Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 17
Jarðrækt og vorverk 2011 - 17BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 24. MARS 2011 Aðdragandi Búnaðarþing 2010 ályktaði að unn- inn verði viðurkenndur staðall fyrir ræktanlegt land og gefinn út sem leiðbeiningar til nota við skipu- lagsvinnu og stefnumótun í land- nýtingu. Markmið þeirrar vinnu væri að skilgreina hvað og hvar er ræktanlegt land, með langtíma hags- muni í huga. Óskaði Búnaðarþing eftir því við umhverfsráðuneyti og Skipulagsstofnun að unnin yrðu drög að slíku á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands. Kallaði umhverfisráðuneytið saman fulltrúa Bændasamtakanna, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytis, Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðslu ríkisins og Skipulagsstofnunar til þess að ræða með hvaða hætti best væri að standa að slíkri vinnu. Niðurstaðan varð sú að Áslaug Helgadóttir prófessor á Landbúnaðarháskólanum gerði drög að skilgreiningu á akuryrkjulandi og meðferð þess í skipulagi í samstarfi við Svein Runólfsson Landgræðslu ríkisins og Hafdísi Hafliðadóttur Skipulagsstofnun. Á þessu minnis- blaði eru tillögur þeirra. Inngangur Hér er gerð tilraun til þess að skil- greina akuryrkjuland á Íslandi og með hvaða hætti megi nýta þá skil- greiningu í skipulagi. Gerður er skýr greinarmunur á landbúnaðarlandi, eins og það er skilgreint í skipulags- reglugerð 400/1998, grein 4.14, og akuryrkjulandi. Land til akuryrkju er mikilvæg auðlind á Íslandi og hefur á síðust árum orðið til mikilvæg þekking og reynsla í slíkri ræktun. Í aukinni akuryrkju liggja án efa ein helstu nýsköpunartækifæri íslensks land- búnaðar. Mikilvægt er því að gerð sé grein fyrir auðlindinni sjálfri, þ.e akuryrkjulandinu, við skipulagsgerð. Samkvæmt viðurkenndum alþjóð legum skilgreiningum, sem t.d. er stuðst við í CORINE land- flokkuninni, er talað um að akur- yrkjuland (e. arable land) sé land sem plægt er reglulega og yfirleitt í sáðskiptum. Landflokkun erlendis, t.d. í Evrópu, ber þess merki að akuryrkja er ráðandi landnýting á stórum svæðum og kortlagning á landi í rækt er fremur augljóst verkefni. Á Íslandi hefur landbún- aðarland hins vegar verið skilgreint mjög vítt við skipulagsgerð, nánast sem það land sem ekki er í annarri notkun. Landbúnaður hérlendis felur því í sér afar breytilega land- notkun, allt frá akuryrkju til vægrar beitar á hálendi. Bent hefur verið á að CORINE flokkunin, sem gerð hefur verið yfir landbúnaðarland á Íslandi, dugi ekki til þess að leggja mat á mögulegt akuryrkjuland. Þar þurfi fleira að koma til eins og t.d. upplýsingar um jarðveg, landhæð, landhalla, verndarsvæði o.fl. Þær skilgreiningar á akuryrkjulandi, sem settar eru fram hér, taka því mið af aðstæðum hér á landi. Með þessu móti er unnt að skipta land- búnaðarlandi, eins og það er skil- greint í skipulagsreglugerð, niður í akuryrkjuland og aðra flokka eftir því sem við á. Skilgreiningarnar byggjast á tæknilegum forsendum og land- kostum sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að unnt sé að nýta land til akuryrkju, sbr. viðmið hér að aftan. Annars vegar er landið flokkað m.t.t. jarðvegsgerðar og hins vegar eftir hitafari að sumri. Skipta má plógtækum jarðvegi í tvennt eftir gerð hans. Annars vegar er moldar- jarðvegur, þ.e. framræstar mýrar og mólendi, þar sem nánast engin hætta er á þurrkskemmdum í korni. Hins vegar eru melar og sandar svo snauð að lífrænu efni að þurrkur getur valdið skemmdum á korni. Fyrri flokkurinn er mun verðmætari til ræktunar. Í báðum jarðvegsgerðum getur verið viss hætta á jarðvegs- rofi úr opnum ökrum, einkum ef jarðvegur er snauður af lífrænu efni. Nýtanlegur hiti ræðst af lengd vaxt- artímans og meðalhita hans. Þar sem korn verður ræktað með góðu móti þarf um 1250 D° á vaxtartíma til að ná nýtanlegri uppskeru. Þetta jafn- gildir 9,6°C meðalhita í 130 daga, frá 7. maí til 15. september. Nýtanleg hitasumma minnkar um 100 D° fyrir hækkun lands um 100 m vegna þess að hiti lækkar og vaxtartími styttist eftir því sem ofar dregur. Líta má á þessar skilgreiningar sem viðmið um hvaða land sé til akuryrkju fallið og þær má nýta til þess að útbúa sérstaka kortaþekju og þar með