Bændablaðið - 20.11.2007, Síða 4

Bændablaðið - 20.11.2007, Síða 4
Bændablaðið | Þriðjudagur 20. nóvember 2007 Hangikjötssöltun og ­reyking er mikil kúnst og því þarf heldur betur að vanda til verka. Unnið er á vöktum hjá Norðlenska á Húsavík enda mikill annatími framundan og menn vilja vera vel undirbúnir áður en helsti sölumánuður hangikjöts renn­ ur upp, desember. Byrjað verður af krafti að koma kjötinu í verslanir um komandi mánaðamót, en sumir eru snemma á ferðinni með innkaupin, m.a. þeir sem senda til ættingja og vina í útlöndum eða taka með sér áður en haldið er utan fyrir jólin. Síðustu daga fyrir jól færist svo salan í aukana, þegar landsmenn velja sér hangikjötsbita til að snæða yfir hátíðina. Forsvarsmenn Norðlenska gera ráð fyrir svipaðri sölu nú fyrir jól og var í fyrra, en fyrir þessi jól verður þó framleitt meira en áður af svonefndu sauða- hangikjöti á beini enda seldist það upp í fyrra og þá merkja menn einnig aukna spurn eftir tvíreykt- um hangikjötslærum. Kjötkrókur fer senn á kreik! Kjötkrókur veit fátt betra en vel reykt hangikjöt, kennt við KEA. Hér er hann að gæða sér á vænum bita, en Ingvar Gíslason markaðsstjóri Norðlenska er kampakátur yfir góðum smekk Kjötkróks þegar kemur að hangikjöti. Kanna vilja til að byggja upp Kjósarrétt Á vefsíðu Kjósarhrepps er farin af stað könnun á viðhorfi lesenda til uppbyggingu Kjósarréttar. Sigurbjörn Hjaltason, oddviti Kjósarhrepps, sagði í samtali við Bændablaðið að mjög mikilvægt væri að þátttakendur taki yfir­ vegaða afstöðu til verkefnisins þannig að raunverulegt viðhorf komi fram. Innan hreppsnefndar eru uppi mjög mismunandi viðhorf gagnvart verkefninu. Fyrir liggur að steypa réttarinnar er ónýt og ekkert bíður hennar annað en að verða fjarlægð. Samkvæmt lauslegu kostnaðarmati mun endurbygging réttarinnar í upprunalegu formi kosta tæpar 7 milljónir króna. Fyrir liggur að rétt- in verður ekki notuð sem fjárrétt nema að litlum hluta, en réttin er heimild um atvinnusögu sveitarinn- ar og hefur gildi sem slík. Byggð 1956 Sigurjón segir að Kjósarrétt standi í Möðruvallalandi og sjáist ekki frá þjóðvegi 1. Menn þurfa að fara Kjósarskarðsveg til að sjá rétt- ina. Hún var byggð árið 1956 en hefur ekki verið notuð sem fjárrétt í nokkur ár. Svo fátt fé er eftir í sveitinni að í haust var réttarhaldið fært inn í hús. ,,Kjósarrétt er í gamalli þjóðleið miðri um Svínaskarð og svo áfram yfir á Síldarmannagötu og þetta er leið sem hestamenn fara mikið um. Þess vegna eru þeir sem vilja byggja réttina upp að hugsa hana sem áningarstað fyrir hestamenn og hestamannatengdar uppákom- ur. Með þeirri könnun sem sett hefur verið í gang á vefnum okkar er verið að reyna að ná einhverri niðurstöðu í hvað fólk vill að gert verði við réttina og við vonumst til að niðurstaða liggi fyrir í lok árs- ins,“ sagði Sigurbjörn. Gera má ráð fyrir að það að byggja hana upp í upprunalegri mynd leiði til mesta kostnaðarins, um sjö milljónir króna. Svo má hugsa sér ýmsar ódýrari leiðir allt niður í að ekkert mannvirki verði þar sem réttin er nú. S.dór Uppskeruhátíð ferðaþjón­ ustunnar á Norðurlandi var haldin í þriðja sinn nú nýverið, að þessu sinni í Eyjafirði, en áður hefur ferðaþjónustufólk hist í Húnavatnssýslu og Þingeyj­ arsýslu. Markmið hátíðarinnar er að efla samkennd og sam- vinnu á milli ferðaþjón- ustuaðila á Norðurlandi og að gefa fólki kost á að kynnast innbyrðis. Ýmsar viðurkenningar voru veittar, m.a.s érstök verðlaun fyrir fag- lega uppbyggingu í ferðaþjón- ustu sem Örlygur Kristfinnsson hjá Síldarminjasafninu á Siglufirði hlaut. Sigurbjörg Árnadóttir var heiðruð fyrir nýjungar í ferðaþjón- ustu og Knútur Karlsson fékk sér- staka viðurkenningu fyrir ýmis frumkvöðlastörf á sviði ferðamála á Norðurlandi Norðlenskir ferðaþjónustuaðil- ar fögnuðu því jafnframt að í fyrsta sinn voru gistinætur fleiri á Norðurlandi en Suðurlandi að sögn Kjartans Lárussonar