Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 37

Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 37
Inngangsorð þessarar greinar um hljómsveitina Kimono gætu hljómað einhvernvegin svona: "Hljómsveitin Kimono hefur í nokkurn tíma verið talin til efnilegri rokksveita íslands og ekki að ástæðulausu; með þrotlausri i/innu og að því er virðist ótæmandi jelju og ástríðu hafa þeir markað sér fastan sess í framvarðasveit íslensks framúrstefnurokks - með eigin hljóm, útlit og fantalegan drykkjustíl." En þó framangreint sé allt satt og rétt hæfir það sennilega ekki inntaki og stíl sveit- arinnar. /ið skulum heldur láta greinina hefjast síðla kvölds laugardaginn 26. mars árið 2005, í Ed- inborgarhúsinu á Isafirði. Hin árlega tónlist- arhátíð Aldrei fór ég suður hefur staðið yfir í nær hálfan sólarhring og á sviði gerðu úr fiskikörum og spónarplötum stendur m.a. bláhærður kanadamaður með gleraugu og rífst við aldraðan skipstjóra. „Hjálmaaaaaa- ar!" þrumar skipstjórinn með rámri rödd sem ber þess greinileg merki að hafa ræst margan syfjaðan hásetann af værum blundi í áranna rás. „One more song!" æpir sá blá- hærði á móti. Og rekur putta í loftið. Hvor- ugur þeirra virðist fús til að láta undan og um stund er andrúmsloftið rafmagnað. Að lokum lætur Kanadamaðurinn þó undan kröfum skipstjórans fyrrverandi og stormar ásamt félögum sínum í nýbylgjurokksveit- inni Kimono í smáa baksviðsaðstöðu, hvar hann þrumar forláta rafgítar sínum í vegg- inn. Ófá „fuck!" og „shit!" fá að hljóma meðan loðnir meðlimir Hjálma koma sér fyr- ir á sviðinu og búa sig undir að syngja sinar vísur (hamingjusamlega ómeðvitaðir um að þeirra bíða sömu örlög og Kimono). Kimonungar virðast taka árás hins aldraða og sjálfsskipaða sviðsstjóra af mismunandi taktík, enda um fjóra tiltölulega ólíka ein- Istaklinga að ræða. Sá bláhærði, söngvarinn og gítarleikarinn Alex MacNeil, er tiltölu- lega fljótur að róa sig þegar gitarinn og veggurinn hafa fengið að kenna á því, bassa- Ileikarinn Dóri er æstur en yfirvegaður að hætti íslenskra dyravarða og hinn langi og mjói gítardútlari Gylfi gengur um flissandi. frommuleikarinn Kjartan tekur öllu af þeirri jstöku og stóísku ró sem virðist einkenna flest sem hann gerir, þar með talið trommu- sláttinn. "Okkur langaði að klára settið okk- ar, við komum um langan veg til að spila hér og höfum aldrei gert það áður. Mér fannst líka vera góð stemmning í salnum," útskýr- ir Alex (raunar á móðurmáli sínu, ensku, en við höfum á þessum síðum þann háttinn á að þýða orð hans jafnóðum). Hann heldur |áfram: "Við erum að frumflytja hérna efni af nýju plötunni okkar, það er heldur nöt- |urlegt að þurfa að hætta því það er langt síðan við ákváðum að gefa forsmekkinn á þessari hátíð." Efnið sem um ræðir átti eftir að birtast á plasti það haustið, á breiðskífunni Arctic De- ath Ship. Sú var af mörgum talin standa upp úr útgáfu síðasta árs. Fékk fullt hús stjarna í dagblöðum. Og því má ætla að (sfirðingar ag gestir þeirra hafi misst af miklu. Baksviðs Iberst talið þó fljótlega að öðru en vonbrigð- um sveitarinnar með að