Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | fimmtudagur 24. mars 2011 Á markaði Íslenskar búvörur eru fluttar út til fjölmargra landa. Heildar fob verðmæti útfluttra landbún- aðarafurða árið 2009, samkvæmt Hagstofuflokkun , nam 7.682,7 milljónum króna. Þar af var verð- mæti fiskeldisafurða 2.718,6 millj- ónir króna. Einnig er sjávargróður og afurðir þörunga meðtalið í land- búnaðarafurðum í þessari flokkun. Langmest að viðskiptunum eru við lönd innan Evrópska efnahags- svæðisins, en þangað fara 77,5% af verðmæti útflutnings landbúnaðarvara annarra en fiskeldis. Ef litið er á ein- stakar afurðir og vörutegundir fara 83,5% af verðmæti hrossaútflutnings inn á EES svæðið, 68,8% af verðmæti sauðfjárafurða, allar afurðir minka og refa, 62,8% af verðmæti mjólkuraf- urða og 69,1% af verðmæti æðardúns. Fob verðmæti útflutnings til annarra Evrópulanda nemur 11,7% af heildar- verðmæti landbúnaðarvara án fisk- eldis, 6% fara til BNA, 3,5% til Japans og 3,7% til annarra landa. /EB Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is Útflutningur Utanríkisviðskipti með landbúnaðarafurðir: Langmest viðskipti við lönd innan Evrópska efnahagssvæðisins EES Önnur Evrópulönd Bandaríkin Japan Önnur lönd Alls 2009 Fob verð milljónir króna Hlutfall af heild, % Hlutfall af heild, % Hlutfall af heild, % Hlutfall af heild, % Hlutfall af heild Fob verð milljónir króna Landbúnaðarafurðir 4.638 60,4 10,7 16,4 2,2 10,2 7.682,7 - þ.a. Annað en fiskeldi 3.757,5 77,5 11,7 6,0 3,5 3,7 4.845,8 Hestar 829,1 83,5 12,3 4,1 - 0,1 992,4 Annar búfénaður 0,2 39,4 - 53,6 1,5 5,5 0,5 Afurðir hrossa 17,1 22,1 65,4 - - 12,5 77,4 Afurðir nautgripa 53,3 93 1,1 - - 5,9 57,3 Afurðir svína 0 0,1 3,3 0,1 - 96,5 8,3 Afurðir sauðfjár 1.276,9 68,8 15,5 3,9 5,5 6,3 1857 Afurðir minka 917,5 100 - - - 0 917,5 Afurðir refa 16,4 100 - - - - 16,4 Afurðir annarra sláturdýra 0 0,3 38,3 61,4 - - 0,7 Mjólkurvörur 208,7 62,8 12,4 20,7 - 4,2 332,6 Dúnn 128,8 69,1 2,5 - 24,8 3,6 186,4 Sjávargróður og þörungar 298,8 74,8 - 23,8 - 1,3 399,3 299 Aðrar landbúnaðar- vörur 10,7 9 51,9 8,9 20,2 118,3 0 Hagstofuflokkun er séríslensk flokkun aðeins notuð í útflutningi. Útflutningur eftir markaðssvæðum og vöruflokkum (Hagstofuflokkun 1999-2009) Framleiðsla og sala kjöts í febrúar: Heildarframleiðslan 8% minni 0 200 400 600 800 1.000 1.200 1.400 1.600 1.800 2.000 0 20.000 40.000 60.000 80.000 100.000 120.000 Te kj ur a lls , m ill jó ni r Ev rr a Fj öl di b æ nd a Ár Nettó tekjur á verðlagi 2009 Fjöldi bænda Í umræðu um ESB umsókn og áhrif aðildar á landbúnað er oft vitnað til þróunar landbúnaðar í Finnlandi. Í ritinu Finnish Agriculture and Rural Industries 2010 (sem kemur út árlega) er fjallað um þróun nettó tekna og gjalda í landbúnaði og gerð grein fyrir breytingum á heildar afkomu landbúnaðar. Árið 1992 voru heildartekjur í landbúnaði í Finnlandi 4.270 millj- ónir Evra og heildarkostnaður 2.864 milljónir evra. Nettó tekjur voru því 1.406 milljónir evra sem samsvarar 1.769 milljónum Evra á verðlagi ársins 2009. 