Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | fimmtudagur 24. mars 2011 Tól og tækni Frestur til kaupa á netþjónustu án stofngjalds í háhraðanets- verkefni fjarskiptasjóðs er til 15. maí 2011. Fjarskiptasjóður sendi nýverið bréf til allra þeirra á staðalista háhraðanetsverk- efnis sjóðsins, sem hafa enn ekki kosið að gerast áskrifendur að netþjónustunni. Þetta á við um 35% þeirra staða sem verkefnið nær til í dag. Íbúum þessara staða er bent á að frestur til að kaupa netþjónustu án stofn- gjalds (kr. 25.000) rennur út 15. maí 2011. Öllum fjarskiptafyrirtækjum stendur til boða að selja íbúum umrædda þjónustu. Jafnframt ber Símanum, sem verktaka fjar- skiptasjóðs, að selja íbúum þjón- ustuna og sjá um uppsetningu og bilanaþjónustu. ,,Á þessu ári lýkur öllum verkefnum Fjarskiptasjóðs. Það er búið að gsm-væða hundruð svæða á landinu og á annað þús- und heimili og fyrirtæki hafa verið háhraðanetsvædd. Verkefnin hafa gengið eftir að fullu í samræmi við löggjöfina frá 2005,“ segir Gunnar Svavarsson, formaður Fjarskiptasjóðs. „Hér hefur verið unnið að mik- ilvægum samfélagsverkefnum á vegum ríkisins, þar sem fjarskipta- fyrirtækin höfðu ekki möguleika á að ráðast í þau á markaðsfor- sendum. Mikil ánægja er um aukið öryggi í síma- og tölvufjar- skiptum, staðir sem voru áður á skuggasvæðum hafa nú fengið viðunandi tengingar.“ Ársfundur FEIF í Vín Dagana 24.-27. febrúar var haldinn ársfundur FEIF í Vín í Austurríki. Um 100 manns sóttu fundinn frá aðildarlöndum FEIF, sem eru 19 talsins. Fulltrúar mættu frá öllum aðildarlöndum samtakanna nema frá Kanada, Belgíu og Frakklandi. Fundir voru haldnir í öllum nefnd- um; kynbótanefnd, sportnefnd, æskulýðsnefnd og menntanefnd. Þá var haldinn aðalfundur FEIF og formannafundur allra aðildar- félaga. Gunnar Sturluson, hæsta- réttarlögmaður og varaformaður Landssambands hestamannafélaga (LH), var kosinn í stjórn FEIF á aðalfundinum í stað Jóns Alberts Sigurbjörnssonar. Á aðalfundinum voru sam- þykktar breytingar á reglum FIPO (keppni) og FIZO (kyn- bótasýningar). Í sportnefndinni var samþykkt tillaga Þjóðverja og Svisslendinga um umdeilt bann á notkun á skáreim við enskan múl í íþróttakeppnum, þegar riðið er við stangir með keðju, þrátt fyrir and- stöðu íslensku fulltrúanna. Þetta bann á ekki við kynbótasýningar og gæðingakeppnir. Hinn þekkti hestamaður Sigurbjörn Bárðarson, Diddi, hélt erindi á ársfundinum um hefðir í íslenskri reiðmennsku þar sem hann m.a. lagði áherslu á að mestu skipti hvernig knapar beittu reiðbúnaði, en ekki endilega reiðbúnaðurinn sjálfur. Góð reið- mennska skipti sköpum. Guðlaugur Antonsson, lands- ráðunautur í hrossarækt, stýrði fundi kynbótanefndar í fjarveru Marlise Grimm, ræktunarleið- toga FEIF. Í kynbótanefndinni voru m.a. fluttar skýrslur dóm- aranefndar (John Siiger Hansen, DK), skýrsluhaldsnefndar (Kristín Halldórsdóttir, DE) og WorldFengs-verkefnisins (Jón Baldur Lorange). Jón Baldur gerði einnig grein fyrir stöðu WorldFengs-verkefnisins á fundi með formönnum. dkBúbót – framtalsútgáfan komin út Ný framtalsútgáfa nr. 10.10b af dkBúbót ætti nú að hafa borist öllum notendum. Uppfærsla var send út með tölvupósti 16. mars sl. og geisladiskur sendur út með almennum pósti þann 18. mars sl. Hafi notendur enn ekki fengið nýju útgáfuna í hendur, þá vin- samlegast hafið samband við notendaþjónustu Bændasamtaka Íslands (tolvudeild@bondi.is). Leiðbeiningar vegna skattfram- tals er að finna á vefslóðunum http://www.bondi.is/Pages/713 og http://bondi.lbhi.is/pages/160. Reikningur vegna árgjalds dkBú- bótar verður sendur fljótlega til notenda en árgjaldið er óbreytt frá fyrra ári. Pallbíll er eitthvað sem allir hafa Síðastliðin ár hefur fjórhjólum fjölg- að mikið á Íslandi og svo sem engin furða, því úrvalið