fá aðeins rúm til að flytja tæpan þriðjung lagaskrár kvöldsins og áður en langt er um liðið má sjá þá sveima Ium salinn, sötrandi bjóra og blístrandi flókn- ar stærðfræðimelódíur líkar þeim er heyra má á heillandi breiðskífum Kimono. Og síð- ar um kvöldið varð veisla og þeir drukku og voru með læti og höfðu gaman. Slæmt steikhús - tæki- færi til að skína Um tíu mánuðum síðar erum við stödd á bar í Soho hverfi Lundúnaborgar, hvar ætlunin er að ræða lítið eitt um rómaða Berlínarför þeirra Kimonodrengja, athuga hvað þeir hafa aðhafst og hvað þeir ætla að aðhafast. Þangað eru áðurnefndir Gylfi og Alex komn- ir í fylgd Birgis Arnar Steinarssonar (fyrrum Mausara og nú Bigital-ara) og nokkurra vina hans. Rytmapar Kimonos er á leið til fund- ar við okkur, en þeir litu við á fótboltaleik og ílengdust þar. Kvöldið áður hafði hljóm- sveitin leikið sína flóknu tóna fyrir fjölda Englendinga með að því að sagt er góðum árangri. (slensku útrásinni eru fá mörk sett. Alex sýpur öl og segir frá hvernig þeir kom- ust þangað: "Við flugum hingað í gær og hittum Bigga á lestarstöðinni. Átum á Garf- unkels-steikhúsi - það var ekki nógu gott. En svona allt í lagi. Svo spiluðum við þessa tónleika og það var mjög fínt [hér skýtur Birgir Örn inn að hann hafi sjaldan séð sveit- ina þéttari og frambærilegri: "Þetta voru frábærir tónleikar."] og héldum svo heim til Bigga, þar sem við lékum spurningaleik og höfðum gaman. Þetta var skemmtileg byrj- un á túr." ,Náðum því sem við lögðum upp með" Fleira er rætt. Skiptið sem leið yfir Birgi Örn á Sigurrósartónleikum í bænum. Og þegar leið yfir Alex í messu. Úr hverju sígarettu- pappír er gerður (hrísgrjónum, kemur á daginn). Og að lokum kemur yfirstandandi tónleikaferðalag, sem hófst í Reykjavík vik- una áður, til tals. Sá túr fór fram í febrúar- mánuði síðastliðnum, en hann teygði anga sína yfir nokkur þjóðríki og fjölda illa lykt- andi skemmtistaða. Þar léku Kimono fyrir alls um þúsund sálir héðan og þaðan úr heiminum, seldu ófáa diska og sáðu fræjum að einhverju sem gæti allt eins borið ávöxt fyrir sveitina í framtíðinni. Þrátt fyrir að það kunni að hljóma furðulega í eyrum margra íslendinga, þá er það svona sem flestar hljómsveitir starfa. Endalaus spilamennska hér og hvar um heiminn - og aðdáendur eru veiddir einn af einum, aðdáendur sem vonandi eiga vini sem þá eru líklegir til að fjölmenna með þeimá næstatónleikaferða- lag. Daginn eftir fund okkar í Soho var för sveitarinnar heitiðtil Leeds, því næst tókvið þriggja daga ferðalag um (rland, þá var áætl- að stopp í "heimabæ" sveitarinnar, Berlín (meira um það seinna) áður en haldið væri á vit fleiri ævintýra í Þýskalandi, Austurríki, Sviss og fleiri löndum. ff; Við höfum bara einu- sinni slegist sem hljómsveit. Það var fyrir löngu síðan, á klósettinu á Sirkús. Það versta við það er að maður verður að halda hurðinni lokaðri með annarri hendinni meðan maður ber frá sér með hinni. ff Okkur gengur frekar illa að halda okkur við efnið á umræddri Lundúnakrá, af ýmsum ástæðum. Úrverðurnokk- urskonar spjallfundur, frekar en formlegt viðtal, en