Bændablaðið - 20.11.2007, Page 10
Bændablaðið | Þriðjudagur 20. nóvember 200710
Bar sauðféð ábyrgð á landeyð
ingunni? Um það spurði Árni
Daníel Júlíusson sagnfræðingur
á Haustþingi AkureyrarAka
demíunnar sem efnt var til á dög
unum en yfirskrift þingsins var:
Sauðkindarseiður í ull og orðum.
Alls voru flutt fimm erindi um
hin ýmsu mál, sem öll þó tengdust
sauðkindinni á einn eða annan
hátt. Þá var efnt til sýningar á
handverki, áhöldum og fatnaði af
sauðkindinni, og í lok þings var
boðið upp á gómsæta smárétti úr
afurðum sauðkindarinnar sem
Halastjarnan í Öxnadal hafði um
sjón með.
Hvenær var fyrst farið að tala
illa um „íslensku ókindina“ eins
og Árni Daníel nefndi erindi sitt?
Réttarhöldin yfir henni hófust segir
hann árið 1961 og þau stóðu yfir
meira og minna til ársins 1990. Þá
runnu upp bjartari tímar, sauðkindin
var tekin í æ meiri sátt. Réttarhöldin
yfir íslensku sauðkindinni fóru
einkum fram í blöðum og tímarit-
um, dagblöðum jafnt sem vísinda-
tímaritum, en upphafið má rekja til
greinar sem Sigurður Þórarinsson
skrifaði árið 1961. Ýmsir náttúru-
fræðingar munduðu einnig pennann
og fetuðu í fótspor Sigurðar og það
gerðu líka nokkrir sagnfræðingar.
Helstu ástæður þess að umræðan
um sauðkindina hófust telur Árni
Daníel vera vaxandi fjölda sauðfjár
á þessum tíma, sjálfstraust vísinda-
manna hafði aukist til muna, land-
búnaður var víkjandi atvinnugrein
en sjávarútvegurinn vaxandi og að
sama skapi óx þéttbýlinu ásmeg-
in á kostnað sveitanna. Hápunktur
umræðunnar stóð yfir á tímabilinu
frá 1970 til 1990, en fljótlega upp
úr því fór tónninn að breytast, hann
varð jákvæðari í garð kindarinnar.
Fyrst og fremst af völdum
mannsins og sauðkindarinnar
Sigurður sem áður er nefndur, Þór-
arinsson taldi eyðingu skóga fyrst
og fremst vera af völdum mannsins
og húsdýra hans, einkum sauðkind-
arinnar Í grein sem hann ritaði í
Ársrit Skógræktarfélags Íslands
1961; Uppblásturinn á Íslandi í
ljósi öskulaganna segir hann það
mikinn ábyrgðarhluta að fjölga
sauðfé í landinu svo sem gert hefði
verið, „án þess að taka uppblást-
urinn og orsakir hans til rækilegr-
ar vísindalegrar athugunar, svo og
beitarþol landsins. Búskapur, sem
gengi á dýrmætasta kapítal lands-
ins, sjálfa gróðurmoldina, myndi
jaðra við glæp gagnvart komandi
kynslóðum, og ekki er þekking-
arleysið lengur til afsökunar.“
Vitnaði Sigurður í útlenda vís-
indamenn sem kannað höfðu ís-
lenska landeyðingu og voru sumir
þeirrar skoðunar að sauðfé væri svo
margt í landinu að til landauðnar
horfði.
„Ærið eru skiptar skoðanir, bæði
meðal lærðra og leikra, bæði um
orsök uppblástursins og umfang
hans frá upphafi Íslandsbygðar.
Sumir kenna nær eingönu um
eyðingu skóga af manna völdum
og húsdýra og þá ekki sízt vegna
ofbeitar, aðrir reyna að fríkenna
sauðkindina að mestu eða öllu og
er jafnvel svo langt gengið, að telja
sauðbeitina landinu til bóta,“ segir
Sigurður í grein sinni. Einnig að
forsvarsmenn sauðkindarinnar leiti
orsakanna til uppblásturins aðallega
í eldgosum og slæmu árferði. „Á
síðustu árum virðist hafa gætt vax-
andi tilhneigingar til að fría sauð-
kindina af skuld í landeyðingunni,“
segir Sigurður og telur þá tilhneig-
inu fremur sprottna af vaxandi
áhuga fyrir fjölgun sauðfjár. Sjálfur
er hann ekki í nokkrum vafa, meg-
inorsök uppblásturs sé hvorki að
finna í eldsumbrotum né versnandi
loftslagi. „Maðurinn og sauðkindin
eru megin orsök þess óhugnanlega
uppblásturs, sem án afláts hefur rýrt
vort dýrmæta gróðurland í „Íslands
þúsund ár“.
