Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | fimmtudagur 24. mars 2011 Eins og veðráttan hefur verið undanfarið er gott að eiga hlýjan og góðan hálskraga úr mjúku og góðu garni svo manni líði vel. Það eru ekki allir sem þola ullina og lopann en þótt þetta garn sé 100% extra fine merino- ull er hún svo mjúk að þeir sem eru mjög viðkvæmir fyrir ull klæjar ekki neitt. Stærðir: Ein stærð.v Efni Zara frá Filatura Di Crosa nr 1469 2 dokkur Garnið fæst í Garn.is, Versluninni Vouge, Aþenu, Garnbúðinni Gauju, Mólý, Handavinnuhúsinu, Versluninni Hlín Kompunni,Versluninni Hlín, Quiltbúðinni, Birkir og Esar. Ein tala nr KB 165-40 frá Garn.is fæst víða um land og á höfuðborgarsvæðinu. Aðferð Fitjið upp 100 L og prjónið stroff 2 sl og 2 br fram og til baka alls 9 cm, tengið saman og prjónið síðan í hring þar til kraginn mælist 18 cm og aukið út í næstu umferð sitthvoru megin við sléttu lykkjurnar svo það verði 4 sl og 2 br allan hringinn.Prjónið 2 umf og síðan er byrjað að gera snúning yfir sl lykkjurnar með því að taka 2 L á hjálparprjón fyrir framan, prjóna síðan 2 L og svo af hjálparprjóninum. Gerið þetta út umferðina. Prj 4 sl 2 br næstu 5 umf. og gerið aftur snúning. Í næstu umf. á eftir er aukið út um 2 L í hverjum sléttum kafla ( það er að segja eins og fyrr sitt hvoru megin við sl. lykkjurnar) út alla umferðina. Gerið næst snúning eins og fyrri snúning nema nú eru 3 L teknar á hjálparprjón og síðan prj. 3 L og loks af hjálparprjóni. Prj. síðan 6 sl 2 br alls 7 umf. Gerið snúning næst og síðan eru prj 7 umf. og í 8. Umf. er aukið út um 2 L sitthvoru megin við sl lykkjurnar út alla umferð og síðan snúningur. Nú eru 4 L teknar á hjálparprjón fyrir framan prj 4 L og síðan af hjálparprjóni. Þetta er gert út umf. Í næstu umf. er aukið út sitt hvoru megin við br. lykkjurnar svo þær verði 4 út alla umf. Næst eru prj 7 umf. 8 sl. 4 br. út alla umf. Fellið af og gangið frá endum.Saumið tölu á annan flipann til skrauts og brettið hann síðan niður til hálfs. Hlýr og töff hálskragi Glódís Björt Pálsdóttir er nem- andi í fyrsta bekk við Rimaskóla í Reykjavík og líkar skólavistin vel. Henni finnst skemmtilegast í leik- tíma í sundi í skólanum því þá fær hún að fara í stóru rennibrautina en í sumar ætlar hún einmitt að stunda sundlaugar af kappi. Nafn: Glódís Björt Pálsdóttir. Aldur: 6 ára. Stjörnumerki: Meyja. Búseta: Reykjavík. Skóli: Rimaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Í leiktíma í sundi því þá fæ ég að fara í stóru rennibrautina. Hvert er uppáhalds dýrið þitt? Kisur, hundar og hestar. Uppáhaldsmatur: Grjónagrautur, hamborgari, pítsa, pylsubrauð og kökur. Uppáhalds hljómsveit: Aftur heim (nýja Júróvisjónlagið), Justin Bieber, Michael Jackson, Páll Óskar og Diskóeyjan. Uppáhaldskvikmynd: Galdrakarlinn í Oz, Jón Oddur og Jón Bjarni, Lína Langsokkur og Ronja Ræningjadóttir. Fyrsta minningin þín? Þegar ég var minna en eins árs og hellti úr heilum Cheerios-pakka á gólfið og þegar ég fór að labba á eins árs afmælinu mínu. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að taka til. