Bændablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Þriðjudagur 20. nóvember 2007 Á markaði 30 Í norska blaðinu Nationen þann 11. nóvember sl. segir frá heim­ sókn Terje Riis­Johansen til pólska kúabóndans Stanislaw Derbin. Með í för var ráðuneyt­ isstjóri pólska landbúnaðar­ ráðuneytisins. Derbin lætur vel af ESB­aðildinni og segir stuðn­ ing ESB þýða að áburður og olía verði ódýrari en áður. Hann er með 23 Holstein kýr sem mjólka að meðaltali 6000 lítra á ári (meðalafurðir íslenskra kúa sam­ kvæmt skýrsluhaldi voru 5.470 kg árið 2006 en þær eru líka heldur minni). Mjólkurverðið er 2,70 norskar kr á kg (ca. 30 kr. íslenskar). ESB hefur veitt 17 milljörðum evra í þróunaraðstoð í dreifbýli í Póllandi. Þetta hafa pólskir bænd- ur verið duglegir að notfæra sér og fleira ungt fólk sér framtíð í að set- jast að í dreifbýlinu en áður. Derbin selur framleiðslu sína sjálfur og segir fæsta bændur sjá samvinnu- félög sem lausn á markaðsmálum sínum. Samvinnufélög tengi þeir líka við þá tíð þegar kommúnist- ar voru við völd og menn hafa að fullu sagt skilið við þann tíma. Norski landbúnaðarráðherran spurði hvort takmarkanir væru á stærð svínabúa í Póllandi og hvaða kröfur væru um aðgang að landi til að dreifa mykju á. Engar takmark- anir eru á bústærð og ráðherranum til undrunar er ekki krafa um aðgang að landi til að dreifa búfjáráburði á nema á afmörkuðum svæðum þar sem hætta á nitratmengun er talin meiri en almennt. Um helmingur af landbúnaðar- landi Póllands er nýtt til búskap- ar og er landið það fjórða stærsta innan ESB sé litið til hveiti- og mjólkurframleiðslu og í þriðja sæti í svínaframleiðslunni. Pólskir bændur hafa einnig tekið upp byggða- og landbúnaðartengda ferðaþjónustu. Ástæðan er sjálfsagt sú að margir þeirra hafa ekki nægar tekjur af landbúnaði einum og verða að hafa aðra starfsemi til að auka þær. Norski ráðherrann kynnti sér þessa starfsemi en verðlagn- ing var nokkuð önnur en hann átti að venjast eða 30 krónur norskar á nóttina! Þess má að lokum geta að Pólland varð aðili að ESB 1. maí 2004. Þar sem verðlag og allar aðstæður voru með allt öðrum hætti í A-Evrópu á þeim tíma var samið um að pólskir bændur, sem og bændur í öðrum A-Evrópulöndum, fengju aðeins hluta þeirra styrkja sem kollegar þeirra í V-Evrópu njóta. Samið var um að bilið þarna á milli minnkaði í áföngum á nokkrum árum þar til þetta yrði jafnað að fullu. Allur samanburð- ur við hvernig ESB aðild kæmi út fyrir íslenskan landbúnað er því fráleitur eins og látið er liggja að í netpósti Evrópusamtakanna þann 15. nóv. sl. Stytt og endursagt EB Pólskir bændur una hag sínum vel í ESB Hlutur matvöru í útgjöldum heimilanna lækkar stöðugt Hlutur mat- og drykkjarvöru í útgjöldum heimilanna hefur lækkað jafnt og þétt undanfarin ár. Frá því í nóvember 2004 til nóvember í ár hefur þetta hlutfall lækkað úr 15,1% í 12,1%. Meðfylgjandi tafla sýnir þró- unina eftir helstu undirflokkum. Sem dæmi hafa búvörur án grænmetis lækkað úr 5,8% í 4,9% og aðrar innlendar mat- og drykkjarvörur úr 5,8% í 4,3%. EB 2004 2005 2006 2007 Vísitala neysluverðs 100 100 100 100 Búvörur án grænmetis 5,8 5,6 5,4 4,9 Grænmeti 0,7 0,7 0,7 0,7 Aðrar innlendar mat- og drykkjarvörur 5,8 5,2 4,7 4,3 Innfluttar mat- og drykkjarvörur 2,8 2,5 2,5 2,3 Mat- og drykkjarvörur samtals 15,1 14,0 13,4 