Bændablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 29
29 Bændablaðið | fimmtudagur 11. febrúar 2010 Leiðinlegt að hafa ekkert að gera Helluskeifur þorra á Með sköflum skulum járna Aðra tegund svei mér þá Þá mundi okkur sárna. Síminn er 8937050 Bændur og búalið Framleiðum hágæða einangrunargler sem sparar orku. Sendum hvert á land sem er - stuttur afhendingartími. Íslensk framleiðsla í 43 ár. Glerskálinn - Smiðjuvegi 42 - Kópavogi - Sími 557 5580 Ásta Sigrún Einarsdóttir býr í Kjósinni og gengur í Klébergs- skóla á Kjalarnesi. Hún æfir fim- leika og finnst skemmtilegt að leika sér í leikjum í tölvunni, en þegar hún verður stór ætlar hún að vinna í Samskip. Nafn: Ásta Sigrún Einarsdóttir. Aldur: 8 að verða 9. Stjörnumerki: Fiskur. Búseta: Í Kjós. Skóli: Klébergsskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Að læra. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Lömb. Uppáhaldsmatur: Kjúklingur. Uppáhaldslag: Outta here með Esmée Denters. Uppáhaldskvikmynd: Night at the Museum 2. Fyrsta minningin þín? Fór með mömmu og pabba í bíó að sjá Þumalínu. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fimleika. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Að vera í leikj- um. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Vinna í Samskip. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Ég man það ekki. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Hafa ekkert að gera. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í vetur? Nei. ehg Ásta Sigrún Einarsdóttir býr í Kjósinni og er 8 að verða 9 ára gömul. Kvenfélag Akrahrepps í Skagafirði gaf fyrir síð- ustu jól út veglega uppskriftabók í fjáröflunar- skyni. Bókin ber nafnið Næring og nautnir og óhætt er að segja að ekki hafi verið kastað til höndunum en bókin er bæði þykk og mikil með allra handa uppskriftum. Margan þekktan réttinn má finna í bókinni, gömlu góðu pönnukökurnar, lummur og kleinur, sunnudagssteikina og slátur en þar að auki er að finna uppskriftir í bókinni sem eins hefði mátt búast við að sjá í exótískum mat- reiðslubókum frá fjarlægum löndum. Kvenfélag Akrahrepps er gamalgróið félag, stofn- að 20. desember 1919 og varð því níutíu ára nú fyrir síðustu jól. Okkur nútímakonum þykir merkilegt að sveitakonur hafi gefið sér tíma frá erli jólaund- irbúnings, sem þá var umfangsmeiri en nú, til að koma saman og stofna kvenfélag. Kvenfélagið varð fljótt styrk stoð í samfélagi Akrahrepps og ekki vant- aði verkefnin þá frekar en nú. Starfsemi félagsins er margvísleg en stærstu verkefnin eru fjáröflun til styrkt- ar góðum málefnum og vinna í þágu samfélagsins. Kvenfélagið selur veitingar við ýmis tækifæri, allt frá erfidrykkjum og stórveislum til fámennari samkoma. Kvenfélagskonur heimsækja heldri borgara á dval- arheimilinu á Sauðárkróki á aðventunni og færa öldn- um sveitungum sem þar dvelja jólaglaðning. Ávallt er haldið barnaball milli jóla og nýárs. Kvenfélagið stendur fyrir samkomu á þjóðhátíðardaginn 17. júní og á hverju sumri sjáum kvenfélagskonur um að sækja trjáplöntur sem Brynjar á Rein í Eyjafirði gefur Kvenfélagasambandinu og er þeim úthlutað til kvenfé- laganna í firðinum. Kvenfélagskonur eru svo lánsamar að hafa góða aðstöðu í félagsheimilinu Héðinsminni þar sem megnið af starfi félagskvenna fer fram. Reglulega auðgum við líkama og sál með leikhúsferð- um, gönguferðum og jafnvel hafa önnur lönd verið sótt heim. Milli 30 og 40 konur á ýmsum aldri eru í félag- inu og búa þær víðsvegar um landið þó þorri þeirra ali manninn í Akrahreppi Beint frá býli og borgardætur Á fundi Kvenfélags Akrahrepps fyrir nokkrum árum, voru sex konur skipaðar