52% tekjulækkun og 45% tekna af styrkjum Árið 2009 voru heildartekjur hins vegar 4.302 milljónir Evra en útgjöld 3.457 milljónir Evra. Nettó tekjur voru því 845 milljónir evra. Tekjulækkun á þessu tímabili fyrir landbúnaðinn í heild er því 52%. Til tekna teljast allir tekjur af sölu afurða sem og allir styrkir. Tekjusamsetning landbúnaðarins hefur haldist nokkuð stöðug frá 1995-2009, um 10% tekna koma af kornrækt og örðum jarðargróða, 40% af búfjárrækt (mjólkurfram- leiðsla skilar 25% heildartekna) og um 45% tekna eru af styrkjum til landbúnaðar. Lækkun tímakaups og 38% fækkun bænda Á sama tíma hefur bændum fækkað úr 103.000 í 63.716 eða um 38%. Það er ekki því ekki flókin stærðfræði að sýna fram á að tekjur á hvern bónda hafa lækkað úr rösklega 17.000 evrum í rösklega 13.000 evrur á verðlagi ársins 2009. Tímakaup bænda í Finnlandi hefur því lækkað úr 7 evrum/klst. á fyrstu árunum innan í ESB í 4-5 Evrur/klst. 2009. 25% af launum iðnverkafólks. Laun bænda í Finnlandi voru áður 40% að launum iðnverkafólks en eru nú 25% af launum iðnverkafólks./EB Heimild: Finnish Agriculture and Rural Industries 2010. Eins og sjá má af umfjöllun um útflutning búvara er Evrópska efnahagssvæðið lang mikilvæg- asta viðskiptasvæðið. Annars vegar er þar um að ræða viðskipti við ESB-lönd og hins vegar Noreg. Í gildi er sérstakt samkomulag milli Íslands og ESB um viðskipti með búvörur, tók það gildi 1. mars 2007. Samkomulagið felur m.a. í sér að tollar féllu niður í viðskiptum landanna með nokkrar vörutegundir og eru þær taldar upp í viðauka I við samkomulagið. Um er að ræða t.d. hross, hreindýrakjöt í heilum og hálfum skrokkum, tómata, agúrkur og vatn. Heilbrigðisreglur koma hins vegar í veg fyrir innflutning á lif- andi hestum til Íslands eins og áður. Einnig var samið um tollfrjáls við- skipti með blóm og plöntur, þó ekki afskorin blóm né pottaplöntur undir einum metra að hæð. Þá veitti ESB Íslandi einnig tollfrjálsa kvóta fyrir landbúnaðarafurðir, samanber viðauka II. Tollkvóti fyrir kindakjöt var aukinn í 1850 tonn. Auk þess var samið um 380 tonna kvóta fyrir skyr, 350 tonn af smjöri og 100 tonn af pylsum. Útflutningur umfram þetta ber almenna tolla inn í ESB. Sem dæmi er tollur á smjör 185,2 evrur á 100 kg. Tollur á lambakjöt er 12,8% að viðbættum 171,3 evrum á 100 kg. Tollfrjáls kvóti fyrir 200 hross Hvað viðskipti við Noreg snertir var gerður samningur við Noreg um ívilnandi tollkvóta þann 28. júní árið 2000. Noregur veitti Íslandi toll- frjálsan kvóta fyrir 200 hross en Ísland veitti á móti tollfrjálsa kvóta fyrir ost (13 tonn) og kartöfluflögur (15 tonn). Útflutningur til Noregs nam tæpum 600 millj.kr. árið 2009. Þar af námu sauðfjárafurðir rúmum 400 millj.kr., sjávargróður og þör- ungar um 94 millj.kr. og lifandi hestar um 72 millj.kr. Samkvæmt almennri tollskrá Noregs bera lambakjöt og hross háa innflutnings- tolla. Tollur á frosna, heila