12,1 Innflutningur á ostum og grænmeti í september September kg Frá áramótum kg Frá áramótum kr. cif verðm. Ostur 8.931 140.328 97.716.666 Kartöflur 56.345 1.459.911 83.028.567 Tómatar 53.721 502.754 69.704.649 Nýtt blómkál og hnappað spergilkál 2.588 251.395 46.622.900 Nýtt hvítkál 14.000 585.198 15.519.232 Nýtt kínakál 211.795 20.992.546 Nýtt spergilkál 5.280 145.618 22.459.835 Jöklasalat 87.566 889.262 115.873.949 Annað nýtt salat 25.759 288.813 166.797.103 Nýjar gulrætur og næpur 22.890 668.735 80.823.333 Nýjar gulrófur 2.802 135.370 7.256.648 Gúrkur 11.022 142.521 22.999.794 Sveppir 12.640 134.011 48.513.207 Paprika 77.107 916.118 184.133.412 Ný jarðarber 29.005 288.290 169.919.472 Framleiðsla á kjöti í október var 6,8% meiri en í sama mánuði í fyrra. Framleiðsla á hrossakjöti, um 30,1% og á alifuglakjöti um 21,1% miðað við sama mánuði í fyrra. Síðastliðna 12 mánuði hefur framleiðsla á kjöti aukist um 9,2%. Mest munar um að fram­ leiðsla alifuglakjöts hefur aukist um 20,5%. Mest er framleitt af kindakjöti, 32,5% af heildarfram­ leiðslunni. Framleiðsla þess síð­ ustu 12 mánuði er hálfu prósenti meiri en árið á undan sem er í takt við það sem búist var við. Sala á kjöti var 4,6% meiri en í sama mánuði í fyrra og sala síð- ustu 12 mánuði. Mest hefur sala á alifuglakjöti aukist, um 16,6% sl. 12 mánuði. Sala á svínakjöti hefur aukist um 7,3%, nautgripakjöti um 11,9% (sem svarar til fram- leiðsuaukningar á sama tíma) og hrossakjöti um 7,9%. Sala á kinda- kjöti hefur hins vegar dregist saman um 3,6%. Meðfylgjandi mynd sýnir skipt- ingu kjötmarkaðarins miðað við sl. 12 mánuði. EB Yfirlit um framleiðslu og sölu á kjötvörum Bráðabirgðatölur fyrir október 2007 okt.07 ágú.07 nóv.06 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla 2007 okt.07 okt.07 október ‘06 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt 735.033 1.977.400 7.625.921 21,1 12,5 20,5 28,3% Hrossakjöt 77.807 200.277 917.529 30,1 18,7 14,9 3,4% Kindakjöt * 4.709.552 8.353.594 8.751.318 4,4 1,2 0,5 32,5% Nautgripakjöt 370.922 986.849 3.515.800 12,1 10,1 12,0 13,1% Svínakjöt 581.375 1.568.220 6.101.595 5,7 0,6 7,5 22,7% Samtals kjöt 6.474.689 13.086.340 26.912.163 6,8 3,6 9,2 Sala innanlands Alifuglakjöt 669.507 1.910.227 7.392.240 15,7 11,3 16,6 29,8% Hrossakjöt 63.082 178.546 702.014 -3,5 11,7 7,9 2,8% Kindakjöt 803.856 1.903.659 7.066.043 -3,2 -4,8 -3,6 28,5% Nautgripakjöt 352.507 969.603 3.510.106 4,9 9,8 11,9 14,2% Svínakjöt 581.285 1.568.613 6.102.759 5,7 -0,1 7,3 24,6% Samtals kjöt 2.470.237 6.530.648 24.773.162 4,6 3,2 7,0 * Kindakjöt lagt inn samkvæmt útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu. Innflutningur á kjöti Fyrstu 9 mánuði ársins voru flutt inn 673 tonn af kjöti. Mest er flutt inn af alifugla- og nautakjöti, um 242 tonn af hvorri tegund. Tæp 178 tonn hafa verið flutt inn af svínakjöti og 11 tonn af kjötvörum úr þessum kjöttegundum. EB Innflutningur, janúar-september 2007 Nautakjöt 242.016 Alifuglakjöt 242.150 Svínakjöt 177.756 Aðrar kjötvörur af áðurtöldu 11.011 Samtals 672.933 Framleiðsla og sala á kjöti í októberHlutfall útgjalda samkvæmt vísitölu veysluverðs sem rennur til kaupa á drykkjar- og matvöru, nóvember ár hvert% 15,1 14,0 13,4 12,1 Skipting kjöt­ markaðarins

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.