er mikið af fjór- hjólum í öllum stærðum og gerðum. Hjá VDO í Borgartúni er töluvert magn af fjórhjólum í ýmsum stærð- um, allt frá litlum barnafjórhjólum upp í stór fjórhjól og fjölnotabíla. Ég kom við í VDO á dögunum og átti lítið spjall við Guðna, starfsmann fyrirtækisins, um Linhai 400 fjórhjól. Guðni sagði mér frá því að fjórhjóla- leigur væru mjög hrifnar af þessum hjólum og hefði hann selt einni yfir tuttugu svona hjól og annari um tíu, en nú væru þessir aðilar að hugsa um að bæta við sig nokkrum hjólum. Linhai 400 er götuskráð og má taka farþega að auki, hjólið er létt og skilar vel orkunni (kemst léttilega upp í 80-85 km hraða), en þægilegt er að keyra hjólið á um 50-70 km hraða. Þegar ég prófaði hjólið voru ekki bestu aðstæður til aksturs á fjórhjól- um, snjókoma og töluverður vindur. Það fyrsta sem ég tók eftir var að þegar hjólið er sett í afturábak gír kviknar á lágværri flautu, rétt eins og í vörubílum og mörgum vinnuvélum (mætti vera í fleiri tegundum af fjór- hjólum að mínu mati). Ég var frekar hissa á hversu mikla skafla hjólið réði við og fór í gegnum, einnig hvað stýrið er létt á hjólinu, en þetta er sennilega léttasta fjórhjól í stýri sem ég hef keyrt. Í hliðarhalla leitast fjórhjól mikið við að skríða undan hallanum, en Linhai 400 er ótrúlega rásfast í hliðarhalla. Grindur fyrir töskur eða kassa eru bæði framan á hjólinu og að aftan, sem þola 25 kg að framan og 50 að aftan. Dráttargeta hjólsins er ekki mikil, en þó um 444 kíló uppgefið, sem er töluvert fyrir ekki stærri vél og þyngd hjólsins. Uppgefin eyðsla á bensíni er á milli 4 og 5 lítrar á hundraðið, sem er óvenju lítið af fjór- hjóli að vera, en bensíntankurinn er 14,5 lítra. Eftir þennan stutta prufuakstur tel ég persónulega að þetta fjór- hjól henti best fyrir einn mann og hans farangur, eða tvo án farangurs (tel hjólið henta vel fyrir háaldraða frændur mína sem stunda mikið minkaveiðar norður í landi). Ég mæli með því að þeir sem hafa hug á að fá sér svona hjól bæti við 50.000 króna pakka sem er í boði hjá VDO, en inni í þessum pakka eru hiti í handföng (25.000) og dráttarspil (25.000) framan á hjólið. Hægt er að fá frekari upplýsingar á vefsíðunni: www.vdo.is. Jákvætt: Létt fjórhjól, bakkflauta, speglar, lítil bensíneyðsla, fjöðrun, vind- og grjóthlífar fyrir hendur, mikil burðargeta að framan og aftan, létt í stýri, heyrist ekki mikið í hjólinu á ferð. Neikvætt: Full lítið sæti fyrir tvo, rafmagnsstartari á stað sem er að mínu mati óþægilegur (venst örugglega strax), stýrið mætti vera hærra (venst örugglega, svo er hægt að kaupa hækkunarsett), mætti vera með litla vindhlíf fyrir framan öku- mann. sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs Bændasamtaka Íslands jbl@bondi.is Jón Baldur Lorange Linhai 400 fjórhjól á góðu verði Linhai 400 er götuskráð og má taka farþega að auki, Vélaprófanir hlj@bondi.is Hjörtur L. Jónsson Linghai er með góða veghæð og öflugt. Þó ökumaðurinn sé þarna á lopapeysunni, þá lét hann brynjuna ekki vanta, hún er undir lopapeys- unni. Sunbean-Oster fjárklippur Okkur hefur verið falið að sjá um Sölu á sunbean flárklippum og varahlutaþjónustu Eftir fráfall Páls Steinarssonar Startarar,alternatorar,varahlutaþjónusta Sími: 696-1050 netfang: oksparesimnet.is Upplýsingatækni og fjarskipti „Fjarskiptasjóður hefur unnið að mikilvægum samfélagsverkefnum“ Góðar vindhlífar eru fyrir hendur og speglar gefa gott útsýni aftur fyrir fjórhjólið. Verð: 979.000 kr. Lengd: 2160 mm Breidd: 1150 mm Hæð 1285 mm Hæð undir lægsta punkt 275 mm Hestöfl: 25 Vél einn strokkur: 352 cc. Rafstart. Þyngd með olíu og bensíni 325 kg. Drifbúnaður 4X4 Hátt og lágt drif. Bremsur: Diskar að framan og aftan. Helstu mál Linhai 400:

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.