Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | fimmtudagur 24. mars 2011 Fréttir Aðalfundur Landssambands kúabænda 2011 verður haldinn á Hótel KEA á Akureyri dagana 25. og 26. mars n.k. Er þetta tíma- mótafundur því að í ár eru 25 ár liðin frá stofnun samtakanna en stofnfundurinn var haldinn þann 4. apríl 1986 í húsakynnum Osta- og smjörsölunnar í Reykjavík. Auk hefðbundinna aðalfundar- starfa verður meginverkefni fundarins í ár að afgreiða stefnu- mörkun kúabænda til næstu 10 ára. Þungamiðja þess verkefnis er að finna leiðir til lækkunar fram- leiðslukostnaðar greinarinnar, til að auka samkeppnishæfni hennar og bæta kjör þeirra sem hana stunda. Fundinn sækja 42 fulltrúar 13 aðild- arfélaga Landssambands kúabænda um allt land. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um málefni greinarinnar. Heildarneysla á fitu tengist ekki kransæðasjúkdómum: Mjólkurinnlegg hjá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) dróst saman um 1,9% á milli áranna 2009 og 2010, að því er fram kom á aðalfundi SAM sem haldinn var 11. mars. Innvigtuð mjólk á árinu 2010 nam 123 milljónum lítra en fram- leiðslan 2009 nam 126 milljónum lítra. Samsteypan tapaði um einni milljón króna á árinu 2010. Eigendur SAM í árslok voru Auðhumla svf. með 90,48% hlut, Kaupfélag Skagfirðinga svf. með 9.38% hlut og Mjólka ehf. með 0,14% hlut. Fram kemur í ársskýrslu að sala á mjólkurvörum á árinu 2010 hafi verið góð þó ekki hafi tekist að halda þeirri góðu sölu sem var á árinu 2009. Umreiknuð sala á próteingrunni nam 114,7 milljónum lítra, sem er 2,5% samdráttur frá fyrra ári. Umreiknuð sala á fitugrunni nam 110,6 millj- ónum lítra, sem er um 4,3% sam- dráttur miðað við 2009. Aukinn útflutningur Útflutningur á próteinhluta jókst nokkuð á árinu 2010 og nam 9,1 milljón lítra í stað 7,8 milljóna lítra á árinu 2009. Útflutningur á fituhlut- anum nam 12,2 milljónum lítra, sem er lítilsháttar samdráttur frá árinu 2009. Þá kom fram í ársreikningi að rekstur Rannsóknastofu SAM og Framleiðendaþjónustu SAM hafi gengið vel á árinu 2010. SAM töpuðu um 1 milljón króna á árinu 2010 en undir samstæðureikn- ingi SAM er nú einnig Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins, sem áður var með sjálfstæðan fjárhag. Eignir samstæðunnar nema rúmlega 81,8 milljónum króna og eigið fé í árslok 2010 var ríflega 23,4 milljónir króna. Handbært fé í lok árs var tæpar 46,2 milljónir króna. Rekstrartekjur SAM námu 124.925.584 krónum á árinu 2010 á móti 121.189.420 krónum á árinu 2009. Rekstrartap í fyrra nam tæpum 3,7 milljónum króna á móti 3,3 millj- óna króna hagnaði 2009. Þegar búið er að taka tillit til fjármunatekna og gjalda var nettóhagnaður 1.005.870 krónur á árinu 2010 á móti 28.332 króna nettótapi 2009, sem skýrðist af lokun sjóða vegna útflutnings og markaðsmála. Sjö manna stórn Stjórn SAM er skipuð sjö aðal- mönnum og sjö varamönnum. Í stjórninni sitja nú sem aðalmenn þeir Erlingur Teitsson, sem er formaður, Rögnvaldur Ólafsson varaformaður, Jón Axel Pétursson ritari, Einar Sigurðsson, Egill Sigurðsson, Pálmi Vilhjálmsson og Sigurður Loftsson. Mjólkuriðnaðurinn stendur sterkur Guðni Ágústsson, framkvæmda- stjóri SAM, sagði á aðalfundi sam- takanna sem fram fór 11. mars sl. að enn væru ríkjandi miklir erfið- leikar í íslensku samfélagi. Umbætur í atvinnulífinu sæktust seint og atvinnuleysi og brottflutningur fólks til útlanda ylli miklum áhyggjum. Mjólkuriðnaðurinn stæði samt sterkur og sterkari en flest önnur matvælaframleiðslufyrirtæki lands- ins. Gott starfsfólk í mjólkuriðnaði héldi vöku sinni og væri framsækið í nýjungum fyrir neytendur. „Landbúnaðurinn og fjölskylda bóndans í sveitinni, sem framleiðir stóran hluta matvæla, fær hinsvegar hlýjar hugrenningar fólksins í bæjum og borginni, það þakkar og skilur betur en fyrr mikilvægi þess að eiga bændur og fiskimenn og að þjóðin búi við matvælaöryggi. Einn milljarður manna