Bændablaðið - 23.09.2008, Qupperneq 17

Bændablaðið - 23.09.2008, Qupperneq 17
III Bændablaðið | þriðjudagur 23. september 2008 BÍ telja að áhættumati stjórn- valda vegna lagasetningar þessarar sé ábótavant. Í raun hefur ekki verið farið eftir megináliti starfshóps um áhrif á sjúkdómastöðu, er skilaði af sér skýrslu 17. október 2005 og kynnt var fyrir stjórn BÍ þann 22. febrúar 2006. Meginniðurstaðan var sú að tryggja þyrfti fjármuni til að greina betur stöðu búfjársjúkdóma hér á landi. Ekki er séð að nokkrum fjármunum hafi verið varið til þessa verks, líkt og starfshópurinn lagði til. Þá var einnig lögð áhersla á að efla embætti yfirdýralæknis með fjármunum. Ekki verður heldur séð að það hafi verið gert og í raun ekk- ert sem bent var á í skýrslunni. Því verður að ítreka afstöðu BÍ að ekki hafi farið fram áhættumat vegna lagasetningarinnar. Umfjöllun um einstaka áherslupunkta BÍ leggjast eindregið gegn því að heimilaður verði innflutningur á hráu ófrosnu kjöti. Þessi skýra afstaða BÍ er bæði vegna heilbrigðisástæðna og sam- keppnisstöðu landbúnaðarins. Mið- að við fyrirliggjandi gögn er full ástæða til í lögunum að girða alveg fyrir innflutning af þessu tagi. BÍ krefjast þess að felldar verði niður allar ónauðsynlegar gjald- tökuheimildir og leggja til að sett verði í lagatexta ákvæði um að gjaldskrár skuli miðast við að nýta allar heimildir til lækkunar, sbr. ákvæði 27. gr. reglugerðar 882/2004 (ESB) sbr. einnig álit Lagastofnunar HÍ um þetta atriði. Óráð er að leggja á landbún- aðinn okkar meiri gjaldálögur en brýnasta nauðsyn kallar á, það væri til þess falið að veikja stöðu land- búnaðarins og myndi einnig veikja samningsstöðu okkar í milliríkja- samningum til lengri tíma litið. Hér skal einnig vísað í álitsgerð Lagastofnunar um frumvarpið. En þar segir á síðu 27: „Það má búast við því, ef þetta frumvarp verður óbreytt að lögum, að íslenskur landbúnaður þurfi að búa við hærri kostnað vegna eftir- lits heldur en sambærileg starfsemi í öðrum löndum EES og því verri samkeppnisstöðu.“ BÍ telja mikilvægt að þróað verði gæðakerfi fyrir einstakar búgreinar sem verði viðurkenndur grunnur að innra eftirliti í framleiðslunni sbr. gæðastýrð sauðfjárrækt. Núverandi fyrirkomulag leyfisveitinga verði að öðru leyti staðfest. Lagt er til að notast við núver- andi starfsleyfafyrirkomulag. Bændasamtökin hafa hins vegar áhuga á þróa frekar eftirlitskerfi/ gæðakerfi innan búvöruframleiðsl- unar. Í ljósi megin hugsunar mat- vælalöggjafar ESB er matvæla- framleiðendum nauðsynlegt að tileinka sér slík gæðakerfi. Innan sauðfjárræktar hefur verið innleidd gæðastýring og nú er verið að þróa innan nautgriparæktar markviss- ari skráningu upplýsinga úr fram- leiðslunni. Ákvæði um heilbrigðisþjónustu við dýr verði löguð að ályktunum Búnaðarþings 2007. (ályktunin fylgir) BÍ leggja áherslu á að það er samfélagslegt verkefni að skipu- leggja og greiða fyrir bakvaktir dýralækna um land allt þannig að bændur og aðrir dýraeigendur njóti jafnræðis hvað varðar þá þjónustu Ítrekað hefur verið ályktað um þessi mál á vettvangi Búnaðarþings, þá hefur Dýralæknafélagið gert veigamiklar