Bændablaðið - 11.02.2010, Qupperneq 24
24 Bændablaðið | fimmtudagur 11. febrúar 2010
Líf og starf
Saga minkaræktar á Íslandi
hófst upp úr 1930 en þá var fyrir
refarækt í landinu. Fram til árs-
ins 1980 sveiflaðist fjöldi búa
nokkuð en ekki er hægt að segja
að umsvif greinarinnar hafi verið
mikil fyrstu áratugina. Upp úr
1983 byrjaði búum að fjölga
verulega en eins og í mörgum
öðrum löndum varð aftur fækk-
un eftir að heimsmarkaðsverð
skinna lækkaði verulega í lok
níunda áratugarins.
Ísland í dag
Í dag eru starfandi 22 minkabú með
að meðaltali 1.600 læður hvert en
eitt búanna er einangrunarstöð.
Flest búanna eru í Skagafirði og á
Suðurlandi eða 17 talsins. Þrjú bú
eru í Vopnafirði, eitt á Höfn og eitt
á Vesturlandi. Stærstu fóðurstöðv-
arnar eru á Sauðárkróki og Selfossi
og er framleiðslugeta þessara
stöðva vannýtt í dag.
Nánast öll íslensk minkabú
eru byggð upp eins og minkabú
í okkar nágranna löndum með
sömu gerðir af búrum og hreið-
urkössum. Það sama má segja um
vélar og önnur tæki sem þarf til
daglegra starfa. Þekking íslenskra
minkabænda á greininni er einnig
innflutt en íslenskir loðdýrabænd-
ur hafa í gegnum árin átt gott sam-
starf við loðdýrabændur á öllum
Norðurlöndum. Þannig hefur flust
mikið af þekkingu til landsins þó
vissulega hafi þurft að aðlaga ein-
staka hluti að íslenskum aðstæðum.
Helstu styrkleikar íslenskrar
minkaræktar eru eftirfarandi:
X Mikið er til af góðu hráefni til
fóðurgerðar.
X Nægt landrými er til bygginga og/
eða losunar á úrgangi frá búunum.
X Margar umhverfisaðstæður eins
og loftslag, aðgengi að bæði
köldu og heitu vatni er greininni
hagstætt.
X Mikla þekkingu og reynslu má
finna hjá núverandi minkabænd-
um sem hafa náð góðum tökum
á framleiðslu skinna.
X Lega landsins hefur ekki nei-
kvæð áhrif á kostnað við flutn-
ing vöru á markað.
Í heiminum eru í dag framleidd-
ar rúmlega 50 milljónir minka-
skinna þannig að þau ca. 160.000
skinn sem framleidd eru hér á landi
vega ekki þungt í heildinni en gætu
gefið íslenska þjóðarbúinu 750-
800 milljónir í útflutningstekjur í
ár. Skinnin eru seld á uppboðum
við hamarshögg þar sem framboð
og eftirspurn ráða verðinu. Bestu
afkomuna hafa þeir sem framleiða
bestu skinnin fyrir minnstan pen-
ing hverju sinni. Bændur hér á
landi borga sama verð og allir aðrir
bændur fyrir sölu á skinnum og
inni í því verði er allur flutningur á
vöru til uppboðshús ásamt flokkun
skinnanna og markaðssetning
Sjúkdómar – og varnir gegn þeim
Hvolpaveiki og Virus Enteritis
hafa aldrei komið upp á Íslandi.
Blóðsjúkdómurinn plasmacytoses
barst til landsins með innflutningi
fyrir tæpum 40 árum og finnst í
dag í villta stofninum. Frá árinu
1983 hefur plasmacytoses komið
upp á fjórum búum sem öll hafa
skorið dýrastofn sinn niður um leið
ásamt því að þrífa og sótthreinsa,
en árlegt eftirlit er á öllum búum
vegna sjúkdómsins. Lúngnafár
hefur komið upp nokkrum sinnum
í gegnum árin en hingað til hafa
bændur ekki bólusett fyrir þeim
sjúkdómi né öðrum. Bólusetning er
þó öllum heimil sem það vilja.
