Bændablaðið - 11.02.2010, Síða 27

Bændablaðið - 11.02.2010, Síða 27
27 Bændablaðið | fimmtudagur 11. febrúar 2010 Vegna greinar Sigurðar Sigurðar- sonar dýralæknis og fyrrverandi starfsmanns Matvælastofnunar í Bændablaðinu þann 14. janúar 2010 um lögmæti auglýsingar nr. 793/2009 um varnarlínur vegna sauðfjársjúkdóma, vill stofnunin koma eftirfarandi á framfæri. Auglýsing byggð á og sett með stoð í lögum Við setningu nýrrar auglýsingar um varnarlínur var byggt á 12. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, en þar segir að sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra ákveði, að fengnum tillögum Matvælastofnunar, hvaða varnar- línum skuli haldið við. Á sama hátt getur ráðherra ákveðið að setja upp nýjar varnarlínur þar sem nauðsyn krefur. Samkvæmt 23. gr. laganna er skylt að viðhalda varn- arlínum svo lengi að fullvíst þyki að búfjársjúkdómar, sem valda stórfelldu tjóni, geti ekki leynst í búfé öðrum megin línunnar þannig að samgangur milli svæðanna auki á sýkingarhættu fyrir búfé að mati Matvælastofnunar. Þá er sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra því aðeins heimilt að leggja niður varnarlínur að fram hafi farið ítar- legt heilbrigðiseftirlit á búfé á þeim varnarsvæðum sem að línunni liggja. Samkvæmt fyrrnefndum laga- ákvæðum er því ljóst að heimilt er að leggja niður varnarlínur, að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum, þ.e. að búfjársjúkdómar sem valdið geti stórfelldu tjóni leynist ekki öðrum megin línu sem felld er niður, þannig að aukinn samgangur milli svæða auki á sýkingarhættu og að ítarlegt heilbrigðismat hafi farið fram á þeim varnarsvæðum sem að línunum liggja sem fella á niður. Auglýsing í samræmi við niðurstöður nefndar um endurskoðun á vörnum gegn búfjársjúkdómum Matvælastofnun hefur metið það svo að aðeins riðu- og garnaveiki teljist sjúkdómar sem valdi stór- felldu tjóni í skilningi laganna. Því verður varnarlínum ekki beitt sem sjúkdómavörnum gegn sjúkdómum sem ekki eru taldir valda stórfelldu tjóni og er þá átt við sjúkdóma eins og lungnapest, kregðu, kýlaveiki og tannlos. Þessi niðurstaða stofn- unarinnar er í samræmi við nið- urstöður nefndar um endurskoðun á vörnum gegn búfjársjúkdómum, sem skilaði áliti í júní 2006. En nefndin komst svo að orði í sam- antekt sinni: „Auðveldara er að berj ast gegn útbreiðslu annarra þekktra smitsjúkdóma (innskot undir ritaðra: annarra en riðu- og garnaveiki) í búfé hér á landi. Bændur ættu að axla ábyrgð og leita eftir aðstoð frá dýralæknum við að uppræta smitsjúkdóma af búum sínum. Sérfræðingar Land- búnaðarstofnunar (innskot: Mat- væla stofnunar) ættu að gefa út leið beiningar um hvernig er best að standa að slíku átaki. Allt eftir um hvaða sjúkdóm er að ræða gæti áætlun um upprætingu falið í sér atriði s.s. endurbætur á aðbún- aði, fóðrun og smitvörnum, reglu- bundna bólusetningu eða tíma- bundna lyfjameðhöndlun.“ Hitt meginskilyrðið snýr að ítarlegu heilbrigðiseftirliti sem fara skal fram áður en línur eru felldar niður. Að mati stofnunarinnar hefur þetta skilyrði verið uppfyllt, enda liggur fyrir að stofnunin og forverar henn- ar hafa um margra áratuga skeið viðhaldið stöðugu sjúkdómaeftirliti í landinu, bæði í gegnum störf sér- greinadýralækna sauðfjár og naut- gripa og héraðsdýralækna. Þetta eftirlit hefur farið fram með heil- brigðiseftirliti og sýnatökum úr búfé, með heilbrigðiseftirliti í slát- urhúsum og með sérstökum rann- sóknum og krufningum á dýrum sem grunur leikur á um að geti verið smituð af búfjársjúkdómum. Með