Bændablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Þriðjudagur 20. nóvember 20073 Kæru lesendur! Við vitum að ræktun og garðar geta haft mjög mótandi áhrif á fólk þegar það er að alast upp. Ein sterkasta æskuminning konu einnar er frá því þegar hún var lítil stelpa í garði nágrannakonunnar í sjávarplássi einu hér á landi. Fjögurra ára flutti stúlkan með fjölskyldu sinni í þorp- ið og ólst þar upp. Í næsta húsi bjó kona sem lagði sérlega natni við garðinn sinn og ræktaði fjölbreyti- leikann allan af tegundum jurta, bæði skrautjurtir og nytjajurtir. Nágrannakonan lyfti stelpunni yfir girðinguna og leyfði henni einni barnanna að njóta verunnar í garð- inum, sagði henni frá jurtunum, hvernig þær vaxa, hvað þær heita og lét hana hjálpa til. Stelpan, sem í dag er fullorðin kona, segist sjá garðinn svo nákvæmlega fyrir sér að hún gæti endurgert hann. Og sennilega kannast fleiri við slíkar upplifanir og minningar úr görð- um. Skólagarðar gerðir Það var víst hluti af skólagöngu barna í Austur-Þýskalandi á sínum tíma að læra ræktun og var græn- metisgörðum komið upp við skól- ana. Ein þeirra kennslugreina sem kennaranemar þar í landi gátu lagt stund á var garðrækt og miðlun hennar til barnanna. Slík kennsla átti að venja börnin við að taka þátt í ræktuninni sem og í öðrum geirum framleiðslunnar í samfélaginu. Það var sameiginlegt verkefni að rækta ofan í sig og auk þess nauðsynlegt að kunna til slíkra verka, einnig að samfélagið væri sjálfu sér nægt, sjálfbært. Segja má að skólagarðarnir hér- lendis hafi sinnt þessum málum að einhverju leyti. Þeir voru reknir og eru sums staðar enn reknir af sveit- arfélögunum og borginni, en annars staðar hafa þeir verið lagðir niður. Þessir garðar hafa yfirleitt verið staðsettir við garðyrkjustöðvar, ann- ars staðar í jaðri byggðarinnar eða á auðum svæðum. Þó hafa undanfar- in ár verið gerðir grænmetisgarðar við skóla, einkum á höfuðborg- arsvæðinu en einnig sums staðar á landsbyggðinni. Í bókinni Sveitin við Sundið eftir Þórunni Valdimarsdóttur sagnfræð- ing kemur fram að fyrst hafi verið minnst á skólagarða á prenti hérlend- is árið 1883, þar sem sagt er frá slík- um görðum í Frakklandi og Svíþjóð. Hins vegar hafi það ekki verið fyrr en upp úr seinna stríði að skólagarð- ar urðu að veruleika í Reykjavík og þá að norskri fyrirmynd. Garðarnir urðu fljótt vinsælir meðal almenn- ings, en starfsemi þeirra var háttað þannig, eins og margir kannast við, að börnin ræktuð ýmislegt grænmeti yfir sumarið og hlutu uppskeruna að launum. Góð áhrif garðræktar Forkálfar ræktunar hér á landi og sjálfsagt víðar töldu garðrækt og grænmetisræktun góða – að sjálf- sögðu fyrir alla – en þó sérlega fyrir börn. Á þeim tíma þegar skólagarðarnir komu til sögunnar var garðrækt yfir höfuð talin draga úr óæskilegum áhrifum barnanna af borgarlífinu, að þau slæptust síður aðgerðarlaus um göturnar, og eins efldi garðræktin sjálfsbjargarvið- leitni, verklagni og vinnuafköst barnanna. Einar Helgason, sem var mjög athafnasamur varðandi rækt- unarmál í Reykjavík á fyrri hluta síðustu aldar, minnist árið 1926 í fomála að kveri sínu Hvannir – Matjurtarækt á börn og ræktun. Hann skrifar: „Það á að venja börn- in við garðyrkju, láta þau eignast lítinn reit í garðinum, yrkja hann og annast og eiga síðan uppskeruna úr þeim reit. Börnunum þykja góðar rófur, lofið þeim sjálfum að rækta þær handa sér og ýmislegt fleira, sem vandalítið er að rækta.