Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 1
22 6. tölublað 2011 Fimmtudagur 24. mars Blað nr. 345 Upplag 30.000 8 Bærinn okkar heitir Giljur 20 Aldrei séð jafn mikinn feril eftir tófur og í haust Heildarneysla á fitu hefur engin tengsl við kransæðasjúkdóma né krabbamein og ekki bein tengsl við offitu eða þyngdaraukningu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) og Alþjóða heilbrigðismálastofnunar- innar (WHO) um næringarráðgjöf vegna fitu og fitusýra. Í sömu skýrslu kemur fram að ekki hafi tekist að færa sönnur á að neysla á fitusnauðri fæðu hafi jákvæð áhrif á magn blóðfitu (þ.m.t. kólesteróls), blóðsykurs, insúlíns eða á blóðþrýst- ing samanborið við matarræði þar sem neytt er fitumeiri fæðu. Lífstílssjúkdómar breiðast út Á síðustu fimmtán árum hafa orðið örar breytingar á matarræði og lífstíl. Breytingarnar eru afleiðingar iðnvæð- ingar, þéttbýlisvæðingar, efnahagsþró- unar og aukinna heimsviðskipta. Á þetta ekki síst við um þróunarlöndin þar sem gríðarlegar félagshagfræði- legar breytingar eru að eiga sér stað. Á sama tíma og lífskjör almennings hafa almennt farið batnandi hefur slíkri þróun í mörgum tilfellum fylgt óheilnæmara matarræði á sama tíma og dregið hefur úr hreyfingu fólks. Afleiðingin er aukin útbreiðsla lífs- stílssjúkdóma í öllum stéttum sam- félagsins og eru þeir nú helsta ástæða dauðsfalla og örorku í heiminum. FAO og WHO er ætlað að sjá ríkis- stjórnum ríkja heims og alþjóðasamfé- laginu fyrir vegvísum varðandi matar- ræði og næringu almennings. Til þess að svo megi verða er á skipulagðan hátt farið yfir vísindalegar rannsóknir á ákveðnum sviðum og niðurstöður þeirra bornar undir teymi sérfræðinga sem aftur setja fram samantekt þeirra niðurstaðna sem leiðbeinandi álit. Markmið þessarar vinnu er að styðja við og vinna að heilbrigði einstak- linga og samfélaga. Umrædd skýrsla er nýjasta afurð vinnu FAO og WHO í þessu tilliti. Ofneysla bæði fitu og kolvetna óholl Í skýrslunni kemur fram að sann- færandi rök séu fyrir því að jafnvægi í orkubúskap líkamans sé nauðsyn- legt til að viðhalda heilbrigðri lík- amsþyngd, burtséð frá því í hversu miklu magni orka kæmi úr fitu eða kolvetnum. Ofneysla fitu eða kolvetna væri hvor um sig óholl. Niðurstaða sérfæðingateymisins er sú að engin sannfærandi rök finnist fyrir mark- tækum áhrifum fituinnihalds mat- vara, hvorki á kransæðasjúkdóma né krabbamein. Ekki væri heldur hægt að tengja fituinnihald þeirra mat- væla sem fólk neytti við óhóflega þyngdaraukningu. Hins vegar væri hægt að færa sannfærandi rök fyrir því að neysla transfitusýra yki á hættuna á kransæðasjúkdómum og kransæða- stíflu og einnig hættuna á efnaskipta- sjúkdómum og sykursýki. Í skýrslunni er tekið fram að neysla fullorðinna á transfitusýrum er að meðaltali lítil í flestum þjóðfélögum. Þó sé ljóst að ýmsir jaðarhópar í þjóðfélaginu neyti transfitusýra í mun meira mæli og í raun í hættulega miklu mæli. Því gæti orðið nauðsynlegt að banna notkun á transfitusýrum í matvælaframleiðslu til að vernda þá hópa. Mjólkuriðnaðurinn fagnar Alþjóðasamtök mjólkuriðnaðarins (IDF) sendu frá sér tilkynningu í tilefni af útgáfu skýrslunnar þar sem niður- stöðum hennar er fagnað. Þar lét for- seti samtakanna, Richard Doyle, hafa eftir sér að niðurstöður skýrslunnar séu í samræmi við niðurstöður ráðstefnu um vísindalegar niðurstöður rann- sókna á mjólkurfitu. Þar kom fram að „þrátt fyrir hátt framlag mjólkurafurða til hlutfalls mettaðarar fitu í fæðu eru engar vísbendingar um að neysla á mjólkurvörum tengist auknum líkum á kransæðasjúkdómum.“ /fr Sjá nánar á bls. 2 Útflutningsmet var slegið á íslenskum æðardúni árið 2010. Útflutningsverðmæti dúnsins voru tæpar 360 milljónir króna og útflutt magn var 3,3 tonn. Það er því ljóst að um er að ræða rúma tvöföldun frá árinu 2009 bæði í seldu heildarmagni og heildar- verðmæti æðardúns. Þá er sala innanlands undanskilin, en engar opinberar heildartölur eru til um sölu á innanlandsmarkaði. Árið 2000 voru seld úr landi tæplega 4 tonn af æðardúni sem er söluhæsta árið í magni, en heildar- verðmæti það árið voru þó ekki nema 188 milljónir svo greinilegt er að árið í fyrra er með mun betri afkomu. Verð á íslenskum æðardúni hækkaði