athugasemdir. BÍ hafa tekið eftir að það er nú þegar verið að skoða að þessi atriði verði löguð í nýju frumvarpi. BÍ krefjast þess að beitt verði til hins ýtrasta þeim möguleikum sem EES samningurinn og ESB réttur gefa til þess að verja okkar land- búnað og lýðheilsu. Sérstaklega er bent á nauðsyn þess að fjalla um vilja stjórnvalda til að beita 13. gr. EES samningsins í greinargerð. Álit Lagastofnunar felur í sér veigamiklar leiðbeiningar um það hvernig við getum verndað landið fyrir búfjársjúkdómum og þar með verndað okkar landbúnað. Sjálfsagt er að notfæra sér umsamin ákvæði svo sem þetta ákvæði sem nýtist okkur ef vilji er til að beita því til þess að vernda góða sjúkdómastöðu hérlendis. BÍ telur nauðsynlegt að ákvæði um áhættumat og áhættugrein- ingu verði í lögunum og leggur því til að stofnað verði sérstakt „Matvælaráð“. Slíkt ráð hefði með höndum að vinna áhættugreiningu sem er forsenda þess að vísindalegt áhættumat verði í heiðri höfð við allar ákvarðanatökur. Ráðið þarf að hafa ríkt sjálfstæði, en því beri að skoða mál með hliðsjón af þeim heimildum sem 13. gr. EES samn- ingsins og aðrir milliríkjasamning- ar gefa. BÍ telja nauðsynlegt að um verkefni ráðsins og þátt áhættumats í framkvæmd laganna verði kveðið á í lögunum. Lagastofnun Háskóla Íslands gerir í álitsgerð tillögur að fyr- irkomulagi áhættumats. BÍ taka undir þessar tillögur og telja þær til þess fallnar að tryggja þá hagsmuni sem hér er um rætt. BÍ leggja áherslu á að þegar verði sótt um viðbótartryggingar fyrir afurðir alifugla, svína og naut- gripa til að vernda sjúkdómastöðu okkar og að hraðað verði vinnu við umsóknir. Áhersla verði lögð á að fá sérstöðu Íslands viðurkennda í því samhengi. BÍ telja að endurskipuleggja þurfi heilbrigðiseftirlit á faglegum grunni á landsvísu þannig að heild- arsamræmi þess verði tryggt. BÍ taka undir það álit að ef frumvarpið verður að lögum þá beri að leggja niður heilbrigðisnefndir sveitar- félaga og færa verkefni þeirra til Matvælastofnunar. Ástæðan fyrir þessari afstöðu er, til viðbótar því sem fram kemur í álitsgerð Lagastofnunar, að það er líklegt til að draga úr þörf á gjald- töku. BÍ leggja áherslu á að hugtakið frumframleiðsla verði skilgreint með skýrum hætti og að gerður verði greinarmunur á frumfram- leiðslu og annarri starfsemi sem fellur undir lögin. Nýttar verði heimildir til að frumframleiðend- ur verði aðeins krafðir skráningar sbr. 4. gr./2.mgr. reglugerðar ESB 853/2004 og lið c við 4. gr. bls. 30 í álitsgerð Lagastofnunar. BÍ vekja athygli á því að mat- vælaframleiðsla í smáum og stærri stíl er órjúfanlegur hluti af menn- ingu til sveita og óskynsamlegt m.a. m.t.t. þróunarmöguleika að leggja á þessa starfsemi meiri íþyngjandi kvaðir en nauðsyn ber til. BÍ telja að í lögunum þurfi að vera skýr heimild til þess að setja séríslenskar vörur, sem uppfylla aðeins íslenska löggjöf, á markað hérlendis. Þessi athugasemd er mikilvæg með tilliti til verkefna eins og menningartengdrar ferðaþjónustu og „Beint frá býli“. Alkunna er að væntingar eru til þess að þessi verk- efni auki verðmætasköpun á lands- byggðinni. BÍ leggja áherslu á