Íslenska ókindin komin fram í
öllu sínu veldi
Með þessu, segir Árni Daníel, hafi
íslenska ókindin komið fram í öllu
sínu veldi. Hann nefndi fleiri til
sögunnar en Sigurð Þórarinsson,
sem skrifað hefðu á þessum nótum.
Gunnar Karlsson sagnfræðingur
hafi til að mynda skrifað í Sögu
Íslands að landbúnaður hafi aðal-
lega verið reistur á rányrkju, „notk-
un á gæðum hinnar villtu náttúru,
en ekki ræktun.“
Ein hjáróma rödd hafi þó mælt
á móti, Guttormur Sigbjarnarson
skrifar grein í Náttúrufræðinginn
1969 og segir að flestum hafi orðið
starsýnt á jarðvegseyðingu og leitað
orsaka hennar t.d. í búfjárbeit, eyð-
ingu skóga eða versnandi loftslagi.
Í flestum tilfellum hafa niðurstöður
þeirra verið lítt rökstuddar fullyrð-
ingar, þar sem felstar grundvall-
arrannsóknir hefur vantað á þessum
sviðum.
Þannig tókust á sú kenning að
landsmenn hafi stöðugt gengið á
gróðurinn og eytt skógum jafnt
og þétt í 1000 ár, skuldinni var
skellt á manninn og sauðkindina.
Guttormur taldi aftur á móti að
landeyðing væri komin til vegna
þriggja þátta, beitar, kólnunar og
eldgosa. Landeyðingin hefði ekki
verið stöðug, heldur gróið upp á
milli.
Tónninn í umræðunni breytist í
kringum 1990, enda var sauðfé þá
ekki eins margt í landinu og áður.
Þá skipti máli að nýjar rannsóknir
sýndu miklu stærra gróðurlendi en
áður var talið og nýjar rannsókn-
ir bentu til að skógur hafi horfið á
50 árum, eftir 870, en ekki jafnt og
þétt yfir lengra tímabil.
Niðurstaða Árna Daníels er sú
að beit hafi átt þátt í að jarðvegs-
eyðing hófst, en ekki sé kindinni
einni um að kenna, þar komi líka
til naut og hestar. Sú dökka mynd
sem dregin var upp af landeyð-
ingu á tímabilinu 1960 til 1990 hafi
þjónað samtímaþörfum, en hún hafi
vissulega verið einsleit. Ástandið
á 20. öld hafi verið mun betra en
menn vildu vera að láta.
Jón Jónsson þjóðfræðingur
fjallaði um sauðfé og seið í sínu
erindi. Hann var einn þeirra sem
stóðu að því að koma Sauðfjársetrinu
á Ströndum á laggirnar og vann
ötullega að uppbyggingu þess,
sem og fleiri söfnum og sýningum
í þeim landshluta. Sjálfur kvaðst
hann í erindi sínu lítinn áhuga hafa
á sauðfé, nema þá helst til matar.
Sögur af sauðfé kynni hann hins
vegar að meta og eins nefndi hann
rannsóknir á háttarlagi þess, hegðun,
atferli og framkomu en Jón er ekki
í vafa um að kindur séu gáfaðar og
klókar skepnur. Hann ólst upp við
sauðfjárbúskap, en þykir hann ein-
kennast af veseni! Kaus fremur að
sökkva sér ofan í bækur en að vasast
í fénu væri þess kostur.
Kindin er uppspretta sköpunar
Guðrún Hadda Bjarnadóttir lista-
kona og formaður Laufáshópsins
fjallaði í sínu erindi um lífið kring-
um sauðkindina og hvernig hún gaf
fólki innblástur til vefnaðar, klæða-
gerðar, útskurðar, leikja, og skáld-
skapar. Forfeður og mæður höfðu
með sér harðgert sauðfé, sem lifað
hefur með íslensku þjóðinni frá
landnámstíð, það fæddi okkur og
klæddi, færði birtu, yl og innblást-
ur. Ef ekki hefði verið fyrir sauðféð
værum við ekki þjóð í dag, sagði
Guðrún Hadda.
Kindin var uppspretta sköp-
unar. „Líf Íslendinga frá landnámi
til vorra tíma hefur snúist meira og
minna um sauðkindina. Allt frá því
að halda lífi í þjóðinni í það að vera
lifandi hraðavörn á vegum lands-
ins. Þessu vorum við næstum búin
að gleyma. Við gleymdum því að
sækja mætti innblástur til þess sem
alltaf hafði verið. Einhvern veg-
inn misstum við áhugann á flestu
því sem innlent var og sauðkindin
varð undir. Hún varð ástæðan fyrir
því að landið var að blása á haf út,
ullin stakk og hljóp í þvotti. Gærur
voru einnig nefndar þær konur sem
þurfti að tala illa um. Kunnátta sem
tilraunir og þróun í árhundruðir
hafði byggt upp varð einskis virði.