jafnt og þétt á árinu 2010 og spáð er áframhaldandi hækkun á verði. Markaðsverð getur rokkað töluvert mikið milli vikna og mánaða og því er erfitt að tala um meðalverð, enda um frjáls markaðsviðskipti að ræða. Þó horfur séu góðar og eftirspurn verið góð það sem af er ári er þó talið vissara að vera með hælana á jörðinni. Náttúruhamfarirnar í Japan þessa dagana skapa nokkra óvissu í sölumálum í augnablikinu því Japan er stór og mikilvægur markaður fyrir íslenskan æðardún. Mikil eftirspurn hefur verið að undanförnu á sængum og dúnvörum á innanlandsmarkaði skv. bændumog söluaðilum. GHJ Reynir Barðdal, bústjóri Loðfelds ehf. á Sauðárkróki, segir að loðdýrarækt eigi gríðarlega mikla framtíð fyrir sér á Íslandi og geti orðið stóriðja ef rétt sé haldið á málunum. Sjá bls. 16-17. Mynd | HKr. Heildarneysla á fitu tengist ekki kransæðasjúkdómum Prófessor í næringarfræði segir ekki hægt að túlka skýrsluna mjólkurfitu í hag Bændablaðinu er í þetta sinn dreift í aukaupplagi til allra fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu og í helstu þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni. Tilgangurinn er að vekja athygli á blaðinu en síðustu ár hefur dreif- ing Bændablaðsins aukist jafnt og þétt. Að jafnaði er blaðið gefið út í rúmlega 22.200 eintökum en þar af fara 7.100 eintök í dreifingu á höfuð- borgarsvæðinu, 9.100 eintök í þétt- býli á landsbyggðinni og 6.000 blöð í sveitirnar. Þeir sem kjósa að fá blaðið sent á heimilisfang geta gerst áskrif- endur en ársáskrift kostar einungis kr. 6.200 og ellilífeyrisþegar fá 50% afslátt. Auglýsinga- og áskriftarsími Bændablaðsins er 563-0300. Bændablaðið í 30 þúsund eintökum Laun bænda í Finnlandi voru áður 40% að launum iðnverka- fólks en eru nú 25% af launum iðnverkafólks. Kemur þetta fram í ritinu Finnish Agriculture and Rural Industries 2010 sem kemur út árlega. Í umræðu um ESB umsókn og áhrif aðildar á landbúnað er oft vitnað til þróunar landbúnaðar í Finnlandi. er fjallað um þróun nettó tekna og gjalda í landbúnaði og gerð grein fyrir breyt- ingum á heildar afkomu landbúnaðar. Árið 1992 voru heildartekjur í landbúnaði í Finnlandi 4.270 milljónir Evra og heildarkostnaður 2.864 milljónir evra. Nettó tekjur voru því 1.406 milljónir evra sem samsvarar 1.769 milljónum Evra á verðlagi ársins 2009. Árið 2009 voru heildartekjur hins vegar 4.302 millj- ónir Evra en útgjöld 3.457 millj- ónir Evra. Nettó tekjur voru því 845 milljónir evra. Tekjulækkun á þessu tímabili fyrir landbúnaðinn í heild er því 52%. /EB Sjá nánar á bls. 30 0 200 400 600 800 1.000 1.200 1.400 1.600 1.800 2.000 0 20.000 40.000 60.000 80.000 100.000 120.000 Te kj ur a lls , m ill jó ni r Ev rr a Fj öl di b æ nd a Ár Nettó tekjur á verðlagi 2009 Fjöldi bænda Finnskir bændur aðeins með 25% af launum iðnverkafólks Metsala á íslenskum æðardúni 2010 Landssamtök landeigenda á Íslandi lýsa þungum áhyggjum vegna hug- mynda sem starfshópur landbún- aðarráðherra hefur sett fram um breytingu á jarðalögum og varða ábúðarskyldu á jörðum. Í ályktun stjórnar benda Landssamtökin á að nóg er til af ræktanlegu landi á Íslandi gagnstætt því sem er í Danmörku og Noregi sem vinnuhópur landbúnaðarráð- herra kýs að nefna til samanburðar. „Hér er því engin ástæða til að óttast um að fæðuöryggi sé stefnt í hættu vegna þess að skortur sé á landrými til landbúnaðar. Þá vilja landssamtökin minna á að stutt er síðan jarðalögin voru endurskoðuð og að ekki hefur með nokkrum hætti verið sýnt fram á nauðsyn til breytinga, hvað þá aftur- hvarf til fortíðar og forræðishyggju. Vonandi kemur aldrei sá tími aftur, þegar bændur vilja bregða búi, að þeir geti einungis selt eignarjörð sína fyrir sambærilegt verð og tveggja herbergja íbúð í Reykjavík kostar. Verði ábúðarskylda á jörðum lög- fest á Íslandi munu bújarðir vafalaust falla verði og því er lagabreyting í þá veru þannig bein aðför að bændum og öðrum jarðeigendum," segir í m.a. ályktuninni. Landssamtök landeigenda á Íslandi: Hafa þungar áhyggjur af breytingum á jarðalögum Alþjóðasamtök mjólkuriðnaðarins fagna niðurstöðu nýrrar skýrslu FAO og WHO: Fósturvísatalningar benda til vænlegs sauðburðar í vor

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.