Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | fimmtudagur 24. mars 2011 Tjón sem sauðfjárbændur verða fyrir vegna fósturdauða í ám og gemlingum er umtalsvert, áætla má að það nemi allt að 400 milljónum króna á ári. Rannsókn sem gerð var á liðnu ári á nokkrum fjárbýlum á Norðurlandi benda til þess að rafmengun geti haft áhrif á frjósemi búfjár. Nýverið kom út skýrslan Frjósemi búfjár – falinn áhrifavaldur þar sem greint er frá rannsókn á fósturdauða í sauðfé, en höfundar hennar eru Bryndís Pétursdóttir, framkvæmdastjóri GSsolver ehf., Gunnar Björnsson, bóndi Sandfellshaga 2, María Svanþrúður Jónsdóttir, ráðgjafi hjá Búgarði, Ráðgjafaþjónustu á Norðausturlandi og Rannveig Björnsdóttir, dósent við Háskólann á Akureyri. Vaxtarsamningur Norðausturlands styrkti gerð rannsóknarinnar. „Að mínu mati hefði átt að vera búið að rannsaka fósturdauða í ám og gemlingum fyrir löngu enda hefur hann verið viðvarandi vandamál hér á landi lengi og það er afar brýnt að við finnum lausn á því hvað veldur. Þessum vanda hefur ekki verið gefinn nægilegur gaumur, m.a. af forystumönnum bænda og það þykir mér ámælisvert,“ segir Gunnar Björnsson en hann hefur undanfarin átta ár talið fósturvísa í ám á svæðinu frá Skagafirði, austur á Fljótsdalshérað auk einstakra býla í öðrum landshlutum. Hann segir tjón af þessum völdum gríðarlegt og því miklir hagsmunir í húfi. Mótvægiskubbur hefur jákvæð áhrif Fyrirtækið GSsolver hefur þróað svo- nefndan mótvægiskubb sem komið er fyrir í jörðu á svonefndum streitu- svæðum í jarðlögum. Rannsóknin var gerð á níu fjárbýlum þar sem fósturvísatalningar sem hófust fyrir fimm árum sýndu að dauði fóstra í ám og þá sérstaklega gemlingum var viðvarandi vandamál á sumum býlum en þess varð jafnvel ekki vart á næsta býli. Á hluta býlanna níu hafði mótvægiskubbi verið komið fyrir árið 2009 og skoðuð var frjó- semi fjár vorið 2010 samanborið við síðustu fimm ár á undan. Niðurstöður gáfu vísbendingar um jákvæð áhrif mótvægiskubbs á frjósemi geml- inga en einnig veturgamalla og fullorðinna áa. Sömuleiðis feng- ust vísbendingar um jákvæð áhrif mótvægiskubbs á hlutfall gemlinga með lömbum svo og hlutfall geld- fjár í hópi tvævetla og fullorðinna áa. Breytingarnar voru sérstaklega afgerandi á einu býlanna sex en þar fækkaði geldfé verulega og frjósemi gemlinga svo og tvævetla og full- orðinna áa mældist hærri en nokkru sinni. Geldfé fækkaði einnig á öðrum bæjum við innsetningu mótvægis- kubbs og höfðu aldrei mælst færri geldar tvævetlur á einu býlanna og aldrei verið færri fullorðnar ær geldar á öðru. Með sérstöðu í greininni Reynsla Gunnars á sviði fóstur- vísatalninga hefur skapað honum sérstöðu í þessari starfsgrein og reynast talningar hans á fóstrum afar nákvæmar þó erfiðara reynist jafnan að greina nákvæman fjölda séu fóstrin fleiri en tvö. Í talningum sínum hefur Gunnar orðið var dauðra fóstra í kindum og þá sérstaklega í veturgömlum ám. Hefur þetta verið misalgengt á bæjum, viðvarandi á sumum en varla orðið vart á öðrum. Gunnar hefur rannsakað þetta nánar með endurteknum talningum og tíð- ari skoðunum sérstaklega á eigin fé og sýna þær athuganir að fóstrin sem deyja snemma á meðgöngu eyðast hreinlega upp í ánum. Þetta hefur verið staðfest með krufningum fram- kvæmdum af Sigurði Sigurðarsyni sem lógað hefur ám undir vorið í því markmiði að rannsaka þetta frekar. „Það er alveg ljóst að tjón bænda er verulegt vegna fósturdauða í ám og gemlingum að vetri og trúlegt er að sami áhrifavaldur sé að verki varðandi hluta þeirra dauðfæddu lamba sem koma að vori. Tjón yfir landið má eflaust reikna í hundruðum milljóna króna, ég er ekki frá því að það sé álíka mikið og ein haust- slátrun hjá Fjallalambi, eða um 20 þúsund lömb að verðmæti um 400 milljónir króna. Í því ljósi, þegar um svo háa upphæð er að ræða, þykir mér einkennilegt