styðja við ákvarðanir við skipulagsvinnu sveitarfélaga. Vert er að ítreka að við ákvörðun um landnotkun þarf að taka tillit til ýmissa annarra þátta sem geta takmarkað hugsanlega nýtingu, eins og t.d. verndar votlendis og ýmissa annarra vistgerða eða náttúrufyrir- brigða, vatnsverndar og ákvarðana um aðra landnýtingu, s.s. skógrækt og frístundabyggðir. Mikilvægt er að allir þessir þættir séu vel skilgreindir við skipulagsgerð. Eitt af þeim álitamálum sem hæst ber er framræsla votlendis og hugs- anleg endurheimt þess. Skilgreining á akuryrkjulandi tekur til þess lands sem þegar hefur verið framræst svo fremi það henti til akuryrkju og er þá m.a. nægjanlega vel ræst fram. Hér er síðan gert ráð fyrir að mögulegt akuryrkjuland á óframræstu votlendi fái sérstaka merkingu. Sú þekja sem til verður fyrir akuryrkjuland hefur einungis faglegt gildi en felur ekki í sér ákvörðun um hvort land verði nýtt til akuryrkju. Það er síðan skipulagsyfirvalda á hverjum stað að ákveða forgangsröðun hinna ýmsu þátta þegar tekin er ákvörðun um landnotkun í samræmi við stefnu, lög og viðmið hvers tíma, m.a. við gerð aðalskipulags í samráði við landeigendur. Drög að viðmiðum við flokkun á akuryrkjulandi: 1. Miðað skal við að land sé vinn- anlegt niður á 25 cm dýpi svo að grjót hindri ekki plægingu. 2. Framræst land er víða mikil- vægasta akuryrkjuland landsins. Þegar hefur þorri votlendis á láglendi verið ræstur fram og leggja þessi viðmið það land fyrst og fremst til grundvallar þegar akuryrkjuland er skilgreint. Jafnframt er bent á að óraskað votlendi, 3 ha eða meira, nýtur sérstakrar verndar skv. lögum um náttúruvernd og þurfa því tillögur að röskun votlendis í skipulagi að taka tillit til þess. 3. Landhalli má ekki vera meiri en 5-10%, háð jarðvegsgerð, til þess að forðast jarðvegsrof (hallatala háð frekari rann- sóknum og ákvörðunum). 4. Akuryrkjuland skal skilgreina sem slíkt fram á ár- og vatns- bakka en þekja vatnshelgunar síðan lögð yfir til frekari tak- mörkunar og tæki þá af helg- unarsvæði vatna og vatnsfalla. 5. Til þess að teljast akuryrkju- land þarf það að vera svo stórt að ná megi 3 ha spildum sam- felldum hið minnsta án vand- kvæða. Skurðir inni í spildum teljast þó ekki rjúfa samfellu. Frekari flokkun akuryrkjulands Það land sem telst akuryrkjuland skv. liðum 1-5 skal flokka frekar sem hér segir (raðað eftir verðmæti): A Afbragðs akuryrkjuland: Framræstar mýrar og mólendi og >1250 daggráður (D°) á vaxtar- tíma. B Gott akuryrkjuland: Framræstar mýrar og mólendi og 1000-1250 daggráður (D°) á vaxtartíma; Melar og sandar og >1250 daggráður (D°) á vaxtartíma, C Mögulegt akuryrkjuland: Melar og sandar og 1000-1250 daggráður (D°) á vaxtartíma. Rétt er að ítreka að landgæði eru ekki föst stærð. Hægt er að bæta ræktunarland bæði með plöntuvali og íblöndun lífræns efnis eins og búfjáráburðar. Land sem í dag er næringarsnautt eða viðkvæmt fyrir vindrofi gæti breyst í tímans rás. Einnig ber að hafa í huga að akur- yrkjuland stækkar og minnkar í takt við langtíma sveiflur í hita. Þessa flokkun þarf því að endurskoða ef forsendur breytast verulega. Stafræn kortagerð Þróun í kortagerð hefur verið mjög hröð síðastliðin ár með tilkomu öfl- ugra tölvukerfa og nákvæmari fjar- könnunargagna. Þau geta unnið með afar flóknar kortaþekjur sem legið geta í mörgum lögum (GIS kerfi). Mikilvægt er að það greiningarkerfi sem hannað er skilgreini ekki hvern fláka lands mjög þröngt út frá einum skilgreindum flokki með það í huga að unnið sé með eitt lag, heldur getur hver skiki fengið margs konar skil- greiningar eftir því með hvaða þekjur er unnið hverju sinni. Ofangreind við- mið til að skilgreina akuryrkjuland gefa færi á tæknilegri útfærslu við myndun sjálfstæðrar þekju fyrir land af því tagi. Í skipulagsvinnu yrði slík þekja nýtt til þess að afmarka það land sérstaklega. Reykjavík, 16. febrúar 2011 Áslaug Helgadóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands, Hafdís Hafliðadóttir, Skipulagsstofnun, Sveinn Runólfsson, Landgræðslu ríkisins. Minnisblað til Búnaðarþings 2011 til umræðu Drög að skilgreiningu á Akuryrkjulandi í skipulagi Byggakur í Drangshlíð undir Eyjafjöllum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.