Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 31

Orðlaus - 01.04.2006, Blaðsíða 31
FBRIGÐILE KYNHNEI Kynlífsraskanir eru af ýmsum toga. Sumar vekja viðbjóð í hugum þeirra sem þurfa ekki að glírna við vandamálið en aðrar eru ósköp sakleysislegar og virðast jafnvel hálf kjánalegar. En hversu langt er hægt að ganga og hvenær fer kynhneigðin að flækjast fyrir fólki og teljast sjúkleg..... Handakrikafróun Lýsir sér þannig að handakriki bólfélagans er notaður til fróunar og má eiginlega segja að karlmaðurinn stundi sjálfsfróun með því að nota handakrika mak- ans. Hárin í handakrik- anum örva viðkomandi kynferðislega en bólfé- laginn hefur stjórn á því hversu miklum þrýstingi hann beitir og þá um hversu mikinn núning er að ræða. Töluverð óþægindi geta þó hlot- ist af þessu vegna núnings en húðin undir höndunum er frekar viðkvæm og auk þess hlýtur þó nokkuð hárlos að eiga sér stað samhliða þessu, sérstaklega ef þetta er stund- að reglulega. Nefblæti Einnig kallað Pinnoc- hio fetish. Þessi kynvið- fangsröskun felur í sér kynferðislega örvun við það eitt að sjá, snerta eða sjúga nef annar- ar manneskju en eins eru hinir sem örvast við það að láta strúkja nef sitt eða sjúga það. Örvunin er oft bundin við ákveðna lögun eða stærð nefs eins og til dæmisgildurnefbrodd- ur (Mira Sorvino), breiður nefbroddur (Avril Lavigne), sér- stakt nef (Sarah Jessica Parker), beint nef (Nicole Kidman), stórar nasir (Victoria Beckham) en hver á sitt uppáhald. Nefblæti hefur ekki verið rannsakað að neinu marki en á veraldarvefnum er hægt finna vefsíður sem eru tileinkað- ar þessu áhugamáli og nefunnendur geta komið saman og rætt málin. Troðslublæti Einstaklingur sem hlýt- ur kynferðislega örvun við það að láta aðra manneskju, helst af gagnstæðu kyni traðka á sér, er með troðslu- blæti. Þetta blæti er nægilega algengt til þess að menn hafi séð ástæðu til þess að framleiða átroðslu klámefni. Átroðsluhneigðina má vissulega tengja við kynlífsröskun- ina kvalalosta þar sem einstaklingurinn upplifir ákveðið hjálparleysi og sársauka þegar þetta er ástundað. hugarórum sumra troðslublætismanna eru þeir pínulitir að troðast undir fæti fullvaxinnar manneskju en aðrir láta sig dreyma um að verða fyrir jötni og er þetta þá kallað risablæti eða giant/giantess fetishism. Dýrasadismi Þessi kynlífsröskun er ein sú viðbjóðs- legastaásamtbarna- níði. Einstaklingar sem þjást af dýras- adisma eru þeir sem fá kynferðislega fullnægjuviðaðmis- þyrma dýrum en öfgakenndasta birting þessarar röskunar er necrozoophilia sem er kynferðisleg fullnægja sem fæst með því að drepa dýr eða misþyrma þeim kynferðislega með einhverjum hlutum eins og skrúfjárnum eða hnífum. Töluverð tengsl eru á milli dýrasadisma og kvalalosta sem snýr að öðru fólki og hefur hluti kynferðisglæpamanna og raðmorðingja sögu um að hafa pyntað dýr í barnæsku en um 36% kynferðisglæpamanna/morðingja greindu frá því að hafa misnotað dýr einhvern tímann um ævina. Apotomophilia Apotomophiliakinn hef- ur sterka löngun til þess að stunda kynlíf með ein- staklingi sem hefur verið aflimaður eða lætur sig dreyma um aflimun. Eins eru það þeir sem hafa mjög sterka löngun til þess að láta aflima sig og ■ kynferðisleg örvun þeirra bundin við