Bændablaðið - 11.02.2010, Síða 32

Bændablaðið - 11.02.2010, Síða 32
3. tölublað 2010 Fimmtudagur 11. febrúar Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 25. febrúar Þrátt fyrir að Haukur Breiðfjörð, fyrrverandi bóndi, verði 91 árs 23. ágúst í sumar gengur hann 10 kílómetra á hverjum degi um götur Selfossbæjar, 4 kílómetra fyrir hádegi og 6 kílómetra eftir hádegi. Haukur bjó í 30 ár á Fjarðarhorni í Gufudalssveit (nú Reykhólasveit), 7 ár á Minni- Ólafsvöllum á Skeiðum og 10 ár á Lækjarhvammi í Austur Landeyjum. Síðustu 29 ár hefur hann búið á Selfossi. Kona hans var Tómasína Þóra Þórólfsdóttir, sem lést fyrir nokkrum árum. Saman áttu þau fjögur börn, Kristþór Breiðfjörð, sem býr á Hellu, Guðjónu Kristínu, sem býr á Innri Múla á Barðaströnd og þau Guðmundu Laufeyju og Ólaf Gunnar, sem búa á Selfossi, en Haukur býr hjá Ólafi og hans fjölskyldu. Barnabörnin eru 15 talsins. Vantar brekkurnar „Gönguferðirnar gefa mér allt, ég veit ekki hvar ég væri án þeirra. Ég hef alltaf labbað mikið í gegn- um árin og þakka því góða heilsu í dag. Það er mjög gott að ganga á Selfossi, þó ég sakni þess stundum að hafa ekki einhverjar brekkur til að ganga um til að reyna meira á skrokkinn. Ég hitti marga á ferð- um mínum og tek spjall við fólk þegar þannig liggur á mér,“ sagði Haukur þegar hann var spurður út í gönguferðirnar. Hann hvetur alla sem geta og treysta sér, ekki síst eldri borgara, til að ganga á hverj- um degi, það skili sér margfalt til baka með betri heilsu. Bestur á morgnana Haukur segist ekki eiga sér mörg áhugamál, hann geti lítið sem ekk- ert horft á sjónvarp þar sem sjónin er farin að gefa sig og hlusti lítið á útvarp, þó helst hljóðbækur. Hann segist alltaf hafa verið lélegur að vaka á kvöldin, sé sofnaður um kl. 22:30 en hafi alltaf verið bestur á morgnana, enda sé hann kominn á fætur á milli kl. 05:00 og 06:00. „Lífið leikur við mig, ég hef það mjög gott og líður vel enda hef ég ekki undan neinu að kvarta. Það er gott að búa á Selfossi og hér vil ég vera og stunda mínar reglulegu göngur,“ sagði göngugarpurinn að lokum. Viðtal og ljósmyndir: Magnús Hlynur Hreiðarsson. Haukur Breiðfjörð, fyrrverandi bóndi: Gengur 10 km á hverjum degi um götur Selfossbæjar – verður 91 árs í sumar Haukur Breiðfjörð, göngugarpur á Selfossi. Margir í bænum þekkja and- lit þessa gamla bónda, hann gengur við sína tvo stafi, götu eftir götu, með ákefð og seiglu í svip – þrjá tíma á dag; einn fyrir hádegi en tvo eftir hádegi, eða samtals 10 kílómetra á dag. Á gönguleiðum Hauks eru nokkrir bekkir þar sem hann nýtur þess að setjast aðeins niður. Það má ekki vera lengi, í mesta lagi 2-3 mínútur, síðan er hann rokinn af stað. Gera má ráð fyrir að af þeim lið- lega 80.000 hrossum sem hrossa- stofn landsins telur, séu u.þ.b. 2/3 hlutar af honum hýstir utandyra árið um kring. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á atferli hrossa á útigangi yfir vetrarmán- uðina benda til þess að misbrest- ur sé á uppeldi ungra hrossa á útigangi. Æ fleiri hestamenn hafa því brugðið á það ráð að hýsa folöld til þess að auka vöxt þeirra. Íslenskar rannsóknir benda til þess að hross noti ekki hefðbundin skjól nema að litlu leyti og einnig að virðingarröð innan hjarðarinnar hafi áhrif á hversu mikið skjól hross komast í. Þá sýna erlendar rannsóknir að rigning í hitastigi rétt fyrir ofan frostmarks hefur mjög slæm áhrif á velferð hrossa. Skýli sem ver skepnurnar fyrir vindi og rigningu við lágt hitastig gæti því aukið velferð hrossa. Nú á vordögum hefjast rann- sóknir starfsmanna Landbúnaðar- háskóla Íslands á möguleikum opinna færanlegra útihúsa. Verk- efnið er styrkt af Hýsi ehf. og Merkúr ehf. sem leggja til færan- legt hýsi sem er 5 m á breidd, 6 m langt, 3,15 m hátt og vegur aðeins 900 kg. Hýsið var flutt samansett af mótssvæði fjórðungsmóts á Kaldár mel um síðastliðið sumar að Hvann eyri og var formlega afhent Land bún aðar há skól anum þann 4. febrúar síðastliðinn. Gerður verður samanburður á notkun útihússins við mismun- andi umhverfisaðstæður eins og mismunandi vindhraða og vind- áttir, hitastig og úrkomumagn. Þá verða einnig skráð atferli og samskipti hrossa og áhrif þeirra á notkun hússins við þessar mismun- andi aðstæður. Atferlið sem verður athugað er staðsetning samskipta/ atferlis, jákvæð samskipti, neikvæð samskipti og tími sem eytt er í át. Þá verður einnig athugað með legu hrossa, hve lengi þau liggja og hvernig sú lega er, þ.e. flöt eða upp- rétt. Mikilvæg vitneskja um notkun á færanlegum útihúsum fæst með rannsókn þessari sem og grundvöll- ur til leiðbeiningar um staðsetningu slíkra húsa og hvaða fermetrafjölda eigi að reikna með fyrir hvert hross í stóðinu, svo hross neðarlega í virðingarröðinni komist einnig örugglega í skjól. Ætlunin er að skoða nýtingu svona húsa fyrir önnur húsdýr, t.d. kvígur eða geldkýr sem ganga fjarri fjósum og hafa sjaldan tækifæri til þess að forðast veðrabrigði sem geta verið neikvæð fyrir vöxt og vellíðan þeirra. Færanlegt skýli, sem gefur skjól fyrir slagveðrum og mikilli sól, getur þannig aukið vellíðan og heilbrigði dýranna. Eins mætti ætla að skjólhýsi fyrir sauðfé gæti aukið öryggi á sauð- burði ef veður gerast válynd. Leiðbeiningar til kúa- og hrossa- bænda um uppsetningu og fer- metraþörf færanlegra útihúsa eru í dag byggðar á reynslu og leiðbein- ingum sölumanna, en ekki á vís- indalegum rannsóknum. Er þessi rannsókn því mikilvægur þáttur í því að meta hlutlaust notagildi færanlegra útihúsa svo bæta megi aðbúnað skepna á útigangi. Veðurskýli fyrir búfé Notkunarmöguleikar færanlegra opinna útihýsa               Frá formlegri afhendingu tilraunahýsisins á Hvanneyri.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.