Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 15
15Bændablaðið | fimmtudagur 24. mars 2011 Jarðrækt og vorverk 2011 BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 24. MARS 2011 17 » „Ekki gera, ekki neitt“17» Mun ekki ráðleggja neinum að fara í stórfellda repjuræktun til að byrja með Frjósemi jarðvegs á Íslandi eykst með góðri ræktun! Með styrk úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins voru gerðar sam- tals 18 áburðarsvörunartilraunir í 10 túnum á þremur kúabúum í Hörgárdal sumrin 2009 og 2010. Þessar tilraunir gáfu mjög áhuga- verðar niðurstöður sem hafa verið kynntar á Fræðaþingum landbúnaðarins 2010 og 2011, og á Ráðunautafundi 2011. Tilraunirnar sýndu mikinn breytileika í áburðarsvörun með vaxandi nitur (N) og fosfór (P) áburði. Það sem skýrði þennan breytileika að mestu leyti var ólík jarðvegsgerð spildnanna sem túnin voru á (holt, mói, engi eða mýri), aldri spildnanna frá því þær voru teknar í ræktun (< 10 ár annars vegar og >30 ár hinsvegar) auk áburðarskammtanna sem þær fengu (0-150 kg N/ha í tilbúnum áburði). Allir þessir þættir höfðu mark- tæk áhrif á áburðarsvörun m.t.t. heildaruppskeru þurrefnis eða áburðarefna og næringarefnastyrks uppskerunnar. Þegar litið er nánar á vægi þessara þátta (skýribreyta) kemur í ljós að það er mismunandi eftir efnum hvað vegur þyngst eins og kemur fram í meðfylgjandi töflu. Taflan sýnir að jarðvegsgerðin skýrir mest af breytileikanum í heildaruppskeru þurrefnis og nit- urs og þar eru lífrænar mýrar að gefa mestu og holtin minnstu upp- skeruna. Hins vegar skýrir aldurs- flokkurinn mest af breytileikanum í heildar P uppskeru og efnastyrk P og kalís (K), þar sem spildur sem voru búnar að vera í ræktun í meira en 30 ár skiluðu meira af efnum í upp- skeruna en spildur sem höfðu verið í ræktun í innan við 10 ár. Þetta er einnig greinilegt þegar skoðaður er efnastyrkur N og leysanlegra stein- efna (P og K) í jarðvegi sem var nánast undantekningalaust meiri í eldri ræktunarspildunum (niður- stöður eru ekki sýndar hér). Athyglisvert var hvað ræktun- araldur hafði mikið vægi miðað við vaxandi áburðargjöf eins og með- fylgjandi myndaröð dregur enn betur fram. Niðurstöður þessara tilrauna er sú að frjósemi ræktunarjarðvegs eykst með ræktun sem vel að merkja er alls ekki sjálfgefið. Þessu má mest þakka tilbúnum áburði sem borinn hefur verið árlega á ræktarlandið og langtímaáhrifum búfjáráburðar. En ræktunarland á kúabúum fær umtals- vert magn af næringarefnum með búfjáráburði. Meðaláhrif ræktunaraldurs lands á heildaráburðarsvörun í tíu túnum í Hörgárdal með vaxandi N og P gjöf í tilbúnum áburði. Túnin fengu engan kalíáburð í tilbúnum áburði. Nýleg ræktun er land sem hefur verið innan við 10 ár í ræktun og eldri ræktun er land sem hefur verið í meira en 30 ár í ræktun. Sjá nánar í texta. Heildaruppskera Efnastyrkur í 1. slætti Skýribreyta þurrefni N P N P K Jarðvegsflokkur (4) 37 43 18 21 2 20 Aldursflokkur (2) 18 24 50 6 51 30 Vaxandi N-P (4) 17 29 25 31 17 e.m.1 1e.m. ekki marktæk áhrif 0 20 40 60 80 100 120 140 0 30-40 60-80 90-120 U pp sk er a kg N /h a Tilbúinn áburður, kg N/ha Nýleg ræktun Eldri ræktun 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 0 3-4 6-8 9-12 U pp sk er a kg P /h a Tilbúinn áburður, kg P/ha Nýleg ræktun Eldri ræktun Tafla: Dæmi um vægi (%) valdra þátta (skýribreyta) á áburðarsvörun í túnum. Tölurnar sem hafa mesta vægið í hverjum lið eru feitletraðar. Sjá nánar í texta. Þóroddur Sveinsson Kennari og tilraunastjóri LbhÍ á Möðruvöllum Frjósemi jarðvegs 0 20 40 60 80 100 120 0 30-40 60-80 90-120 U pp sk er a kg K /h a Tilbúinn áburður, kg N/ha Nýleg ræktun Eldri ræktun 0 10 20 30 40 50 60 0 30-40 60-80 90-120 U pp sk er a þu rr ef ni h kg /h a, a lls Tilbúinn áburður, kg N/ha Nýleg ræktun Eldri ræktun

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.