Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 19
Jarðrækt og vorverk 2011 - 19 BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 24. MARS 2011 VIÐ ERUM GÓÐIR Í VARMA VARMADÆLUR LOFT- LOFT LOFT- VATN VATN- VATN Dalshrauni 5 Hafnarfirði Sími 585 1070 Fax 585 1071 vov@vov.is www.varmaverk.is G ra fik a 10 TOP N+ ... betra gler Glerverksmiðjan Samverk ehf Eyjasandi 2, 850 Hella Gasfyllt gler, aukin einangrun. Aðferðir við jarðvegsgreiningar fyrir túnrækt voru þróaðar og nánast fullmótaðar á 7. áratug síðustu aldar og hafa tekið litlum breytingum síðan. Umræddar aðferðir mæla uppleysanleg steinefni í jarðvegssýnum með ákveðnum skolaðferðum auk þess sem sýrustig er mælt. Verulega hefur dregið úr því að bændur nýti sér þessar jarðvegs- greiningar í sínum áburðaráætl- unum enda hefur umræða meðal ráðunauta og fræðimanna á síðustu árum dregið í efa gagnsemi þeirra, einkum mælingarnar á fosfór og kalí. Í dag eru áburðaráætlanir hér á landi að stærstum hluta byggðar á huglægu mati sem reynir á reynslu og staðarþekkingu þess sem þær gerir. Í Evrópu og víðar hefur hins vegar orðið mikil þróun í jarðvegs- greiningum á undanförnum ára- tugum. Þar eru jarðvegsgreiningar grunnurinn að áburðaráætlunum í mörgum löndum. Þessar nýju greiningar mæla ekki einungis helstu steinefni heldur einnig ýmsa eðliseiginleika jarðvegsins, heildar nitur, kolefni og valin snefilefni. Niðurstöðurnar eru gefnar upp í myndrænni framsetningu ásamt ráðlögðum áburðarskömmtum. Á sama tíma hefur áburðarnotkun á uppskerueiningu (kg uppskera/kg áburðar) í þessum löndum dregist umtalsvert saman sem að hluta til má þakka þessum nýju greiningum ásamt góðum flokkunarkerfum á ræktunarjarðvegi. Hér á landi hefur enn hvorki verið lögð vinna í gerð samræmds flokkunarkerfis á rækt- unarjarðvegi né í endurskoðun á hagnýtum jarðvegsgreiningum þó kallað hafi verið eftir því á undan- förnum árum. Á nýliðnu Fræðaþingi land- búnaðarins kynntu Þorsteinn Guðmundsson og Þóroddur Sveinsson niðurstöður sínar á uppgjöri fjölda áburðartilrauna. Niðurstöður þeirra staðfestu að hag- nýtt gildi fosfór og kalí mælinga í jarðvegi eins og þær eru fram- kvæmdar hér í dag fyrir ræktendur er takmarkað. Aftur á móti gáfu áburðarsvörunartilraunir í 7 túnum á þremur kúabúum í Hörgárdal sum- arið 2010 áhugaverðar niðurstöður sem vert er að vinna áfram með. Skýrt samband fannst á milli heildar niturs (N) í jarðvegi (N tala = g N/l jarðvegs, 0-10 sm dýpt) og áburðar- svörunar eins og kemur fram í meðfylgjandi einfaldaðri mynd. Myndin sýnir hvað þurfti að bera á mikið nitur til að ná hámarks þurr- efnisuppskeru sem var mjög breyti- legt í þessum túnum. Bera þurfti 150 kg N/ha á tún á jarðvegi með N töluna u.þ.b. 3 en einungis 40 kg N/ha ef N talan er >6,5 til að ná hámarks þurrefnisuppskeru. Háar N tölur eru í lífrænum mýrum og frjó- sömum móum sem hafa verið lengi í ræktun. Steinefnarík tún hafa mun lægri N tölur og þau svara hlutfalls- lega betur miklum N áburði að vori en lífrænar mýrar í góðri ræktun. Í þessum tilraunum fannst einnig, eins og við var að búast, mjög sterkt samband milli N tölu, rúmþyngdar (kg/l) og glæðitaps jarðvegs (% af þyngd). Tekið skal skýrt fram að nauðsynlegt er að gera mun fleiri tilraunir víðar á landinu til að sann- reyna gildi þessara niðurstaðna fyrir almennar áburðarleiðbeiningar. Fyrir utan breytta framsetningu á niðurstöðum jarðvegsgreininga lögðu höfundar til eftirfarandi end- urbætur á jarðvegsgreiningum. Mælingar á rúmþyngd, N og kolefni (C) eða glæðitapi Hvorki nitur né mat á magni líf- rænna efna er greint í þjónustu- sýnum á Íslandi í dag. Slíkar greiningar hafa verið grunnur að leiðbeiningum um N áburð í nágrannalöndum okkar um langan tíma. Lagt er til að rúmþyngd sýna verði ákvörðuð í öllum sýnum hið minnsta en með rúmþyngd