Bændablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Þriðjudagur 20. nóvember 2007
Undanfarið hefur Halldór Run
ólfsson yfirdýralæknir ásamt
starfshópi sem Bændasamtökin
skipuðu, haldið fundi með for
ystumönnum allra búgreina
félaga um þær breytingar sem
eru framundan á vörnum gegn
búfjársjúkdómum og til að ræða
þau álitamál sem koma fram í
skýrslu sem landbúnaðarráð
herra fékk 2006 um þessi mál.
Halldór sagði í samtali við
Bændablaðið að hann hefði byrj-
að alla fundina á því að skýra frá
þeim breytingum sem hafa verið í
undirbúningi og verða framund-
an hjá okkur í sambandi við yfir-
töku Íslendinga á matvælalöggjöf
Evrópusambandsins. Einnig hvern-
ig það mun snerta hin einstöku
búgreinafélög sem er nokkuð mis-
jafnt eftir félögum.
Kjötinnflutningur
,,Til að mynda hafa alifuglabænd-
ur mestar áhyggjur á innflutningi á
kjúklingum sem gætu verið mjög
kamfílóbakter mengaðir. Aðrir
kjötframleiðendur hafa áhyggjur af
hvað verði með innflutning á kjöti
af þeirra sviði,“ sagði Halldór
Hann sagði að nokkrar breyt-
ingar yrðu hvað varðar eftirlit í
sláturhúsum og eftirlit með salmo-
nellu, tríkínum og fleiri nýmæl-
um og hann hefur verið að gera
mönnum grein fyrir hvað muni
þýða. Sömuleiðis hefur verið rætt
um þær breytingar sem eru í gangi
varðandi það að matvælaeftirlit
sameinast í eina stofnun. Þar er
um að ræða Landbúnaðarstofnun
og matvælasviðin frá Fiskistofu og
Umhverfisstofnun. Vinnuheiti þess-
arar nýju stofnunar í Frumvarpi til
laga er Matvælaeftirlitið en Halldór
segist ekki ánægður með það nafn
og því muni vonandi verða fundið
nýtt nafn á stofnunina t.d. Matvæla-
og dýraheilbrigðisstofnu
Fagna sameinuðu matvælaeftirliti
Halldór var spurður hvort þessi
sameining væri til bóta.
,,Já, menn fagna því að sameina
matvælaeftirlit sem allra mest og
það má segja að við hefðum viljað
ganga skrefinu lengra og taka inn
í þessa nýju stofnun matvælaeft-
irlit sem er hjá heilbrigðiseftirliti
sveitarfélaganna. Vonandi býður
það síðari tíma. Til þess að ná sam-
legðaráhrifum af því að hafa allt
matvælaeftirlit frá hafi til haga
og maga, þarf þessi stofnun að
fylgja sömu hugmyndafræði og
sú Evrópulöggjöf sem við erum að
taka yfir,“ segir Halldór.
Hann var spurður um viðbrögð
bænda við því sem hann hefur verið
að fræða þá um á fundunum?
,,Ég verð ekki var við annað
en að þessi búgreinafélög taki því
vel. Hér er um pólitíska ákvörðun
að ræða og það verður að taka það
fram að landbúnaðinum sem slíkum
leið vel í eldra kerfinu. Við höfum
stjórnað okkar innflutningi á mat-
vælum og lifandi dýrum. Breytingin
sem er að verða hér nær aðeins til
matvæla en ekki lifandi dýra. Við
urðum að samþykkja þessa breyt-
ingu varðandi matvælin vegna mik-
ilvægis fiskjarins. Okkur var hótað
að gera útflutning okkar á fiski erf-
iðan ef Íslendingar myndu ekki taka
yfir þessa matvælalöggjöf í heild
sinni því hún nær yfir bæði fisk og
búfjárafurðir. Það var því ekkert um
annað að gera en að ganga til þess-
ara samninga. Það var alltaf mark-
mið okkar sem vorum í samning-
unum fyrir landbúnaðinn að tryggja
það að heilbrigði dýranna og mat-
vælanna yrði ekki fyrir borð borið.
Við yrðum að tryggja það að hing-
að berist ekki sjúkdómar í dýr eða
menn sem ekki hafa borist hingað
áður. Ég tel að við höfum náð þessu
markmiði,“ segir Halldór.
