Bændablaðið - 11.02.2010, Qupperneq 14

Bændablaðið - 11.02.2010, Qupperneq 14
14 Bændablaðið | fimmtudagur 11. febrúar 2010 Tól og tæki Þó svo að margir vilji lesa hér skrif um bíla og tæki þá verður nú fjallað um þrjá eigulega hluti sem sem ættu að gagnast öllum og flestir ættu að eiga. Hjálmur er eitthvað sem allir þurfa að eiga, en alltaf koma upp aðstæður þar sem gott er að vera með hjálm og m.a. er skylda að vera með hjálm á fjórhjóli og vél- sleða þó svo að margir hjálmar henti betur en þessi til langra fjór- hjóla eða vélsleða ferða en þessi hjálmur. Ekki eru til margir hjálmar sem eru fjölnota hjálmar, en hjá VDO í Borgartúni (www.vdo.is) fæst hjálmur sem heitir Ascot og er opin hjálmur sem hentar vel sem fjölnota hjálmur. Hann má nota á hestbaki, skíðum, fjórhjóli, vespu og fl. Ascot hjálmur er léttur, þægilegur og kostar tæpar 13.000 kr. Hjálmagasljós Veturinn hjá okkur er langur og dimmur og þá er gott að eiga ljós sem virkilega lýsir á það sem fyrir framan er. Hjá AMG Aukaraf (www.aukaraf.is) í Kópavogi fást lítil ljós sem lýsa margfalda stærð sína. Ljósin má festa á hjálm, stýri fjórhjóls og víðar og er ljósið hreint magnað og kostar ódýrasta ljósið 27,900 ásamt festingum og tengjum. Hægt er að tenga það við 12W rafkerfi í bílum, fjórhjól- um og tvíhjólum. Einnig er hægt að fá endurhlaðanlega rafhlöðu sem dugar fyrir ljósið í yfir fjór- ar klukkustundir, með rafhlöð- unni fylgir hleðslutæki og kostar 29.900. Sniðugt naglasett Hálka kemur og fer allan veturinn og getur oft verið erfitt að fóta sig á svelli þá væri sniðugt að eiga nagla frá BestGrip. Naglarnir frá BestGrip fást í ýmsum stærðum fyrir bæði dekk og skó, en verk- stæðið Cubic hefur einkasölu á BestGrip á Íslandi www.cubic.is . Naglarnir eru einfaldlega skrúf aðir í dekkin og skóna með borvél eða með handaflinu og síðan úr aftur þegar þeirra er ekki lengur þörf. Sérstakt naglaskrúfjárn fylgir skónaglasetti Hægt er að kaupa sérstakt sett sem ætlað er í skó og fylgir með skrúf- járn til að setja naglana í skóna, en skósett með 22 nöglum kostar 2.500, en til samanburðar kosta mannbroddar frá 3.000 til 7.000. Sjálfur á ég svona sett og setti í tvenn pör af gönguskóm og er mjög ánægður með gripið í hálku. Hentar vel dráttarvélum og gröfum Naglar í bíla, dráttarvélar, fjór- hjól og fl. eru mjög mismunandi að stærð, en það er dýpt munsturs- ins á dekkjunum sem ræður miklu um lengd naglans út úr dekk- inu. Dekkjanaglarnir eru seldir í 100 stykkja einingum og þarf sérstakan lykil sem settur er upp á borvél til að setja naglana í og taka úr aftur, en 100 stykki kosta um 11.000. Naglar sem heita 1700 hafa verið mest seldu naglarnir hjá Cubic, en það þarf ekki nema á bilinu 30 til 50 svoleiðis nagla í framdekk á flestum traktorum til að gera þá stöðuga á svelli. Einnig er hægt að sjá myndband á norsku um naglana á vefsíðunni www.best-grip.no . Hjörtur skoðar hjálm, ljós og nagla Frá Frumkvöðla- og tækniþróunarsetrinu á Hvanneyri Átaksverkefni til eins árs upp á 2,4 milljarða! HIN MIKLA niðursveifla í heimsviðskiptum hefur haft áhrif mun víðar en hér á landi. Af þeim sökum er fróðlegt að fylgjast með því hvernig aðrar þjóðir bregðast við, sér í lagi varðandi landbúnaðarmálin. Nálgun Dana er einstaklega áhugaverð. Þar hefur kreppan haft veruleg áhrif og er staða bæði kúa- og svínabænda vægast sagt mjög erfið nú um stundir. Til þess að vinna sig út úr stöðunni hefur Dansk Kvæg (sem er einskonar blanda af Landssambandi kúabænda og nautgriparækt- arhluta BÍ) ákveðið að stórauka framlag sitt til rannsóknar- og þróun- arstarfs. Þannig verð- ur á árinu 2010 varið heilum 2,4 milljörðum króna til ýmissa sér- verkefna sem er ætlað að efla samkeppnis- hæfni danskra naut- gripabúa. Þetta er afar áhugaverð nálgun. Á sama tíma og víð- ast hvar er verið að draga úr miðlun fjár til þessara þátta, þá bæta Danir í. „Ef við eigum að gera hlutina betur á kúabúum landsins, þá verðum við að fjárfesta í þekkingu til þess að komast að því hvernig við gerum það!