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Ég spila handbolta með KA og glamra á gítar. Hvað ætlar þú að gera í sumar? Ég ætla að fara í sundlaugina mína og á trampólín í sveitinni minni og kannski á hestanámskeið með frænku minni. /ehg Hellti úr heilum Cheerios-pakka á gólfið! Uppáhaldsdýr Glódísar Bjartar eru kisur, hundar og hestar en þegar hún verður stór ætlar hún að verða leik- skólakennari. Góð verð - Persónuleg þjónusta Skeiðarás 3 Garðabær Sími 5272600 velavit@velavit.is Varahlutir - Viðgerðir Vélavit útvegar varahluti í allar gerðir traktora td. New Holland, CASE, John Deere, Fiat, Zetor, McCormik, Deutz, Landini, Valtra o.fl. Hafið samband og látið okkur aðstoða við að útvega réttu varahlutina ! Ford og New Holland síur á lager ! Þótt eldgosinu í Eyjafjallajökli hafi lokið fyrir nokkrum mán- uðum er sú aska sem féll til jarðar enn að hafa áhrif á loftgæði. Í hvassviðri þegar jörð er þurr þyrlast askan upp og getur ösku- fok haft veruleg áhrif á loftgæði til hins verra. Þegar þetta er skrifað er í raun óvíst hversu lengi öskufok kemur til með að vara en líklegt er að næstu misserin megi búast við öskufoki. Askan sem fýkur frá svæðinu kringum Eyjafjallajökul er tiltölu- lega hrein, það er lítið af heilsu- spillandi efnum í henni. Askan er því minna skaðleg en venjuleg borgar- eða iðnaðarmengun, ef hún væri í sama styrk. Askan er þó oft í mun meiri styrk en venjuleg umferðarmengun. Aftur á móti má færa rök fyrir því að askan sé verri en venjulegt sandfok vegna þess hve fínkorna hún er og korn hennar hvöss. Skynsamlegt er að gera ráð- stafanir til að lágmarka innöndun öskunnar á slæmum dögum. Íbúar fylgist með svifryki Ástæða er fyrir íbúa á svæðinu að fylgjast með styrk svifryks í lofti. Svifryksmælir er staðsettur á ösku- fallssvæðinu við Eyjafjallajökul og er hann á Raufarfelli. Fylgjast má með mælingum á heimasíðu Rangárþings eystra, www.hvols- vollur.is. Neðst í hægra horninu á forsíðu er slóð á mælingarnar. Einnig verður hægt að fylgjast með mælingum á nýjum vef Umhverfisstofnunar sem verður opnaður í lok mars. Ætla má að mælirinn á Raufarfelli endurspegli styrk svifryks á því svæði sem varð fyrir hvað mestu öskufalli í gosinu. Útivera getur verið varasöm Þegar styrkur klukkutímameðal- tals svifryks er farinn að mælast í hundruðum míkrógramma á rúm- metra (μg/m3) er ekki hægt að mæla með langvarandi útiveru. Erfitt er að fastsetja ákveðna tölu en þó má segja að við 400 μg/m3 ætti fólk að forðast langvarandi, óþarfa útiveru. Ekki eru alls staðar svifryksmæl- ar en þegar skyggni er orðið fáir kílómetrar vegna öskufoks er mikið svifryk í loftinu. Heildarmagn þeirr- ar ösku sem einstaklingur andar að sér yfir daginn er háð styrk ösk- unnar í andrúmslofti og athöfnum viðkomandi. Þannig eykur útvera og aukin líkamleg áreynsla í miklu öskufoki innöndun öskunnar enn frekar. Ákveðnir hópar fólks eru við- kvæmari fyrir svifryki en aðrir, t.d. fólk með hjarta- og lungna- sjúkdóma og börn. Viðkvæmustu einstaklingarnir geta fundið fyrir auknum einkennum sjúkdóma sinna við mun lægri styrk, jafnvel niður fyrir 100 μg/m3. Skyggni sem mælikvarði Skyggni sem mælikvarði á svifryk Mælingarnar á Raufarfelli endur- spegla aðeins ástandið undir Eyjafjöllum. Eins og er þá eru t.d. ekki mælar í Vík eða á Hvolsvelli. Íbúar þeirra svæða geta metið styrk svifryks gróflega út frá skyggni. Þegar skyggni er um 4 kílómetrar út af öskufoki má búast við að styrkur svifryks sé nálægt 400 μg/m3. Nánari upplýsingar um tengsl skyggnis við styrk ösku í lofti má sjá í myndbandi Umhverfisstofnunar sem er aðgengilegt á YouTube (leitarorð „svifryk“) og á vef Umhverfisstofnunar, www.ust.is. Höfundur: Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðing- ur í loftmengun á Umhverfisstofnun. Um loftgæði vegna öskufoks

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.