Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | fimmtudagur 24. mars 2011 hreyfla vél frá Flugfélagi Íslands, hafi verið leigð undir flutninginn á minkunum til Íslands. Var Hafberg vinur hans þá með í för. Þegar vélin var lent á flugvellinum á Sauðárkróki og dyrnar opnaðar horfðu þeir félagarnir beint inn í byssukjafta alvopnaðra lögreglumanna. Vildu menn þar á bæ vera við öllu búnir en mikil umræða hafði þá spunnist í samfélaginu vegna ótta við að dýrin slyppu út. Eina bú frumkvöðlanna sem hefur lifað allan tímann Reynir segir að fyrsta búið af þessu tagi hér á landi hafi verið á Lykkju á Kjalarnesi, stofnað vorið 1969 af Hermanni Bridde bakarameistara og fjölskyldu. Það bú lifði ekki mjög lengi. Þá kom bú Loðfelds á Sauðarkróki, sem hóf starfsemi 15. janúar 1971. Síðan voru reist tvö önnur bú í Mosfellssveit árið 1971. Það voru Dalsbú í Helgadal, sem hætti síðar starfsemi en var endurreist og er starfrækt enn þann dag í dag, og Pólarminkur á Skeggjastöðum rétt hjá Gljúfrasteini, sem er ekki lengur í rekstri. Þá var einnig reist bú á Akranesi árið 1971 og annað í hrauninu sunnan við Hafnarfjörð, rétt austan við álverið í Straumsvík. Hvorugt síðastnefndu búanna varð langlíft. Á sama tíma var Grávara á Grenivík sett á fót. Það bú hætti síðar starfsemi en var svo endurreist og er í fullri starfsemi í dag. Á svipuðum tíma, eða árið 1972, var reist bú á Böggvistöðum við Dalvík sem fór í þrot í kjölfar tilraunar með upp- byggingu í refarækt. Er Loðfeldur í Skagafirði því eina búið sem lifað hefur allan tímann og aldrei hætt rekstri þrátt fyrir margvíslegar hremmingar sem dunið hafa yfir í þessari grein á Íslandi. Reynir er þar nú með um 2.500 læður í húsi en hefur mest verið með um 2.700 læður. Í dag munu vera starfrækt 22 loðdýrabú á landinu öllu. Breytinga þörf í greininni Margt hefur breyst á þessum 40 árum og segist Reynir hafa nokkuð aðra sýn í dag á hvað þurfi til að byggja greinina upp hérlendis þannig að úr geti orðið öflugur útflutningsatvinnu- vegur. „Ég tel að ef við höldum áfram á þeirri braut sem við erum á í dag muni það ekki leiða til þeirra breytinga sem nauðsynlegar eru, þó við höfum verið að gera margt gott. Við þurfum að taka á þessu með allt öðrum hætti. Eftir fjörutíu ára reynslu höfum við alla möguleika á að gera þetta betur.“ Ekki afdalaatvinnuvegur „Við getum byggt á okkar reynslu, en erum samt enn of föst í gamalli hugsun. Hér á landi hefur alltaf verið horft á loðdýraræktina sem aukabú- grein inn til dala. Á þeirri hugsun voru bændur hvattir til að fara út í loðdýrarækt út um allt land á sínum tíma, án þess að næg þekking væri til staðar. Auðvitað var það dauðadæmt strax frá upphafi og fjöldi fólks varð gjaldþrota. Þetta var óraunhæft, því búin verða að vera miklu stærri og þekking er þar lykilatriði ásamt brennandi áhuga. Með því að hugsa þetta sem stór- fyrirtæki verður svo margt auðveld- ara. Meiri fagþekking, fjölbreyttari starfskraftur og auðveldara með frí og alla hluti. Þá þurfa slík bú að vera staðsett sem næst fóðurframleiðslu- fyrirtækjunum. Það er lykilatriði svo búin fái ferskt fóður með sem minnstum tilkostnaði vegna flutninga og annars. Til að setja á fót bú sem byggir á stærðarhagkvæmni þarf síðan gríðarlega fjárbindingu. Þess vegna þurfum við að fá inn í þessa grein aðila sem hafa bæði vit á fjármálum og loðdýrarækt.“ Öll tækni miðast við stórar rekstrareiningar „Þegar ég byrjaði notaði ég hjólbörur við fóðrunina, var með bakka fyrir framan mig og skammtaði úr skeið. Þá þótti ágætt að einn maður hugs- aði um 300 læður og afkvæmi. Í dag er öll hönnun á tækjum og búnaði til loðdýraræktar miðuð við stórar einingar og fóðurvagnarnir kannski að taka tvö tonn. Einn maður í nútímabúi á að ráða við að hugsa um 1.500 læður. Þetta er sú þróun sem við getum ekki stöðvað. Ef við ætlum að vera þátttakendur í þessu áfram, þá verðum við að horfa á loðdýrarækt sem fyrirtækjarekstur á stórum skala. Þannig geta menn náð miklu betra skipulagi og hagkvæmni í rekstri.