að ákvæði um upprunamerkingar verði skýr í lögunum með heimild til nánari útfærslu í reglugerð. Í umsögn Neytendasamtakanna og fleiri um frumvarpið hefur komið fram áhugi á sérmerkingu á innlendri matvöru. BÍ hefur hafið undirbúning að því, samkvæmt ályktun búnaðarþings 2008. Matís hefur gert drög að reglum fyrir slíkar merkingar og eftirlit. Einnig hafa Bændasamtökin óskað eftir leyfi forsætisráðuneytisins um fá að nota íslenska fánann sem grunn að merkingunni BÍ leggja til að stjórnvöld í samvinnu við BÍ auki sem kost- ur er samstarf við aðrar þjóðir og vinnuhópa, einkum innan ESB, til á lifandi nautgripum og sýktu fóðurmjöli á þessum tíma reyndist ágætis dreifikerfi fyrir kúariðuna. Og áfram var haldið að selja úr landi breskt nautakjöt úr sýktum hjörðum samkvæmt reglum Evrópusambandsins. Eftir að sjúkdómsorsökin varð kunn bönn- uðu Frakkar innflutning á bresku nautgripa- kjöti. Þó að Bretar vissu að sýkt nautakjöt væri sjúkdómsvaldurinn, þegar ungt fólk í Bretlandi var að deyja úr banvænum löm- unarsjúkdómi, kærðu þeir Frakka fyrir brot á reglum Evrópusambandsins, þegar þeir voguðu sér að banna innflutning á þess- ari bresku gæðavöru af heilsufarsástæðum. Síðar fann einhver upp, að ákveðnir part- ar af sýktum nautgrip væru þeir einu, sem bæru smitið, en afgangurinn af skepnunni væri hæfur til manneldis! Hvílík sýklafræði um sýkil, sem aldrei hefur tekist að rækta, en sannanlega berst frá meltingarvegi til miðtaugakerfis í sýktu dýri. Sú skoðun, að vissir partar af sýktum nautgrip séu hæfir til manneldis virðist enn í fullu gildi sam- kvæmt reglum Evrópusambandsins. A.m.k. er minnst á þetta í lið C á bls. 29 í frum- varpinu. Þar stendur: „Ekki verður þörf á að fjarlægja áhættuvefi við slátrun þar sem Ísland er laust við kúariðu“. Ég er ekki alveg viss um að reglumeistarar EES taki þessa athugasemd Íslendinga gilda, eða veiti okkur undanþágu frá meginreglunni út á hana. EES gerir strangar kröfur um brennslu á þessum úrskornu pörtum af nautgripakjöt- inu! Skyldi einhver hafa samviskubit, af því að hann veit, að þetta kjöt getur verið af sýktri skepnu, þó að markaðslögmálin leyfi ekki að öll skepnan sé brennd, eins og lögmál sýklafræðinnar og siðgæðis í við- skiptum krefjast. Riðusýklar eru næstum ódrepandi í rannsóknastofum, og hvað þá í náttúrunni sjálfri. Í tilraunum hefur komið í ljós að tíminn, sem líður frá sýkingu þar til sjúkdómseinkenni sjást er háður því magni af sýklinum, sem notað var í tilraunina. Við erum ekki enn búin að sjá fyrir endann á því, sem kann að hafa gerst meðan kúariðufar- aldurinn stóð sem hæst. Sumir átu kannske miklu minna af menguðu kjöti en aðrir og eiga því enn eftir að veikjast. Enginn veit heldur hvað framtíðin ber í skauti sér vegna þessara sérstöku reglna um sölu á kjöti af sýktum gripum. Ef hingað þarf endilega að flytja inn erlent nautakjöt ætti að mínu viti að þurfa leyfi til að flytja aðeins hingað kjöt frá kúariðulausum löndum, t.d. Ástralíu eða Nýja Sjálandi, ekki riðubælum eins og Bretlandi og Írlandi, þó að hingað hafi komið á markað kjöt a.m.k. frá Írlandi. Það skal tekið hér fram, að samninga- menn