gengur svangur til rekkju sinnar á hverju kvöldi og hefur áhyggjur af nauð- þurftum morgundagsins. Í hinum þungu örlögum okkar Íslendinga megum við nú sérstaklega þakka bændum ötult uppbyggingar- starf síðustu ára. Allur varningur að utan, þar með matvæli, hafa hækkað í hafi svo um munar. Á meðan hafa landbúnaðar- vörur okkar hækkað miklu minna þrátt fyrir að aðföng hafi hækkað. Einhvern tíma heyrði maður stjórn- málamennina segja að hollur væri heimafenginn baggi. Ef landbúnaðarframleiðslan drægist saman um fimmtíu eða sex- tíu prósent og innflutningur kæmi í staðinn, hver væri staða gjaldeyris- forðans? Hvert væri atvinnuleysið þá og hver væri staðan á vinnumarkaði? Hvar væri ríkisstjórnin að skera niður til viðbótar? Það má segja að allar sölutölur í mjólk og kjöti endurspegli að neytendur eru bændum trúir og þakklátir." /HKr. Aðalfundur Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði: Framleiðsla dróst saman en útflutningur jókst Laufey Steingrímsdóttir prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands segir að hún sé sammála því sem fram kemur í nýrri skýrslu FAO og WHO um næringarráðgjöf vegna fitu og fitusýra. „Það sem kemur þarna fram er að samsetning fitu í fæðu skipti lang- mestu máli, að menn skipti út harðri eða mettaðri fitu úr matarræði fyrir fjölómettaða. Þetta hefur verið mikið áhersluatriði hér á landi og við höfum náð árangri með það. Það hefur orðið mikil breyting á samsetningu fituneyslu Íslendinga þar sem mikil minnkun hefur orðið á neyslu mett- aðrar fitu og transfitusýra. Það hefur dregið verulega úr neyslu á mjólkur- fitu, smjöri og smjörlíki og einnig neyslu á feitu kjöti. Í staðinn hefur fólk farið að neyta mjúkrar fitu, fólk notar olíur í stað smjörlíkis, velur magrari mjólkurvörur og magrara kjöt. Það er einn veigamesti þátturinn í að gríðarlega hefur dregið úr kransæða- sjúkdómum hér á landi, svo mikið að það hefur vakið heimsathygli. Það varð 80 prósenta fækkun á dauðsföllum af þeim sökum á árabilinu 1981 til 2006 í aldurshópnum 25 til 74 ára. Nýlega var einmitt birt fræðigrein um það byggð á rannsóknum Hjartaverndar.“ Ekki ný sannindi Laufey segir að eins og kemur fram í skýrslunni tengist heildarfituneysla hjartasjúkdómum lítið sem ekkert, það sé þekkt og þurfi ekki að koma á óvart. „Þar sem borðuð er mikil mjúk fita en ekki hörð, þar er áhættan á hjartasjúk- dómum mun minni en annars staðar. Við getum litið til Grænlands þar sem neysla á fiskfitu var mikil eða til margra Miðjarðarhafslanda þar sem var mikil fituneysla en sú fita var mjúk, ekki hörð.“ Túlkun mjólkuriðnaðarins Varðandi afstöðu mjólkuriðnaðarins bendir Laufey á að í skýrslunni komi fram að mikil neysla á mettaðri fitu hafi tengsl við kransæðasjúkdóma. „Það eru sett fram sannfærandi rök í skýrslunni fyrir að svo sé. Það kemur vissulega fram að heildarneysla á fitu virðist ekki hafa áhrif á hættuna á hjartasjúkdómum en það er engan veginn hægt að túlka niðurstöður þess- arar skýrslu með þeim hætti að neysla á mjólkurfitu hafi ekki slík áhrif. Það er túlkun mjólkuriðnaðarins.“ /fr Sunnudaginn 27. mars verður haldið málþing um eflingu búskapar í Skaftárhreppi í samstarfi Samtaka ungra bænda og Atvinnumálanefndar Skaftárhrepps. Í fréttatilkynningu segir að spennandi tækifæri liggi í landbún- aði á Íslandi og að Skaftárhreppur sé dæmi um auðlindaríkt svæði þar sem mikið er af vannýttum tækifærum. Á málþinginu verður annars vegar farið yfir nýtingu lands í hinum fámenna og víðfeðma hreppi þar sem náttúran er í stöðugri mótun. Hins vegar verður fjallað um tækifæri sem liggja í einstaka framleiðslugreinum og bent á raunhæfar leiðir til nýlið- unar á bújörðum. Dagskráin ætti að höfða til allra sem áhuga hafa á landbúnaði og annt er um byggða- þróun. M.a. verður rætt um stöðu og horfur í sauðfjárrækt, framleiðslu á olíurepju, nýliðun í landbúnaði og tækifæri í ferðaþjónustu. Málþingið verður í