hliðsjón af framansögðu er því alfarið mótmælt að auglýsing nr. 793/2009 um varnarlínur vegna sauðfjársjúkdóma hafi brotið gegn ákvæðum 12. og 23. gr. laganna. Almennt um stjórnsýslufyrirmæli Þess er getið í greininni að tvær reglugerðir nefni Ytri-Rangá og Jökulsá á Sólheimasandi sem varn- arlínur og því geti auglýsing nr. 793/2009 ekki fellt úr gildi þær reglugerðir og að varnarlínurnar séu því enn í gildi. Hér er um mis- skilning að ræða hjá Sigurði um hlutverk og eðli auglýsingarinnar og samspil hennar gagnvart öðrum jafn réttháum stjórnsýslufyr- irmælum. Enda ganga stjórnsýslu- fyrirmæli framkvæmdavaldsins undir ýmsum nöfnum (reglugerðir, auglýsingar, reglur, gjaldskrár, fyr- irmæli) og er almennt litið svo á að þau hafi sama gildi hvaða nafn sem þau kunna að bera, svo fram- arlega að þau eigi sér stoð í lögum. Auglýsing nr. 739/2009 er því jafn rétthá réttarheimild og þær reglu- gerðir sem Sigurður vitnar til. Önnur sú reglugerð sem nefnd er, reglugerð nr. 200/1998 um búfjármörk, markaskrár og tak- mörkun á sammerkingum búfjár, fjallar um mörk og merkingu búfjár. Í viðauka I við reglugerð- ina kemur fram að litamerkingu skuli haga í samræmi við búsetu. Markmiðið með viðauka þess- um var að hafa ólíka litamerkingu hvoru megin við varnarlínu, eins og bændur þekkja. Þessi viðauki er hins vegar ekki heimild um gild- andi varnarlínur, heldur einungis um litamerkingu. Þessi viðauki hefur ekki verið felldur úr gildi og ber bændum því enn að litamerkja í samræmi við þennan viðauka. Viðaukinn sætir nú endurskoðun og er ætlunin að taka upp breytt fyrirkomulag við litamerkingu vegna breytinga á varnarlínum en ætlunin er að sem minnst röskun verði á litamerkingum bænda. Þar sem nauðsynlegt þykir að taka upp nýja liti hefur Matvælastofnun leit- að álits hjá þeim sveitarfélögum sem hlut eiga að máli. Að því loknu verður fyrirkomulagi á litamerk- ingu búfjár breytt. Þá gildir sú lögskýringarregla í íslenskum rétti að yngri lög ganga framar eldri, verði reglurnar ekki túlkaðar saman. Reglugerðir eru í engu æðri auglýsingu og verði þær ekki túlkaðar saman gildir sú yngri, en í tilviki auglýsingar nr. 793/2009 er um yngstu rétt- arheimild að ræða þegar kemur að varnarlínum. Eðlilegt er að horfa til auglýsingar nr. 793/2009 sem heildstæðrir framsetningar á gild- andi varnarlínum. Það sama gildir um hina reglu- gerðina, nr. 423/1979, um varnir gegn útbreiðslu smitandi búfjársjúk- dóma í Rangárvallasýslu. Reglu- gerð þessi hefur ekki verið felld úr gildi en hún var sett með stoð í forvera laga um dýrasjúkdóma nr. 25/1993, en þau lög sem voru nr. 23/1956. Í bráðabirgðaákvæði laga nr. 25/1993 segir: „Reglugerðir, auglýsingar og önnur fyrirmæli sett samkvæmt lögum nr. 11/1928, með síðari breytingum, lögum nr. 23/1956, með síðari breytingum, og lögum nr. 22/1977, um sauðfjárbað- anir, skulu halda gildi sínu að svo miklu leyti sem þau stangast ekki á við lög þessi þar til nýjar reglugerð- ir, auglýsingar eða önnur fyrirmæli hafa öðlast gildi.“ Að því leyti sem reglugerð nr. 423/1979 verður túlk- uð til samræmis við bráðabirgða- ákvæði laga nr. 25/1993 og við önnur stjórnsýslufyrirmæli, svo sem auglýsingu nr. 793/2009, hefur sú reglugerð fullt gildi. Breytingar á varnarlínum eru byggðar á faglegum forsendum Ljóst er að faglegur ágreiningur er milli Sigurðar og sérfræðinga Mat- vælastofnunar um réttmæti þess að leggja niður varnarlínur eins og gert var með fyrrnefndri auglýs- ingu, nr. 793/2009, sem kristallast annars vegar í hlutverki varnarlína, þ.e. hvaða sjúkdómum þeim