Strangar reglur eru um innflutn-
ing dýra frá öðrum löndum, bæði
þarf seljandi að uppfylla ákveðin
skilyrði og síðan þurfa dýrin að vera
í einangrun í 6 mánuði eftir komuna
til landsins. Þessu fylgir vissulega
kostnaður en kostirnir eru samt
fleiri. Hægt er að breyta venjulegum
minkabúum í einangrunarstöðvar
gegn ákveðnum skilyrðum meðan á
sóttvarnartíma stendur.
Feldgæði og stærð skinna
Sé horft á þróun í stærð og feldgæð-
um íslenskra minkaskinna þá voru
þau ekki lakari að gæðum en skinn
annarra landa á níunda áratugnum.
Eftir verðhrunið og þann samdrátt
sem því fylgdi á árunum eftir 1990
dró verulega úr framförum og ákveð-
in kyrrstaða kom í ræktunina meðan
framfarir urðu í öðrum löndum. Frá
árinu 1996 má segja að hjólin hafi
aftur farið að snúast en þá voru flutt
inn ný kynbótadýr og frá árinu 2001
hefur verið um árlegan innflutning að
ræða, mest högna eftir pörun. Í öllum
tilfellum hafa dýrin verið keypt frá
bændum sem liggja hátt á danska
topplistanum með sína framleiðslu,
en þau innkaup og metnaðarfullt
ræktunarstarf bænda hefur skilað
verulegum framförum.
Í töflu 1 má sjá hvað feldgæðin
hafa batnað mikið á síðustu fjórum
árum í þremur algengustu litarteg-
undunum. Til samanburðar er fram-
leiðsla allra danskra minkabænda í
sömu litum.
Sé eingöngu horft á besta gæða-
flokk högnaskinna, platinum, þá
fór árið 2006 aðeins 2-3% þeirra
í hann en árin 2008 og 2009 eru
þetta um og yfir 10% sem verður
að teljast góð framför. Samhliða
miklum framförunum í feldgæðum
hefur stærð skinanna einnig aukist
með sambærilegum hraða og hjá
dönskum bændum sem án efa eru
í fararbroddi í ræktun á stórum og
feldgóðum skinnum.
Íslenskir minkabændur eru
komnir í hóp samkeppnishæfustu
landa á þessu sviði bæði í gæðum
og í verði. Íslensk minnkarækt
nýtur því ört vaxandi álits á alþjóð-
legum vettvangi fyrir þær fram-
farir sem bændur hafa náð, en sá
árangur undirstrikar líka að hér eru
allir möguleikar til staðar sé rétt á
málum haldið.
Verðþróun skinna
Sé verðþróun skinnanna skoðuð má
sjá að verðmunur íslenskra skinna
og skinna frá öðrum löndum hefur
minnkað jafnt og þétt síðustu ár. Á
mynd 1 er meðalverð allra minka-
skinna frá Danmörku, Noregi,
Íslandi, Hollandi og Finnlandi sem
seld eru hjá Kopenhagen Fur frá
árinu 2006 til 2009. Á þessu árabili
hefur Ísland verið í þriðja sæti um
bestu meðalverðin á eftir Noregi og
Danmörku, en var árin þar á undan
neðar eða í 5-6 sæti. Jafnframt
hefur verðbilið milli íslensku og
dönsku skinnanna, sem alltaf eru í
hæsta meðalverðinu minnkað veru-
lega. Tvö síðustu ár er verðmun-
urinn 300-360 kr pr. skinn en var
mun hærri eða 600-840 kr pr. skinn
árin þar á undan miðað við gengið
í dag. Þessi árangur er bein afleið-
ing af betri framleiðslu og vandaðri
vinnubrögðum bænda en aðstæð-
urnar til framleiðslu minkaskinna
eru og hafa verið góðar á Íslandi
sem og umhirða dýranna.
Byggingakostnaður
Bygginga- eða stofnkostnaður
minkabúa á Íslandi er í raun jafn
breytilegur og þeir eru margir.