“ Konur bestu loðdýrabændurnir „Reyndar held ég að bestu loðdýra- bændurnir séu konur. Þær eru miklu samviskusamari og natnari við þetta en karlarnir. Mín reynsla er sú að það sé gulls ígildi að vera með konu í þessu. Við þurfum bara að virkja unga fólkið og kynna því hvers konar búgrein þetta er og hvað hún geti gefið af sér. Ég sé fyrir mér að sá sem lærir loðdýrarækt eigi að geta fengið miklar tekjur af því að vera dýrahirðir á loðdýrabúi.“ Háskólinn á Hvanneyri á að gegna lykilhlutverki „Við þurfum að nýta okkur það sem við kunnum og getum og tengja saman alla þekkingarþætti í kring- um þetta. Í dag höfum við ýmsar stofnanir sem ekki voru til áður, eins og Matvælastofnun (MAST), sem er með puttana á öllum fram- leiðendum. Þá er rannsóknastofnunin Matís okkar framtíðarsýn sem getur komið inn á seinni stigum. Síðan er Matvælastofnun sem á ekki að vera lögregla á framleiðendur heldur miklu fremur að veita ráðgjöf og leiðbeiningar og tryggja að rétt sé staðið að öllum þáttum, eins og fóður- framleiðslu og öðru. Lykilatriðið ætti svo að vera Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri. Þar er ungt fólk að læra sem hefur ánægju af að starfa með dýr. Þetta eru bændur framtíðarinnar sem hafa nauðsynlegan skilning á erfðafræði, fóðurfræði og umönnun á dýrum. Þess vegna eigum við að standa fast við bakið á skólanum á Hvanneyri. Þar eigum við að vera með loðdýraframleiðslu og halda okkar skinnasýningar. Þannig fengi það unga fólk sem þar nemur að kynnast þessu af eigin raun.“ Skinnasýningar verði endurvaktar á Íslandi „Síðustu tíu ár höfum við sent okkar bestu skinn á sýningar í Danmörku þar sem aðeins örfáir Íslendingar fá að kynnast þessu. Í gamla daga vorum við með slíkar sýningar á Hótel Sögu og fengum fólk af götunni til að koma og skoða skinn. Þetta var mjög gaman og við fengum jákvæða umræðu um greinina hér heima. Þetta væri hægt að gera á Hvanneyri, þar sem nemendur myndu vinna við að flokka og finna bestu skinnin. Þannig myndum við flytja nauðsynlega þekkingu og áhuga á skinnavörum inn í landið.“ Bóndinn þarf ekki að kunna allt „Það er eitt að vera góður bóndi og góður hirðir og fá út úr dýrinu það sem hægt er. Það er samt ekki þar með sagt að viðkomandi sé góður í að reka fóðurstöðvar. Síðan er það verkunin á skinnunum, en allt þetta þarf að vinna vel saman ef góður árangur á að nást. Í dag er á markaði mikið af góðum búnaði til að verka skinn og ganga frá þeim. Til að ná árangri í notkun tækja og tóla þarf fólk sem hefur gaman af vélum og skynjar hvernig þær vinna. Það er ekkert gefið að góður bóndi sé endilega góður í að sinna vélbúnaði sem nauðsynlegur er í loðdýraræktinni. Þess vegna þarf að hugsa loðdýraræktina sem fyrirtæki sem hefur yfir að ráða hæfu starfs- fólki á öllum þessum sviðum. Slíkt verður aldrei hægt á einangruðum sveitabæjum upp til dala.