félagsheim- ilinu Kirkjuhvoli og hefst kl. 13:00 og er öllum opið. Nánari upp- lýsingar er að finna á vefsíðunum klaustur.is og ungurbondi.is. Málþing um eflingu búskapar Kirkjubæjarklaustur: 25 ár frá stofnun Aðalfundur Landssambands kúabænda á föstudag: Rögnvaldur Ólafsson, fráfarandi formaður SAM og núverandi varaformaður, gerði grein fyrir stöðu samtakanna. Mynd/HKr. Samsetning fitu í fæðu lykilatriði - segir Laufey Steingrímsdóttir prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands Landsmótahaldi verður misskipt Tvö skipti fyrir sunnan á móti hverju einu skipti fyrir norðan ef tillögur ná fram að ganga Landsmót hestamanna verða haldin tvisvar á Suðurlandi á móti hverju einu skipti á Norðurlandi í framtíðinni, ef tillögur landsmóts- nefndar verða að veruleika. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar sem falið var að fara yfir þróun og stöðu Landsmóta hestamanna og koma með tillögur að framtíðarskipulagi þeirra. Umrædd nefnd var skipuð síðast- liðið haust en í henni áttu sæti tveir fulltrúar Bændasamtaka Íslands (BÍ) og þrír fulltrúar Landssambands hesta- mannafélaga. Í skýrslunni kemur fram að það sé skoðun nefndarinnar að rétt sé að landsmót verði áfram haldið á tveggja ára fresti. Við ákvörðun á staðarvali sé hægt að færa sterk rök, bæði fjárhagsleg og félagsleg, fyrir því að tvö landsmót verði haldin í röð á Suðurlandi á móti einu á Norðurlandi. Eins og kunnugt er hafa verið nokkuð skiptar skoðanir um landsmótsstaði en síðustu landsmót hafa verið haldin til skiptis í Reykjavík, á Gaddstaðaflötum og á Vindheimamelum. Í skýrslunni er ekki tekin afstaða til ákveðinna lands- mótsstaða og mun sú umræða því enn um sinn verða á dagskrá við val á landsmótsstöðum. Skagfirðingar alfarið andvígir Jónína Stefánsdóttir, formaður hesta- mannafélagsins Stíganda í Skagafirði, segir að þar á bæ leggist menn alfarið gegn hugmyndum um að fjölga lands- mótum á Suðurlandi. „Það er augljóst að ef fara að líða fjögur ár á milli lands- móta verður ekki sama nýting á mann- virkjum og aðstöðu á landsmótsstað á Norðurlandi. Það er ein forsendan fyrir því að hægt sé að byggja upp með veglegum hætti, að mannvirkin séu nýtt, og ég veit ekki betur en að það sé einmitt krafan.“ Jónína segir jafnframt að Stígandafélagar vilji að Vindheimamelar verði fastsettir sem framtíðarlandsmótsstaður. „Það hefur verið almenn ánægja með landsmót hér fyrir norðan, þau hafa tekist vel.“ Landsmóti hugsanlega flýtt Í skýrslunni er einnig lagt til að skoðað verði í fullri alvöru hvort rétt sé að flýta landsmóti um 1-2 vikur en fram til þessa hafa þau verið fyrstu viku og helgi í júlí. Með því væru mótin færð út af háannatíma ferðaþjónustunnar, sem leitt gæti af sér skipulagslegan og fjárhagslegan ávinning. Lögð er áhersla á að alls ekki eigi að lengja mótið og jafnframt að huga megi að því að létta dagskrána, mögulega með ákveðnum fjöldatakmörkunum. Þá er og lögð áhersla á að aðbúnaður hrossa á mótinu þurfi að vera í lagi. Auknar kröfur séu nú gerðar um möguleika á hýsingu hrossanna og hljóti alvöru landsmótsstaður að standa undir slíku. Vonbrigði að staðarval sé ekki skýrt Sigurbjartur Pálsson, fulltrúi BÍ í stjórn Landsmóts ehf., segir að BÍ hafi haft skýra sýn á staðarval landsmóts; þau skyldu haldin annað hvert ár til skiptis á Suðurlandi og Norðurlandi í dreif- býli. Í ályktun Búnaðarþings 2010 um Landsmót hestamanna er tiltekið að landsmótsstaðirnir eigi að vera tveir, Vindheimamelar og Gaddstaðaflatir. „Sú stefna hefur ekki breyst en ég geri ráð fyrir því að þessi skýrsla verði tekin til umræðu í heild sinni á næstunni. Það er ekki tekið af skarið með stað- setningar landsmóta í henni og það veldur ákveðnum vonbrigðum. Ég hélt og vonaði að nefndin myndi hafa þann kjark sem til þyrfti og mér finnst hafa legið fyrir næg gögn til að það hefði verið hægt.“ /fr

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.