“ sagði Gitte Grønbæk, fram- kvæmdastjóri Dansk Kvæg, í blaðaviðtali fyrir skömmu. Þarna hitti hún naglann á höfuðið. Afstaða Dana í þessu sambandi er nokkuð einstök og er vafalít- ið ástæða þess að þegar horft er til þróunar í nautgriparækt, þá horfa flestir Evrópubúar til Danmerkur. Átaksverkefni þetta er margþætt og nær til nánast allra þátta nautgriparæktar. Markmiðið er að sameina í fjölmörgum af fyrirhuguðum verkefnum þekkingu bænda, ráðunauta, dýralækna, ýmissa þjónustuaðila og vísindamanna. Sérstök áhersla verður lögð á eftirfarandi atriði í þessu átaksverkefni: ] ^  "  *   &#    ] _#   # *    ] #`` "   ] _  q *   *  ]    &   ! ] ;   &      `     ] ;     ] Z       ]   #  Fullyrða má að þetta átaksverkefni muni ekki einungis skila dönsk- um kúabændum framfaraskrefi, heldur einnig kúabændum á Íslandi. Eftir því sem árin hafa liðið hefur mjólkurframleiðsla í norðurhluta Evrópu orðið mun keimlíkari milli landa en áður var. Vissulega er enn munur á milli landa, sér í lagi hvað snertir stærð búanna. Kröfur til umhverfis og aðbúnaðar eru hinsvegar áþekkar í flestum löndunum. Þekking á fóðrun, fóðrunarvirði o.fl. þáttum með sama hætti. Stjórnun kynbótastarfs og ráðgjafarstarf er einnig farið að færast nær sömu lín- unni í öllum löndunum. Af þessum sökum mun átaksverkefnið nýtast langt út fyrir landsteina Danmerkur, þó svo að vissulega muni dönsk nautgriparækt njóta ávaxtanna fyrst og e.t.v. ná enn meira forskoti á   ` # &` q $$#$   # $ w  #`  &  sem upp úr átaksverkefninu stendur; Danir hafa trú á því að fjárfesting í þekkingu skili þeim mestum framförum. Spenaþvottavél Til eru allskonar tæki og tól sem sjaldan eða aldrei hafa sést hér á landi. Á Norðurlöndunum er nú aðeins farið að bera á spenaþvottavél fyrir hefðbundin fjós, bæði básafjós og lausagöngu. Vélin vinnur þann- ig að hún þvær, nuddar, sótthreinsar og þurrkar spenana fyrir mjaltir. Bændur sem nota þetta tæki virðast sáttir en útbreiðslan hefur þó ekki verið mjög hröð. Lítil reynsla er einnig af því á Norðurlöndunum hvort tækið hafi góð áhrif á mjólkurgæði og/eða júgurbólgu. En hvernig virkar spenaþvottavél? Jú, þetta er lítið handtæki með þremur burstum í sem snúast. Tveir efri burstarnir þvo burt skít af spenanum sjálfum á meðan sá þriðji þvær spenaendann varlega með volgu vatni og sótt- hreinsar í leiðinni. Þvotturinn sjálfur tekur stutta stund, eða um eina sekúndu, en það fer þó eftir því hve skítugir spenarnir eru. Of lítil reynsla er komin af tækinu í nágrannalöndunum til þess að geta mælt með notkun þess, en tækið er vissulega áhugavert. Frumkvöðla- og tækniþróunarsetrinu Sprota, Hvanneyri Snorri Sigurðsson Fjölnota hjálmur að ofan og til vinstri er gashjálmaljós. Þegar maður kaupir hjálm mælir maður með málbandi fyrir ofan auga- brúnir, eyru og aftur á hnakka. Ef málbandið sýnir 57 sentimetra þá kaupir maður hjálm sem annað hvort er merktur M eða 57-58 . Eitt svona skónaglasett dugir vel í tvenn pör af gönguskóm. Aðeins sex naglar eru í hverjum skó og gagnast það vel Að neðan sjáum við skónaglasett- ið eins og það kemur ásam ýmsum tegundum fáanlegra nagla. Hjörtur L. Jónsson hlj@bondi.is Vélar og tæki

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.