“ Bráðnauðsynlegt að vanda til fóðurgerðar Reynir þreytist ekki á að ræða fóður- málin. Þar liggi grunnurinn að því að hægt sé að ná árangri í loðdýrarækt á Íslandi. Fram undir þetta hafi menn allt of mikið litið á hráefni til fóður- gerðar sem úrgang úr fiskvinnslu eða sláturhúsum sem einhvern veginn þurfi að losna við. Því sé ágætt að henda því fyrir minkinn. Þetta segir hann vera mjög hættulegan hugsunarhátt. Bein og afskurður frá fiskvinnslu og afurðastöðvum í land- búnaði sé hráefni sem meðhöndla eigi af virðingu, eins og hver önnur matvæli sem skapað geti verðmæti. Sé það ekki gert geti það kallað á mikil vandamál eins og eiturverkanir og annað. Minkur er viðkvæmur fyrir skemmdu fóðri „Skaðinn er gríðarlegur ef okkur mistekst í fóðrun loðdýra. Þar er minkurinn sérlega viðkvæmur þar sem hann er með stutt meltingar- kerfi. Það er megin ástæðan fyrir því hversu mikill skaðvaldur hann er í náttúrunni. Hann verður að fá ferskt æti og er því stöðugt að drepa. Minkurinn veiðir kannski fisk og étur bara af honum 50 til 100 grömm í einu. Hann þarf magafylli tvisvar á sólarhring og næst þegar hann þarf að éta fer hann ekki í fiskinn sem hann veiddi áður heldur leitar hann að nýrri bráð vegna þess að meltingar- kerfið þolir ekki skemmt hráefni. Þessu er allt öðru vísi varið með refinn, sem er með mun öflugri meltingarveg. Hann er hrææta og grefur gjarnan bráð sína til að eiga hana þar vísa löngu seinna. Honum verður ekki meint af þó bráðin sé þá farin að skemmast.“ Skilningsskortur Reynir segir að það vanti skilning á þessum þáttum. Hann segist hafa reynt að kynna þetta fyrir bændum á árum áður þegar hann starfaði sem einskonar ráðunautur á þessu sviði. Þá hafði hann meðferðis spjald sem á stóð: Það sem þú getur ekki borðað sjálfur, það gefur þú ekki minknum. Segir Reynir að gott fóður og góð meðferð á hráefni til fóðurgerðar skili sér strax í minkaræktinni. Bendir hann á Suðurlandið sem dæmi, þar sem menn hafi náð mjög góðum árangri í minkarækt eftir að hafa brennt sig á fóðureitrun fyrir nokkrum árum. Reynir segir því nauðsynlegt að fagfólk komi að öllum þáttum er varða fóðurgerð, það fólk sé til staðar m.a. í Matvælastofnun. Ef ekki sé varlega farið geti hæglega myndast eiturefni í hráefninu sem notað er við fóðurgerðina, eins og dæmi eru um hérlendis. Hætta á eitrun af clostridiu Clostridia-bakterían (Clostridium botulinum) finnst í jarðvegi um allan heim og getur komið upp í matvæla- framleiðslu og fóðurgerð ef ekki er varlega farið. Botulinum-eitrun var t.d. á árum áður þekkt sem mögulegur fylgikvilli við niðursuðu á matvælum í dósir. Clostridia mun vera til í um 100 afbrigðum en hægt er að forðast hana einfaldlega með góðu hreinlæti og réttri meðhöndlun á matvælum. Vegna þess hversu sterkt eiturefni þessi baktería myndar hefur hún m.a. verið notuð til að framleiða botul- inum í efnavopn. Einungis þarf um 75 nanógrömm af því til að drepa 75 kg þungan mann. Fræðilega gæti um eitt kíló af botulinum-eitri dugað til að drepa alla jarðarbúa. Ekki þarf því stóran skammt til að drepa minka í heilu minkabúi. Það er því engin furða að Reyni sé mikið niðri fyrir þegar hann ræðir um nauðsyn þess að vandað sé til verka við alla fóðurgerð fyrir minkaræktina. Eftir miklu að slægjast „Það er eftir svo miklum verðmætum að slægjast. Því skiptir öllu máli hvernig að þessu er staðið. Skinn og skinn er ekki það sama þegar hamarinn fellur á skinnauppboðinu. Þar getur munað mörgum þúsundum króna á hverju skinni. Á bak við gott skinn liggur mikil þekking, reynsla, alúð og ótal þættir við ræktun dýranna. Unga fólkið sem er að læra á Hvanneyri ber skyn- bragð á þetta allt. Það veit að til að ná árangri þarf gott fagfólk að koma að öllum þáttum framleiðslunnar eins og fóðurfræðingar, matvæla- fræðingar, efnafræðingar og aðrir,“ segir Reynir Barðdal. /HKr.Þeir eru óneitanlega fallegir á feldinn, minkarnir hjá Loðfeldi. Á Gránumóum, á hæðinni rétt hjá Steinullarverksmiðjunni á Sauðárkróki, hefur verið starfrækt minkabú í fjörutíu ár. Reynir bústjóri segir staðsetninguna frábæra og svo sé heldur ekki hægt að kvarta yfir útsýninu yfir Skagafjörðinn. Nákvæm skráning á öllu sem viðkemur eldinu er afar mikilvæg.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.