmis að koma ný sending frá Rhino sem er merki sem sérhæfir sig í skóm af öll- um stærðum og gerðum. Red Skórnir frá Rhino, Marc Ecko Footwear eru hannaðir sem hjólabrettaskór þannig að það er mjög sterkt og gott efni í þeim. ákveðinni stellingu með eitthvað blað í höndunum og Scarlett Johans- son stóð einhvern veginn upp við vegg, þannig að ég fór að taka þessar stellingar og reyna að semja út frá þeim. Jette: Saga tískunnar er endalaus, rétt eins og hvernig á að haga sér, það breytist alveg eins mikið og tískan gerir. Nýja lúkkið stendur fyrir aðra konu en áður, við höldum að þetta hafi breyst siðan corsettudæm- ið var en svo er ekki, við höfum núna megrunarpillur, við viljum vera grennri en náttúrulegt er, við troðum okkur í skinny jeans, við höfum svo margt annað sem í raun endurspeglar corsettuna. Tískan hefur aldr- ei verið þannig að það geri konum auðvelt fyrir heldur hefur hún alltaf verið svipan á baki kvenna. En höfum við ekki skapað þessa ímynd sjálfar? Halla: Ég er ekkert svo viss um að við höfum skapað þessa ímynd sjálfar. En ef svo er út frá hverju erum við þá að skapa þessa ímynd. Jette: f gamla daga þá var það mynd af hinni fullkomnu konu sem karl- menn sköpuðu en svo breyttist það með hippamenningunni og fem- inisma. Hin fullkomna konuímynd í dag er eins og Sienna Miller, það kemur alltaf einhver svona á hverju ári. Kemur þetta ekki meira frá kon- um núna. Halla: Já, en er það ekki samt innan þessa ramma, við erum alltaf að fylgja einhverri ákveðinni ímynd þó að við breytum henni, við komust ekki út fyrir þetta. Jette: Eins og þegar þröngar gallabuxur koma i tísku þá reyna allir að troða sér í þær en það eru bara svona 20% sem eru flottar í þessu, samt vilja 80% vera í þröngum gallabuxum. Konur horfa samt á sig í spegli og sjá að þær eru ekkert flottar í þessu en samt þeirra tískufyrirmynd er sterkari en sú mynd sem þær sjá af sjálfri sér. Halla: Já, konur reyna að fitta inn í eitthvað ákveðið snið. Jette: Konur þurfa að læra að horfa á spegilmynd sína og finna sinn ramma og þá byrja að klæða sig og finna öðruvísi fyrirmynd í kringum sig heldur en tískufyrirmyndina. Bara öðruvísi rammi í staðinn fyrir að miða allt út frá fyrirsætum og tísku. Finna einhverja aðra týpu sem er í tísku hverju sinni sem passar vexti viðkomandi miklu betur. Á verkið að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri? Halla: Tilgangurinn er eiginlega meira að vekja upp spurningar, ég get komið með mitt sjónarmið, hvernig upplifi ég sjálfa mig sem kona í sam- félaginu í dag og ef ég næ að hafa einhver áhrif á áhorfandann þá er mínum markmiðum náð. DANSIeikhúsið hefur staðið fyrir árlegum sýningum í Borgarleikhúsinu frá árinu 2002. Tilvist þess hefur sannað gildi sitt og má segja að með tilkomu þess hafi sprottið upp öflugt og framsækið atvinnuleikhús danslistamanna sem hefur kryddað íslenska dansleikhúsmenningu svo um munar á undanförnum árum. Þann 9. apríl næstkomandi verða frumsýnd tvö ný verk á vegum DANSIeikhússins á Nýja sviði Borgarleikhúss- ins. Listdans, leiklist, fumsamin tónlist og mannleg sam- skipti verða útgangspunktur sýningarinnar og ætti þetta því að vera spennandi að sjá. Seinni sýningarnar verða 11./I9. og 23. apríl. Orðlaus tók tali Höllu Ólafsdóttur dansara og danshöf- und annars verksins og Jette Jonkers fatahönnuð og eig- anda Trilogiu sem hannar búningana fyrir sýninguna. Hvernig unnuð þið verkið? Halla: Mig og Nadju Hjorton sem er sænskur dansari og danshöfundur langaði til þess að semja verk saman, en þar sem við búum í sitthvoru landinu þá ákváðum við að verkið yrði þannig uppbyggt að fyrsti part- urinn yrði unninn í gegnum internetið. Annar hlutinn var svo þegar við hittumst og settum saman í sýningu allar hugmyndirnar sem við höfðum unnið með í gegnum Netið. Þannig að í raun og veru var pæ- lingin sú hvort hægt væri að skrifa niður dans og svo ætluðum við að vinna með ákveðið concept. Halla: I þriðja hlutanum tökum við svo inn tónskáld, Hildi Guðnadóttur sellóleikara en hún mun vera með okkur á sviðinu, þannig tökum við inn þriðja elementið, frumsamda tónlist og sjáum hvernig verkið breyt- ist við það. Þetta verður svo sýnt aftur í október á Norrænum Músik- dögum. En hvað með búningana? Jette: Hugmyndin af búningunum er kjóllinn sem hægt er að opna og loka eins og lífstykki (corset) en fötin túlka líka hugmyndina á bakvið verkið. Annað hvort hefta fötin hreyfingu dansaranna, eins og þegar konur klæddust lífstykkjum, eða fötin verða frjálslegri. Jette: Líka ef þessir búningar virka þá langar mig endilega að gera fleiri og selja þá í búðinni. Þetta er ekki vinna sem er út í loftið, ég get notað þetta seinna fyrir mig í búðinni. Þannig að þetta er ekki bara búningahönnun? Jette: Aldrei. Þetta er bara nýr inngangur á fataprocessin minn. Ég hugsa öðruvísi um þetta. Þú hugsar ekki svo mikið um hreyfingu þeg- ar þú hannar föt en það er það sem þú hugsar um þegar þú semur dansinn. Hvernig er best að hreyfa sig í fötunum, er efnið þægilegt og svoleiðis. Er verkið unnið út frá ímynd kvenna? Halla: Grunnhugmynd verksins er að það líður ekki sá dagur sem þú sendir ekki tölvupóst eða tekur ekki upp símann eins og fyrsti hlutinn er uppbyggður. Þá vorum við komnar með út frá hverju við ætluðum að vinna. Svo var næsta skref að búa til dansinn. Þá fór ég að hugsa um uppskriftir, af því að i raun og veru er verkefnið eins og uppskrift af hinni fullkomnu konu eins og glanstímaritin setja þetta upp. Þannig að þá fór ég fór inn í stúdío með fullt af myndum af fögrum konum úr Vogue og þannig tímaritum. Til dæmis var mynd af J-Lo sem stóð í UPPSKRIFT AÐ HINNI FULLKOMNU KONU

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.