Aðstæður á hverjum stað ráða
mestu um kostnaðinn ásamt því
hversu vönduð efni menn kaupa og
hvort verið sé að byggja við bú í
rekstri eða nýtt frá grunni. Sé tekið
mið af þeim skálum sem byggðir
hafa verið síðustu ár þá gæti fer-
metraverð á tómum og vel byggð-
um stálgrindarskála verið í dag
um 14.000-17.000 kr/m2. Verðin á
búrum, hreiðurkössum, vatnslögn-
um og öðrum sérhæfðum vörum
sem nauðsynlegar eru ráðast mest
af gæðum þeirra efna sem valin
eru. Í flestum tilfellum eru þessar
vörur fluttar inn frá Danmörku og
oftast ósamsett. Flutningskostnaður
til landsins er mikilvægur þátt-
ur í heildarkostnaðinum en hægt
er að ná honum niður með góðri
skipulagningu kaupenda og selj-
enda. Niðurstaða af samanburði á
byggingarkostnaði á Íslandi og í
t.d. Danmörku er sú að ef vandað
er til verka þá sé byggingarkostn-
aður á lokuðum skálum sambæri-
legur eða aðeins hærri á Íslandi en
í Danmörku.
Það er ekki auðvelt að gefa út
eina tölu um áætlaðan stofnkostn-
að bak við eina minkalæðu en
almenna reglan er þó sú að hann
sé 2-2,5 sinnum veltan sem gæti
þýtt á genginu í dag um 50-55.000.
Vissulega eru þetta háar tölur en til
að reikna dæmið til enda verður að
skoða stofnkostnaðinn í samhengi
við áætlaða veltu og þá líka hver
hann sé í öðrum greinum. Í þeim
samanburði kemur minkaræktin
ekki illa út.
Þegar sótt er um leyfi til minka-
ræktar eru minkaskálar og búr við-
komandi umsækjenda tekin út og
þurfa þá að standast íslensk lög
um búrastærðir og dýrheldni en
þau byggja í grundvallar atriðum á
sömu reglum og í gildi eru í okkar
nágrannalöndum.
Framleiðslukostnaður og
afkoman
Um afkomu síðustu ára og
áratuga væri hægt að skrifa langa
grein því vissulega hafa komið
mörg mögur og erfið ár í grein-
inni. Rétt er hinsvegar að halda til
haga þeirri staðreynd að á síðustu
árum hefur afkoman batnað, meðal
annars vegna betri skinnaverða en
líka vegna lækkunar á framleiðslu-
kostnaði sem varð í kjölfar á átaki
sem gert var með fóðurstöðvunum
um raunlækkun á fóðurkostnaði
sem var orðinn of hár hér á landi.
Eins var möguleikinn á fjármögn-
un nýfjárfestinga í erlendri mynt
greininni til góða.
Í töflu 2 má sjá hvernig þróunin
í skinnaverði hefur verið í erlendri
mynt ásamt þróuninni í íslenskum
krónum og hver kostnaður með
vinnulaunum og afborgunum hefur
verið við framleiðslu á einu minka-
skinni frá 2005-2009. Allar tölur
eru á verðlagi hvers árs en kostnað-
urinn við framleiðslu á einu skinni
byggir á gagnasafni sem undirrit-
aður hefur komið sér upp í gegnum
tíðina við gerð rekstaráætlana fyrir
bændur.
Eins og sjá má af töflunni þá eru
miklar sveiflur á verðinu í erlendri
mynt en einnig íslenskum krónum.
Einnig má sjá að hvað gengið hefur
sterk áhrif á skilaverðið en lægsta
verðið í erlendri mynt gefur hæsta
skilaverðið í íslenskum krónum.
Það athyglisverðasta er þó að á
síðustu 5 árum er einungis eitt ár
sem hefur verið með taprekstri,
eitt staðið í járnum og 3 hafa skil-
að hagnaði. Þessi mikla hækkun
sem verður á framleiðslu kostnaði
milli 2008 og 2009 skýrist fyrst og
fremst af hækkun erlendu lánanna
við fall krónunnar en einnig hafa
ýmis önnur aðföng vissulega hækk-
að.
Í töflu 3 má sjá hver áætlaður
framleiðslukostnaður verður árið
2010. Stærsti kostnaðarliðurinn
er fóðurkostnaður. Afborganir og
vextir er liður sem getur verið mjög
breytilegur eftir því hversu mikið
búin hafa fjárfest á liðnum árum og
hvernig lánasafnið er samsett.
Tafla 3. Áætlaður framleiðslukostn-
aður minkaskinna á Íslandi árið 2010.
