Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 25
25Bændablaðið | fimmtudagur 24. mars 2011 1981 til 1990 er hann 4,2 á læðu. 1991 til 2000 er fjöldinn 3,9 á læðu en svo kemur aukningin því 2001 til 2010 er yrðlingafjöldinn 5,2 og reyndar rétt um 6 ef miðað er við fjölda legöra. Meðaltal 40 ára er 4,2 á læðu. Það var álíka algengt á árunum 1971 til 1995 að læðurnar væru með 3 til 5 yrðlinga eins og það er algengt árin 2001 til 2010 að þær séu með 5 til 8 yrðlinga. Ein læða árið 2002 var með 10 legör en kom aðeins 6 yrðlingum upp. Samkvæmt mínu bókhaldi er hver læða að skila sex yrðlingum að meðaltali síðustu tíu árin, á móti u.þ.b. fjórum þrjátíu árin þar á undan. Þá skoðaði ég til gamans hve mikið af yrðlingunum á síðustu tíu árum voru refir og hve margir læður. Í ljós kom að refir eru 84 en læður 95. 84 yrðlingar í vor Ég ætla að útskýra fjölgunina aðeins betur og gefa mér að tófur hafi gengið úti í 14 grenjum sl. sumar í Vopnafjarðarhreppi. Meðaltal yrð- linga er sex og skiptist til helminga milli kynja. Ef allar læður fá fang þýðir þetta 56 greni vorið 2011. Fjórtán af þessum 56 læðum eru vegna frjósemisaukningar og ef ég nota sömu meðaltöl áfram eiga þessar 14 læður 84 yrðlinga vorið 2011. Ef ég gef mér að sl. 3 ár séu svipuð hvað fjölgun varðar er það alveg ljóst að ekki er verið að ná nema u.þ.b. 30-40% af frjósem- isaukningunni í vetrarveiði þegar best gengur. Vel flest ný greni sem fundist hafa síðustu tíu ár í Vopnafjarðarhreppi og víðar þar sem ég þekki til eru í námunda við skothús eða staði þar sem æti hefur verið lagt út. Einnig eru dæmi um að tófur hafi nú síðustu ár tekið í notkun greni sem talin voru ónýt fyrir löngu, enda ekki legið í þeim í tugi ára. Líklega má tengja nálægð ætis við upptöku á flestum eða öllum þessum gömlu grenjum. Þéttleiki grenja er orðinn það mikill að menn átta sig ekki á honum. Ríkið greiðir að hámarki 50% Fram að þessu hefur ríkið endurgreitt sveitarfélögunum að hámarki 50% af auglýstum hámarksverðlaunum vegna refaveiða. Nú lítur út fyrir að því verði hætt og ég hef heyrt að einhver sveitarfélög taki ekki við skottum eins og sakir standa. Bréf sent Umhverfisstofnun Í bréfi frá Umhverfisstofnun til Vopnafjarðarhrepps dags. 18. júní sl., undirrituðu af deildarstjóra Náttúruauðlindasviðs, kemur eftir- farandi fram. „Sveitarstjórnir eru beðnar um að minna veiðimenn á þeirra vegum að endurnýja veiðikortin. Athygli skal vakin á að aðeins eru greidd verðlaun fyrir löglega unnin dýr og allar refaveiðar án gilds veiðikorts eru ólöglegar. Því kemur engin endurgreiðsla fyrir slíka veiði og veiðimenn eiga á hættu lögsókn fyrir ólöglegar veiðar. Þau dýr sem verða fyrir bílum eru ekki löglega unnin og þ.a.l. ekki endurgreiðsluhæf. Umhverfisstofnun vill árétta að mjög mikilvægt er að veiðimenn skrái á reikningseyðublöðin hversu mörg greni voru unnin og hver veiðin var á hverju greni. Upplýsingar um fjölda unninna grenja eru mjög mikilvægar í vísindalegu tilliti.“ Það er nokkuð augljóst að grenjaleit verður ekki hætt og ef ríkið hættir endurgreiðslunni er aðeins eitt sem sveitarfélögin geta gert. Þau hætta að senda skýrslu um refaveiðar til Umhverfisstofnunar. Ég get ekki ímyndað mér að þeim beri nokkur skylda til þess að safna upplýsingum og fá ekkert greitt fyrir. Eins og segir í bréfinu er um mikilvægar upplýsingar að ræða og eru þær m.a. notaðar til að reikna út stofnstærð refa á Íslandi. Hvað gera vísindamenn ef sveitarfélögin senda engar skýrslur frá sér? Friðbjörn H. Guðmundsson Hauksstöðum, Vopnafirði. Höfundur er sauðfjárbóndi og grenjaskytta. Hótel Rauðaskriða í Aðaldal hefur fengið vottun Norræna Umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar góðum árangri í umhverfismálum. Strangar kröfur Svansins tryggja að hótelið er í fremstu röð varðandi lágmörkun neikvæðra umhverfisáhrifa frá starfseminni. Rauðaskriða er eina hótelið á Íslandi með Svansvottun, en alls bera 15 fyrirtæki nú merki Svansins. Elva Rakel Jónsdóttir afhenti þeim Kolbrúnu Úlfsdóttur og Jóhannesi Haraldssyni eigendum þess vottunina á aðalfundi Ferðaþjónustu bænda og Félags ferðaþjónustubænda í Sveinbjarnargerði á Svalbarðsströnd á þriðjudag, 23. mars. Það eru hjónin Kolbrún Úlfsdóttir og Jóhannes Haraldsson sem reka Hótel Rauðuskriðu og eru þau aðilar að Ferðaþjónustu bænda. Hótel Rauðaskriða sveitahótel er staðsett í Aðaldal, þingeyjasýslu við þjóðveg 85. Á hótelinu er gistiað- staða fyrir rúmlega 60 manns. Hótel Rauðaskriða hefur lengi lagt áherslu á að minnka umhverfisáhrif af starfseminni en með Svansvottun er gengið enn lengra og staðfest að Hótel Rauðaskriða er í fremsta flokki hvað varðar lágmörkun neikvæðra umhverfisáhrifa. Allir gististaðir geta fengið Svansmerkið að því tilskildu að þeir uppfylli strangar kröfur Svansins. Nauðsynlegt er að vera með gott heildaryfirlit yfir umhverfisá- hrif starfseminnar en Svansvottun tryggir meðal annars að hótelið nær lágmarksviðmiðum er varðar orku- vatns- og efnanotkun sem og með- höndlun úrgangs. Þá er lögð áhersla á að velja sem mest af umhverfis- merktun vörum og þjónustu í inn- kaupum hótelsins og flokkun úrgangs þarf ávallt að vera góð og tryggt að hættulegur úrgangur fái rétta með- höndlun. /MÞÞ Hótel Rauðaskriða í Aðaldal fær Svansvottun Staðfesting á góðum árangri í umhverfismálum Hótel Rauðaskriða, sveitahótel í Aðaldal er eina hótelið á landinu sem er með Svansvottun.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.