Bændablaðið - 22.04.2009, Page 27

Bændablaðið - 22.04.2009, Page 27
27 Bændablaðið | miðvikudagur 22. apríl 2009 Í síðasta pisli af endursögn efnis úr bókinni um framtíðarkýrnar var sagt frá rannsóknum á Langhill í Skotlandi á frjósemiseiginleik- um hjá kúnum. Hér verður sagt frá rannsóknum sem þeir gerðu til að skilgreina eiginleika til að meta þætti sem snúa að atferli og skapi kúnna. Í framhaldi þess hafa þeir gert rannsókn á dætrum þeirra nauta sem gefa „alhliða“ (robust) dætur og hinna nautanna, sem þekkt eru fyrir vandamálakýr meðal dætra sinna. Fram kemur að í umræðunni á síðasta áratug um ræktun á „alhliða“ kúm væri mögulegt að um leið myndu ræktast upp í stofninum neikvæðir atferlisþættir og óæskilegt skapferli kúnna. Er mögulegt að þessir aðlögunarhæfu gripir séu jafnhliða frekir og leið- inlegir í umgengni? Eru þetta kýr sem eru ónæmari fyrir álagsþátt- um en hinar og í hverju lýsir það sér? Þess vegna þurfti að leita eftir möguleikum til að mæla ýmsa atferlisþætti með mælingum sem hefðu sýnt sig að vera nothæfar til slíkra hluta. Þarna var verið að skoða þætti eins og viðbrögð við fólki og óvæntum hlutum, ágengni gagnvart öðrum gripum, hópaðlög- un, viðbragðshraða gagnvart breyt- ingum o.s.frv. Kýrnar á tilraunabúinu voru nýttar til að reyna margháttaðar mismunandi mælingar á slíkum þáttum. Könnuð voru viðbrögð við nálg- un manns þegar kýrnar voru að éta, lágu eða á rekstrarleiðum (gang- vegi) þeirra. Nákvæmustu mæling- ar á viðbrögðum við nálgun fengust á rekstrarleiðunum. Reyndar voru mismunandi mælingar á forvitni eða ótta kúnna gagnvart óvæntum hlutum og töldu þeir sig fá bestar mælingar þegar skoðuð voru við- brögð gagnvart lituðum borðum sem settir voru við rekstarleiðirn- ar. Ágengni kúnna var skoðuð við fóðrun við mismunandi aðstæður, bæði við nægt átrými og takmarkað og einnig hvort kýr voru í blönd- uðum hópum af fullorðnum kúm og kvígum eða aðskildum aldurs- hópum. Fram kom greinanlegur munur á milli kúnna í þessu atferli, greinilegar voru kýr sem stöðugt voru að en aðrar sem héldu sig til hliðar meðan atgangur var mest- ur. Þessi viðbrögð virtust óbreytt hjá kúnum yfir allt mjaltaskeiðið. Kvígurnar sýndu slíka ágengni mun frekar í hreinum hópi kvígna en í blönduðum aldurshópi. Félagslyndi var reynt að mæla á ýmsa vegu. Mældur var tíminn sem tók þær að nálgast hópfélaga sína aftur eftir að þeim var sleppt t.d. úr mjöltum eftir rekstarleiðunum. Einnig var skoð- uð staðsetning kúnna í hópnum. Þannig virtist veruleg fylgni milli þess að kýrnar héldu sig til hliðar í hópnum og að þær sýndu lítil við- brögð meðan atgangur var mestur við átpláss. Aðlögun var skoðuð á grunni þess frá hvaða hlið kýrnar sóttu að mjaltabás og hvaða áhrif truflanir á þeirri leið höfðu á við- brögð þeirra. Erfitt reyndist að fá nothæfar mælingar fyrir þessa þætti, endurtekningargildi (tvímæl- ingagildi) mælinganna voru ekki viðunandi. Þeir benda á að vegna þess að þessar rannsóknir voru gerðar á takmörkuðu tímaskeiði var t.d. ekki mögulegt að skoða það hversu mikið slíkar mælingar hjá fyrsta kálfs kvígum segja til um atferli kúnna þegar þær verða full- orðnar. Í framhaldi þessa var gerð athugun á dætrum breskra nauta. Reiknuð var „robust“ einkunn fyrir nautin sem byggði á marvísleg- um