framkvæmda- stjóra Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurland. Hann segir ferða- þjónustufólk því hafa haft ærna ástæðu til að gleðast saman. Samstarf skilar árangri Gistinætur á Norðurlandi voru alls 452.820 talsins árið 2006, en 440.781 á Suðurlandi. „Okkur þykja þetta merkilegt tímamót,” segir Kjartan. Skýringuna telur hann m.a. liggja í aukinni mark- aðsstarfsemi, á síðastliðnum fjór- um árum hafi ferðaþjónustuaðilar í fjórðungnum unnið saman, „það hefur því margt breyst hægt en ákveðið í átt til betri vegar í þess- um efnum,“ segir Kjartan. Menn hafi með sér samstarf hvað varðar kynningar og markaðsmál og það hafi skilað góðum árangri. „Við sem störfum í ferðaþjónustunni erum því bjartsýn á gott gengi á næstu árum, enda bendir ekkert til annars en að þetta ár, 2007 verði gott,“ segir Kjartan. Dagskráin var viðamikil og farið víða um Eyjafjörðinn. Komið var við í jólahúsinu í Eyjafjarðarsveit, Hótel Natur bauð í heimsókn, Darri á Grenivík bauð uppá besta harð- fisk á Norðurlandi, Norðurskel í Hrísey bauð uppá hádegismat, Fjallabyggð var heimsótt og að lokum voru þegnar veitingar hjá Kalda á Árskógsströnd. MÞÞ Norðlenskt ferðaþjónustufólk heiðraði Örlyg á Síldarminjasafninu: Fleiri gistinætur norð­ an heiða en sunnan Örlygur Kristfinnsson safnstjóri á Sigló. ,,Auðvitað höfum við ákveðnar áhyggjur af þessu,“ sagði Páll Þór Ármann, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur vegna sögusagna um að lokaður klúbbur auðmanna, Everlands­ klúbburinn, hafi áhuga á að kaupa laxveiðiár hér á landi. Sem dæmi um fjármálaveldi þessa klúbbs má nefna að það kostar 60 milljónir króna að ger­ ast félagi í klúbbnum. Það gjald veitir mönnum rétt til dvalar á veiðisvæðum og náttúruperlum víða um heim. Á heimasíðu Everlands-klúbbs- ins kemur fram að klúbburinn eigi eitt besta stangveiðisvæði Bahama- eyja, fræg veiðisvæði í Alaska, Bandaríkjunum og á Nýja-Sjálandi og fyrir stuttu keypti hann veiði- svæði á Englandi. Á heimasíðunni merkir klúbburinn inn á hnattkort svæði þar sem hann hefur í hyggju að fjárfesta. Þar má sjá lönd eins og Rússland, lönd í Suður-Ameríku, Króatíu, Spán og Ísland. Páll Þór sagðist ekki vita til að klúbburinn hefði boðið í á hér á landi enn sem komið er að minnsta kosti. Ekki heldur að hann væri með ákveðin svæði í sigtinu. Hins vegar gefi heimasíða klúbbsins til kynna að þeir hafi áhuga á Íslandi. Og þó það sé þessum klúbbi óviðkom- andi þá hafa erlendir aðilar keypt Heiðarvatn og ár því tengdar nærri Vík í Mýrdal og meini Íslendingum aðgang að því svæði. Páll Þór benti á að þótt útlendingar kaupi ekki upp jarðir til að eignast veiðiár þá sé það í sjálfu sér ekki nauðsynlegt. Þeir geti tekið ár á leigu til langs tíma bara fyrir þann hóp sem tekur ána á leigu. Þessa eru fjölmörg dæmi hér á landi í gegnum áratug- ina. S.dór Klúbbur auðmanna með íslenskar laxveiðiár í sigtinu Á laugardag var kosið um sam­ einingu þriggja sveitarfélaga í Þingeyjarsýslu. Úrslitin urðu þau að sameiningin var sam­ þykkt í Aðaldælahreppi og Þing­ eyjarsveit en kjósendur í Skútu­ staðahreppi felldu tillöguna. Af 1.006 kjósendum á kjörskrá kusu 797 í öllum sveitarfélög- unum en það jafngildi tæplega 80% kjörsókn. Aðaldælingar voru hlynntastir sameiningu en þar voru tæplega 70% fylgjandi henni. Í Þingeyjarsveit var mjórra á munum því þar voru tæplega 51% fylgjandi en rúmlega 49% andvígir sam- einingu. Í þessum sveitarfélögum báðum var kjörsókn yfir 80%. Í Skútustaðahreppi var kjörsókn heldur minni, eða um 72%. Þar var sameiningartillagan felld með nokkuð afgerandi hætti, 61% kjós- enda voru henni andvíg en 38% vildu sameinast nágrönnum sínum. Óljóst er hvert framhaldið verður en Þingeyjarsveit og Aðaldælahreppur hafa fengið heimild til sameiningar. Í upphafi þings bar Jón Bjarna­ son, þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, upp fyr­ irspurn til samgönguráðherra um uppbyggingu fjarskipta