Bændablaðið - 26.02.2009, Side 25

Bændablaðið - 26.02.2009, Side 25
25 Bændablaðið | fimmtudagur 26. febrúar 2009 Dagana 15.-19. febrúar sl. sótti níu manna íslenskur hópur áburðarfræðinámskeið á vegum fyrirtækisins Flex Fertilizer System í Hollandi. Með í för voru jarðræktarráðunautarnir Ingvar Björnsson á Búgarði og Jóhannes Hr. Símonarson hjá Búnaðarsambandi Suðurlands. Tilgangurinn var að kynna sér nýja tegund áburðar sem fyr- irtækið Novum ehf. á Íslandi hyggst flytja hingað til lands í vor og jafnvel síðar fram- leiða hér á landi fyrir íslensk- an markað. Á námskeiðinu var farið yfir almenna áburð- arfræði, samspil næringarefna, túlkun jarðvegsefnagreininga, sérstöðu Flex áburðarins auk þess sem verksmiðja fyrirtæk- isins í Hollandi var heimsótt. Flex áburðurinn er fljótandi áburður en slíkur áburður hefur ekki verið á markaði á Íslandi í hefðbundnum landbúnaði fram að þessu. Íslenskir garðyrkju- bændur hafa þó að einhverju leyti notað fljótandi áburð á undan- förnum árum. Fljótandi áburður er ekki nýr í sjálfu sér og er all- nokkuð notaður í öðrum löndum. Almennt hefur fljótandi áburður þann kost að hann þarf ekki að bíða eftir vætu til að leysast upp auk þess sem auðvelt er að búa til sérstaka blöndur af slíkum áburði sem henta hverju búi eða jafnvel hverri spildu ef nægar forsendur eru til staðar til að ákvarða slíkt. Fljótandi áburður getur verið hvort heldur sem er jarðvegsá- burður sem er borinn á í upphafi gróanda eða við sáningu eða sem laufáburður sem er borinn á eftir að spretta er komin talsvert af stað. Dreifing á fljótandi áburði fer fram með úðadælum sem fáir bændur eiga en einstaka búnaðar- félög eiga slíkar dælur auk þess sem áburðardreifing sem þessi er tilvalin verktakavinna. Flex áburðurinn byggir á einkaleyfi danska efnafræðings- ins Flemming Padkær sem telur sig hafa þróað aðferð til að koma í veg fyrir að næringarefnin í áburðinum gangi í efnasamband við önnur efni í jarðveginum og tapist þannig, s.s. með uppguf- un, útskolun eða með mjög fastri bindingu við jarðvegsagnirnar. Næringarefnin eiga þar með að vera til staðar í jarðveginum á því formi sem plönturnar taka þær upp í gegnum rætur. Gangi þetta eftir má ætla að spara megi áburðarefni s.s. fosfór (P) sem getur bundist mjög fast í íslensk- um jarðvegi og verið ónýtanlegur plöntum þó svo að jarðvegsefna- greiningar sýni að nóg sé af fos- fór í jarðvegi. Forsvarsmönnum Flex áburð- arins er mjög umhugað um að vita hvaða næringarefni eru til staðar í jarðveginum og telja for- sendu góðrar áburðargjafar vera góð jarðvegssýnataka og ítarleg túlkun þeirra. Erum við undirrit- aðir því að sjálfsögðu algjörlega sammála, sama hvernig áburður er síðan notaður. Ingvar Björnsson Jóhannes Hr. Símonarson Hópurinn í Hollandi samankomin eftir velheppnaða kvöldmáltíð. Frá vinstri: Jón Steinar Konráðsson, starfsmaður Novum, Grettir Hjörleifsson verktaki, Karl Hreggviðsson bóndi, Sigurður Ágústsson verktaki og bóndi, Ingólfur Arnarson skógarbóndi, Sveinn Sigtryggsson bóndi , Jóhannes Hr. Símonarson ráðunautur, Benedikt Magnússon frkv.stjóri Novum og Ingvar