er ætlað að varna og hins vegar hvort nægilegt heilbrigðismat hafi farið fram áður en línurnar voru lagðar niður. Þau varnarsvæði sem sameinuð voru með auglýsingu nr. 793/2009 hafa sambærilega stöðu með hlið- sjón af riðu- og garnaveiki og það er mat sérfræðinga Matvælastofnunar að þær breytingar sem gerðar hafa verið á staðsetningu og legu varn- arlína breyti litlu varðandi hættu á mögulegri útbreiðslu á riðu- og garnaveiki. Af þessari yfirferð má sjá að fullyrðingar Sigurðar um lögmæti og gildissvið auglýsingar, nr. 793/2009 um varnarlínur vegna sauðfjársjúkdóma, eiga ekki við rök að styðjast. Ljóst er að skrif Sigurðar eru til þess fallin að vekja upp óþarf- ar deilur og ala á tortryggni í garð sérfræðinga Matvælastofnunar og ekki síst í garð þeirra bænda sem ekkert hafa unnið sér annað til saka en að nýta sér heimildir til flutn- inga á fé, sem stofnunin hefur fyrir sitt leyti samþykkt og metið þannig að lítil hætta sé af. Það er með öllu ótækt að bændur séu þannig sak- aðir um lögbrot og að skapa hættu á útbreiðslu sjúkdóma, eins og gert er í grein Sigurðar, sömuleiðis hafa allar ákvarðanir Matvælastofnunar verið teknar að vel ígrunduðu máli og hvergi slakað á sjúkdómavörn- unum, miðað við þær forsendur sem þekktar eru. Stofnunin gerir sér hins vegar grein fyrir að for- sendur og heilbrigðisástand getur breyst með tíð og tíma og mun þá bregðast við slíkum tilvikum í samræmi við alvarleika þeirra. Að lokum er rétt að ítreka að sjúkdómastaða í þeim hólfum sem Sigurður gerir að umfjöllunarefni í grein sinni er með þeim hætti að engar nýjar hættur eiga að vera fyrir hendi varðandi útbreiðslu á þeim búfjársjúkdómum, sem valdið geta stórfelldu tjóni. Þannig finnst garnaveiki báðum megin við Ytri- Rangá og staða á útbreiðslu riðu- veiki er sömuleiðis hin sama, þ.e. að hún hefur ekki greinst á svæð- inu síðastliðin 20 ár. Um hið nýja svæði austan Markarfljóts er sömu sögu að segja, þ.e. að staða riðu- og garnaveiki er sú sama á öllum þeim svæðum sem nú hefur verið steypt saman í eitt. Stofnunin vonar að bændur og aðrir áhugamenn skoði þær forsendur sem lágu að baki hinni nýju auglýsingu, sem og þá möguleika sem hún skap- ar bændum. Jafnframt er það ósk Matvælastofnunar að inngripum í eðlilega starfsemi hennar og störf bænda verði hætt og að þeirri orku sem beitt hefur verið gegn eðlilegri þróun í umhverfi sjúkdómavarna verði beint í annan og meira upp- byggjandi farveg. Viktor S. Pálsson lögfræðingur og Halldór Runólfsson yfirdýralækn- ir hjá Matvælastofnun Frá Matvælastofnun Nýju varnarlínurnar eiga sér fulla stoð í lögum um dýrasjúkdóma hönnun – umbrot – myndvinnsla – auglýsingar frumlegt og fyrsta flokks – gæði og gott verð Sími 568 1000 Grensásvegi 12A frum@frum.is www.frum.is Boðskort Bréfsefni Bæklingar Dreifibréf Fermingarkort Litaljósritun Nafnspjöld Plastkort Prentun Reikningar Sálmaskrár Skýrslur Laxveiðiá til leigu               !     " #$   & $ -   '+; + <=>?>CO Tilboðum skal skilað til. '+; Q  W +!OWXZC  [ >CO\+ ] Til sölu 2 stk steyputromlur beislistengdar fyrir dráttarvél. Önnur er með dieselmótor   Verðhugmynd : 400.000 kr pr stykki. Upplýsingar í síma 8640959. Guðmundur. Bútasala á stáli Bútasala á stáli Þann 12 febrúar næstkomandi verður bútasala á stáli hjá Vélsmiðju Suðurlands á Selfossi,  Gagnheiði 5. Fast kílóverð er 62 krónur m/vsk. Komið og gerið góð kaup á stáli. VÉLSMIÐJA SUÐURLANDS ehf SELFOSS HVOLSVÖLLUR 482-1980– Gagnheiði 5 Selfossi 487-8136—Hlíðarvegur 2-4 Hvolsvelli

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.