má áætla heildar N í jarðvegi nokkuð nákvæmlega. Þó er nauðsynlegt að mæla glæðitap, C eða N reglulega úr hluta jarðvegssýna. Sýnatökudýpt Lagt er til að sýnatökudýpt úr túnum verði aukin úr 5 sm í 10 sm. Sú dýpt nær til meginhluta rótarkerfisins og mun að öllum líkindum veita stöðugri tölur vegna þess að sveiflur í N, P og K tölum efst í jarðveginum mundu dreifast á meira efni auk þess sem meiri dýpt gefur betri upplýsingar um jarðvegsgerðina en 5 sm dýpt. Ennfremur er lagt til að grunnur verið lagður að jarðvegsgreining- um í akuryrkju og garðrækt og að þar verði sýnatökudýptin 15 sm. Átak í áburðarsvörunartilraunum um allt land Til þess að jarðvegssýnaniðurstöð- ur gagnist sem best og til að undir- byggja nákvæmari flokkun á rækt- unarjarðvegi þarf að gera mikið átak í áburðarsvörunartilraunum um allt land. Frá þeim tíma sem aðferðir við jarðvegsgreiningar voru þró- aðar hér á landi á 7. áratugnum hefur íslenskur ræktunarjarðvegur tekið miklum breytingum sem og tækni við greiningar á jarðvegi. Sýnt hefur verið fram á að þessar gömlu aðferðir hafa lítið hag- nýtt gildi fyrir bændur í dag. Þess vegna er kominn tími til að aðlaga nýjar þekktar og hlutlægar aðferðir sem meta gæði ræktunarjarðvegs betur en nú er gert. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir bændur þegar áburðarverð heldur bara áfram að hækka. Tillögur að endurbótum á jarðvegsgreiningum fyrir bændur 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 1 2 3 4 5 6 7 8 H lu tf al ls le g þu rr ef ni su pp sk er a, % N tala (g N/l, 0-10 sm dýpt) 150 kg N/ha 40 kg N/ha 80 kg N/ha 120 kg N/ha Dæmi um áhrif N styrks jarðvegs á nituráburðarsvörun í túnum. Sýnt sem hlutfallslegur uppskeruauki af mögulegri hámarks þurrefnisuppskeru. Sjá nánar í texta. Þóroddur Sveinsson Kennari og tilraunastjóri LbhÍ á Möðruvöllum Jarðvegsgreiningar fyrir túnrækt Vélfang býður nú upp á margvís- legar nýjungar í tækjum er lúta að jarðrækt og sáningu að því er segir í tilkynningu frá fyrir- tækinu. Frá Kverneland Klepp kemur nýr léttbyggður pv lógur fyrir vélar upp að 130 hestöfl. Plógurinn er allur smíðaður úr hertu stáli. Hann er fáanlegur með brotbolta, Týpa 150 B og fasta strengbreidd eða Týpa 150 S búin fjaðraút- slætti og stillanlegur frá 14 - 20 tommur. Þessi létti en sterkbyggði plógur er ætlaður sem valkostur við hefðbundna Kverneland 4-5 skera plóga. Með öllum búnaði er æskileg lyftigeta dráttarvéla aðeins 2600 kg fyrir 3 skera og 3700 kg fyrir 4 skera vendiplóg. Sambyggð grassáðvél Með vaxandi notkun aukast kröfur um gæði og endingu véla og tækja- búnaðar. Vélfang býður af þeim sökum breiðara úrval sáðvéla en nokkru sinni fyrr. Nýja KUHN Premia fjölsáðvélin býðst í nokkr- um stærðum og vinnslubreiddum. Premia 300 býðst nú með sam- byggðri grassáðvél. Einföld og níðsterk vél sem hefur fengið góðar viðtökur bænda og búnaðar- félaga. Hnífaherfi og sáðvélar Nokka Tume sem Íslenskir bændur þekkja af áratuga notkun á Hankmo hnífaherfum framleiða m.a. hefð- bundnar grassáðvélar og fjölsálvél er sáir tveimur frætegundum eða fræi og áburði samtímis svo eitt- hvað sé nefnt. Kverneland Miniair Nova loftknúin grænmetissáðvél smellpassar fyrir garðyrkjuna. Hefðbundnar Kverneland Accord loftsáðvélar eru fáanlegar frá 3 til 12 m í vinnslubreidd. Ýmist not- aðar stakar, eða hannaðar með það fyrir augum að tengjast við t.d. pinnatætara eða fjaðraherfi. Repjuvinnsluvélar Ræktun og úrvinnslu á Repjuolíu sem eldsneyti eða til manneldis ber hátt í umræðunni um þessar mund- ir. Frá birgjum á borð við CLAAS og Alvan Blanch býður Vélfang heildstæða línu til uppskeru og fullvinnslu á þeim afurðum sem Olíurepjan gefur af sér. Fjölþætt tæki fyrir jarðrækt og sáningu – Margvíslegar nýjungar frá Vélfangi

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.