Björnsson ráðunautur. Nýjung á áburðarmarkaði Sérblandaður fljótandi áburður Þorrablót Barð- strendinga Þorrablót Barðstrendinga var hald- ið í Birkimel laugardaginn 14. febrúar. Vel var mætt á blótið, alls um 140 manns, og komust færri að en vildu. Eins og meðfylgjandi myndir Guðlaugs Albertssonar sýna, þá virðist ekkert skorta á að fólk hafi skemmt sér vel á blótinu. Bætt mjólkurgæði - betri afkoma! Kennari: Snorri Sigurðsson framkvæmdastjóri búrekstrarsviðs LbhÍ Tími: 26. feb. kl. 10:00-16:30 á Möðruvöllum í Hörgárdal Verð: kr. 14.000 Útimatjurtir – grunnnámskeið fyrir byrjendur Í samvinnu við Garðyrkjufélag Íslands og Græna geirann Kennari: Gunnþór K. Guðfinnsson umhverfisstjóri Ölfusi Tími: 28. feb, kl. 9:00-15:00 hjá LbhÍ á Reykjum, Ölfusi Verð: kr. 12.000 Ræktun áhugaverðra krydd-, lauk- og matjurta í eigin garði Í samstarfi við Garðyrkjufélag Íslands, Reykjavíkur- og Akureyrardeild og Græna geirann Kennari: Auður Jónsdóttir garðyrkjufræðingur Tími: Boðið verður upp á þrjú námskeið: I: 28. feb. kl. 9:00-15:00 í Búgarði á Akureyri II: 21. mars, kl. 9:00-15:00 á Hvanneyri III: 4. apr. kl. 9:00-15:00 hjá LbhÍ á Reykjum, Ölfusi Verð: kr. 12.000 Heimavinnsla mjólkurafurða - Skref 1. Almenn kynning Kennari: Þórarinn Egill Sveinsson mjólkurverkfræðingur Tími: 5. mars, kl. 13:00-16:00 í Sveinbjarnargerði í Eyjafirði. Verð: kr. 4.000 Umhirða opinna svæða II Kennarar: Kristinn H. Þorsteinsson garðyrkjufræðingur og Magnús Bjarklind skrúðgarðyrkjumeistari Tími: 6. mars, kl. 9:00–15:45 hjá LbhÍ Reykjum Ölfusi Verð: kr. 13.000 Svalir og sjálfbærni Í samstarfi við Garðyrkjufélag Íslands og Græna geirann Kennarar: Guðríður Helgadóttir forstöðumaður LbhÍ Reykjum, G. Brynja Bárðardóttir brautarstjóri LbhÍ og Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur Tími: 7. mars, kl. 9:00-15:00 hjá LbhÍ á Reykjum, Ölfusi Verð: kr. 12.000 Trjá- og runnaklippingar I Kennari: Einar Friðrik Brynjarsson skrúðgarðyrkjumeistari Tími: 7. mars, kl. 9:00-15:45 hjá LbhÍ á Reykjum, Ölfusi Verð: kr. 12.000 Trjá- og runnaklippingar II Kennari: Þorkell Gunnarsson skrúðgarðyrkjumeistari Lystigörðum Tími: 9. mars, kl. 9:00-15:45 hjá LbhÍ á Reykjum, Ölfusi Verð: kr. 12.000 Fóðrun og uppeldi kvígna Kennarar: Grétar Hrafn Harðarson lektor við LbhÍ og Jóhannes Sveinbjörnsson dósent hjá LbhÍ Tími: 10. mars kl. 10:00-16:00 á Sauðárkróki í Skagafirði Verð: kr. 15.500 Grunnnámskeið í blómaskreytingum Kennari: Guðrún Brynja Bárðardóttir brautarstjóri LbhÍ Tími: 19.-20. mars, kl. 9:00-16:00 á Reykjum, Ölfusi Verð: kr. 25.900 Umhirða grassvæða golf- og knattspyrnuvellir Kennarar: Einar Friðrik Brynjarsson og Magnús Bjarklind skrúðgarðyrkjumeistarar og garðyrkjutæknar Tími: 20. mars, kl. 9:00–15:45 hjá LbhÍ á Reykjum Ölfusi Verð: kr. 13.000 Þjálfun keppnis- og sýningahrossa - sýnikennsla Kennari: Jakob Sigurðsson reiðkennari Tími: 20. mars, kl. 17:00-19:00, 21. og 22. mars, kl. 9:00-17:00 á Mið-Fossum í Borgarfirði Verð: kr. 6.000 Ræktum okkar eigin ber Í samstarfi við Garðyrkjufélag Íslands, Reykjavíkur- og Akureyrardeild og Græna geirann Kennarar: Guðríður Helgadóttir forstöðumaður LbhÍ Reykjum, Jón Kr. Arnarson verkefnisstjóri LbhÍ og Helgi Þórsson umhverfisfræðingur Tími: Boðið verður upp á tvö námskeið: I: 21. mars, kl. 9:00-15:00 hjá LbhÍ á Reykjum, Ölfusi II: 28. mars, kl. 9:00-15:00 í Búgarði á Akureyri Verð: kr. 12.000 Notkun varnarefna í landbúnaði og garðyrkju Kennarar: Ýmsir sérfræðingar á viðkomandi sviðum. Tími: 23.