Íslands í Brüssel, hverjir, sem það nú voru, höfðu vit á að fella ekki úr gildi und- anþágu Íslands um bann við innflutningi á lifandi dýrum og því fóðurmjöli, sem dreifði kúariðusýklinum, og við fluttum reyndar aldrei inn, sem betur fer. Einnig héldu þeir inni undanþágu Íslands, sem leyfir okkur að fóðra búfé á fiskimjöli en slíkt bannaði EES um leið og það bannaði sýkta breska fóð- urmjölið. Aðrar undanþágur Íslendinga fengu að fjúka, t.d. undanþágan um bann við inn- flutningi á ófrosnu, hráu kjöti. Að mínu mati er sá innflutningur mjög hættulegur og getur hæglega borið hingað bakteríu- stofna, sem hafa aldrei áður fundist hér. Það, sem ekki selst af þessu ófrosna hrá- meti, verður afbragðs dreifikerfi fyrir slíka sýkla í íslensku umhverfi. Mávagerið, sem flýgur um soltið hér í þéttbýlinu er t.d. gott dreifikerfi fyrir salmonellur, ef það kemst í þær. Ef endilega þarf að flytja hér inn hvítt kjöt, á auðvitað að krefjast þess, að það hafi verið fryst við slátrun dýranna og flutt hing- að frosið. Það minnkar hættuna á illvígum bakteríusýkingum. Séu veirur eða riðusýklar í hrámetinu, haldast þeir sýklar óskemmd- ir í frostinu og geta borist í fólk við neyslu kjötvörunnar eða meðferð, t.d. við neyslu á þeim pörtum af kúariðusýktu nautakjöti, sem reglur EES leyfa sölu á. Hvort sem litið er til hollustu matvæla eða sóttvarna, er auðvitað eðlilegast að búvörur séu framleiddar sem næst neytand- anum og undir faglegu heilbrigðiseftirliti, en ekki geðþótta markaðslögmálanna. Það er engin ástæða til þess, að búvöruframleiðsla á Íslandi sé eyðilögð, eins og nú stendur til. Sjálfbær matvælaframleiðsla á að vera mark- mið og stolt hverrar þjóðar og við eigum alls ekki að láta blaður óábyrgra manna komast upp með að eyðileggja hana, eins og nú er reynt með þessu frumvarpi. Það er ánægju- legt að bændur eru nú farnir að stunda korn- rækt og auka þannig innlenda fóðurfram- leiðslu svo að minnka megi fóðurinnkaupin. Það er líka ánægjulegt að sjá kúabúin hér skila meiri, hreinni og fjölbreyttari fram- leiðslu. Hvítblæði í kúm er veirusjúkdómur, sem hefur aldrei fundist hér, en finnst víða í Evrópusambandslöndunum. Sá sjúkdóm- ur gæti borist hingað með fósturvísum úr erlendum kúm, en veiran lifir varla lengi í mjólkurdufti eða ostum. Þar er frekar að finna bakteríur, sem borist geta í fram- leiðsluna, ef óhrein mjólk er notuð í hana, t.d. ef mjólk hefur mengast við mjaltir eða geymslu. Í þessu samhengi er rétt að nefna, að berklar í kúm eru líklega ekki horfnir enn af öllu EES svæðinu. Þeir hafa aldrei fundist í íslenskum kúm. Í sumum Evrópusambandslöndum er sullaveiki enn landlæg og bandormaflóran fjölbreyttari en hún var hér á Íslandi á árum áður, þannig að þar finnast ýmsir dýrasull- ir, sem við höfum aldrei fengið hingað, og enn mannasullurinn, sem við náðum að útrýma með hundahreinsun fyrir ótal árum. Hér var ferill sullaveikinnar einfaldur. Bandormurinn hélt sig bara í hundum. Víða erlendis er ferillinn miklu flóknari, því að villt skógardýr geta borið bandorminn í sér. Erfiðlega gengur því að útrýma sjúkdómn- um þar sem þannig háttar til. Líka er rétt að minna