og háhraðanetstenginga á landinu og spurðist fyrir um hvar á vegi þær framkvæmdir væru staddar. Í svörum ráðherra kemur meðal annars fram að fjarskiptasjóði sé óheimilt að taka þátt í kostnaði sem sveitarfélög hafa nú þegar lagt út í og að verð á gagnaflutn­ ingstengingum geti verið allt að 20% dýrara úti á landi en á höf­ uðborgarsvæðinu. Samgönguráðherra, Kristján L. Möller, svarar því til varðandi há- hraðanettengingar að undirbúningur sé að útboði á háhraðatengingum á þeim stöðum þar sem markaðsaðilar eru ekki eða ætla ekki að bjóða upp á háhraðatengingar á lokastigi en áætlað er að þeirri vinnu verði lokið í byrjun nóvember. (Þegar blaðið fór í prentun, 19. nóvember, hafði útboðið ekki farið fram.) Útboðsleið í átt að markmiðum Einnig spurði Jón samgönguráð- herra að því hvort honum sé kunn- ugt um hvort sveitarfélög hafi að eigin frumkvæði lagt í kostnað, sem fjarskiptasjóður hefði átt að bera, til að flýta fyrir uppbyggingu fyrir íbúa sína. Ef svo er, hvern- ig mun fjarskiptasjóður koma til móts við þau sveitarfélög svo að jafnræðis sé gætt? Svar: „Erindi hafa borist fjarskiptasjóði frá einstökum sveitarfélögum sem hafa ákveðið að byggja upp háhraðatengingar innan síns sveit- arfélags á undan uppbyggingu á vegum fjarskiptasjóðs. Hlutverk fjarskiptasjóðs skv. 2. gr. laga um fjarskiptasjóð er að úthluta fjár- magni til verkefna sem miða að uppbyggingu stofnkerfa fjarskipta- verkefna sem stuðla að öryggi og samkeppnishæfni þjóðfélagsins á sviði fjarskipta og annarra verk- efna, enda sé kveðið á um þau í fjarskiptaáætlun og ætla má að ekki verði í þau ráðist á markaðas- forsendum… … í lögum um sjóð- inn er tekið fram að stjórnin skuli ákveða framlög úr sjóðnum í sam- ræmi við hlutverk sitt og fjarskipta- áætlun að undangengnu útboði. Þá segir í greinargerð sem fylgdi með frumvarpi til laga um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands að samgönguráðherra skipi verkefn- isstjórn til að hafa yfirumsjón með framkvæmd fjarskiptaáætlunar. Farin verður útboðsleið til að ná fram markmiðum áætlunarinnar og boðin verður út skýrt skilgreind þjónusta á afmörkuðum svæðum.“ „Framlög úr fjarskiptasjóði til uppbyggingar á háhraðatenging- um verða eingöngu veitt að und- angengnu útboði þar sem meðal annars er gætt að EES-reglum eins og kröfum um tæknilega óháð útboð. Af þeim sökum er fjar- skiptasjóði óheimilt að taka þátt í kostnaði sem sveitarfélög hafa lagt út í vegna uppbyggingar háhraða- nettenginga og ekki standast skil- yrði ofangreindra laga- og reglu- gerðarákvæða um framkvæmd útboða. Hærra verð á landsbyggðinni Einnig spurði Jón samgönguráð- herra út í hverju munurinn fælist í kostnaði til notenda eftir land- svæðum miðað við sambærilega þjónustu við gagnaflutninga gegn- um háhraðanet. Svar: „Fyrirtæki nota helst IP-gagna- flutningstengingar (IP stendur fyrir Internet Protocol – sam- skiptastaðall sem meðal annars er notaður á Internetinu) af ein- hverju tagi, svo sem ADSL eða IP-netsambönd. IP-sambönd eru ekki alls staðar í boði en verð getur verið allt að 20% hærra úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Fjarskiptafyrirtæki og internet- þjónustuaðilar nota ýmsar tegund- ir gagnaflutningstenginga, eftir því hvaða fjarskipti þau bjóða upp á, til dæmis leigulínur (stofnlínur), ljósleiðarasambönd og IP-netsam- bönd. Fyrir leigulínur er mismun- andi leiguverð tekið eftir því hver flutningsgeta þeirra er. Verð fyrir gagnasambönd á landsbyggðinni um leigulínur og ljósleiðarasam- bönd með tryggða flutningsgetu miðast annars vegar við fastagjald og hins vegar vegalengd þeirra til Reykjavíkur, það er, fjölda kíló- metra, þar sem tengipunkturinn fyrir gagnaflutning er í Reykjavík. Notendur á landsbyggðinni greiða því hærra verð en þeir sem eru á höfuðborgarsvæðinu.“ ehg Háhraðatengingar þokast hægt Mývetningar felldu sameiningu

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.