- 24. mars kl. 9:00-16:00 hjá LbhÍ í Reykjavík Verð: kr. 36.500 Ræktun matjurta í heimagróðurhúsum Í samstarfi við Garðyrkjufélag Íslands og Græna geirann Kennarar: Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur, Edda Þorvaldsdóttir ræktandi og Ingólfur Guðnason garðyrkjufræðingur Engi Tími: 28. mars, kl. 9:00-15:00 hjá LbhÍ á Reykjum, Ölfusi Verð: kr. 12.000 Allar nánari upplýsingar má finna á www.lbhi.is/namskeid Skráning fer fram á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000 Námskeið fyrir þig! Gerum góða gistingu betri – gæðaátak hjá Ferða- þjónustu bænda Á síðasta ári réðst Ferðaþjónusta bænda í þriggja ára verkefni á sviði gæðamála í samstarfi við fyrirtækið Better Business. Markmið verkefnisins er að gera stöðumat á aðbúnaði og þjónustu hjá félögum innan Ferðaþjónustu bænda út frá sjónarhorni gesta, þrjú ár í röð. Um er að ræða svokallaðar hulduheimsóknir sem geta gefið okkur verðmætar upplýsingar sem miða að því að styrkja stöðu samtakanna á sviði gæðamála og auka samkeppn- ishæfni félagsmanna. Alls tóku 22 félagar í Ferða- þjón ustu bænda þátt í verkefninu síðastliðið sumar og voru niður- stöðurnar kynntar á Uppskeruhátíð ferðaþjónustubænda sem haldin var í nóvember síðastliðinn. Það var mjög fróðlegt að sjá umsagnir gesta og einkunnargjöf þeirra fyrir einstaka þætti en þar var bæði að finna hrós og ábendingar um það sem betur mátti fara. Fimm bæjum voru veitt sérstök viðurkenningarskjöl fyrir góðan árangur en þeir fengu heildar- einkunn yfir 8,5 og telst það vera mjög vel af sér vikið. Þessir bæir eru Heydalur í Mjóafirði, Engimýri í Öxnadal, Brunnhóll á Mýrum, Hótel Hellnar á Snæfellsnesi og Smyrlabjörg í Suðursveit. Þessi frammistaða mun eflaust hvetja rekstraraðilana áfram við að halda áfram á sömu braut og verða öðrum hvatning til að gera betur. Annað verkefni sem var í gangi á síðasta ári miðað að því að fjölga umhverfisvottuðum fyrirtækj- um innan Ferðaþjónustu bænda. Árangur þess hefur verið að koma í ljós undanfarna mánuði því nú hefur Green Globe vottuðum fyr- irtækjum á vegum Ferðaþjónustu bænda fjölgað úr þremur í sjö, auk þess sem eitt fyrirtæki til viðbótar uppfyllir viðmið Green Globe og bíður nú eftir staðfestingu um vott- un. Í dag eru eftirfarandi fyrirtæki Green Globe vottuð: Hótel Hellnar, Hótel Anna, Brunnhóll á Mýrum, Ferðaþjónustan Hjalli í Kjós, Heydalur í Mjóafirði, Gauksmýri í Húnaþingi auk þess sem skrifstofa Ferðaþjónusta bænda er einnig vottuð. Það er svo Geirland á Síðu sem bíður eftir að fá staðfestingu á vottun. ehg Hjónin Sigurbjörn og Laufey frá Smyrlabjörgum taka við viðurkenn- ingu frá Bjarna hjá Better Business og Berglindi hjá Ferðaþjónustu bænda.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.