Kr/skinn
Fóður 42 kg pr skinn 1.260
Laun án
verkunarkostnaðar
750
Dýralæknakostnaður 20
Kaup á lífdýrum 83
Viðhald húsa/véla 100
Tryggingar 30
Rafmagn og hiti 15
Fláning og verkun skinna 460
Sölukostnaður og fleira 265
Afborganir og vextir 800
Afskriftir 125
Samtals 3.908
Vextir á Íslandi eru þessu miss-
erin hærri en víða annarsstaðar og
fyrir aðila sem ætlar að framleiða
vöru til útflutnings borgar sig að
vera með alla fjármögnun á bæði
byggingum og rekstri í sömu mynt
og skinnin verða seld í, og losna
þannig við bæði sveiflur á gengi
íslensku krónunnar og það háa
vaxtarstig sem er í dag. Flest allir
minkabændur á Íslandi eru með
sínar skuldir að hluta eða öllu leiti í
öðrum myntum en íslenskum krón-
um.
Hvað skinnaverðið verður árið
2010 er erfitt að spá um en útlitið
á skinnamörkuðum í dag er gott og
margt sem bendir til að næstu ár
verði góð því eftirspurnin er mikil
og virðist aukast meðan fram-
boðið hefur heldur dregist saman
vegna meðal annars skorts á landi í
vestrænum löndum og þeirrar stað-
reyndar að bændur í Asíulöndunum
hafa ekki náð tökum á framleiðsl-
unni og vantar þar að auki fóður.
Að lokum
Framleiðsla minkaskinna er
komin til að vera og líklegt að
Evrópulöndin verði áfram í far-
arbroddi í þeirri framleiðslu eins
og þau hafa verið. Möguleikar til
framleiðslu minkaskinna á Íslandi
eru miklir en því miður vannýttir.
Framleiðslan sem nú er í gangi á
Íslandi er vel samkeppnishæf við
það besta sem gerist, hvort sem er í
gæðum framleiðslunnar eða kostn-
aði við hana.
Fjárfestingarstofa, Bændasam-
tök Íslands og Samtök loðdýra-
bænda á Íslandi standa í dag fyrir
kynningu hérlendis og erlendis á
möguleikum Íslands til minkarækt-
ar. Það er enginn vafi að hér er
hægt að auka þessa framleiðslu en
mikilvægt er að byggja þá aukn-
ingu á reynslu liðinna ára og fram-
kvæma hana í samráði við núver-
andi fóðurstöðvar og á forsendum
greinarinnar sjálfrar.
Framl.
ár
Skinnaverð í
dönskum kr
Skinnaverð í
ísl krónum
Framleiðslu-
kostnaður
Mismunur á söluverði
og framleiðslukostnaði
2005 225 2.408 2.400 8
2006 292 3.358 2.500 858
2007 207 2.422 2.550 -128
2008 245 3.724 2.700 1.024
2009 188 4.192 3.650 542
Tafla 2. Söluverð skinna í dönskum og íslenskum krónum ásamt reiknuðum
framleiðslukostnaði á verðlagi hvers árs.
Litartegund
högnaskinn
Ísland Danmörk Mismunur landanna
2006 2007 2008 2009 2006 2007 2008 2009 2006 2007 2008 2009
Mahogany 38 54 75 71 84 85 89 88 -46 -31 -14 -17
Brown/Glow 45 57 73 74 83 84 87 86 -39 -27 -30 -13
Hvítur 31 44 72 71 81 83 92 88 -50 -39 -20 -17
Tafla 1. Hlutfall fyrsta flokks skinna í tvo bestu gæðaflokkana Platinum og Burgundy í þremur algengustu litartegundunum
högnaskinna sem seld eru hjá Kopenhagen Fur.
2.000
2.500
3.000
3.500
4.000
4.500
5.000
2006 2007 2008 2009
Sö
lu
ve
rð
s
ki
nn
a
kr
.
Söluár
Meðalverð íslenskra minkaskinna
Dk
No
Is
Ho
Fi
Ísland er góður kostur fyrir minkarækt
Mynd 1. Meðalverð allra minaskinna frá Danmörku, Noregi, Finnlandi, Hollandi
og Íslandi sem seld eru hjá Kopenhagen Fur frá 2006-2009 í íslenskum krónum,
reiknað á meðalgengi hvers árs.
Einar E. Einarsson
ráðunautur Bændasamtaka Íslands
í loðdýrarækt
Loðdýrarækt