Hann bendir á að enda þótt hin
nýja ,,matvælastofnun“ verði eigi
að taka til starfa um næstu áramót
og að búið sé að skrifa undir þessa
samninga um matvælalöggjöfina
þá taka þeir væntanlega ekki gildi
fyrr en um áramótin 2009/2010.
Fram að þeim tíma gefst tóm til að
breyta þeim lögum og reglugerðum
sem þarf að breyta og ýmis aðlögun
fær sinn tíma. Nýja ,,matvælastofn-
unin“ mun því hafa nóg að starfa
við undirbúning þessi tvö ár. S.dór
Mikið hefur verið rætt um heima-
vinnslu afurða á bændabýlum nú
á liðnum vikum. Því miður hefur
sú umræða einkennst af því að lagt
hefur verið samasemmerki á milli
heimavinnslu og heimaslátrunar.
Þarna eru á ferðinni ólíkir hlutir og
þær reglur sem gilda um slátrun að
mörgu leyti mun flóknari og erf-
iðari í framkvæmd heldur en t.d.
reglur um kjötvinnslu. Nægir þar
t.d. að nefna að gerð er sú eðlilega
og sjálfsagða krafa að dýralæknar
séu viðstaddir slátrun til að tryggja
að einungis kjöt af heilbrigðum
dýrum komist á borð neytenda.
Kjöt sem kemur frá viðurkenndu
sláturhúsi og er selt til heima-
vinnslu er því heilbrigt og ómeng-
að. Ef um heimaslátrun er að ræða
er engin trygging fyrir þessu, eða
a.m.k. misgóð trygging því ekki
eru allir verktarar við heimaslátrun
með menntun dýralækna! Þegar
kemur að vinnslu kjötafurða er
ekki gerð krafa um að eftirlitsaðil-
ar séu viðstaddir vinnslu en vinna
þarf eftir viðurkenndu gæðakerfi,
og einungis vinna úr kjöti sem
hefur verið stimplað af dýralækni.
Í síðasta Bændablaði er vitnað
í verktaka sem vinnur við heima-
slátrun, eða gefur sig allavega
út fyrir það. Í greininni er einnig
sagt að heimaslátrað kjöt megi
ekki setja á markað vegna þess að
aðbúnaður við slátrunina sé óvið-
unandi. Er þetta óeðlileg krafa? Er
ekki eðlilegt að kjöt sem sett er á
markað hafi verið unnið við við-
unandi aðstæður? Sagt er að mikill
áhugi sé á að slakað verði á reglum
svo auðveldara verði fyrir bændur
og verktaka þeirra að sinna heima-
slátrun. Í greininni er einnig bent
á að sláturkostnaður verktakans,
sem slátrar við óviðunandi aðstæð-
ur sé 600 krónur á lambið en slát-
urkostnaður fullbúins sláturhúss,
sem uppfyllir allar reglur til slátr-
unar og sölu kjöts á innlenda sem
erlenda markaði sé 105 kr.kg. sem
samsvarar 1.575 kr. á lambið. Þetta
getur varla talist eðlilegur sam-
anburður, þarna er verið að bera
saman hina margfrægu ávexti, epli
og appelsínur, sem eins og flestir
vita eru gjörólíkir!
Í sömu forsíðugrein og vitnað
er til hér að ofan kemur fram að
áhugi sé hjá bændum í heilu sveit-
unum að taka sig saman um að
byggja og reka sláturhús sem þeir
myndu vinna í. Rétt er að benda á
að svona var þetta. Það var slát-
urhús í hverri sveit, jafnvel fleiri
en eitt og fleiri en tvö. Þar unnu
bændur við slátrun og frágang
afurða. Víða geta bændur fengið
vinnu í sláturhúsum, en áhuginn er
takmarkaður.
Því miður fór það reyndar svo
að fjölmörg þessara litlu sláturhúsa
fóru í þrot og bændur, viðskipta-
vinir þeirra og oft eigendur, urðu
fyrir þungum búsifjum. Öðrum var
lokað þegar rekstraraðilar sáu fram
að að ekki var lengur grundvöll-
ur fyrir rekstrinum. Það var ekki
fyrir forgöngu stjórnvalda að þess-
um litlu sláturhúsum var lokað og
rekstri þeirra hætt. Eigendur þeirra
sem í mjög mörgum tilfellum voru
bændur tóku þessar ákvarðanir.