“ Kristín Þóra Kjartansdóttir sagnfræðingur og garðyrkjunemi kristinkj@gmx.net Gróður og garðmenning Að vaxa úr grasi – Hugleiðingar um börn, garða, ræktun og menntun Nú er góður tími til að njóta afurðanna úr garðinum og þess sem safnað hefur verið í villtri náttúrunni um sumarið. Og líka þess sem aðrir hafa ræktað og safnað. Gott er að taka rabbarbara úr frystikist- unni og gera rabbarbaraböku eða að prófa nýja kartöflurétti. Það má einnig reyna að losa sig við endalausa haustflens- una með því að hita fjallagrasa- mjólk. Þá er það bara að ná sér í fjallagrös, skola svo sem lúku af þeim í sigti upp úr köldu vatni og láta standa í smástund, en á meðan sjúga þau í sig eitthvað af vökva. Svo eru þau lögð í pott í kalda mjólk sem flýtur vel yfir grösin. Það má líka nota sojamjólk eða hrísmjólk. Og svo er þetta hitað hægt að suðu- marki, ekki soðið, en hins vegar látið standa í fimm mínútur eða svo og gera sig. Á meðan er bætt útí þetta tæpri matskeið af hunangi og smá af vanilludufti. Fjallagrös eru líka býsna góð mulin í brauð þegar bakað er. Lítill drengur horfir rannsakandi ofaní grassvörðinn – myndin er líklega tekin í garði við Eyjafjörð árið 1946. Landskeppni Smalahundafélags Íslands 2007 var haldin á Hvítárbakka í Borgarfirði dag­ ana 27. og 28. október. Keppnin fór vel fram og var veðrið alveg frábært á sunnudeginum en gekk á með skúrum á laugardeginum. Velskur dómari, Glyn Jones, var fenginn til landsins til að dæma keppnina. Hann er bóndi í norð­ austur Wales stutt frá bresku landamærunum og þar býr hann ásamt konu og tveimur sonum. Þar búa þau með 3000 kindur, 40 nautgripi og 18 hunda. Á laugardeginum var unghunda- keppnin og fór hún þannig: Þorvarður Ingimarsson með tík- ina Lýsu frá Hafnarfirði og hlutu þau 63 stig, Sigurður Oddur Ragnarsson með tíkina Bólu frá Oddsstöðum og hlutu þau 61 stig. Svanur Guðmundsson með hundinn Asa frá Dalsmynni og hlutu þeir 28 stig. Á sunnudeginum réðust úrslit í A. og B. flokki. Á laugardeginum fóru þessir hundar í tvö rennsli og svo eitt á sunnudeginum. Úrslit í B. flokki fóru þannig: Sverrir Möller með hundinn Prins frá Daðastöðum og hlutu þeir 82 stig. Halldór Sigurkarlsson með tík- ina Mýru frá Setbergi og hlutu þau 70 stig. Marsibil Erlendsdóttir með tík- ina Spólu frá Daðastöðum og hlutu þær 54 stig. Úrslit í A. flokki fóru þannig: Svanur Guðmundsson með hund- inn Vask frá Dalsmynni og hlutu þeir 86 stig. Sverrir Möller með hundinn Rex frá Daðastöðum og hlutu þeir 70 stig. Valgeir Þór Magnússon með tík- ina Skottu frá Fossi og hlutu þau 70 stig. Einnig tóku þátt í A. flokk Hilmar Sturluson með tíkina Týru frá Eyrarbakka, Gísli Þórðarson með tíkina Spólu frá Daðastöðum, Kristbjörn Steinarsson með tík- ina Dögg frá Hæl, Gunnar Guð- mundsson með tíkina Týru frá Kaðalsstöðum og Þorvarður Ingi- marsson með hundinn Albert frá Eyrarlandi. Sérstök verðlaun fengu stigahæsti hundur og stigahæsta tík í keppninni og voru það þau Vaskur frá Dalsmynni sem varð stigahæst- ur hunda og Mýra frá Setbergi varð stigahæsta tíkin. Fyrirtækin Dýrheimar sem selur hundafóðrið Royal Canin og Vistor sem selur Hill‘s gæludýrafóður styrktu félagið með veglegum verð- launum og þakkar félagið kærlega fyrir það. Velski dómarinn Glyn Jones, dæmdi í landskeppni Smalahundafélags Íslands sem haldin var á Hvítárbakka í Borgarfirði í lok október. Bestu smalahundar landsins verðlaunaðir Vinningshafar í A. flokki: Svanur Guðmundsson með hundinn Vask frá Dalsmynni, Sverrir Möller með hundinn Rex frá Daðastöðum og Valgeir Þór Magnússon með tíkina Skottu frá Fossi.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.