í fjáröflunarnefnd og var þeim falið að setja saman uppskriftabók. Á fyrsta fundi nefndarinnar ákváðu nefndarkonur að bókin skyldi ekki verða hefðbundið safn af uppskriftum. Óskað var eftir uppskriftum frá öllum konum í kvenfélaginu, helst uppskriftum sem þær notuðu oft og reyndust vel. Við vildum hafa uppskriftir sem konurnar höfðu sjálfar sett saman, þróað og prófað, í bland við hefðbundna rétti. Einnig vildum við safna saman frásögnum félags- kvenna – þeirra sem hafa ætíð alið manninn í sveit og muna tímana tvenna, sem og þeirra sem fluttust úr borg í sveit. Sá kafli ber heitið ,,beint frá býli og borg- ardætur”. Frásagnir þessar eru mjög fróðlegar og gefa skemmtilega sýn á líf og störf þessara kvenna. Þessi bók er handa þeim sem hafa gaman af að elda og baka, prófa eitthvað nýtt, eitthvað hollt og gott eða sætt og ljúft. Spreyta sig á gömlum og nýjum upp- skriftum eða jafnvel framandi réttum sem maður vissi ekki af. Allir njóta þess að setjast að veisluborði með fjölskyldunni og góðum gestum. Í bókinni er að finna fjölbreytt úrval af upp- skriftum þannig að flestir ættu að finna eitthvað við hæfi, hvort sem tilefnið er stórt eða smátt. Þess má geta í lokin að sagt var í þorrablótsannálnum að karlar þyngdust um hálft kíló við það eitt að opna bókina en konur um kíló. Bókin kostar 3000 krónur og er til sölu hjá eftirtöld- um: Auður Friðriksdóttir, Réttarholti s: 453-8258 Drífa Árnadóttir, Uppsölum s: 453-8882 Helga Bjarnadóttir, Varmahlíð s: 453-8199 Hulda Sigurðardóttir, Stekkjarflötum s: 867-6101 Sigríður Garðarsdóttir, Miðhúsum s: 453-8271 K.S. Varmahlíð Hér eru þrjár uppskriftir frá reyndum húsmæðrum sem henta vel á þorranum. Fjallagrasate gott við kvefi og hálsbólgu 1-2 hnefar af fjallagrösum eru settir í kalt vatn, hitað og látið sjóða stund. Áður en það er drukkið þarf að sykra það vel, gjarnan með púðursykri eða kandís. Ekki skemmir að kreista úr sítrónu útí. Þetta er eng- inn gæðadrykkur og maður þurfti að taka á öllu sínu til að koma því niður, en manni varð gott af. Einnig þóttu fjallagrös góð fyrir magaveikt fólk. Steikt brauð Ómissandi þegar smurt er nesti, að ekki sé minnst á trogið 8 bollar hveiti 1 dl sykur 6 tsk lyftiduft 1½ tsk hjartarsalt ½ l súrmjólk 2 msk olía 2 dl mjólk 1 tsk salt Öllu blandað saman og hnoðað. Flatt út og pikkað með kleinujárni. Steikt úr feiti í potti. Rúgbrauð Biskupsfrúin bað um uppskrift þegar hún borðaði hádegismat í Akraskóla 4 bollar rúgmjöl 1 bolli heilhveiti 1 bolli hveiti 3 msk natron 2 tsk lyftiduft 2 tsk salt 1 l súrmjólk 1 lítil græn sírópsdós (500 g) Hrærið sem minnst saman. Setjið í fjórar eins lítra fernur. Bakið í 15 mínútur við 200°C, lækkið þá hit- ann í 100°C og bakið í átta klukkustundir. Kvenfélag Akrahrepps gefur út uppskriftabók Karlar þyngjast um hálft kíló – bara við að opna bókina ÞÓR HF | Ármúla 11 | 568-1500| Lónsbakka | Sími 461-1070 Lambamerki ... nú tvær gerðir: Tagomatic Einföld merki á frábæru verði. Helmingsafsláttur af ísetningartöngum með fyrstu pöntun. 31,- án vskÁprentun innifalin Rototag Þessi gömlu góðu. Hert nælon og heit-prentun tryggir gæðin. ATHUGIÐ: Síðustu forvöð til að panta sauðfjármerki svo þau berist fyrir sauðburð er 20. mars n.k. 75,- án vskÁprentun innifalin Pantanir má einnig senda á netfangið einaro@thor.is Matfugl ehf óskar eftir að ráða starfsmann á hænsnabú á Þórustöðum í Ölfusi. Starfið hentar duglegum og samviskusömum einstak- lingi með reynslu og áhuga á umhirðu dýra. Reynsla af stjórnun landbúnaðarvéla er kostur. Umsóknir sendist á netfangið denni@matfugl.is Starfsmaður óskast á hænsnabú

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.