upplýsingum um heilsufar, frjósemi, holdastig og vaxtarhraða dætranna. Lítil tengsl eru á milli þessa mats og kynbótamats naut- anna fyrir afurðagetu. Bresku búin eru mjög stór. Því voru leituð uppi bú þar sem var að finna að lág- marki átta dætur nauta sem höfðu mjög háa „robust“ einkunn og aðrar átta fyrsta kálfs kvígur undan nautum sem höfðu mjög lága slíka einkunn. Þessi bú voru heimsótt og mælingar gerðar á ýmsum atferl- isþáttum sem að framan er lýst og best höfðu gefist á tilraunabúinu til að mæla slíka þætti. Fyrsta kálfs kvígurnar voru valdar til að takmarka sem mest möguleg úrvalsáhrif hjá eldri kúnum. Einnig var sleppt búum þar sem þekkt er að meðferð hefur áhrif á atferl- isþættina, t.d búum í lífrænni fram- leiðslu. Dætur „robust“ nautanna voru ágengari við fóðrun og sýndu þannig meiri samkeppnishæfni. Þessar kýr virtust einnig hafa til- hneigingu til að skera sig úr hópn- um í félagslegri aðlögun en samt ekki á þann hátt að halda sig utan hópsins, fremur t.d. í að sækja í að éta utan háatgangsins við fóðrun. Þessi dætrahópur sýndi greinilega meiri forvitnisviðbrögð gagn- vart nýjum hlutum (litaborðarn- ir) en dætur nautanna sem fengi mjög lága „robust“ einkunn. Hins vegar var ekki munur á hópunum í óttaviðbrögðum né heldur í við- brögðum við nálgun manns. Fram kom hins vegar að kýr sem sýndu óttaviðbrögð sýndu takmörkuð forvitnisviðbrögð. Einnig var auð- veldara að nálgast kvígurnar sem höfðu verið sem kálfar í einstak- lingsstíum en þær sem þá höfðu alist upp í hópum. Rannsakendur benda á að þess- ar athuganir sýni greinilega að erfðabreytileiki sé í skapi og atferli kúnna sem vert sé að huga að í ræktuninni. Enn skortir hins vegar mikið á þekkingu á tengslum þess- ara eiginleika við framleiðslueig- inleika. Hér er hins vegar um það mikilvæga þætti í umgengni og meðferð kúnna að ræða að frek- ari þekking þar skiptir miklu máli í sambandi við að móta ræktunar- áherslur. Í lokin örstuttar hugleiðing- ar um þessi mál gagnvart okkar íslensku kúm. Flest bendir til að skap íslensku kúnna sé ekki síður breytilegt en hjá erlendum kúm og íslensku kýrnar verði ekki metn- ir sem sérstakir kostagripir að því leyti. Hvort það tengist fram- leiðslueiginleikum og hreysti er lítt þekkt. Ég hef í áranna rás talið mig sjá vissar vísbendingar um slíkt, en varasamt er að álykta á slíkum grunni vegna þess að hættan er ætíð sú að of mikil áhersla sé lögð á það sem sker sig úr og að það trufli heildarmyndina. Eftir að hin mikla umbylting hófst hér á landi fyrir einum og hálfum áratug að flytja kýrnar af básum í lausagöngu vakti ég oft athygli á því í umræðu við bænd- ur að full ástæða væri til að reyna að gera sér grein fyrir hvort þetta kallaði ef til vill á endurskoðun hjá okkur á einhverjum eiginleikum. Fram kæmu nýir þættir sem færu að skipta máli og mögulega yrðu einhverjir um leið þýðingarminni en áður. Hvort kýrnar sýndu umtalsverð viðbrögð við þessum breytingum treysti ég mér ekki til að dæma um. Hitt er áreiðanlegt að þau viðbrögð sem kúabændur sýndu almennt og áhugi á að ræða þessa þætti var mjög takmörkaður. Segir frekar af breskum kúm Jón Viðar Jónmundsson landsráðunautur í búfjárrækt Bændasamtökum Íslands jvj@bondi.is Kynbótastarf

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.