Rekstrinum var m.a. hætt vegna
þess að ekki voru til fjármunir til
endurnýjunar á húsakosti, vélum
og tækjum þannig að ekki var
hægt að uppfylla eðlilegar kröfur
um aðbúnað og hollustuhætti og
tryggja öryggi og heilnæmi afurð-
anna og erfitt að fá hæft starfsfólk
til starfa.
Vel má vera að heimavinnsla
afurða í sveitum sé góður kostur,
en hafa verður í huga að aðstæð-
ur eru misjafnar og heimavinnsla
hentar alls ekki öllum, eða alls
staðar. Heimaslátrun kallar víð-
ast hvar á allmiklar fjárfestingar
svo hægt sé að uppfylla lágmarks-
kröfur, þótt ekki væri nema um
urðun úrgangs, hreinlæti og eðli-
legt eftirlit. Sláturleyfishafar hafa
fullan skilning á vilja bænda til að
auka tekjur sínar og eru að sjálf-
sögðu reiðubúnir til að selja bænd-
um kjöt, eða verktökuslátrun eins
og aðrir verktakar. Reglur verða
uppfylltar og slátrunin fer fram
við tryggar aðstæður sem trygg-
ir best hag neytenda og bænda til
framtíðar. Lambakjötið getur eftir
sem áður komið beint frá býl-
inu, rekjanleikinn er tryggður, en
heimaslátrun er alls ekki forsenda
heimavinnslu kjötafurða.
Forsenda þess að heimavinnsla
afurða, ekki aðeins kjötafurða,
geti nokkurn tímann orðið arðbær
er markaðsstarfið. Byrja þarf á að
finna markaðinn, finna kaupend-
ur að afurðunum, skapa sérstöðu
t.d. með óvenjulegum vörum, eða
vörum sem hugsanlega eiga skír-
skotun í menningu eða sögu við-
komandi sveitar. Selja söguna,
selja ímyndina – það er þetta sem
er forsenda heimavinnslu – ekki
heimaslátrun.
Er heimaslátrun forsenda heimavinnslu?
Sigurður Jóhannesson
formaður stjórnar Landssamtaka slátur-
leyfishafa
sigurdur@sahun.is
Markaðsmál
Landbúnaðarráðherra skip
aði á sínum tíma nefnd um end
urskoðun á vörnum gegn búfjár
sjúkdómum. Nefndin skilaði
skýrslu um málið í júlí 2006 og
fjallaði Búnaðarþing 2007 um
skýrsluna. Þingið fól stjórn BÍ
að skipa starfshóp sem á að gera
tillögur um álitamál sem uppi
eru og tengjast efni skýrslunnar.
Starfshópurinn hefur að und
anförnu haldið fundi með forystu
mönnum þeirra búgreinafélaga
sem málið snertir, í samvinnu
við Halldór Runólfsson yfirdýra
lækni. Ólafur Dýrmundsson,
landráðunautur í lífrænum
búskap og landnýtingu, hefur
verið starfshópnum til trausts og
halds.
Ánægja með fundina
Svana Halldórsdóttir, bóndi á
Melum í Svarfaðardal, er formaður
starfshópsins. Hún sagði í samtali
við Bændablaðið að hljóðið hefði
verið gott í þeim sem fundað hefði
verið með og allir verið ánægðir
með fundina. Á þeim hefur verið
komið víða við og segir Svana að
henni þyki eitt aðalmálið hafa verið
dýravernd með aðkomu sjúkdóma-
varna. Matvælalöggjöfin hefur
verið mikið til umræðu og hvernig
dýrasjúkdómar koma þar að. Hún
segir að það sé mismunandi eftir
búgreinum hvað brenni á mönnum.
Helstu mál sem rædd hafa verið
á fundunum eru flutningur á vélum,
búnaði og gripum milli varnarhólfa;
aðgerðaáætlun og verklagsreglur
fyrir bændur; eftirlit með fram-
kvæmd garnaveikibólusetninga;
skipulag varnarhólfa, m.a. til að
tryggja stöðu ,,hreinna svæða“, og
fyrirkomulag varna gegn loðdýra-
sjúkdómum.