þær hugmyndir Nuddárátta Nuddárátta er sterkhneigðsem snýst um að ein- staklingur hefur óeðlilega þörf fyrir að snerta annað fólk eða nudda kynfær- um sínum upp við það án þess að viðkomandi gefi leyfi til þess. Hegðunin kemur oftast fram á mannmörgum stöðum þar sem fórnarlömbin átta sig síður á þessu eins og til dæmis í fullsetinni neðanjarðarlest. Autassassinophilia Eins undarlegt og það kann að virðast er hér um að ræða kynferðislega örvun sem fæst með því að sviðsetja eigin dauða á hrottalegan hátt. Sá sem þetta stundar þarf að upplifa ógnina á raunveru- legan hátt til þess að hann æsist. Gallinn er hins vegar sá að sumir ganga svo langt að þeir láta lífið við þetta. Fótablæti Fótablæti felur í sér kynferðislegan áhuga á fótum annarra. Þetta er eitt algeng- asta blætið og er nán- ast eingöngu tengt karlmönnum. Sá sem þjáist af þessu örvast kynferðislega við að sjá, snerta, sleikja, kitla, sjúga, lykta af eða kyssa fætur annarar manneskju eða láta gera slíkt hið sama við sig. Þessir einstaklingar hafa gjarnan þörf fyrir að bólfélagi þeirra noti fætur sína til þess að nudda kynfæri þeirra þangað til fullnægju er náð. Á veraldarvefnum er að finna síður fyrir áhugafólk um fæt- ur þar sem finna má myndir af fótum frægra kvenna. Ýmsar skýringar hafa verið settar fram um fótablæti og er .____ meðal annars talað um að fætur og kynfæri hafi samliggj- andi svæði í skynberki heilans þannig að víxlverkun verði á taugabrautum milli þessarra tveggja rása sem veldur því að sumir líta fætur girndaraugum. Regnfatnaðarblæti Um er að ræða hóp fólks sem æsist við það að klæða sig í regnfatnað, fara út í rigninguna og tengja þetta á einhvern hátt við kynferð- islegar athafnir. Á íslenskum einkamálavef var einmitt að finna auglýsingu frá pari sem óskaði eftir félagsskap annarra sem hefðu áhuga á þessu sér til ánægju og ynd- isauka. Gægjuhneigð Einstaklingur með gægjuhneigð hefur sterka löngun til að horfa á aðra mann- eskju afklæðast eða stunda kynlíf og í sum- um tilvikum gera þarfir sínar á klósettinu. Til þess að hægt sé að tala um gluggagægi verð- ur þörfin til þess að fylgjast með öðrum að vera yfirsterkari held- ur en löngunin til þess að taka þá í athöfninni sjálfri. Sjálfsf róun á sér gjarnan stað samhliða gægjunum eða stuttu seinna. Gluggagægirinn er oftast meinlaus og lætur sér nægja að fylgjast með og hefur sig á brott ef hann er staðinn að verki. ( flestum tilvikum hefur sá sem þjáist af gægjuþörf löngun til þess að láta af þessari hegðun en það virðist hægara sagt en gert. | Sýnihneigð Sýnihneigðin teng- I ist stundum gægju- þörfinni og kemur | yfirleitt fram fyrir 15 ára aldur. Sumir verða svo uppteknir af sýni- þörf sinni að þetta verður þeirra eina kynhegðun en hneigðin kemur þannig fram að | viðkomandi hefur óviðráðanlega þörf fyrir að fletta sig klæðumáalmanna- | færi. Strípillinn losar með þessum hætti um ákveðna 1 spennu sem fær ekki útrás með annarri kynlífshegðun. Sýnihneigðin er aðallega bundin við karlmenn eins og megnið af þessum röskunum en stór hluti þeirra manna sem stunda þessa iðju eru hlédrægir ein- staklingar sem eiga í erfiðleikum með að stofna til náinna kynna við annað fólk.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.