hversu lítinn gaum menn hafa sýnt þessu sér-íslenska vandamáli,“ segir Gunnar. Bændaforystan stingur hausnum í sandinn Hann segir að kannað hafi verið hvort skortur á seleni í fóðri kindanna orsaki fósturdauða, en rannsóknir sýnt fram á að svo var ekki. Á allra síðustu misserum hafi sjónum verið beint að áhrifum rafmengunar á fósturdauða, m.a. með því að skoða hvort jarðbindingar í námunda við útihús væru í lagi. Rannsóknin sem gerð var á liðnu ári gefur að sögn Gunnars vísbendingar um að raf- mengun geti haft áhrif og því telur hann afar brýnt að ráðist verði í gerð annarrar og viðameiri rannsóknar sem nái yfir fleiri bæi og stærra landssvæði. „Við höfum ekki efni á því að leiða þetta vandamál hjá okkur, bændur verða fyrir verulegu tjóni af þessum völdum og ég er sannfærður um að ef einhver sjúk- dómur hefði þessi áhrif væri búið að gera eitthvað í málunum. Mér finnst forysta Bændasamtakanna helst vilja leiða þetta hjá sér, gera eins og strúturinn og stinga höfðinu í sandinn og bíða eftir að vandamálið hverfi. Við höfum engan stuðning fengið frá þeim bæ og það finnst mér forkastanlegt,“ segir Gunnar. Fjórmenningarnir sem stóðu að rann- sókninni gerðu hana fyrir eigið fé og í sínum frítíma, en höfðu dálítið styrktarfé að auki frá Vaxtarsamningi Norðausturlands. Nauðsynlegt að viðurkenna vandamálið Gunnar segir nauðsynlegt fyrir það fyrsta að viðurkenna að um vanda- mál sé að ræða þegar að fósturdauða í ám komi og það þurfi að velta upp öllum hugsanlegum möguleikum á því hver orsökin geti verið. „Það er engan veginn hægt að útiloka að bergsegulsvið jarðar hafi þarna áhrif, ég hef orðið vitni að því að þar sem breytingar hafa verið gerð- ar, jarðbundið í kringum útihús og settur niður mótvægiskubbur hefur þróunin verið jákvæð, fósturdauði hefur minnkað. Þess vegna verðum við að kanna til hlítar hvort orsök- ina sé þar að finna,“ segir Gunnar. /MÞÞ Tjón bænda vegna fósturdauða í ám og gemlingum nemur hundruðum milljóna á ári: Vandamálinu hefur ekki verið gefinn nægilegur gaumur - segir Gunnar í Sandfellshaga - Nýleg skýrsla bendir til að rafmengun geti haft áhrif Bryndís Pétursdóttir hjá GS solver. Mótvægiskubbur sem fyrirtækið GS solver hefur þróað, kubbnum er komið fyrir í jörðu á svonefnd- um streitusvæðum í jarðlögum. Rannsókn sem gerð var á níu býlum norðanlands bendir til þess að kubb- urinn hafi jákvæð áhrif á frjósemi búfjár, fósturdauði var minni á þeim býlum þar sem honum hafði verið komið fyrir í námunda við útihús. Nýlokið er ráðstefnu um átaks- verkefni um minkaveiðar í Eyjafirði og á Snæfellsnesi. Samkvæmt útkomu úr rannsókn- arverkefninu er Eyjafjörður nær minklaus og verulegur árangur hefur náðst á Snæfellsnesi. Á ráð- stefnu um átaksverkefni í minka- veiðum og framtíðarsýn kom fram að minkur á Snæfellsnesi hefur lést undanfarin ár. Aðspurðir á ráð- stefnunni um ástæðu þess gáfu rannsakendur engin svör. Í samtali við rannsakendur að lok- inni ráðstefnunni kom fram að það sem minkurinn leggur sér til kjafts er annars eðlis en eldri rannsóknir gáfu til kynna. Þetta segir mér að minkurinn sé búinn að ganga svo nærri lífríki á Snæfellsnesi að hann verður að leggja sér til kjafts kross- fiska og annað sem lítið gagn er að. Hvað sem vísindamenn halda um það. Það mun sem sagt vera komið jafnvægi á lífríkið. Ætla má að svo sé víðar. Rannsókn þessi kostaði um það bil 135 milljónir. Af þessum 135 milljónum er talið að u.