það er ekki verra enda gaman að hitta gott fólk sem hefur eitthvað til málanna að leggja yfir veigum. Talið berst m.a. að Airwaves hátíðarhöld- unum árlegu og hlutverki þeirra í íslensku tónlistar- lífi. Segir Alex: "Ég held að það séu mistök að líta á Airwaves sem einhvers- konar meik-hátíð. Það er eins og að stunda kynlíf og leggja alla áherslu á fullnæginguna, frekar en það sem á undan kemur. Ef fólk er að spila tónlist allt árið og hæpar upp þennan eina dag sem á að breyta öllu finnst því það hel-aumt og vandræðalegt ef hann fer ekki að óskum. Það væru mistök að leggja of mikla áherslu á hátíðina sem einhverskonar lykil að alþjóð- legri frægð, þeir sem ná einhverjum árangri þar á annað borð gera það vegna þeirrar vinnu sem þeir hafa lagt á sig fram að henni. Airwaves er fyrst og síðast frábær tónlistar- hátíð. Og þeir sem á annað borð ná einhverj- um árangri í kjölfar hennar eru að uppskera fyrir þá vinnu sem þeir framkvæma allt árið, ekki þessa einu helgi." Gylfi tekur undir: "Tilgangurinn með Airwa- ves er fögnuðurinn. Það ætti frekar að líta á hana sem e.k. uppskeruhátíð, fögnuð fyr- ir tónlistarfólk. Þar fær það að spila í góðu kerfi fyrir stóran og góðan áhorfendahóp - þetta er tækifæri til að skína fyrir framan stóran hóp tónlistaráhugafólks; flestir sem fram koma leggja mikið á sig í þvi skyni." "Við fórum annan túr í nóvember, skömmu eftir að við komum til Berlínar. Spiluðum þá átján tónleika, eignuðumst nokkra þýska vini og lögðum grunninn að því sem við erum að leggja af stað í núna," segir Alex. "Það þarf að huga að ýmsu þegar maður leggur upp í tón- leikaferð sem þessa, það er nauðsynlegt að vera með kynningarfyrirtæki í vinnu til þess að afla um- fjöllunar þar sem spilað er, verður að vera ákveð- ið áhugaverður og svo er nauðsynlegt að vera með plötu sem þeir vilja skrifa um. Annars hefur dvölin í Berlín veriðgóð- við spil- uðum á fjölda tónleika, eins og ég sagði, höfum eignast marga vini og drukkið mikið. Þetta tón- leikaferðalag verður end- irinn á þýska ævintýrinu í bráð - allir ætla að flytja heim nema ég - og við höfum náð því fram sem við lögðum upp með; halda tónleika og gefa út plötu." Eða hvað? Færsla á bloggsíðu Alexar gerð skömmu fyr- ir Soho-fundinn dregur upp nokkuð ólíka mynd af Berlínarlífi Kimonunga. Þar ritar hann: "Eftir að Dóri tilkynnti að hann færi snemma heim virðist sem heimur Kimono hafi snarstöðvast fyrir alla nema mig. [...] Persónulega, þá líður mér eins og ég hafi bundið mig við mastrið á sökkvandi skipi, neitandi af þvermóðsku að horfast í augu við að áhöfnin er stungin af á björgunar- bátnum á öruggu litlu eyjuna sína. Og tók altt rommið með sér." Söngvarinn er hér ómyrkur í máli og virðist jafnvel upplifa sig yfirgefinn af hljómsveitarfélögum sínum. Sá sem læsi þetta án frekari viðkynningar gæti jafnvel ályktað sem svo að dagar Kimono væru í raun taldir. Þó ber að hafa í huga að bloggsíður ætti frekar að líta sem heimild- ir um augnablik heldur en stærri sögur og það staðfestir Alex þegar fundum okkar bar saman í Reykjavík rúmum mánuði síðar, að tónleikaferðalaginu