á aðra orma, tríkinur í svínum, sem geta valdið banvænum mannasjúkdómi, sem engan langar að fá hingað og við erum enn laus við hér á landi. Nýir sjúkdómar og áhættumat Þau 52 ár, sem undirrituð hefur verið starf- andi veirufræðingur hafa af og til komið upp nýir, áður óþekktir sjúkdómar, eða gamlir sýklar sýnt á sér nýjar hliðar. Nýir manna- inflúenzustofnar komu upp og ollu heims- faröldrum árin 1957 og 1968. svokölluð hermannaveiki, skæð bakteríulungnabólga, um 1976, og nú á allra síðustu árum skæð veirulungnabólga í mönnum (SARS) og fuglaflensan. Um 1980 byrjaði alnæm- isfaraldurinn á Vesturlöndum. Líklega má rekja hann til sýkingar úr öpum í menn í Afríku 1960 eða fyrr. Rétt eftir 1980 byrj- aði kúariðufaraldurinn í Bretlandi. Nú er það nýjast, að hreinir hitabeltissjúkdómar eru farnir að færa sig úr því belti norður og suður vegna hlýnunar jarðar og þeirra breyt- inga á dýralífi og umhverfi, sem hún veld- ur. Hvað verður næst? Hvernig á að gera áhættumat þar, sem lifandi náttúran ræður ein ferðinni? Verður það mat afgreitt með einu pennastriki – engin hætta! – eða er rétt og skylt að laga hættumatið eftir aðstæðum hverju sinni? Upp geta sprottið sjúkdómar, sem þarf að lýsa og greina frá rótum, eins og alnæmisfaraldurinn. Það getur þurft að búa til alveg ný greiningapróf, sem ekki hafa áður verið notuð, einnig lyf eða bóluefni. Hvernig er eiginlega hægt að gera langtíma áhættumat af einhverju viti? Ekki mundi ég treysta mér til að gera neina langtímaspá. Ég veit samt, að nýir framtíðarsjúkdómar munu ekki allir haga sér eftir markaðslög- málum Evrópusambandsins, frekar en þeir nýju sjúkdómar, sem komu upp í minni tíð. Þegar grípa þarf til sóttvarnaaðgerða, er miklu öruggara, að hver þjóð þekki sinn heimavöll og sé viðbúin því að setja sínar eigin reglur í hverju tilviki. Mér finnst miklu skynsamlegra, að þeim peningum íslenskra skattgreiðenda, sem frumvarpið gerir ráð fyrir að varið verði í upptöku á þessari við- bót við það, sem þegar hefur verið lögfest hér af EES reglum, verði varið til að koma hér upp alvöru aðstæðum til að geta hér varist skæðum sýkingum, sem alltaf annað kastið hljóta að koma hér upp. Við eigum eftir að fá alvöru brennsluofn, sem ræður við miltisbrand úr gömlum grafreitum hræja og annan hættulegan úrgang. Okkur vantar alvöru áhætturannsóknadeild fyrir illvíga nýja dýrasjúkdóma, sem gera ekki boð á undan sér. Það er ekki endalaust hægt að afsaka trassaskapinn með aðstöðuleysinu, og eyða svo fúlgum fjár í eftirlitsbákn, sem í raun á ekki að ráða neinu, bara gegna utan- aðkomandi regluverki, sem á alls ekki hér við. Að lokum vil ég minna á þá staðreynd, að margar kynslóðir af góðu fólki lögðu á sig ómælda vinnu til að koma íslensku heil- brigðisástandi og matvælaeftirliti þangað, sem það er núna. Það gerðist ekki á einum degi með samþykkt laga, heldur með þrot- lausri vinnu. Höldum henni áfram. Göngum ekki afturábak, þó að það sé miklu auðveld- ara að brjóta niður en að byggja upp. Reykjavík 13 ágúst 2008. Margrét Guðnadóttir fv.prófessor í sýklafræði Framhald á bls. IV

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.