Gerviefnin tóku við, hið gamla
gleymdist, varð að lygi. Lygin á
upphaf sitt í söknuðnum, þeirri
rómantík sem gyllir sögu okkar
með efnislegum hlutum. Nú er bara
reynt að líkja eftir hinum þjóðlega
menningararfi með ódýrri fram-
leiðslu. Þó það sé nauðsynlegt að
líta fram á veg og vita hvert stefnt
er, þá er ekki gott að gleyma hvað-
an lagt var af stað,“ sagði Guðrún
Hadda og vitnaði í hið fornkveðna
„Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt
skal byggja, án fræðslu þess liðna
sést ei hvað er nýtt.“
Búum fækkar en framleiðslan
eykst
Margt bendir til að framtíð sauð-
fjárræktar sé bjartari nú en oft áður
segir Jóhanna Pálmadóttir sauð-
fjárbóndi á Akri sem flutti erindi á
þinginu um fólk, fénað og framtíð.
Jóhanna rifjaði upp að á einum
áratug, frá 1997 og þar til nú hefði
sauðfjárbúum fækkað um ríflega
800, en kindakjötsframleiðslan
hefði engu að síður aukist um 744
tonn. Stífri kynbótastefnu er fyrst
og fremst fyrir að þakka og betri
fóðrun sem verður til þess að betri
nýting fæst á hverja kind, meira
kjöt sem þýðir hagkvæmari rekstur
fyrir bóndann.
Neysla landsmanna á lambakjöti
hefur dregist saman um tæplega 3
kíló á ár, úr 25,8 kg 1996 í 23,2 kg í
fyrra. Aukin kjötneysla kemur eink-
um fram í svína- og kjúklingakjöti.
Veldur minnkandi lambakjötsneysla
Jóhönnu nokkrum áhyggjum, vissu-
lega segir hún að það sé hátt skrifað
þegar kemur að hátíðisdögum, en
þegar kemur að hversdagsmatnum
er lambakjötið á undanhaldi. Telur
Jóhanna vel til fundið að bjóða
aukið úrval tilbúinna eða hálftilbú-
inna rétta úr lambakjöti, „til hæg-
indaauka fyrir fólk sem virðist vera
á fleygiferð alla daga og má varla
vera að því að elda“.
Þá nefndi Jóhanna einnig ímynd
sauðfjárbænda sem væri þeim sjálf-
um sem og landinu öllu mikilvæg.
Of lengi hefðu bændur mátt sæta
því að ímynd þeirra væri dregin
upp í líki þeirra bræðra Magnúsar
og Eyjólfs og eins hefði Gísli heit-
inn á Uppsölum lengi verið nýtt-
ur sem ímynd bóndans á Íslandi,
hvorki honum sjálfum né bændum
hafi verið gerður greiði með þeirri
sýn. Þessi ímynd væri alls ekki
viðunandi. Bændur væru upp til
hópa hörkuduglegt nútímafólk og
menntunarstig stéttarinnar hefði ört
hækkað á umliðnum árum. Nýtni
og aðhaldssemi bænda mætti vera
öðrum til fyrirmyndar.
Eins fjallaði Jóhanna í erindi
sínu um jarðakaup auðmanna sem
mikið hefði verið í umræðunni
og eðlilegt að íbúar landsbyggð-
ar hefðu áhyggjur af. Nefndi hún
einkum uppsprengt verð jarða í því
sambandi. Vissulega væri gott að
bændur fengju gott verð fyrir jarðir
sínar, en ungt fólk sem hug hefði á
búskap réði ekki við það verð sem
nú tíðkast. Annað sem nefna mætti
í þessu sambandi snerist um menn-
ingu í sveitunum í kjölfar þess að
þéttbýlisbúar setjast þar að í aukn-
um mæli að hluta til og eins væri
vert að hafa áhyggjur af félags-
legu hliðinni að mati Jóhönnu.
Samfélagið byggði á samvinnu
milli sveitunga, en þegar mjög
fækkaði í sveitum væri t.d. erfitt að
ná mannskap í smalamennsku.
Myndir og texti: MÞÞ
Sauðkindarseiður í ull og orðum á Haustþingi AkureyrarAkademíunnar:
Beit átti þátt í jarðvegseyðingu en
kindinni einni ekki um að kenna
Íslenska sauðkindin átti hug og hjörtu gesta sem sóttu Haustþing AkureyrarAkademíunnar á dögunum, en yfir
skrift þess var: Sauðkindarseiður í ull og orðum.
Boðið var upp á gómsæta smárétti úr sauðkindinni að þinginu loknu og
brögðuðust þeir einkar vel, en það var Halastjarnan sem hafði umsjón
með veitingunum.