Þarf sífellt að vera á verði
Svana segir að lögð hafi verið
áhersla á að fá fram þá áherslu-
punkta sem hver búgrein hefur í
þessum málum. Hún segir að vissu-
lega sé ýmislegt að varðandi þessi
mál, enda þurfi sífellt að vera með
naflaskoðun í þeim með breyttum
reglum í öðrum þáttum eins og til
að mynda í matvælaframleiðslunni.
,,Alltaf þarf að huga að dýra-
verndinni. Erlendis eru að koma
upp sjúkdómatilfelli sem við þurf-
um að fjalla um og skoða hvernig
við ætlum að verjast þeim. Hér inn-
anlands eru líka breytingar í gangi
sem kalla á endurskoðun varna
gegn búfjársjúkdómum og þau mál
þurfa alltaf að vera í skoðun,“ segir
Svana.
Langflutningar oftast í lagi
Hún var spurð hvort langflutningar
á dýrum til slátrunar væru í við-
unandi horfi.
,,Í flestum tilfellum hygg ég að
svo sé en það eru því miður til und-
antekningar sem verður að reyna að
fyrirbyggja. Með nútímatækni á að
vera hægt að búa vel að dýrunum í
svona flutningum. Þess vegna þurfa
að vera til reglur til að taka á þeim
málum sem ekki eru í lagi. Ég vona
að vinna þessa starfshóps skili sér
beint til yfirdýralæknis og þeirrar
vinnslu sem er í gangi í sambandi
við nýjar reglugerðir um þessi
efni,“ sagði Svana Halldórsdóttir.
S.dór
Endurskoðun á vörnum gegn búfjársjúkdómum
Mismunandi eftir búgreinum
hvað brennur á mönnum
– segir Svana Halldórsdóttir, formaður starfshóps
sem fundað hefur með forystumönnum
búgreinafélaga um þessi mál
Svana Halldórsdóttir bóndi á Melum
í Svarfaðardal og stjórnarmaður í
Bændasamtökum Íslands.
New Holland valin dráttarvél ársins 2008
Nýja T-7000 dráttarvélalínan frá New Holland var á dögunum útnefnd
dráttarvél ársins á Agritechnica landbúnaðarsýningunni í Hannover í
Þýskalandi. Vélarnar frá New Holland hlutu einnig gullverðlaun fyrir
hönnun en í umsögn segir að vélarnar í T-7000 línunni setji nýja staðla
hvað varðar afköst og þægindi. T-7000 línan telur 4 gerðir véla í hest-
öflum frá 165 til 210 sem allar þykja hljóðlátar og afkastamiklar.
Dómnefnd var skipuð helstu sérfræðingum og fréttamönnum land-
búnaðartímarita í Evrópu.
Halldór Runólfsson yfirdýralæknir um nýtt
matvælaeftirlit
Miklar breytingar framundan
vegna matvælalöggjafar ESB
Nýir eigendur Osta og mjólkurbúð
arinnar með starfsmönnum sínum,
talið frá vinstri: Soffía Þórhallsdóttir,
Aðalheiður Hermannsdóttir, Ásgeir
Vilhjálmsson og Soffía Pálsdóttir.
Mjólkurbúðin á Selfossi
skiptir um eigendur
Ásgeir Vilhjálmsson og Soffía
Pálsdóttir hafa keypt Mjólkurbúð-
ina á Selfossi af Fiskisögu. Þau
hafa ákveðið að breyta nafni búð-
arinnar í Osta- og mjólkurbúðina
því þau ætla að auka úrvalið af
ostum og leggja mikla áherslu á þá,
auk ýmissa nýrra vara sem verða á
boðstólnum, s.s. pylsur, skinkur og
aðrar sælkeravörur. Þá verður í búð-
inni mjög fjölbreytt úrval af mjólk-
urvörum og gjafavörum. Soffía
verður yfir búðinni en með henni
verða þær Soffía Þórhallsdóttir og
Aðalheiður Hermannsdóttir. Fyrir
jólin verða ostakörfurnar sívinsælu
á boðstólnum.
MHH