loknu: "Nei, það var alltaf vitað að Beriínarferðin myndi enda; þar sem hún endaði, þessi bloggfærsla var meira viðbragð við einhverjum tímabundn- um pirringi. Ég fer í vont skap eins og aðriri og þá getur verið gott að skrifa það frá sér, frekar en að láta pirringinn bitna á þeim sem standa manni næstir." Frá Reykjavík hoppum við mánuð aftur í tímann og erum nú stödd fyrir utan lítinnv klúbb í Berlín, hvar fjórar fræknar íslenskar sveitir (Seabear, Borko, Skakkamannage og Hudson Wayne, nánar tiltekið) hafa lokið spilamennskuáenneinumútrásartónleikun-i um. Kimono hefur nú lokið Stóra-Bretlands-[ legg tónleikaferðarinnar og hefur þetta kvöld í frí áður en haldið er út á veginn aðj; nýju. Nokkuð er liðið á kvöldið og Alex er hálf-drukkinn og eilítið þreytulegur (en þói langt frá því að leggja érar í bát, eins og áttil eftir að koma í Ijós): "Við þurfum að vakna í tæka tíð til að sækja sendibílinn sem við keyrum til Vínar á morgun. Þetta er ansi flók-f ið dæmi, við þurfum að sækja dótið okkar,| sem við lánuðum íslensku hljómsveitunum, hingað í fyrramálið. Þetta verður vonandi: ekki erfitt, það fer helst eftir því hversu full| þau verða í kvöld. Og já, við höfum hafti það mjög gott hérna, takk fyrir að spyrja." -Engin slagsmál milli hljómsveitarmeðlima?: "Nei. Við höfum bara einu sinni slegist sem hljómsveit. Það var fyrir löngu síðan, á kló-l settinu á Sirkús. Það versta við það er að maður verður að halda hurðinni lokaðri; með annarri hendinni meðan maður ber frá sér með hinni. Það er frekar erfitt. En okkur kemur öllum mjög vel saman, líkt og hefuf sannast í vetur. Við Gylfi bjuggum saman í| einni íbúð og Dóri og Kjartan í annarri, skyn- samleg og góð tilhögun. Berlín hefur verið| mjög góð við okkur. Mjög góð, en kannski; full til alkóhólísk. Það er helst til auðvelt aðí kaupa bjór á lágu verði hér og því er virki-; lega nauðsynlegt að vera með einhverskon-i ar línu hér til þess að lifa sæmilega góðu og pródúktívu lífi. Ef þú ert ekki með barn eða, fjölskyldu verður það að vera eitthvað eins’ og föst vinna -atvinnuleysi er rómað hér íj bæ - eitthvað sem heldur þér gangandi, ein-; beittum og við efnið. Það er nauðsynlegt að halda ákveðnum balans. Fannstu Dóra? En hann farinn heim? Með hverjum...? Einn?I? Heyrðu, ég þarf að fara, við tölum meiraj seinna. Sendu mér tölvupóst eða við mæl-i um okkur mót næst þegar ég er á íslandi." Skilinn eftir nær dauða en lífi Og það gerðum við, líkt og áður hefur kom-; ið fram. Alex var staddur í stuttri heimsókni á landinu, m.a. til þess að funda með vinnu- veitendum sínum (hann semur leiðarvísa fyr-i ir flugfélög) og einnig til að hitta unnustu sína til fjölda ára, Önnu Katrínu, en henni; má að öilu leyti þakka komu hans til lands-: ins á sínum tíma - og þá um leið tilurð hljóm- sveitarinnar Kimono. f illa lýstri stofu á höf- uðborgarsvæðinu segir hann mér hvernig fundum þeirra bar saman: "Ég bjó é þeim tíma í Aix-en-Provence í Frakklandi. Skömmu áður en við hittumst var ég skilinn eftir nær dauða en lífi af

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.