skrokka af lambakjöti er 32,49 n.kr./kg, en allt að 85,27 n.kr./kg þegar um er að ræða beinlaust kjöt. Með tvíhliða samkomulagi á grundvelli EFTA- sáttmálans veitir Noregur Íslandi hins vegar 600 tonna tollfrjálsan kvóta fyrir lambakjöt. Við innflutning á lifandi hrossum er lagður á magntollur að upphæð 5.000 n.kr. á hest, sem gildir fari útflutningur á hrossum til Noregs yfir 200 gripi ári. Sala til Sviss fyrir 170 milljónir Sviss er ekki innan Evrópska efnahagssvæðisins en nokkur útflutningur er þangað á hrossum. Verðmæti útflutnings landbúnaðar- vara til Sviss á árinu 2009 nam um 170 milljónum króna, þar af voru 165 milljónir vegna útflutnings á lifandi hestum og afurðum hrossa. Ísland nýtur tiltekinna ívilnana við innflutning til Sviss á grundvelli Vaduz-samningsins, í formi lækk- aðs tolls innan almennra tollkvóta. Innflutningur á lifandi reiðhrossum er tollfrjáls innan 3.322 hrossa almenns heildarkvóta (WTO-kvóti). Ísland nýtur einnig kvóta fyrir hrossakjöt (11 sv.fr./100 kg) innan almenns heildarkvóta. Almennur tollur á reiðhrossum innan kvóta er 120 sv.fr. á hest. Viðskipti við Bandaríkin á bestu-kjara grunni Viðskipti Íslands við Bandaríkin eru á bestu-kjara grunni - þ.e. almenn kjör sem bjóðast öllum aðildarríkjum WTO. Engir ívilnandi samningar eru um viðskipti milli ríkjanna. Í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn á Alþingi um kosti frí- verslunarsamnings við Bandaríkin kom fram að á undanförnum árum hafi möguleiki á gerð slíks samn- ings við Bandaríkin verið vand- lega kannaður, bæði á vettvangi EFTA og tvíhliða á milli Íslands og Bandaríkjanna. Niðurstaðan varð í báðum tilvikum sú að ekki væru til staðar forsendur fyrir að hefja frí- verslunarviðræður við Bandaríkin. Tvennt ræður þar mestu um. Í fyrsta lagi hafa Bandaríkin gefið skýrt til kynna að forsenda fríversl- unarviðræðna, hvort sem væri við EFTA-ríkin eða Ísland, væri sú að markaðsaðgangur fyrir landbúnaðar- vörur, þ.m.t. kjöt- og mjólkurvörur, yrði bættur verulega frá því sem nú er. Í öðru lagi hafa Bandaríkin gefið til kynna að Ísland sé ekki ofarlega á forgangslista þeirra yfir hugsanlega samningsaðila við gerð fríverslunar- samninga, en Bandaríkin líta mjög til umfangs viðskipta við slíka for- gangsröðun. /EB Þróun tekna í landbúnaði og fjölda bænda í Finnlandi 1994-2009 Mismundandi viðskiptakjör fyrir útfluttar landbúnaðarvörur 52% tekjulækkun og 45% tekna eru af styrkjum Finnskir bændur aðeins með 25% af launum iðnverkafólk Heildarframleiðsla á kjöti í febrúar var 8% minni en í febrúar 2010. Samdráttur var í framleiðslu allra kjöttegunda. Engin sauðfjárslátrun var þó í febrúar líkt og í fyrra. Þetta endurspeglast í sölutölum og birgða- stöðu kjöts. Þannig var 3,9% minni kjötsala í febrúar í ár en í fyrra. Á ársgrundvelli hefur kjötsala dregist saman um 1,7% en fram- leiðsla um 1,4%. Úr ritinu Finnish Agriculture and Rural Industries 2010:

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.