þ.b. 30 hafi farið í greiðslur til veiðimanna. Leggja verður áherslu á algera útrýmingu Nú held ég að komið sé að því að breyta um aðferðir. Nú verður að leggja áherslu á veiðar og algera útrýmingu minks úr íslenskri náttúru. Mér sýnist að nóg sé búið að rann- saka til að fullvissa alla sæmilega skynsama menn um að það er bráð nauðsyn að taka málið alvarlega. Allar rannsóknir héðan í frá eiga að beinast að bættum veiðiaðferðum og aukinni skilvirkni í veiðum, annað kemur okkur ekki við og skiptir í raun ekki máli. Það á að rannsaka nytjastofna en leggja áherslu á útrýmingu minksins. Á stórum svæðum hefur mink verið útrýmt, þar þarf aðeins að vinna þau dýr sem koma inn frá svæðum þar sem ekki hefur verið leitað nægj- anlega vel. Þessi minklausu svæði eru aðallega í Þingeyjarsýslum, eða frá Ljósavatnsskarði í vestri og allt austur á Melrakkasléttu, og fleiri svæði mætti nefna. Einnig er búið að vera nær mink- laust í u.þ.b. tíu ár í Ófeigsfirði. Þar var tekið alvarlega á málum um síð- ustu aldamót og þar hefur ekki gotið læða síðan. Reyndar hafa aðeins tvær læður komið inn á svæðið síðan. Önnur var geld, líklega hefur hún ekki fundið stegg á pörunartím- anum, en hin kom síðsumars með þrjá hvolpa með sér og var fargað. Á hverjum vetri hafa komið inn á svæð- ið 3 til 5 steggir. Mun auðveldara er að fást við örfáa steggi en tugi minka og mörg greni, eins og var fyrir þann tíma sem átakið var gert. En mink fer fljótt að fjölga ef sofið er á verðinum. Lagðar hafa verið nokkrar minkasíur í Árneshreppi og áætlað að fjölga þeim á næstu árum og síuvæða allan hreppinn. En síurnar eru nýjung og hafa gefið góða raun. Engir vísindamenn komu að verkefnunum Engir líffræðingar eða aðrir vísinda- menn komu að þessum verkefnum, en þó náðu þau umtalsverðum árangri. Og þar af leiðandi enginn kostnaður við rannsóknir. Líklega munu „vísindamenn“ bera brigður á þann árangur sem þarna náðist og telja að þar hafi ekki verið farið vísindalega að hlutunum. Eins og Kristinn Haukur Skarphéðinsson taldi á ráðstefnunni, að ekki hefði neitt komið frá veiðimönnum varð- andi veiðiaðferðir o.fl. En það er rangt, veiðimenn miðla sín á milli upplýsingum og reynslu. Við erum löngu búnir að átta okkur á því að það er til einskis að bera þær upplýsingar til líffræðinga, enda oft verið sagt að þetta væru bara sögur en ekki vísindalegar niðurstöður. En frá veiðimönnum koma allar veiðitölur og aðrar þær upplýsingar sem að gagni koma við veiðar á mink og ref, ekki frá lang- skólagengnum líffræðingum. Þeir eiga að vakta stofninn og skoða skít, ef þess er þá þörf, og fá fyrir 800 krónur á tímann (en það er við- miðun fyrir veiðimenn), en skipta sér sem minnst af veiðum, enda ekki til annars en að hirða það fé sem ætti með réttu að leggja til útrýmingar kvikindisins. Stjórnun veiða verði á einni hendi Það sem ég er sammála, og það voru allir á þessari ráðstefnu, er að stjórnun veiða þurfi að vera á einni hendi, ekki hlutverk sveitarstjórna. Sameiginlegt átak skilar örugglega mikið betri árangri en handahófs- kennd stjórnun eins og er nú. En það verður að vera veiðimaður með góða reynslu og góða yfirsýn yfir mál- efnið. Vera má að finnist líffræðingur sem hæfur væri til verksins, en til að tryggja árangur er rétt að setja það skilyrði að þeir komi hvergi nærri. Einnig voru flestir sammála um að kostnaður skyldi að mestu eða alfarið greiddur úr ríkissjóði. Minkabú greiði kostnað af eyðingu Nú þegar vel gengur í minkarækt og feldir í góðu verði, þá er sjálfsagt að gera þá kröfu að öll minkabú verði gerð dýrheld og að öll lífdýr verði örmerkt og gerð sú krafa að þeim, sem missi dýr út af búum, verði gert að greiða allan kostnað við að vinna þau. Einnig að ef sannist að ekki hafi verið látið vita ef dýr sleppi, þá varði það sektum. Það mun vera skylda, en fátítt ef nokkur dæmi þess að það sé gert. Pétur Guðmundsson. Er villiminkur að leggja lífríkið í rúst? - Minkabú greiði kostnað af eyðingu Pétur Guðmundsson frá Ófeigsfirði. Þó Ferna með lömbin sín fjögur þurfi ekki að kvarta yfir fósturdauða þá hefur Gunnar Björnsson bóndi í Sandfellshaga 2 áhyggjur af málinu og telur fulla ástæðu til að kanna betur áhrif rafmengunar á frjósemi.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.